Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir hefur verið sískrifandi frá því hún var krakki. Ísblá birta, önnur ljóðabók hennar, er nýkomin út hjá Blómatorg- inu, en sonur var frumraun hennar. „Þegar ég var í sveit í gamla daga sendi ég bréfin heim í ljóðaformi og hef skrifað síðan,“ bend- ir hún á. Sveinn Bjarki Sigurðsson, sonur hjónanna Ástu Bjarkar og Sigurðar Þóris Sigurðssonar í Blómatorginu við Birkimel, lést 2010 eftir sjö mánaða baráttu við krabbamein og ljóðabók tileinkuð honum kom út 2013. „Fram að því hafði ég bara skrifað fyrir skúffuna og sjálfa mig en við missinn byrjaði ég að skrifa lítil ljóð á litla gula miða, sem ég hengdi út um allt í her- berginu mínu, til að hjálpa mér út úr sorgarferlinu,“ rifjar Ásta Björk upp. „Í kjölfarið ákvað ég að gefa út bókina son með þessum ljóðum.“ Á bókarkápu Ísblárrar birtu segir að Ásta Björk yrki „um veturinn, vor- ið, dauðann, sorgina, draumsýnir og síðast en ekki síst til þín, hver sem þú ert“. þú réttir fram hönd þína þreifar á ísblárri birtunni senn morgnar og þú fylgir veginum til vorsins „Djúpbláir skuggar“, fyrsti kafli nýju bókarinnar, fjallar um veturinn og vorið. Annar kaflinn, „Þú heyrir söng þinn nálgast“, er einkum um drauma. „Stjörnuhrap“ nefnist þriðji kaflinn og er um sorgina og dauðann. Fjórði og síðasti kaflinn, „Skuggar okkar þræða götuna“, er til hvers sem er. „Ég er svolítið angurvær,“ segir Ásta Björk, en ljóðin valdi hún úr safni sem hún orti 2018 og 2019. „Drungi og myrkur eru í ljóðunum en birtan skín í gegn og vorið er handan við hornið,“ útskýrir skáldið. Bókin er til sölu í Blómatorginu og viðtökurnar hafa verið góðar, að sögn Ástu. „Ég á marga ljóðelskandi vini.“ Hún var kennari í yfir 40 ár, síðast við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem hún kenndi íslensku í 16 ár. Hún lauk meistaranámi í ritlist við Há- skóla Íslands í febrúar sem leið og er með tvær bækur í vinnslu. „Önnur er prósabók um garðinn minn, sem ég er langt komin með, og svo er ég að skrifa bókina Brotabrot úr lífi kommakrakka.“ Ritlistin er Ástu í blóð borin. Í því sambandi má nefna að móðursystkini hennar sendu frá sér ritverk. Ing- ólfur Jónsson frá Prestbakka skrifaði sögur og ljóð og Guðrún skrifaði líka bækur. „Ég átti orðið mikið af ljóð- um, sem ég vildi gefa út í bók, og lét af því verða,“ segir Ásta um nýju bók- ina. Sveinbjörn Rúnarsson, barna- barn þeirra, myndskreytti bókina og tengdadóttirin Stefanía Ragnars- dóttir sá um umbrotið. „Þetta er eiginlega fjölskylduverkefni,“ segir höfundurinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Blómatorginu Hjónin Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir skáld og Sigurður Þórir Sigurðsson útgefandi. Samhent fjölskylda  Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir sendir frá sér aðra ljóðabók MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Það verður vængbrotið íslenskt landslið sem tekur á móti Belgíu í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugar- dalsvelli í kvöld. Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ar- on Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason verða allir fjarri góðu gamni og Arnór Sigurðsson er einnig meidd- ur en hann hefur fengið tækifæri í byrjunarliði Íslands í fjarveru Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Þá getur þjálfarateymið ekki stjórnað liðinu á hliðarlínunni eftir að smit kom upp í starfsliðinu. »22 Vængbrotið landslið sem tekur á móti firnasterku liði Belgíu ÍÞRÓTTIR Sýndu að þú sért framúrskarandi EKKI SPARA KRAFTANA Í KRAFTI CREDITINFO Á hverju ári mælir Creditinfo hreysti íslenskra fyrirtækja út frá lykiltölum í rekstri síðustu þriggja ára.Að jafnaði standast aðeins 2% fyrirtækja þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja sem þýðir að þau eru komin í úrvalshóp, landsliðið í sinni grein, og eru líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur. Ef þitt fyrirtæki er í þessum hópi getur þú pantað vottun og sýnt að þú sért framúrskarandi. Kynntu þér málið á creditinfo.is. ER ÞITT FYRIRTÆKI FRAMÚRSKARANDI? PANTAÐU VOTTUN! MENNING Skáldin Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Anton Helgi Jónsson koma fram á Ljóðakaffi Borgarbókasafnsins í kvöld, miðvikudag, klukkan 20 og er yfirskriftin „Á fjallvegum í borginni“. Vegna samkomubanns verður um netviðburð að ræða, streymt á síðunni face- book.com/Borgarbokasafnid. Skáldin munu lesa upp og fjalla um ferðalög sín með ljóð sem áttavita. Anton Helgi gaf fyrst út bók árið 1974 en fyrsta ljóðabók Sig- urlínar kom út 2007. Áhugasömum er í kjölfar lesturs skáldanna boðið að spyrja þau spurninga á Facebook. Ljóðakaffi með tveimur skáldum í streymi Borgarbókasafns í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.