Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR Þungar og öflugar undirstöður DVERGARNIR R HNERRIR DURGURJÖTUNN DRAUPNIR ÞJARKUR Þessir dvergar henta vel sem undirstöður þar sem þung og öflug festing er aðalatriði. Óvenjuhægviðrasamt hefur verið það sem af er októbermánuði. Með- alvindhraði í byggðum landsins hef- ur ekki verið jafnlítill sömu daga síðan í október 1960. Þetta kemur fram á bloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Spár gefa nú í skyn að breyt- inga kunni að vera að vænta, segir Trausti. Alla vega virðist þær sammála um að lægðir verði ágengari og dýpri heldur en að undanförnu. Þetta rímar við spá Veðurstofunnar sem segir að í dag gangi í austan 13-18 m/s, 18-23 syðst um kvöldið, en hægari vindur verði norðan heiða. Rigning eða slydda um land- ið SA-vert, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 7 stig. Á morgun, föstudag, er spáð austan og norðaustan 13-20 m/s, en heldur hægari NA-lands. Rigning verður, einkum SA-til en úrkomulítið á NV- og V-landi. Hiti verður 2 til 7 stig. Meðalhiti fyrstu 20 daga októ- bermánaðar er 6,0 stig í Reykjavík, segir í yfirliti Trausta. Það er 0,4 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, en 0,2 stigum neðan meðal- lags sömu daga síðustu tíu ár og raðast í tíunda hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2016, meðalhiti þá var 9,1 stig, en kaldastir voru þeir 2008, meðalhiti 4,2 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 43. sæti (af 145). Hlýjastir voru dagarnir árið 1959, meðalhiti 9,5 stig, en kald- astir voru þeir 1981, meðalhiti -0,3 stig. Á Akureyri er meðalhiti í mánuð- inum til þessa 4,1 stig, 0,2 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 en 1,0 neðan meðallags síðustu tíu ára. Lítið hefur rignt í borginni Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 17,5 millimetrar og er það innan við þriðjungur meðalúrkomu. Úrkoma hefur aðeins níu sinnum mælst minni sömu daga, minnst 10,3 mm 1993. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 52,9 mm og er það um fimmtungur umfram meðallag. Sólskinsstundir hafa mælst 72,2 í Reykjavík það sem af er mánuði og er það í ríflegu meðallagi. sisi@mbl.is Mestu stillur í veðrinu í 60 ár  Breytingar eru í veðurkortunum Trausti Jónsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Verkalýðshreyfingin á skýlausa kröfu til aðkomu að öllum stórum ákvörðunum sem nú eru teknar,“ seg- ir í ályktun um vinnumarkaðsmál, sem samþykkt var á þingi ASÍ sem haldið var í gær. Þar er þess krafist að ríkisfjármálum verði beitt af full- um þunga til að milda höggið af kreppunni og er því með öllu hafnað „að almenningur eigi að bera kostn- aðinn af björgunaraðgerðum stjórn- valda með niðurskurði á opinberri þjónustu og hærri tekjusköttum og gjaldtöku“. Einnig krefst þingið þess m.a. að komið verði í veg fyrir langtíma- atvinnuleysi og að grunnatvinnuleys- isbætur verði hækkaðar þegar í stað. Þingið var mjög óvenjulegt að þessu sinni vegna kórónuveiru- faraldursins og fór fram á fjarfundi með þátttöku tæplega 300 þingfull- trúa. Afgreidd voru kjarnaatriði sam- kvæmt lögum ASÍ og þinginu því- næst frestað fram á vor. Tillaga um að fjölga varaforsetum ASÍ úr tveimur í þrjá var samþykkt „með naumum mun eftir fjörugar umræður“, eins og segir í frétt ASÍ en sá hluti þinghaldsins var lokaður öðrum en skráðum þingfulltrúum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bauð sig fram í nýtt embætti þriðja varaforseta. Var hann einn í framboði og því sjálfkjörinn 3. vara- forseti ASÍ. „Ekki bárust nein mót- framboð um embætti forseta ASÍ, 1. varaforseta né 2. varaforseta og eru Drífa Snædal, Kristján Þórður Snæ- bjarnarson og Sólveig Anna Jóns- dóttir því sjálfkjörin í þau embætti. Þá voru 11 einstaklingar sem kjör- nefnd gerði tillögu um sjálfkjörnir þar sem engin mótframboð bárust,“ segir í frétt ASÍ. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er óánægja meðal forystu- manna á landsbyggðinni með að eng- inn fulltrúi af landsbyggðinni tilheyri hinu nýja forsetateymi ASÍ en forset- arnir fjórir koma öll af höfuðborgar- svæðinu. Það stangist á við fyrri venju hjá ASÍ. Nokkrir fulltrúar af landsbyggðinni eiga þó sæti í mið- stjórn ASÍ sem kjörin var. Gegn arðvæðingu grunnstoða Í setningarræðu sinni við upphaf þingsins í gærmorgun sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, að það væri aldr- ei meiri þörf á sterkri verkalýðs- hreyfingu en þegar völd atvinnurek- enda aukist á kostnað launafólks. „Við erum í þannig stöðu núna að óprúttnir atvinnurekendur geta boðið örvæntingarfullu fólki laun og að- stæður sem teljast ekki boðleg. Þá kemur það til okkar kasta að heyja baráttuna gegn félagslegum undir- boðum og fyrir því að samningar séu virtir. Það þarf að vera refsivert og ekki áhættunnar virði að svína á launafólki. Við eigum enn töluvert í land þar og sú barátta stendur yfir,“ sagði Drífa m.a. Verkefnin til skamms tíma væru áframhaldandi barátta fyrir hækkun atvinnuleysis- bóta og að verja heimilin. „Til lengri tíma skulum við muna það að þegar einhver býður einfaldar lausnir eins og að selja ríkiseignir eða „nýta einkaframtakið“ í heilbrigðisþjónustu þá skulum við ekki pissa í skóinn okk- ar. Þessi öfl eru komin á fullt skrið en það alversta sem við getum gert núna er að arðvæða okkar grunnstoðir,“ sagði hún. Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra ávarpaði þingið og fór yfir þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga heimsfar- aldurs kórónuveirunnar og sagði að þrátt fyrir allar aðgerðir stefndu at- vinnuleysistölur í eitthvað sem Ís- lendingar hefðu aldrei séð áður og al- gjört hrun í ákveðnum atvinnugreinum blasti við. Því miður þyrfti að gera ráð fyrir að fjölda- atvinnuleysi myndi dragast á langinn. Gagnrýndi harðlega frumvarp um fæðingarorlof Ástþór Jón Ragnheiðarson, vara- formaður ASÍ-UNG, gagnrýndi fæð- ingarorlofsfrumvarpið harðlega í ræðu sinni á þinginu. Sagði hann að þótt ASÍ hefði komið að vinnu við frumvarpið og styddi það þá gerði ASÍ-UNG það ekki. „Fljótt á litið er þetta flott, þarna er verið að auka jafnrétti kynjanna með jafnri skipt- ingu. En þegar betur er að gáð koma ýmsir vankantar í ljós. Jafnrétti er nefnilega mikilvægt, en velferð barnsins á ávallt að vera í forgrunni. Þannig er mál með vexti að þetta er frumvarp sem hentar hálauna- og for- réttindafólki vel,“ sagði hann og benti á að tökutíminn færi úr 24 mánuðum í 18, börn einstæðra mæðra fengju styttra orlof eða í mesta lagi sjö mán- uði. Færri myndu fullnýta rétt sinn. „Það að ASÍ taki þátt í aðgerðum sem henta forréttinda- og hálaunafólki vel, í nafni jafnréttis og á kostnað þeirra sem minna mega sín, er með öllu óviðunandi.“ Bæturnar hækki þegar í stað  Varaforsetum fjölgað í þrjá með naumum mun á þingi ASÍ  Óánægja með að landsbyggðin eigi ekki fulltrúa í forsetateymi ASÍ  Um þrjú hundruð tóku þátt í þingstörfum í gegnum fjarfundabúnað Ljósmynd/ASÍ Fjarþing ASÍ Þingstörfin fóru fram við óvenjulegar aðstæður. 300 fulltrúar tóku þátt í þeim gegnum fjarfundabúnað. Ljósmynd/ASÍ Þingsetning Drífa Snædal var endurkjörin forseti ASÍ á þinginu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.