Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
Birkiteigur 8, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
5 herbergja einbýlishús með bílskúr í barnvænu umhverfi.
Verð kr. 37.800.000 159,7 m2
Umræður um fjár-
málastefnu ríkisstjórn-
arinnar voru um margt
ágætar. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar
báru fram mikilvægar
spurningar og gagn-
rýni og ráðherrar svör-
uðu sumu vel og öðru
síður.
Hæstvirtur utanrík-
isráðherra kaus að
endurtaka enn einu
sinni sína þreyttu tuggu um að þeir
sem helst tali niður samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið séu ESB-
sinnar og raunar allir aðrir sem vilja
að þjóðin fái loksins að segja hug sinn
um áframhald aðildarviðræðna. Slíkt
tal er fásinna, alveg sama hve oft er
tuggið.
ESB-sinnar vita að við erum þegar
komin inn í Evrópusambandið, ekki
bara með annan fótinn heldur hinn
nánast líka. Það sem helst stendur eft-
ir er annars vegar gjaldmiðill sem er
stöðugur og nothæfur í alþjóða-
viðskiptum og hins vegar lýðræðislegt
umboð til áhrifa á þá löggjöf sem við
Íslendingar innleiðum hvort eð er með
EES-samningnum. Það að taka loka-
skrefið til aðildar að ESB er hænufet
miðað við það risaskref sem við tókum
með þátttöku í EES fyrir rúmum ald-
arfjórðungi. Risaskref sem hefur orðið
okkur til mikillar gæfu.
Það er óttinn, sem andstæðingar
inngöngu í Evrópusambandið hafa al-
ið á, sem er allt í einu orðinn helsta
vopn í sérkennilegri andstöðu við
veru okkar í Evrópska efnahags-
svæðinu. Þetta er hættuleg þróun.
Við verðum að standa saman í því að
tala upp þátttöku okkar í Evrópu-
samstarfinu.
Dæmi um nákvæmlega þetta kom
síðan í ræðu hæstvirts utanríkis-
ráðherra þegar hann sagði Breta
núna í fyrsta sinn í lang-
an tíma fá yfirráð yfir
lögsögu sinni – og síðan
leiddi hann líkur að því
að ef Íslendingar væru
fullgildir meðlimir í Evr-
ópusambandinu þá gæt-
um við einungis veitt
25% aflans við Íslands-
strendur. Þarna ruglar
hann saman yfirráðum
yfir lögsögu og úthlutun
aflaheimilda.
Þjóðir hafa bæði yfir-
ráð yfir lögsögu sinni og
ráða úthlutunum sjálfar innan þeirra
marka sem lögin setja. Í fiskveiði-
stjórnunarlöggjöf Evrópusambands-
ins segir að aflamark byggist á vís-
indalegu mati hverrar þjóðar, sem
væri hér á borði Hafrannsókna-
stofnunar, og þeim hluta sem hefð-
bundið er að hver þjóð nýti (e. tradi-
tional share). Það hlutfall er alfarið
okkar Íslendinga. Þar kemur einnig
fram að úthlutun veiðiheimilda bygg-
ist á landsrétti. Svona framsetning ut-
anríkisráðherra ber ekki vott um yf-
irvegun eða hófstillingu í að viðra ótta
sinn við aðild að Evrópusambandinu.
Sem betur fer verða staðreyndir
um hvað aðild að Evrópusambandinu
felur í sér – og ekki síður hvað hún
felur ekki í sér – öllum ljósar þegar
Íslendingar eignast utanríkis-
ráðherra sem þorir að ljúka aðild-
arviðræðunum og bera þær undir
þjóðina til samþykkis. Þá getur þjóð-
in tekið upplýsta afstöðu um hvort
henni hugnist betur óttinn eða stað-
reyndirnar.
Eftir Jón Steindór
Valdimarsson
Jón Steindór
Valdimarsson
» Svona framsetning
utanríkisráðherra
ber ekki vott um yfir-
vegun eða hófstillingu.
Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
jonsteindor@althingi.is
Ótti eða staðreyndir
Lýðræðislegt stjórn-
arfar grundvallast á því
að borgararnir beri fram
spurningar, lesi sér til og
myndi sér sjálfstæða
skoðun. Hlutverki sínu í
þessu samhengi gegna
menn ekki aðeins með
því að nýta kosningarétt
sinn heldur einnig með
samtölum við aðra, þátt-
töku í rökræðum og opin-
berri umræðu. Því ber að verja tján-
ingarfrelsið og hvetja fólk til að láta
rödd sína heyrast, ekki fæla það frá
slíkri þátttöku með persónulegum
árásum. Þótt samfélagsmál snúist oft
um sérfræðileg atriði þýðir það ekki
að sérfræðingar einir megi tjá sig –
eða að embættismenn megi það alls
ekki! Sagan sýnir að lýðræði og
landsstjórn á ekki að framselja í
hendur sérfræðinga, því slíkt stjórn-
arfar (fámennisstjórn) býður alls
konar sjálfstæðri hættu heim.
Í fyrri grein minni um kórónuveir-
una og réttarríkið 13. ágúst sl. vísaði
ég til þess að almennir borgarar hafi
rétt og skyldu til að horfa á tölfræði-
legar upplýsingar og draga sjálf-
stæðar ályktanir, fremur en að sam-
þykkja umyrðalaust að vísinda-
mönnum og ráðherrum séu falin öll
völd. Í greininni gagnrýndi ég að nú-
gildandi sóttvarnalög mæli ekki fyrir
um að ákvarðanir heilbrigðis-
ráðherra komi til umræðu og endur-
skoðunar hjá löggjafarþinginu við
fyrsta tækifæri. Þar sem ekki hefur
borið mikið á viðleitni til að tempra
þá fámennisstjórn sem Íslendingar
búa nú við má minna á að samkvæmt
1. gr. stjórnarskrárinnar er Ísland
lýðveldi með þingbundinni stjórn –
ekki með stjórnbundnu þingi! Þingið
verður að leiða uppbyggilega um-
ræðu um hvernig við ætlum að lifa
með veirunni meðan bóluefni er ekki
fundið. Íslensk stjórnskipun byggist
á því að stefnumörkun og lagasetn-
ing fari fram í þinginu að undangeng-
inni vandaðri málsmeðferð. Reglur
sem varða daglegt líf allra lands-
manna þurfa að eiga sér lýðræð-
islega stoð. Þar bera kjörnir stjórn-
málamenn ábyrgð gagnvart
almenningi. Þá ábyrgð má ekki
leggja alla á herðar embættismanna,
eins og okkar góða sóttvarnateymis.
Frelsi fólks og
stjórnarskrárvarin
mannréttindi má ekki
skerða nema ýtrustu
nauðsyn beri til. Þess
vegna blasir við nauð-
syn þess að fram fari
yfirvegað og ná-
kvæmt áhættumat,
ásamt kostnaðar- og
ábatagreiningu. Hef-
ur einhver tekið sam-
an tjónið sem orðið
hefur vegna lokana og
annarra sóttvarnaaðgerða stjórn-
valda? Er ekki annars rétt að um er
að ræða veiru sem rúmlega 99%
smitaðra ná að yfirstíga? Er réttlæt-
anlegt frammi fyrir þessu að stór-
auka atvinnuleysi, moka fjármunum
úr ríkissjóði með ósjálfbærum hætti
og taka upp opinbert eftirlit með
ferðum borgaranna? Er veiruvörn-
um réttilega forgangsraðað gagnvart
öðrum vágestum, s.s. krabbameini,
hjarta- og lungnasjúkdómum? Getur
verið að áhersla á kórónuvarnir hafi
ýtt undir þunglyndi, kvíða, fíkni-
vanda og jafnvel sjálfsvíg? Hefur
áherslan á kórónuveiruna orðið til
þess að öðrum sjúkdómum sé síður
sinnt á sjúkrahúsum landsins?
Hversu mörgum lífum er verið að
bjarga með aðgerðum stjórnvalda og
hversu mörgum er mögulega fórnað?
Hvert er stefnt með aðgerðum rík-
isstjórnarinnar? Í útvarpsviðtölum
við forsætis- og fjármálaráðherra sl.
mánudagsmorgun (5.10. sl.) gætti
ósamræmis sem veldur óskýrleika í
þessum efnum. Kemur ekki til álita
af hálfu stjórnvalda að skoða málið á
breiðari grunni og í víðara samhengi
en hingað til? Erum við annars ekki
flest afkomendur fólks sem bjó við
stöðugan ellefu hundruð ára háska til
sjávar og sveita? Værum við hér til
frásagnar ef fyrri kynslóðir hefðu
skriðið undir sæng í hvert sinn sem
bætti í vindinn? Vírusar verða aug-
ljóslega ekki bannaðir með lögum –
og dauðinn ekki heldur.
Er íslensk þjóð tilbúin til að fá yfir
sig stöðugt nýjar smitbylgjur með
tilheyrandi takmörkunum og lok-
unum um ófyrirsjáanlega framtíð?
Verðum við ekki að finna leið til að
lifa með veirunni, a.m.k. meðan bólu-
efni er ófundið, án þess að setja allt
samfélagið í frost? Hvað með aðrar
klassískar leiðir, s.s. að verja þá við-
kvæmustu eftir fremsta megni, en
hvetja heilsuhraust fólk til að halda
áfram með líf sitt og störf?
Í ljósi allra framangreindra spurn-
inga get ég ekki annað en fundið til
vissra efasemda þegar stjórnvöld
kalla eftir samstöðu, hlýðni eða gagn-
rýnisleysi á núverandi stefnu. Full
ástæða er til að benda á að með
hverjum deginum sem líður erum við
að búa til fordæmi til framtíðar.
Hvaða augum munu komandi kyn-
slóðir (sem bera munu kostnað af nú-
verandi hallarekstri ríkissjóðs) líta
ákvarðanir okkar og langtímaáhrif
þeirra? Samkvæmt nýjustu fréttum,
sjá t.d. The Telegraph 7. okt. sl.,
glímir aðeins „örsmár minnihluti“
(„e.t.v. 1%“) þeirra sem smitast hafa
af kórónuveirunni ennþá við eftirköst
sex mánuðum síðar. Um það má nán-
ar lesa í ummælum sem þar eru höfð
eftir prófessor Trisha Greenhalgh,
„leiðandi sérfræðingi“ við Oxford-
háskóla.
Miklar áskoranir steðja að efna-
hag og sálarlífi landsmanna vegna
þeirrar stöðu sem uppi er. En hér
býr hraust, vinnusamt og hugmynda-
ríkt fólk sem getur unnið sig út úr
þessum skafli þegar raunsæi hefur
leyst óttann af hólmi.
Eftir Arnar Þór
Jónsson
» Ísland er lýðveldi
með þingbundinni
stjórn – ekki lýðveldi
með stjórnbundnu
þingi.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er héraðsdómari.
Til umhugsunar
Á fyrstu dögum
marsmánaðar var ég
staddur á góðgerðar-
samkomu í New York.
Þar var glatt á hjalla
þótt talið bærist öðru
hverju að veirunni sem
nýlega hafði sprottið
upp í Wuhan í Kína.
Sprittbrúsum hafði ver-
ið komið fyrir við inn-
ganginn, annað var það
ekki. Um kvöldið átti ég meðal ann-
ars fjörugt spjall við tvö landsfræg
leikskáld sem bæði höfðu verið viðrið-
in leikhúsið sem gestir voru komnir
til að styrkja. Við töluðum um næsta
leikár, lífið og tilveruna. Mánuði síðar
voru þessir menn látnir. Annar um
áttrætt, hinn á sextugsaldri. Sá eldri
hafði fyrir nokkrum árum unnið bug
á illvígum sjúkdómi. Sá yngri var
hraustur og bar það með sér að hann
lagði rækt við líkamann. Hvorugur
þeirra hagaði sér eitthvað öðruvísi en
ég þetta kvöld. Ég var bara heppinn.
Þegar fyrsta bylgja faraldursins reið
yfir vorum við Íslendingar óviðbúnir
eins og mestallur heimurinn en gripum
skjótt til varna. Við gerðum það sem
fyrir okkur var lagt. Orð þríeykisins
voru guðspjöll dagsins. Hér ríkti sam-
staða og það fólk sem lagði sig í líma –
og hættu – til að verja okkur hin og
sinna þeim sem veiktust fékk það
þakklæti sem það átti skilið. Veiran var
að miklu leyti kveðin niður og líf
margra færðist nær vanahorfi. Úti í
heimi var dáðst að framgangi okkar.
Nú erum við stödd í nýrri bylgju og
ólíkt því sem áður var erum við ekki
samstiga lengur. Það er stutt í þræt-
urnar sem við getum verið svo dugleg
við. Sóttvarnalæknir er talinn ganga
of langt. Þríeykið þarf að tönnlast á
sömu leiðbeiningunum við okkur eins
og ungling á mótþróaskeiði. Það
spyrst út að óeining sé í ríkisstjórn. Og
spekúlöntum og sumum
stjórnmálamönnum
þykir þetta heppilegur
tími, nú þegar farald-
urinn geisar og sjúkra-
hús eru byrjuð að fyll-
ast, að viðra kenningar
sínar um frelsi ein-
staklingsins sem þeir
lásu kannski um þegar
þeir voru ungir og mót-
tækilegir en eiga lítið
erindi í því stríði sem nú
er háð – við óvin sem
kann ekki einu sinni þá
kurteisi að klæðast einkennisbúningi
svo við sjáum hann á færi.
Kvittur um óeiningu meðal þess
fólks sem er kosið til að leiða þjóðina
er ekki hjálplegur. Og akademískar
hugleiðingar um frelsi eru best
geymdar þar til þessi plága er gengin
yfir.
Upp á okkur hin stendur að
hrökkva í sama far og í vor. Fara eftir
einföldum leiðbeiningum. Þó ekki
væri nema til að vernda þá sem eiga
það á hættu að veikjast illa. Kannski
er það líka aukinn hvati að minnast
þess að það gætum verið við sjálf sem
stæðum í þeim sporum – ef marka má
reynsluna, þar á meðal mína af góð-
gerðarsamkomunni í vor. Þar hagaði
ég mér í einu og öllu eins og þeir sem
nú eru ekki lengur á meðal okkar.
Eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson
Ólafur Jóhann Ólafsson
Höfundur er rithöfundur og fyrrver-
andi aðstoðarforstjóri Time Warner.
Frelsið og farsóttin
»Kvittur um óeiningu
meðal þess fólks sem
er kosið til að leiða þjóð-
ina er ekki hjálplegur.
Og akademískar hugleið-
ingar um frelsi eru best
geymdar þar til þessi
plága er gengin yfir.
Atvinna