Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomu- og
fjöldatakmarkana af völdum Covid-19 fellur fyr-
irhuguð fjölskyldumessa dagsins niður. Hluta
stundarinnar veður streymt á fésbókarsíðu
kirkjunnar.
ÁSKIRKJA | Hin mæta morgunstundin. Tón-
list, ritningarorð og morgunhugvekja úr Áskirkju
flutt á heimasíðu kirkjunnar; askirkja.is, kl.
9.30 á sunnudögum og fimmtudögum. Almenn-
ar sunnudagsguðsþjónustur í kirkjunni falla nið-
ur í október vegna Covid-19-veirufaraldursins.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á
íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8. Lau.
kl. 18 er vigilmessa og messa á pólsku kl. 19.
LAUGARNESKIRKJA | Vegna hertra sótt-
varnaaðgerða fellur allt helgihald, fyrirhugaðar
fræðslusamverur og félagsstarf eldri borgara
niður í októbermánuði. Barna- og æskulýðs-
starf verður með óbreyttu sniði. Sunnudaginn
11. október verður kirkjan opin á milli kl. 11 og
13 fyrir þá sem vilja eiga stund í helgidómnum.
Handspritt er á staðnum og nægt pláss til að
gæta fjarlægðartakmarkana. Fjöldatakmark-
anir verða virtar. Allar nánari upplýsingar eru
uppfærðar reglulega á heimasíðu kirkjunnar,
laugarneskirkja.is
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Vegna hertra að-
gerða vegna veirunnar verður ekki messað í
kirkjunni sunnudaginn 11. október.
SELTJARNARNESKIRKJA | Streymi á Face-
book frá helgistund í Seltjarnarneskirkju kl. 11.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir
Stefánsson er organisti. Þorsteinn Freyr Sig-
urðsson syngur. Sveinn Bjarki Tómasson er
tæknimaður.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur ann-
ast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarna-
son.
ORÐ DAGSINS:
Freisting Jesú
(Matt. 4)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kaupangskirkja í Eyjafirði
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
820 6511
Kristján
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
691 4252
Halla
Viðskiptafr. /
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Lögg. fast.
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Telma Sif
Lögfræðingur/
aðstoðarm. fast.
773 7223
Skúli Guðmundsson, þing-
maður Framsóknarflokksins,
fæddist 10.10. 1900 á Svert-
ingsstöðum í Miðfirði. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Sigurðsson bóndi og Magda-
lena Guðrún Einarsdóttir hús-
freyja. Skúli var tvígiftur og
fyrri kona hans var Hólmfríður
Jakobína Hallgrímsdóttir og
seinni Jósefína Antonía Helga-
dóttir, fædd Zoëga. Kjördóttir
Skúla og Jósefínu er Guðrún, f.
1943.
Skúli var verzlunarmaður
hjá Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga, útskrifaðist frá
Verzlunarskóla Reykjavíkur
1918 og var síðan kaupmaður á
Hvammstanga og síðar kaup-
félagsstjóri. Hann var alþingis-
maður Vestur-Húnvetninga
1937-1959, en síðan alþingis-
maður Norðurlandskjördæmis
vestra í tíu ár og sat alls 38
þing. Hann var atvinnumála-
ráðherra árið 1938-9 og fjár-
málaráðherra í forföllum sum-
arið 1954.
Hér er ein vísa sem Skúli
orti í tilefni þess að hann mætti
manni sem teymdi kú með
hnakk fyrir austan fjall:
Það var skrýtið sem ég sá
á Suðurlandi núna:
Þegar þeim liggur lítið á
leggja þeir hnakk á kúna.
Skúli lést 5.10. árið 1969.
Merkir Íslendingar
Skúli Guð-
mundsson
Helgi Áss Grétarsson ogHjörvar Steinn Grét-arsson gerðu jafntefli ískemmtilegri baráttu-
skák lokaumferðar Haustmóts Tafl-
félags Reykjavíkur sem fram fór á
föstudagskvöldið í síðustu viku. Sá
fyrrnefndi varð að vinna til að hafa
sigur á mótinu og átti vænleg færi
um tíma. Hann missti af snjöllum
drottningarleik Hjörvars sem eftir
það hafði jafntefli í hendi sér en eftir
88 leiki sætti hann sig við skiptan
hlut. Lokastaðan í A-riðli varð þessi:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson 8 v.
(af 9) 2. Helgi Áss Grétarsson 7½ v.
3. Guðmundur Kjartansson 7 v. 4.
Bragi Þorfinnsson 5½ v. 5. Sigurður
Daði Sigfússon 4½ v. 6. Vignir
Vatnar Stefánsson 4 v. 7.-8. Davíð
Kjartansson og Símon Þórhallsson 3
v. 9. Sigurbjörn Björnsson 1½ v. 10.
Halldór Grétar Einarsson 1 v.
Þar sem Hjörvar er ekki félagi í
TR hlýtur Helgi Áss sæmdarheitið
skákmeistari TR 2020.
Í B-riðli sigraði Lenka Ptacni-
kova, hlaut 6½ vinning (af 9), en í
2.-3. sæti komu Alexander Oliver
Mai og Þorvarður Ólafsson með 6
vinninga.
Í Opna flokknum, C-riðli, urðu
efstir Elvar Már Sigurðsson og Jó-
hann Jónsson, hlutu báðir 7½ vinn-
ing (af 9). Batel Goitom varð í 3. sæti
með 7 vinninga.
Óvenjulegar leikreglur á Alti-
box-mótinu í Stafangri
Enn ríkir fullkomin óvissa um
framkvæmd margra mikilvægra
skákviðburða en þó hafa opnast gluf-
ur bæði hér á landi og erlendis.
Norðmenn halda nú Altibox-
skákmótið í Stafangri í áttunda sinn.
Sex skákmenn tefla tvöfalda umferð
með óvenjulegu tímafyrirkomulagi;
keppendur fá tvær klukkustundir á
fyrstu 40 leikina, án aukatíma, en
eftir það bætast eingöngu við 10 sek-
úndur á hvern leik. Gefin eru þrjú
stig fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli
sem kallar á bráðabana og bætist ½
vinningur við þann hlutskarpari.
Þannig fékk Magnús Carlsen 1½
vinning í tveimur fyrstu umferð-
unum. Í fjórðu, sem tefld var á
fimmtudaginn, vann Magnús svo
Fabiano Caruana og komst á topp-
inn. Hann hefur níu vinninga, Aronj-
an er með átta stig, Caruana og
Firouzja sjö stig og Aryan Tari og
Pólverjinn Duda reka lestina.
Næststerkasti skákmaður Norð-
manna er sennilega hinn 21 árs
gamli Aryan Tari. Hann á íranska
foreldra en hefur alla tíð búið í Nor-
egi. Hann byggði upp vænlega stöðu
gegn Magnúsi í 3. umferð. En í mið-
taflinu gaf hann höggstað á sér:
Aryan Tari – Magnús Carlsen
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 Bd7 7.
Dd2 a6
8. 0-0-0 e6 9. f4 Be7 10. Rf3 b5 11.
Bxf6 gxf6 12. Kb1 Db6 13. f5 0-0-0
14. Bd3 Kb8 15. Re2 Bc8 16. Rf4
Re5 17. Be2 d5?!
Eftir tiltölulega hefðbundna byrj-
un leggur svartur til atlögu.
18. exd5 exf5
Kannski ætlaði hann að leika 18.
… Rxf3 19. Bxf3 e5 en eftir 20. Rg5
Bxf5 21. De2 ásamt – Be4 er of auð-
velt að tefla hvítu stöðuna.
19. Rd4 Bc5 20. Hhf1 Hhe8 21. a3
Ka8 22. h3 Bd7 23. Rh5
Hér missir hann þráðinn. Gott var
23. b4! eða jafnvel 23. d6!?
23. … Rc4 24. Bxc4 bxc4 25. Dc3
Hb8 26. Hf3
26. … He1!
Magnaður hróksleikur.
27. Hxe1 Bxd4 28. Db4 Dc7 29. d6
Dc6 30. Da5 Bxb2 31. Ka2 Be5 32.
Hb1 Hxb1 33. Kxb1 Dxd6 34. Kc1
Dd4 35. Dxa6+ Kb8 36. c3 Dg1+ 37.
Kd2 Dxg2+ 38. Ke3
38. … f4+!
Lokahnykkurinn.
39. Rxf4 Bxf4+ 40. Hxf4 Dg3+ 41.
Hf3 De1+ 42. Kd4 De5+ 43. Kxc4
De4+ 44. Kc5 Dxf3 45. Kd6 Bc8
- og hvítur gafst upp.
Hjörvar Steinn efstur –
Helgi Áss skákmeistari TR
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vígreifur Skákmeistari
TR 2020, Helgi Áss
Grétarsson, við taflið.