Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar Ford C-Max 2/2104 ekinn aðeins 115 þ. km. Diesel. Sjálfskiptur. Álfelgur. Samlitur. O.fl. Ný skoðaður. Rúmgóður fjölskyldubíll á góðu verði. Verð: 1.450.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir Svalbarð 1, Svfél. Hornafjörður, fnr. 218-1343 , þingl. eig. Maria Elena Derecho Magno og Antero Yongco Magno, gerðarbeiðendur Framtíðin lánasjóður hf. og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 19. október nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Suðurlandi 13. október 2020 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028. Klettamörk, breyting á landnotkun Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.10.2020 að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á skilgreiningu landnotkunar í aðalskipulagi sveitarfélagsins fyrir Klettamörk, þar sem hluti núverandi landbúnaðarsvæðis verði gert að svæði undir verslun og þjónustu. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun Bakkaflöt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.10.2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Bakkaflöt. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 0,43ha. Gert er ráð fyrir byggingu frístundahúss ásamt tilheyrandi gestahúsi og geymslu. Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Ásvegi (nr. 275) í framhaldi af Þykkvabæjarvegi (25). Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 25. nóvember 2020 Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488 7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is Har. Birgir Haraldsson Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra RANGÁRÞING YTRA Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Kæru gestir, félagsstarfið okkar er opið en vegna fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til þess að tryggja fjarlægðarmörk og fjölda í hverju rými. Við minnum fólk á mikilvægi sóttvarna og að það er grímuskylda í Samfélagshúsinu. Nánari upplýsingar og skráning í síma 4112701 / 4112702. Tilkynn- ingar um breytingar koma líka fram á facebooksíðu okkar Samfélagshúsið Aflagranda. Árskógar Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Spænskukennsla kl. 14. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt Skógarmanna kl. 13 -14. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismat- ur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Félagsstarf er lokað, einungis opið í hádegismat í Boðanum. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Námskeið í tálgun kl. 9.15-11.45. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara í Breiðholtskirkju. ,,Maður er manns gaman" er alla miðvikudaga kl.13.15. Byrjum kl. 12 með kyrrðarstund og á eftir er súpa og brauð. Allir hjartanlega velkomnir. Breiðholtskirkja Allt starf eldri borgara fellur niður í október vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Kæru vinir farið varlega og Guð blessi ykkur. Sjáumst hress og kát þegar við getum hist aftur. Kveðja Steina djákni. Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða- kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst hress þegar að öllu er óhætt. Hólmfríður djákni. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgað með Valdóri kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Minnum á grímuskyldu í félagsmiðstöðinni. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411-2790. GarðabærKæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tíma- bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmarkanir sem er 20 manns í rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram 2ja metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face- book-síðu okkar : https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarfgardabaer Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn og allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30 – 12.30. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16. Korpúlfar Glerlist með Fríðu kl. 9, þátttökuskráning og 2 metra regl- an í gildi. Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila fellur niður í Egilshöll vegna covid. Qigong hefur verið frestað út af Covid. Minn- um á mikilvægi sóttvarna og grímuskyldu í félagsstarfinu, auk skráningu í kaffitíma. Seltjarnarnes Gler og leirnámskeiðin eru í samráði við leiðbeinend- ur. Botsía á Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Handa- vinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Ath. að þeir liðir sem auglýstir eru á Skólabraut í dag eru eingöngu fyrir íbúa hússins vegna covid 19. Minnum á handþvott, sprittun og að grímuskylda er bæði hjá þátttakendum og starfsfólki. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt- ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomn- ir. Síminn í Selinu er 568-2586. Nauðungarsala FINNA.is ✝ Þorsteinn Frið-riksson, fyrr- verandi banka- fulltrúi, fæddist í Reykjavík 3. febr- úar 1930. Hann lést á Landspítalanum 1. október 2020. Foreldrar hans voru Friðrik Þor- steinsson hús- gagnasmíða- meistari, f. 3. júlí 1896 á Þorleifsstöðum í Svarf- aðardal, d. 11. nóvember 1980, og kona hans Ragnheiður Elísa- bet Jóhannsdóttir, f. 22. júlí 1900 á Þröm í Skagafirði, d. 30. september 1986. Systkini Þor- steins eru: Aðalheiður, f. 12. janúar 1928, maki Jóhannes Jónsson (látinn), Sigrún, f. 1. mars 1929, maki Mehdi Fak- harzadeh (látinn), Friðrik, f. 1. janúar 1932, d. 24. apríl 1990, Ingibjörg, f. 10. janúar 1935, d. 18. apríl 1997, maki Eggert Karlsson (látinn), og Ragnheið- ur Anna, f. 15. maí 1937, maki Hörður Viktorsson (látinn). Þorsteinn kvæntist 2. desem- ber 1967 Guðrúnu Lýðsdóttur, f. 4. mars 1939. Foreldrar henn- ar voru Lýður Jónsson, f. 12. ágúst 1897, d. 11. mars 1982, og Kristín Jóhannsdóttir, f. 4. októ- ber 1899, d. 6. febrúar 1982. Systkini Guðrúnar voru Ingi- björg og Haraldur (bæði látin) og hálfsystir samfeðra er Krist- ín. Þorsteinn ólst upp í Reykja- vík. Hann gekk í Landakots- skóla, Miðbæjarskólann og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1950. Árið 1953 hóf Þorsteinn störf í gjaldeyrisdeild Út- vegsbankans og vann þar það sem eftir var starfs- ævinnar, síðustu árin sem deild- arstjóri gjaldeyr- isdeildar. Þorsteinn var virkur í félagsmál- um og starfaði m.a. í stjórn starfs- mannafélags Út- vegsbanka og í stjórn Sambands íslenskra bankamanna. Á yngri árum var Þorsteinn liðtækur íþróttamaður, æfði handbolta og frjálsar íþróttir hjá ÍR og spilaði badminton fram að fimmtugu. Þorsteinn og Guðrún voru dugleg að ferðast um heiminn, þau fóru m.a. í saf- aríferð til Afríku, til Kína, Taí- lands og Balí löngu áður en slík- ar ferðir urðu almennar. Að auki ferðuðust þau oft til Bandaríkjanna og notuðu þá tækifærið og ferðuðust t.d. til Flórída, Kaliforníu, Havaí og einnig til Bahamaeyja. Eftir að þau hjónin komust á eftirlaun keyptu þau sér hús á Spáni og dvöldu þar í nokkra mánuði á ári í 20 ár. En á sumrin héldu þau sig á Íslandi og þá oft í sumarhúsi fjölskyldu Þorsteins í Norðurárdal. Útför Þorsteins fer fram frá Langholtskirkju í dag, 14. októ- ber 2020, klukkan 15. Vegna að- stæðna í samfélaginu verða að- eins nánustu aðstandendur við- staddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/8ie0RN3BJBc Virka slóð á streymið má nálgast á https:// www.mbl.is/andlat Kær vinur er fallinn frá. Þorsteinn eða Steini, eins og vinir hans kölluðu hann, hefur kvatt okkur. Það kom snöggt, en ekki al- veg að óvörum, því lífsljós hans hafði ekki logað sterkt síðustu ár. Ég kynntist Steina 1956, og þá í gegnum sameiginlegan vin, æskuvin hans, Þórð Þorvaðar- son, annar traustur vinur sem einnig er látinn. Það var mikið lán fyrir mig að Steini skyldi taka mig í vina- tölu, því hann var vandlátur á vini, en hélt vel utan um þá sem hann valdi. Steini var ein- stakt ljúfmenni og algjört prúð- menni að auki. Aldrei heyrði ég hann hall- mæla einu eða neinum, og ef svo vildi til að kveikjuþráðurinn í mér brynni upp í einhverjum samræðum um menn eða mál- efni, og ég spryngi, þá kom „uss, suss“ og í mesta lagi „uss, suss, suss“. Það var ekki æs- ingurinn á þeim bæ. Á þessari stundu minnist maður þeirra fjölmörgu ánægjustunda, sem ég átti með Steina. Þau hjónin Guðrún og Steini áttu lítið fallegt hús á Spáni og eitt árið fórum við spilafélag- arnir hans, ásamt konum, í heimsókn til þeirra. Það var vel heppnuð og ánægjuleg ferð eins og fleiri ferðir spilaklúbbs- ins, m.a. til Ítalíu og Írlands. Sumarið 1962 hafði Steini, sem þá var deildarstjóri gjald- eyrisdeildar Útvegsbankans, verið sendur á vegum bankans til Moskvu. Ekki man ég hvers vegna, en í bakaleiðinni lét hann sig ekki muna um að fara með lest frá Kaupmannahöfn til Furtwan- gen, yfir 1000 km leið, til þess eins að gleðja mig, en ég var þá við nám í S-Þýskalandi. Þetta var á sumarfrístíma og auk þess á föstudegi. Það var þreyttur vinur sem steig út úr lestinni á leiðar- enda, enda búinn að sitja mest- alla leiðina frá Hamborg til Freiburg á töskunni! En menn voru nú fljótir að jafna sig í þá daga. Daginn eftir fórum við niður að Bodensee, sem er fyrir suma Þjóðverja þeirra Rivíera. Um kvöldið ákváðum við að borða þar í frægu spilavíti í Konstanz. Það er yfirleitt mjög góður matur á svona stöðum og ekki svo dýr, því rekstraraðilinn flær viðskiptavinina við spila- borðin. Við ákváðum nú samt að freista gæfunnar og eftir skamma dvöl í spilasalnum kom Steini skælbrosandi á móti mér og sagði hróðugur að nú byði hann mér í mat. Hann var búinn að horfa á menn spila hin ýmsu kerfi í nokkurn tíma, án þess að skilja haus né sporð á því hvað þeir væru að gera, og endað með því að slengja fimm marka peningi á töluna 18. Talan 18 kom upp og gaf í vinning 175 mörk. Þetta toppaði ferðina, að sjálf- sögðu! Þá er í fersku minni ferðin til Vopnafjarðar, sumarið 1963, þegar ég veiddi minn fyrsta lax, en Steini var þá löndunar- stjóri og í kjölfarið guðfaðir þeirrar athafnar. Árlegar ferðir spilaklúbbsins í sumarbústað fjölskyldu Steina voru ávallt mikið tilhlökkunar- efni, enda tveggja daga hátíða- höld, með leikjum og fjöri! Já, það er af mörgu að taka og margar skemmtilegar minn- ingar um vin minn Steina og vil ég að leiðarlokum þakka honum fyrir einlæga og trygga vináttu í gegnum árin. Elsku Gunna, við Kristín sendum þér og ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Megi fagrar og góðar minningar lifa með ykkur. Kristín og Kolbeinn Pétursson. Þorsteinn Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.