Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Forlagið gefur út fjölda bóka fyrir þessi jól. Af því helsta má nefna að það gefur út af frumsömdum bókum tólf skáldsögur, fjórar ljóðabækur, sautján bækur fyrir börn og ung- linga og sex bækur almenns eðlis, en einnig koma út fleiri bækur, all- margar þýddar, og einhverjar endurútgáfur. Af íslenskum skáldverkum er fyrst að nefna Váboða Ófeigs Sig- urðssonar, sem er nýkomin út. Vá- boðar er safn ná- og fjarskyldra sagna af draumum og fyrirboðum, sérhæfðum rannsóknum og stór- huga áformum, öpum og máfum, skáldum og vísindamönnum, bókum og hnífum, dyntóttu landi og ráð- villtri þjóð. Hansdætur Bennýjar Sifjar Ís- leifsdóttur er líka nýkomin út. Hún gerist í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar þar sem hver gengur til sinna verka og nær óhugsandi er að rjúfa mörk stéttar og stöðu. Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum á sér ekki við- reisnar von en dóttir hennar þráir breytta tíma og betra líf og hafnar þeim kvöðum sem hvíla á kvenfólki. Þriðja bókin sem kom út í síðustu viku er Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Það hefur rignt linnulaust í marga daga þegar skóg- urinn hrynur niður hlíðina og litlu síðar deyr gamli maðurinn sem gróðursetti hann. Landeigandinn og fjölskyldufaðirinn Magnús hefði kos- ið að faðir hans fengi að kveðja á undan en það verður ekki á allt kos- ið. Ekki heldur þegar unglingurinn á heimilinu fer að valda usla og sprengjur koma í ljós í hlíðinni. Glæpasagan Blóðrauður sjór eftir Lilju Sigurðardóttur hefst þar sem athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat og allt er á rúi og stúi kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eft- ir krókaleiðum kemst hann í sam- band við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknar- lögreglumann. Blóðrauður sjór er sjálfstætt framhald sögunnar Hel- köld sól þar sem Áróra og Daníel voru líka í aðalhlutverki. Grimmd örlaganna Gata mæðranna, skáldsaga Krist- ínar Marju Baldursdóttur, gerist á sjöunda áratugnum og hlutverk kynjanna eru skýr. Marín er á leið út í lífið eftir stúdentspróf, óviss um hvað bíður hennar og hvers hún ósk- ar sér. Bróðir heitir skáldsaga Halldórs Armands sem segir sögu systkina, Tinnu og Skorra, og er saga um hrylling og ofbeldi ástar, saga um grimmd örlaganna, saga um það hversu lítið manneskjur hafa um það að segja hvernig líf þeirra fer. Ný skáldsaga Vilborgar Davíðs- dóttur, Undir Yggdrasil, er úr sama sagnabrunni og Vilborg spann þrí- leik sinn um Auði djúpúðgu. Nú seg- ir frá Þorgerði Þorsteinsdóttur sem ól tvíbura þegar hún var sjálf vart af barnsaldri en mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu, Þorkötlu Dala- Kollsdóttur. Því harmþrungnari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul – og öllum óskiljanlegir. Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapa- nornunum undir askinum Yggdrasil en Hvítakristi ömmu sinnar. Yfir bænum heima heitir skáld- saga Kristínar Steinsdóttur og segir frá fólkinu í Hákoti, vinum og ná- grönnum á Seyðisfirði og hefst á ár- unum fyrir seinni heimsstyrjöld. Ásta er fimmtán ára þegar ófrið- urinn skellur á, spennt fyrir nýj- ungum en þarf að slá draumnum á frest: að fara suður að læra dans. Fyrsta skáldsaga Þóru Karítasar Árnadóttur heitir Blóðberg og ger- ist á sautjándu öld. Árið 1608 sver ung stúlka í Skagafirði, Þórdís Hall- dórsdóttir, eið um að hún sé hrein mey eftir að kvittur hefur borist út um að hún og mágur hennar eigi í sambandi. Fimm mánuðum síðar fæðir hún barn. Upp frá því má Þór- dís lifa með ásökunum um faðerni barnsins og málaferli yfir henni standa í áratug áður en dómur er kveðinn upp. Aprílsólarkuldi, skáldsaga Elísa- betar Jökulsdóttur, lýsir föðurmissi Védísar, skólastúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Fantasía og framtíðartryllir Í skáldsögunni Hrímland: Skammdegisskuggar segir Alexand- er Dan Vilhjálmsson frá Hrímlandi sem er undir hælnum á erlendu stór- veldi og höfuðborgin Reykjavík er umlukin háum múrum. Kalmar mergsýgur þessa afskekktu nýlendu og nýtir seiðmagnið sem býr í jörð- inni í eigin þágu. Yfir borginni vomir Loftkastalinn, óhugnanlegt fljúg- andi hervirki sem aldrei sefur. Mis- kunnarlaus aðskilnaðarstefna Tram- pes greifa hyglir mannfólki á kostnað annarra tegunda og huldu- fólk, marbendlar og náskárar mega lepja dauðann úr skel. Steinar Bragi hefur fengið ýmsar verðlaunatilnefningar fyrir ólík skáldverk, en í Trufluninni snýr hann sér að framtíðartrylli. Hún gerist árið er 2034 þegar heimurinn hefur kvíslast í tvær mismunandi víddir sem einungis snertast á litlu svæði Reykjavík, Trufluninni. Ólíkar ljóðabækur Fjórar ljóðabækur koma út á veg- um Forlagsins fyrir jólin. Nýkomnar eru bækurnar Við skjótum títu- prjónum eftir Hallgrím Helgason og Handbók um ómerktar undan- komuleiðir eftir Anton Helga Jóns- son. Bók Hallgríms er ljóðabálkur sem ortur var á árunum 2016-2020 og talar beint inn í samtímann. Bók Antons er ljóðsaga sem lýsir anna- sömum degi hjá ónefndri persónu sem bregst við margvíslegum áreit- um umhverfisins með því að ferðast í anda til annarra staða og stunda. Síðar eru væntanlegar ljóðabæk- urnar Mæður eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og Fjölskyldulíf á jörðinni eftir Dag Hjartarson. Margar fyrir yngri lesendur Eins og getið er koma út sautján bækur fyrir börn og ungmenni á vegum Forlagsins í haust. Fyrir yngstu börnin má nefna að þrjár bækur koma út eftir Birgittu Hauk- dal um Láru, Lára lærir að lesa, Lára fer í leikhús og söngbókin Syngdu með Láru og Ljónsa. Einnig kemur út bókin Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur og Systkinabókin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Nielsen. Fyrir eldri börn eru bækur eins og Fíllinn fljúgandi eftir Þor- grím Þráinsson og Auði Ýri Elísa- betardóttur, þriðja bókin um nær- buxnaverksmiðjuna, Nærbuxna- vélmennið, eftir Arndísi Þórarinsdóttur með myndum eftir Sigmund Breiðfjörð Þorgeirsson, Gullfossinn eftir Sigrúnu Eldjárn, sem er framhald bókanna Silfurlyk- illinn og Kopareggið. Einnig Þín eig- in undirdjúp eftir Ævar Þór Bene- diktsson, Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju, Barnaræninginn eftir Gunnar Helgason, sem er fram- hald Draumaþjófsins, Hetja eftir Björk Jakobsdóttur og Týnda barn- ið eftir Sigrúnu Elíasdóttur sem er framhald Leitarinnar að vorinu. Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arn- grímsson er líka framhaldsbók, en bókin á undan, Rannsóknin á leynd- ardómum Eyðihússins, hlaut Ís- lensku barnabókaverðlaunin. Þær Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísla- dóttir skrifa svo saman bókina Hing- að og ekki lengra sem segir frá Vig- dísi Fríðu og vinkonum hennar, þrettán ára stelpum sem láta ekki valta yfir sig. Önnur bók eftir Hildi sem Forlag- ið gefur út er Skógurinn sem er síð- asta bókin í þríleiknum hennar sem hófst með Ljóninu. Ljónið og Norn- in, önnur bókin í röðinni, var til- nefndar til Íslensku bókmenntaverð- launanna og hlaut Bókmennta- verðlaun starfsfólks bókaverslana, og fyrir þá fyrri hlaut Hildur Barna- bókaverðlaun Reykjavíkur. Í Skóg- inum segir frá Kríu sem varð vitni að hvarfi ömmu sinnar. Því hugsar hún sig ekki tvisvar um þegar dóttur- dóttur hennar bíða sömu örlög 79 ár- um síðar og fórnar sér í hennar stað. Um leið fær Kría loksins að vita hvað leynist handan við dularfulla skápinn í risherberginu við Skólastræti og tækifæri til að leita svara við spurn- ingum sem hafa ásótt hana. Gunnar Theodór Eggertsson klár- ar einnig þríleik í haust, því Drauma-Dísa er síðasta bókin í þrí- leiknum um Dísu. Áður eru komnar Drauga-Dísa og Galdra-Dísa, en nú er sem Dísa sé aðeins til í bókaflokki Björns Krákssonar. Vár og vinir hennar hittast á furðusagnahátíð til að sjá Björn en hann veldur þeim vonbrigðum og hverfur síðan spor- laust. Eftir það er engu líkara en að sögusvið bókaflokksins, með skrímslum sínum og furðum, sé byrjað að renna saman við raunveru- leikann. Spænska veikin og silfurberg Sé litið til bóka almenns efnis þá rekur Spænska veikin, eftir Gunnar Þór Bjarnason, það þegar spænska veikin, mannskæðasta far- sótt sögunnar, barst hingað til lands í miðju Kötlugosi árið 1918. Hundr- uð Íslendinga féllu í valinn á örfáum vikum, mest ungt fólk í blóma lífsins. Silfurberg eftir feðgana Kristján Leósson og Leó Kristjánsson segir frá því þegar íslenskur kristall úr Helgustaðanámu í Reyðarfirði, silf- urberg, gegndi lykilhlutverki í fjölda vísindarannsókna og hafði áhrif á verk margra af nafntoguðustu vís- indamönnum sögunnar. Í bókinni Fuglinn sem gat ekki flogið segir Gísli Pálsson frá örlög- um geirfuglsins sem hefur orðið tákn tegunda í útrýmingarhættu. Í Hundalífi segir Þráinn Bertels- son frá samræðum ungs hunds og gamals manns um lífið og tilveruna í daglegum gönguferðum sínum. Gamli maðurinn heitir Þráinn og sambýlishundur hans er franski bolabíturinn Theobald. Bubbi Morthens - Ferillinn í fjöru- tíu ár heitir bók Árna Matthíassonar þar sem hann rekur tónlistarsögu Bubba frá því fyrsta plata hans kom út vorið 1980 og þar til söngleikurinn Níu líf var frumsýndur vorið 2020. Á fjórða tug frumsaminna bóka Sigurbjörg Þrastardóttir Þórdís Gísladóttir Jónas Reynir Gunnarsson Benný Sif Ísleifsdóttir Vilborg Davíðsdóttir Þóra Karítas Árnadóttir Kristín Steinsdóttir Kristín Marja Baldursdóttir Elísabet Jökulsdóttir Alexander Dan Vilhjálmsson Hildur Knútsdóttir Birgitta Haukdal  Tólf skáldsögur og sautján bækur fyrir börn og unglinga meðal Forlagsbóka  Ný skáldverk eftir Kristínu Marju, Steinar Braga og Ófeig Sigurðsson  Bækur um spænsku veikina og geirfuglinn Ragnheiður Lárusdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 2020 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni 1900 og eitthvað sem bókaforlagið Bjartur gefur út. Alls bárust 52 óbirt ljóðahandrit í sam- keppnina í ár og voru þau send inn undir dulnefni. Nemur verðlaunaféð einni milljón króna. Í umsögn dómnefndar um verð- launahandritið segir að 1900 og eitt- hvað sé „heillandi uppvaxtarsaga prestsdóttur að vestan, vegferð henn- ar um torfarnar heiðar jafnt sem lífs- ins rangala. Ljóðmælandi dregur upp tærar hversdagsmyndir sem í fyrstu virðast léttvægar; hálfdauðar flugur í gluggakistu kirkjunnar; póstskortur- inn sem skellur á þegar ófært er yfir heiðina. En þegar líða tekur á verkið verður lesanda ljóst að það er einmitt í þessum léttvægu stundum sem lífið liggur og örlögin ráðast. […] 1900 og eitthvað er hófstillt verk um stór- fengleika hins smáa og áhrifamátt hversdagsleikans.“ Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að 1900 og eitthvað er fyrsta ljóðabók Ragnheiðar en hún hefur birt stök ljóð í gegnum tíðina, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins, á vef- ritinu Lestrarklefanum og á eigin facebooksíðu. Að eigin sögn hefur Ragnheiður fengist við að skrifa ljóð frá því hún lærði að skrifa og lengi átt sér þann draum að gefa út bók þótt hún hafi hingað til geymt hand- ritin í skúffunni heima. „Það er dásamleg og merkileg lífsreynsla þegar draumar rætast. Ég er inni- lega glöð og þakklát. Ég átti mér allt- af lífsleyndarmál, ég var ljóðastelpa og skrifaði ljóð í leyni. Ég jarðaði ljóðin mín, þannig gat ég verið viss um að enginn sæi þau eða læsi,“ segir Ragnheiður og hvetur fólk á öllum aldri til að láta sig dreyma og leyfa draumunum að lifa og vaxa. „Innilega glöð og þakklát“  Ragnheiður Lárusdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar 2020 fyrir ljóðabókina 1900 og eitthvað Skáld Ragnheiður Lárusdóttir við styttu Tómasar Guðmundssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.