Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Það sýnir ágætlega yfirganginn ísértrúarsöfnuðinum sem kall- ar sig Stjórnarskrárfélagið hvernig hann bregst við því þegar þeir sem sjá um eignir Stjórnarráðsins þrífa burt krot af veggjum þess. Óprútt- inn veggjakrotari hafði málað slag- orð um nýja stjórnarskrá á vegg sem hann átti ekki og án leyfis og þegar eigandinn þreif vegginn voru viðbrögð formanns Stjórnarskrár- félagsins að fordæma þrifin, ekki veggjakrotið!    Athygli vakti líka að Ríkis-útvarpið birti frétt um málið þar sem ríkisstofnunin kallaði þessi sjálfsögðu viðbrögð þeirra sem hafa umsjón með eignunum „þrifaæði“ í fyrirsögn. Þessi furðu- lega ríkisstofnun er auðvitað geng- in í Stjórnarskrárfélagið og kemur út af fyrir sig ekki á óvart að þessir hópar sameinist, en hversu viðeig- andi er það að skattfé sé notað til að afflytja fréttir af þrifum á eigum skattgreiðenda?    Stjórnarskrárfélagið er virðulegtnafn á sértrúarhópi sem hefur staðfest einkenni sín sem slíkur með því að birta myndskeið af fundi sínum þar sem fundargestir kyrja einhverja möntru um að þeir strjúki stórum ísmola blítt um leið og þeir ganga að honum og leggja hendur yfir hann.    Fólk má vitaskuld leika sér meðísmola eins og því sýnist, þó að það verði ekki trúverðugra fyrir vikið, og það má berjast fyrir nýrri stjórnarskrá, en verða eignaspjöll varin í nýju stjórnarskránni í stað eignarréttarins eins og nú er? Eignaspjöll varin í nýrri stjórnarskrá? STAKSTEINAR Samgöngustofa hefur opnað fyrir rafræna skráningu eldri léttra bif- hjóla í flokki I. Um er að ræða raf- eða vélknúin hjól sem ná allt að 25 km/klst hraða og eru merkt appels- ínugulum númeraplötum. Skráning- arskylda slíkra hjóla tók gildi 1. jan- úar 2020 og eru öll hjól sem flutt hafa verið inn til landsins síðan skráð af innflytjanda eða seljanda og hafa af- henst skráð og skoðuð samkvæmt hefðbundnu forskráningarferli. Samgöngustofa miðar við að eldri hjól verði skráð fyrir 1. mars 2021 ef nota á þau í almennri umferð en skráningin verður opin á vef Sam- göngustofu til 30. júní 2021. Skrán- ingar- og skoðunarskyldu þessara ökutækja er ætlað að auka umferð- aröryggi t.d. með því að tryggja að ljósa- og hemlunarbúnaður sé í lagi. Fjöldi óskráðra léttra bifhjóla er ekki vitaður með vissu. Hafi inn- flutningur á léttum bifhjólum verið í samræmi við fjölda síðan skráning- arskylda hófst má gera ráð fyrir um 400 óskráðum hjólum í umferð, að sögn Sigfúsar Þórs Sigmundssonar hjá Samgöngustofu. Vonir standa til að skráningin bæti yfirsýn yfir fjölda og gerðir í umferð, hvaða flokki þau tilheyra og hvaða reglur eiga við um akstur þeirra. karitas@mbl.is Skrá þarf og skoða eldri vespur  Tilmæli Samgöngustofu gera ráð fyrir skráningu fyrir 1. mars 2021 Morgunblaðið/Golli Vespur Nú ber að skrá og skoða eldri vespur fyrir 1. mars 2021. Erlendur Guðlaugur Eysteinsson, fyrrver- andi bóndi á Stóru- Giljá, lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Blöndu- ósi 1. október sl., 88 ára að aldri. Erlendur fæddist að Beinakeldu í Torfa- lækjarhreppi í Austur- Húnavatnssýslu 10. janúar 1932 og ólst þar upp. Foreldrar Erlend- ar voru Eysteinn Er- lendsson bóndi og Guð- ríður Guðlaugsdóttir húsfreyja. Hann var í barnaskóla í fjóra vetur, farskóla, einn vetur í yngri deild Hólaskóla og stundaði nám við Bréfaskóla SÍS í tvö ár. Erlendur vann ungur á búi foreldra sinna til 1955 en þá varð hann vinnumaður hjá föðurbræðrum sínum, Sigurði og Jóhannesi, á Stóru-Giljá. Árið 1957 flutti hann aftur að Beinakeldu og hóf þar bú- skap á hálfri jörðinni ásamt konu sinni. Þau bjuggu að Beinakeldu til 1972. Þá keyptu þau Stóru-Giljá, þar sem þau bjuggu til 2008, en fluttu þá til Blönduóss. Erlendur var stofnandi ung- mennafélagsins Húna í Torfalækj- arhreppi, sat í stjórn og var formað- ur þess, var formaður skólanefndar Húnavallaskóla 1972-82, sat í stjórn Byggðasamlags Húnavallaskóla, sat í stjórn Sauðfjár- ræktarfélags Sveins- staðahrepps og var gjaldkeri þess, í stjórn Hrossaræktar- sambands Austur- Húnavatnssýslu, í stjórn Veiðifélags Vatnsdalsár og var for- maður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps. Hann var hrepps- nefndarmaður í rúm 46 ár og oddviti síðustu 16 árin, sat í héraðsnefnd Austur-Húnavatns- sýslu í 12 ár, var odd- viti hennar og héraðsráðs síðustu fjögur árin. Erlendur starfaði um árabil í Lionsklúbbi Blönduóss og var fjöl- umdæmisstjóri Lions 109 á Íslandi 1991-92. Hann var formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu um langt árabil og sat í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins. Hann sat í sóknarnefnd Þingeyrasóknar í 49 ár, þar af for- maður í 27 ár. Hann var meðhjálpari í Þingeyrakirkju í 49 ár. Eiginkona Erlendar er Helga Búadóttir og eignuðust þau fjögur börn; Árdísi Guðríði, Ástríði Helgu, Eystein Búa og Sigurð. Útför Erlendar verður gerð frá Þingeyraklausturskirkju laugardag- inn 17. október klukkan 14. Andlát Erlendur G. Eysteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.