Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 12
Fjarskipti Huawei-búnaður gæti skipt öll íslensku fjarskiptafélögin máli í framtíðinni ef þeim verður heimilt að
vinna meira saman. Svíar hafa bæst í hóp þeirra ríkja sem leyfa ekki Huawei-búnað í fjarskiptainnviðum sínum.
AFP
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær hefur sænska póst- og
fjarskiptastofnunin útilokað þau
fyrirtæki frá útboði á tíðnisviðum
tengdum uppbyggingu 5G-fjar-
skiptakerfis í landinu sem notast
við búnað frá kínversku fyrirtækj-
unum Huawei og ZTE í uppbygg-
ingarferlinu. Þau farsímafyrirtæki
sem til þessa hafa notast við búnað
frá fyrirtækjunum tveimur hafa
frest til 1. janúar 2025 til þess að
losa sig við hann, sé hann á annað
borð notaður í 5G-kerfi innan rík-
isins.
Ótti manna varðandi Huawei,
sem er stærsti framleiðandi fjar-
skiptabúnaðar í heiminum, snýr að
því hvort kínversk yfirvöld muni
notfæra sér búnaðinn til njósna eða
til að trufla fjarskipti, en sam-
kvæmt lögum þar í landi ber fyrir-
tækjum að leggja ríkinu lið, krefjist
það þess í þágu öryggis.
Hér á Íslandi nota fjarskipta-
fyrirtækin Sýn og Nova Huawei-
tækni í sínum fjarskiptakerfum.
Fylgjast náið með
Kjartan Briem, framkvæmda-
stjóri tækni og innviða hjá Sýn,
segir í samtali við Morgunblaðið að
fyrirtækið fylgist náið með þróun
þessara mála annars staðar á Norð-
urlöndunum. Hingað til hafi Svíar
og Finnar ekki gefið færi á neinum
útilokunum eins og nú hefur verið
ákveðið að gera í Svíþjóð. „Þannig
að þetta er nýtt,“ segir Kjartan, en
bætir við að ákvörðun Svía hafi
engin bein áhrif á Vodafone.
Fyrr í vikunni fór fram fyrsta
umræða á Alþingi um frumvarp til
nýrra fjarskiptalaga, en í því er
ekki að finna neinar heimildir sem
gæfu íslenskum yfirvöldum tæki-
færi til þess að útiloka búnað frá
einstaka framleiðendum.
„Ég vona bara að stjórnvöld hér
á landi taki skynsamlegar ákvarð-
anir um þessi mál og líti fyrst og
fremst til mikilvægis öryggismál-
anna og tryggi gott regluverk í
kringum netöryggi fjarskiptakerf-
anna eins og annarra mikilvægra
innviða.“
Kjartan segir að Sýn muni ræða
málið við Huawei og áfram ráðfæra
sig við samstarfsaðila sína hjá
Vodafone Group, sem sé langt kom-
ið með að móta sér framtíðarsýn í
innleiðingu 5G-tækninnar.
Óþægilegt fyrir geirann
Kjartan segir að málefni Huawei
séu óþægileg fyrir fjarskiptageir-
ann, enda sé Huawei mjög framar-
lega í þróun fjarskiptatækni.
„Virkni kerfanna þeirra er framúr-
skarandi, og þeir bjóða hagkvæmt
verð. Stórir keppinautar eru í raun
bara Ericsson og Nokia. Aðrir
framleiðendur eru minni.“
Ekki hefur enn verið tekin
ákvörðun um val á framleiðanda
fyrir fulla innleiðingu á 5G hjá Sýn,
þótt félagið hafi staðið í prófunum
og notað þar tækni Huawei.
„Ákvörðun verður tekin að vel at-
huguðu máli, en það er erfitt að
segja hvenær hún verður tekin.“
Samkeppniseftirlitið hefur heim-
ilað Símanum, Sýn og Nova að
halda áfram að ræða mögulegt sam-
starf um rekstur 5G-kerfis, og segir
Kjartan að það samtal haldi áfram.
Samnýting innviða farsímakerfanna
sé þar til umræðu.
Umræðan ákaflega pólitísk
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri
Nova, segir í samtali við Morgun-
blaðið að fyrirtækið fylgist mjög vel
með umræðunni og leggi gríðarlega
áherslu á áreiðanleika og öryggi
kerfa sinna. „Við gerum reglulega
áhættumat á kerfum Nova og upp-
færum það mat með tilliti til um-
ræðunnar. Ennþá hefur ekkert
komið fram um óeðlilega eða óvið-
unandi veikleika og því miður virð-
ist umræðan ákaflega pólitísk. Ör-
yggið er ávallt í fyrirrúmi hjá Nova.
Það er sjálfsagt að það eigi sér stað
umræða um þessi mál en hún ætti
að fara fram á
faglegum grunni
frekar en ein-
göngu pólitísk-
um,“ segir Mar-
grét.
Fyrirtækið hóf
5G-þjónustu 5,5 á
þessu ári og seg-
ir Margrét að
fyrirtækið stefni
á hraða uppbygg-
ingu kerfisins.
Eins og Margrét útskýrir hóf
Nova fyrst prófanir á 3G hér á
landi árið 2006. Fyrirtækið hafi ver-
ið fyrst til að bjóða upp á 4G-
þjónustu árið 2013 og 4,5G-þjónustu
2017.
„Netnotkun viðskiptavina Nova í
farsímum hefur stóraukist milli ára
og áætlað er að aukningin vaxi
áfram um tugi prósenta á ári. Það
er fyrst og fremst streymi afþrey-
ingar og samskipta í háum gæðum
sem kallar á aukna afkastagetu
fjarskiptakerfa. Hver ný kynslóð
þessara kerfa hefur haft í för með
sér margföldun á hraða og þar með
á notkunarmöguleikum farsíma, úr-
vali smáforrita og annarra sam-
skipta. Stór stökk í nethraða hafa
yfirleitt leitt af sér stofnun fjölda
nýrra fyrirtækja og jafnvel beinar
samfélagsbreytingar. Því er upp-
bygging fjarskiptakerfa í flokki afar
mikilvægra innviðafjárfestinga.“
Nota ekki Huawei
Síminn er eina fyrirtækið af
stóru fjarskiptafyrirtækjunum
þremur á Íslandi sem ekki reiðir sig
á Huawei. „Við notum ekki þennan
búnað, heldur erum við með samn-
ing við Ericsson. Ef fjarskiptafyr-
irtækjunum hér á landi verður
heimilt að vinna meira saman munu
þessi atriði snerta okkur með aukn-
um hætti í framtíðinni, en þá ein-
ungis ef komin er sannfæring fyrir
öryggisatriðum og því að yfirvöld
hér á landi gefi búnaðinum grænt
ljós fram á við,“ segir Orri Hauks-
son, forstjóri Símans.
Hann segist vera í sambandi við
fjarskiptafélög í öðrum löndum þar
sem skipta þurfi út búnaði. Erfitt
og kostnaðarsamt geti verið fyrir
fyrirtæki að þurfa að fara úr við-
skiptasambandi við mikilvægan
birgi. Stíga þurfi varlega til jarðar.
Engin bein áhrif af ákvörðun Svía Vill faglega umræðu
Orri
Hauksson
Margrét
Tryggvadóttir
Vonar að stjórnvöld taki
skynsamlegar ákvarðanir
Kjartan
Briem
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Silver/ Dark walnut að innan.
2020 GMC Denali, magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira. Samlitaðir
brettakantar, gúmmimottur í húsi
og palli.
VERÐ
13.250.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Carbon Black/ Walnut
að innan. 2020 GMC Denali ,
magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu
fleirra. Samlitaðir brettakantar,
gúmmimottur í húsi og palli.
VERÐ
13.250.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of
torque, 4X4, 10-speed Automatic
transmission, 6-manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
2020 Ford F-350 XLT
STUTT
● Hagnaður Origo nam tæpum 90
milljónum á þriðja ársfjórðungi, sam-
anborið við 74 milljóna hagnað yfir
sama tímabil í fyrra. Tekjuvöxtur mili
tímabila var 15% og seldi fyrirtækið
vörur og þjónustu fyrir tæpa fjóra millj-
arða á fjórðungnum. Hagnaður Origo á
fyrstu níu mánuðum ásins nam 461
milljón króna og eykst úr 366 milljónum
á fyrstu níu mánuðum ársins 2019.
Jón Björnsson, forstjóri fyrir-
tækisins, segir gengið á síðasta fjórð-
ungi hafa reynst umfram vætningar og
það sýni að Origo hafi unnið vel úr þeim
aðstæðum sem uppi hafa verið í sam-
félaginu á síðustu mánuðum.
Hagnaður Origo eykst
á þriðja ársfjórðungi
22. október 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 138.88
Sterlingspund 179.58
Kanadadalur 105.29
Dönsk króna 22.036
Norsk króna 14.959
Sænsk króna 15.798
Svissn. franki 152.94
Japanskt jen 1.3142
SDR 196.54
Evra 164.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 194.1265
Hrávöruverð
Gull 1906.35 ($/únsa)
Ál 1848.0 ($/tonn) LME
Hráolía 42.45 ($/fatið) Brent
● Í gær barst tilkynning gegnum kerfi Kauphallar Íslands um að Samherji Holding
hefði bætt við hlut sinn í Eimskipafélagniu. Eftir þau viðskipti nam eignarhlutur félags-
ins 30,28% og þar af var 2,93% hlutur gegnum framvirka samninga með hlutabréf í
félaginu. Lögum samkvæmt þarf að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð þegar eign-
arhlutur eins aðila eða aðila í samstarfi fer yfir 30%. Í tilkynningunni var greint frá því
að Samherji myndi gera það en á sama tíma greint frá því að fyrirtækið stefndi ekki á
að skrá Eimskipafélagið af markaði.
Þetta er raunar í annað sinn á þessu ári sem Samherji fer yfir 30% markið í Eim-
skipafélaginu. Það gerðist einnig 10. mars síðastliðinn og fór þá hluturinn í 30,11%.
Stuttu síðar urðu mikil tíðindi á mörkuðum með útbreiðslu kórónuveirunnar og ósk-
aði Samherji þá eftir því við Fjármálaeftirlitið að fá að falla frá yfirtökutilboði. Var það
samþykkt og seldi félagið sig að nýju undir 30% mörkin hinn 23. mars.
Velta með bréf Eimskipafélagsins nam 587 milljónum króna í gær og hækkuðu
bréfin um 8,66% í þeim. Stendur gengi bréfa félagsins í 182. Þegar Samherji keypti
fjórðungs hlut í Eimskipafélaginu um mitt ár 2018 fóru viðskiptin fram á genginu 220.
Samherji gerir yfirtökutilboð í Eimskipafélaginu