Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tólf ungir hafernir bera nú leiðar-
rita og er markmiðið að með þess-
um senditækjum takist að varpa
skýrara ljósi á búsvæðanotkun
ungra arna. Fyrirtækið EM-orka
ehf., sem hyggst reisa vindorkuver
á Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit,
ber kostnað af tveimur tækjanna.
Talið er að leiðarritar muni auð-
velda mat hugsanlegra áhrifa af
vindmyllugörðum á örninn. Sex
ungar fæddir 2019 bera þessi
merki. Tiltölulega skammur tími er
liðinn frá því að þeir flugu að heim-
an og vafasamt að draga miklar
ályktarnir fyrr en lengra er liðið á
rannsóknina, samkvæmt upplýs-
ingum frá Náttúrufræðistofnun.
Eins þarf að fjölga ungum með
leiðarrita til að fá meiri upplýs-
ingar, en fyrirhugað er að fjölga
ungum með senditæki á næsta ári.
Tæknin notuð í Finnlandi
Fjallað var um þessa tækni í
Morgunblaðinu í vikubyrjun, en
hún hefur ekki áður verið nýtt til
rannsókna á haförnum hér á landi.
Í ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar
er greint frá því að víða á út-
breiðslusvæði hafarna í heiminum
hafi ferðir ungra arna verið kort-
lagðar með notkun rafeindatækja
sem sum hver staðsetja fuglana
með mikilli nákvæmni, oft mörgum
sinnum á dag.
„Með því móti er hægt að meta
hvaða svæði eru þýðingarmikil og
eins í hve miklum mæli fuglarnir
leggja leið sína um svæði þar sem
þeim getur verið hætta búin. Finn-
ar hafa t.d. kortlagt nákvæmlega
helstu búsvæði arna með hliðsjón
af fyrirhuguðum vindmyllusvæðum
á grundvelli slíkra gagna,“ segir í
ársskýrslunni.
Mikilvægt fuglasvæði
Svæðið á Garpsdalsfjalli liggur í
um 500 metra hæð yfir sjávarmáli
og er nú fyrirhugað að reisa þar 21
vindmyllu, sem verði allt að 158
metrar á heildarhæð. Talsvert er
fjallað um fuglalíf á svæðinu og
rannsóknir á því í tillögu Mannvits
fyrir EM-orku að matsáætlun frá
því í apríl í fyrra.
Þar segir að þar sem Breiða-
fjörður sé skilgreindur sem mikil-
vægt fuglasvæði, og þá m.a. vegna
veru hafarnar, verði lagt mat á
hvort líkur séu á að ungar arna og
snæugla fari um framkvæmda-
svæðið, en talið sé að þessum teg-
undum stafi sérstaklega mikil
hætta af vindmyllum. „Þess ber þá
að geta að ekki er búist við því að
örninn haldi sig í þeirri hæð þar
sem vindorkugarðurinn er fyrir-
hugaður,“ segir í tillögu að mats-
áætlun.
Snæuglur og hafernir
Í ákvörðun Skipulagsstofnunar
um matsáætlun frá því í sumar
segir að mat á áhrifum á fugla sé
einn þýðingarmesti þáttur um-
hverfismats vindorkuvera. Þar er
vitnað til umsagnar Náttúrufræði-
stofnunar þar sem segi að þó svo
að almennt megi búast við litlu og
fábreyttu fuglalífi á framkvæmda-
svæðinu þá sé svæðið ofan Gils-
fjarðar og norður um Steingríms-
fjarðarheiði eitt fárra hér á landi
þar sem snæuglur sjáist árvisst og
vitað sé um varp á seinni árum.
Auk þess verpi ernir í grennd við
svæðið.
Skipulagsstofnun hefur fallist á
tillögu EM-orku að matsáætlun
með allmörgum athugasemdum og
er lögð áhersla á að fylgt verði
bestu starfsvenjum. EM-orka mun
þegar hafa brugðist við einhverjum
þeirra.
Ljósmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson
Með tæknina á bakinu Nær fullvaxinn arnarungi með leiðarrita, en tólf ungir hafernir bera nú svona tæki sem gefa upplýsingar um ferðir þeirra og búsvæðanotkun.
Áhrif af vindmyllum metin
Leiðarritar varpa ljósi á búsvæðanotkun hafarna EM-orka sem hyggst virkja á Garpsdalsfjalli
ber kostnað af tveimur tækjum Víða um heim hafi ferðir arna verið kortlagðar með rafeindatækni
Mikil þróun hefur orðið í raf-
eindabúnaði sem meðal annars er
notaður til að kortleggja lífshætti
fugla. Tækin eru orðin léttari, ná-
kvæmari og yfirleitt ódýrari. GPS-
tæki, sem senda boð í gegnum sím-
kerfi, eru mest notuð við rann-
sóknir á stærri tegundum, en
einnig gervihnattatækni. Léttari
dægurritar eru frekar notaðir á
sjófugla og minni fugla.
Níu íslenskar grágæsir bera nú
tæki sem senda staðsetningu þeirra
í rauntíma með SMS. Þá eru 20-30
heiðagæsir úr íslenska stofninum
með slíka senda. Í sumar voru send-
ar settir á fimm helsingja í Skafta-
fellssýslum og var það í fyrsta
skipti sem GSM/GPS-sendar eru
settir á helsingja hér. Á Bretlands-
eyjum og víðar hefur þessi tækni
verið notuð til að kortleggja ferðir
gæsa og álfta, m.a. með tilliti til
vindorkugarða á sjó og landi.
Í sumar voru GPS-sendar tengdir
gervihnetti settir á hina víðförlu
branduglu.
Til að lesa úr gögnum dægurrita
sem festir hafa verið á fuglana þarf
að ná þeim aftur. Í tækinu er ljós-
flaga sem nemur birtu og innbyggð
klukka. Þegar gögnum er hlaðið í
tölvu má lesa um ferðir fuglanna
með 150-200 kílómetra nákvæmni.
Dægurritar hafa m.a. verið notaðir
til að afla upplýsinga um ritu, fýl,
langvíu, álku, súlu lunda, topp-
skarf, æðarfugl, hvítmáf, silfurmáf
og sílamáf. Einnig flórgoða, óðins-
hana, skógarþröst, skúm og kjóa.
Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson
Ugla Merki komið á branduglu síð-
asta sumar og sjá má loftnetið.
Tækin hafa þróast hratt
Komdu í BÍLÓ!
PLUG INHYBRID
Nýskráður 01/ 2020, ekinn 11 Þ.km,
bensín og rafmagn (plug in hybrid,
drægni 50 km), sjálfskiptur. Fjórhjóla-
drifinn (4matic).
Hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line, Night
pack, stafræntmælaborð, leiðsögukerfi,
bakkmyndavél, blindsvæðisvörn o.fl.
Skipti á ódýrari skoðuð!
Raðnúmer 251752
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 –
M.BENZ C 300e 4matic AMG
VERÐ 8.490.000 kr.