Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Agnes * The Secret : Dare to Dream * Unhinged * A Hidden Life SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% HEIMSFRUMSÝNING SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða ekki afhent í Hörpu í desem- ber á þessu ári, eins og til stóð, held- ur árið 2022. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferða- málasviðs hjá Reykjavíkurborg, sem barst Morgunblaðinu í gær. „Verð- launahátíð Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna fer fram í Reykjavík 2022 en ekki í desember í ár eins og til stóð, vegna versnandi ástands heimsfaraldursins COVID-19 í Evr- ópu. Um er að ræða viðamikið sam- starfsverkefni ríkis og borgar við Evrópsku kvikmyndaakademíuna (EFA) í Berlín, en að því koma með- al annars Harpa og RÚV. Stafrænni athöfn verður streymt og sjón- varpað beint frá Berlín 12. desember 2020,“ segir í tilkynningunni. Fyrirsjáanleg niðurstaða Arna er spurð að því hvort sú mikla undirbúningsvinna sem hefur átt sér stað fyrir verðlaunahátíð- ina í Hörpu muni nýtast við skipu- lag hátíðarinnar árið 2022. „Jú, algjörlega, hún mun nýtast. Mikil reynsla og þekk- ing hefur safnast saman og góður hópur sem mun væntanlega halda áfram með verkefnið,“ svarar Arna. Hún segir þessa niðurstöðu hafa verið nokkuð fyrirsjáanlega í þó nokkurn tíma, að hátíðarhöldum hér á landi yrði frestað. „Það var góður kostur að geta nýtt reynslu og þekk- ingu til að undirbúa hátíðina að tveimur árum liðnum sem var ekk- ert endilega sjálfgefið en það eru all- ir ánægðir með þessa niðurstöðu.“ Arna segir allt hafa stefnt í að há- tíðin yrði miklu minni að umfangi en hún er vanalega og vonast var til. „Því við erum líka að gera þetta til að vekja athygli á áfangastaðnum EFA í Reykjavík eftir tvö ár  Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða ekki afhent í Hörpu í desember vegna Covid-19  Afhendingu streymt frá Berlín og hátíðin haldin á Íslandi eftir tvö ár Morgunblaðið/Júlíus Tvö ár Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent árið 2022 í Hörpu en ekki á þessu ári eins og til stóð. Reykjavík og Íslandi, fyrir utan að styðja við íslenska kvikmynda- gerð, menningu og listir og skap- andi greinar,“ segir hún. Glæsileg hátíð eftir tvö ár Haft er eftir Lilju Alfreðsdótt- ur, mennta- og menningarmála- ráðherra, í tilkynningu að haldin verði glæsileg og fjölbreytt hátíð- ardagskrá til heiðurs evrópsk- um kvikmyndum en bara ekki í ár þar sem nú séu óvenjulegir tímar sem kalli á sveigjanleika. „Þetta er geysi- lega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel,“ segir Lilja. Besti kosturinn í stöðunni Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir að tilhlökkun hafi ríkt fyrir að taka á móti erlendum gestum í ár. „En þetta er besti kosturinn í stöðunni í ljósi heims- faraldursins. Það er ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um að Evr- ópsku kvik- myndaverðlaunin verði haldin í Reykjavík að tveimur árum liðnum. Þá getum við einbeitt okkur alfarið að því að undirbúa glæsilega hátíð og hlið- arviðburði sem við getum nýtt í markaðssetningu á menningar- borginni Reykjavík en ekki síður í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar og skapandi greina almennt,“ seg- ir Dagur. Þungbær ákvörðun Mike Downey, formaður EFA, segir ákvörðunina um að færa verðlaunahátíðina á Íslandi til árs- ins 2022 hafa verið þungbæra en tekna af ábyrgð og umhyggju fyr- ir gestum hennar. „Við hjá EFA ásamt vinum okkar á Íslandi erum vonsvikin yfir því að ná ekki að hittast í Reykjavík á þessu ári. Mikilli sköpunargáfu, ástríðu og orku hefur verið varið úr öllum áttum við skipulagningu verð- launakvöldsins og kröftugt teymi unnið að því hörðum höndum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að öllu þessu er hægt að við- halda og samstarf okkar mun halda áfram með það að markmiði að halda enn skemmtilegri há- tíð til heiðurs evr- ópskri kvik- myndagerð á Íslandi í desem- ber árið 2022, þegar heimurinn verður vonandi búinn að sigrast á COVID-19. Við gleðjumst einnig yfir því að EFA-skógurinn í Heið- mörk, sem við gróðursettum í júlí ásamt Skógræktarfélagi Reykja- víkur og vinum okkar úr íslenska kvikmyndasamfélaginu, heldur áfram að vaxa. Trén 3.750 munu nú dafna í enn hreinna lofti og bíða endurkomu okkar eftir tvö ár, “ segir Downey. Lilja Alfreðsdóttir Dagur B. Eggertsson Mike Downey Arna Schram Stórfyrirtækið Disney hefur ákveðið að sýna teiknimynd fyrir- tækis síns Pixar, Soul, á streymis- veitunni Disney+ í stað þess að leyfa kvikmyndahúsum að sýna hana. Í frétt á vef dagblaðsins The Guardian segir að stjórnendur kvikmyndahúsa í Evrópu séu æfir yfir þessari ákvörðun og sendi UNIC, Alþjóðasamband kvik- myndahúsa (e. The International Union of Cinemas), frá sér yfirlýs- ingu þar sem segir að ákvörðunin valdi bæði hneykslan og kvíða þeirra sem reka kvikmyndahús víða um lönd. Bent er á að meirihluti kvik- myndahúsa í Evrópu og fleiri heimsálfa sé opinn og geti tryggt öryggi gesta sinna. Öryggis- ráðstafanir hafi kostað bíórek- endur fúlgur fjár og enn og aftur hafi þeir orðið fyrir höggi frá dreifendum kvikmynda en skemmst er að minnast þess að frumsýningu Bond-myndarinnar No Time To Die var frestað fram á næsta vor en hana átti að frum- sýna í lok nóvember. Soul var frumsýnd 10. október á kvikmyndahátíðinni í London og einnig átti að sýna myndina í þess- ari viku á kvikmyndahátíð í Róm. Disney virðist ætla að fara sömu leið með Soul og fyrirtækið fór með kvikmyndina Mulan sem hætt var við að sýna í kvikmyndahúsum og var þess í stað streymt á veitu fyrirtækisins Disney+. Soul verð- ur aðgengileg á veitunni frá og með jóladegi. Reiði vegna ákvörðunar Disney Sál Úr teiknimyndinni sem fyrir- tæki Disney, Pixar, framleiddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.