Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
✝ SveinbjörgGuðmunds-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 19.
október 1929. Hún
lést 13. október
2020 á hjúkr-
unarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Illugason,
f. 21. júní 1899 að
Skógum í Flókadal, Borg., fv.
rannsóknarlögreglumaður og
hreppstjóri á Seltjarnarnesi, d.
25. sept. 1986, og Halla Guðrún
Markúsdóttir, f. 26. september
1901 að Hafursstöðum í
Hnappadal, d. 5. júní 1988.
Systkini Sveinbjargar eru:
Guðrún, f. 1. maí 1923, d. 30.
nóv. 2018, Laufey, f. 10. mars
1926, d. 6. des. 2010, Lilja, f.
10. mars 1926, d. 24. ágúst
2013, Kristín, f. 18. júní 1937,
og Albert Sævar, f. 14. júlí
1946 (kjörsonur).
Sveinbjörg (Silla) ólst upp í
Reykjavík. Hún stundaði nám
við Kvennaskólann í Reykjavík,
varð síðan ritari hjá Sakadóm-
araembætti ríkisins og síðar
hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga.
Björg. 3) Gunnhildur, f. 18. feb.
1955, börn hennar eru Íris,
Daníel, Sara og Lilja.
Árið 1962 giftist Silla Óskari
Elínbert Sigurðssyni, f. 1. apríl
1913, d. 24. apríl 1974. For.:
Sigurður Marís Þorsteinsson
og k.h. Guðrún Oddsdóttir,
bændur á Stóra-Kálfalæk. Þau
eignuðust tvo syni 1) Hlynur, f.
28. ágúst 1960, maki Guðríður
Ester Geirsdóttir, f. 10. okt.
1975, barn þeirra er Melkorka
Mýr, fyrir átti Guðríður soninn
Alex Mána og 2) Víðir, f. 24.
des. 1961, maki Klara Gunn-
arsdóttir, f. 3. mars 1955, synir
þeirra eru Hlynur og Birkir,
fyrir átti Klara börnin Ragnar
Frey og Helgu Lind. Óskar átti
fyrir soninn Gunnar Sigurð, f.
3. apríl 1943, d. 1. jan. 1983.
Árið 1998 giftist Silla Andr-
ési Bjarnasyni, f. 21. febr.
1921, d. 8. apríl 2002. For.:
Bjarni Bjarnason Austmann og
Stefanía Markúsdóttir. Andrés
átti fyrir tvö börn, Margréti, f.
5. des. 1945, og Dúa, f. 7. sept.
1950.
Þá lætur hún eftir sig fjölda
langömmubarna.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 22. október
2020, kl. 15.
Vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir en athöfninni
verður streymt á
https://youtu.be/LmrBKaStcvs
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á: https://www.mbl.is/andlat
Silla gekk í
söfnuð Kirkju Jesú
Krists hinna Síðari
daga heilögu (mor-
mónakirkjuna) ár-
ið 1976 og starfaði
þar sem þýðandi
þar til hún lét af
störfum vegna ald-
urs. Hún var með-
höfundur að Borg-
firskum æviskrám,
8. til 13. bindi, og
að Niðjatali Benjamíns Jóns-
sonar og Katrínar Mark-
úsdóttur á Hrófbjargastöðum.
Silla giftist árið 1949 Ingólfi
Sigurðssyni, f. 1. nóv. 1926.
For.: Sigurður Guðmundsson,
f. í Meðallandi, V-Skaftafells-
sýslu 16. júlí 1900, d. í Rvík 21.
ág. 1989, og k.h. Rannveig
Ingveldur Runólfsdóttir f. á
Hólmi í Landbroti 28. nóv.
1897, d. í Rvík 1. okt. 1968. Þau
skildu.
Þeirra börn eru 1) Bjarni
Runólfur, f. 29. júní 1950, maki
Þórunn Kristjónsdóttir, f. 15.
nóv. 1951, börn þeirra eru
Rannveig, Rúnar Þór og Anna
Rut. 2) Guðmundur, f. 4. júlí
1953, maki Auður Marinós-
dóttir, f. 17. jan. 1953, börn
þeirra eru Birgir Már og Una
Þegar við kveðjum Sillu eins
og tengdamóðir mín var alltaf
kölluð þá er margs að minnast
enda tæp 50 ár frá því að ég kom
inn í fjölskylduna. Hún tók mér
vel frá fyrstu kynnum, var alltaf
elskuleg við mig og fylgdist vel
með okkur, elsta syninum og
kærustunni þegar við voru að
byrja okkar sambúð og eignast
okkar fyrsta barn. Hún var allt-
af tilbúin að gefa góð ráð þegar
við leituðum til hennar og hafði
eflaust meiri áhyggjur af okkur
þá en við gerðum okkur grein
fyrir.
Þarna var hún með stóra fjöl-
skyldu og eina fyrirvinnan
vegna veikinda eiginmannsins
en aldrei heyrði maður hana
kvarta og alltaf tókst henni að
láta hlutina ganga upp. Hún
hafði mikinn metnað og áhuga
fyrir vinnu sinni og sinnti öllum
sínum störfum af mikilli sam-
viskusemi og virtist stundum
hafa fleiri klukkutíma í sólar-
hringnum en aðrir. Seinna þeg-
ar hún var farin að vinna við
þýðingar fékk hún mig til að
hjálpa sér við vélritun og dáðist
ég þá oft að hæfileikum hennar
og dugnaði. Hún var fróðleiks-
fús, hafði mikla tungumálahæfi-
leika og átti gott með að skrifa
fallegan texta og það er engin
spurning að hún hefði viljað
mennta sig meira ef aðstæður
hefðu verið aðrar.
Silla var trúuð kona, tæplega
fimmtug gekk hún í Mormóna-
kirkjuna, Kirkju Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu og
starfaði mikið innan þeirrar
kirkju alla tíð.
Seinna á ævinni þegar hún fór
að hafa tækifæri til að ferðast
fór hún til fjölda landa og naut
þess mikið og hafði gaman af því
að rifja upp þessar ferðir og
segja okkur fjölskyldunni frá
því sem hún sá og upplifði.
Tvisvar bauð hún okkur tengda-
dætrunum og dóttur sinni í
ferðalög erlendis og það voru
skemmtilegar ferðir, mikið
spjallað, skoðað og hlegið.
Henni þótti mjög vænt um
börnin sín og þeirra fjölskyldur,
fylgdist vel með öllum hópnum
og vildi vita hvernig þeim gengi
og hvað væri að gerast í þeirra
lífi.
Síðustu árin bjó hún í Hvera-
gerði með eiginmanni sínum og
þar leið henni vel og átti góða
tíma og valdi að búa þar áfram
eftir að hann lést.
Það eru margar minningar
sem ég á um tengdamóður mína
og allar fallegar. Hún var kona
sem umgekkst alla af virðingu
og vinsemd, var hjálpsöm og ljúf
og ég er þakklát fyrir öll árin
sem ég fékk með henni.
Þórunn (Tóta).
Elsku Silla amma það er sárt
að kveðja þig í dag. Við erum þó
svo þakklát fyrir að hafa haft
þig svo lengi hjá okkur. Minn-
ingarnar eru margar og góðar
og þær munu alltaf ylja okkur
og gleðja.
Þú varst svo hæfileikarík og
mikill listamaður og það lék allt
í höndunum á þér, hvort sem um
var að ræða prjónaskap, út-
saum, postulínsmálun eða ein-
stakar kveðjur á afmæliskortun-
um. Þú hafðir svo víðtækan
bókmenntaáhuga og gast alltaf
mælt með bók fyrir mann að
lesa eða farið með ljóð fyrir
mann sem tengdist umræðuefn-
inu. Enda bjóstu yfir ótrúlegu
minni þegar kom að ljóðum,
bókum og greinum sem þú hafð-
ir lesið. Þú fylgdist vel með
þjóðmálaumræðunni og íþrótt-
um, þú vissir líka alltaf nýjustu
úrslitin í boltanum og fylgdist
vel með öllum leikjum.
Elsku amma okkar var nefni-
lega svo skemmtilega marg-
slungin kona, hafði bæði gaman
af ljóðum og krimmum, fótbolta
og handavinnu, algjörlega ein-
stök amma sem lét mann segja
borðbænirnar, jafnvel þótt við
værum bara að gæða okkur á
heimsendri pizzu.
Við systkinin vorum svo lán-
söm að fá að vera hjá þér á Þor-
láksmessu árin sem mamma og
pabbi voru í sjoppurekstri. Það
var ætíð mikil eftirvænting hjá
okkur fyrir því hvað við mynd-
um föndra með þér en þú varst
alltaf tilbúin með jólaskrauts-
verkefni sem við bjuggum til
saman, þetta voru notalegar og
dýrmætar samverustundir. Þú
gerðir allt með svo mikilli natni
og hlýju. Á páskunum bjóstu til
metnaðarfullar og skemmtilegar
vísbendingar og leyfðir okkur
barnabörnunum að leita að
páskaeggjum út um allt í litlu
íbúðinni þinni.
Á jóladag hittist stórfjöl-
skyldan hjá þér og þá var oft
gripið í spil enda hafðir þú mjög
gaman af því að spila. Þú varst
líka dugleg við að hjálpa okkur
krökkunum að reyna að vinna
kappsama foreldrana.
Mesta eftirvæntingin hjá okk-
ur var þó líklegast stundin þeg-
ar kom að því að giska á hve há
peningaupphæð var í sparigrísn-
um sem þú varst búin að safna
klinki í yfir árið. Sá sem komst
næst því að giska á rétta upp-
hæð mátti nefnilega eiga inni-
haldið þannig að það var til mik-
ils að vinna.
Elsku amma það var alltaf
svo mikið ævintýri að fá að vera
í passi hjá þér, klifra upp bíl-
skúrsþak í Löngubrekkunni,
hnupla rifsberjum úr garði ná-
grannans, fara í sundferðir á
Seltjarnarnesinu, borða heima-
bakaða pizzu með pylsu og
grjónagraut með extra miklum
kanilsykri.
Þú varst líka alltaf með okkur
á gamlárskvöldi, þá settist þú
niður með krossgáturnar og
myndþrautirnar sem yngsta
barnið var samviskusamlega bú-
ið að taka til fyrir þig. Þú varst
svo ótrúlega klár í að leysa þess-
ar þrautir og við munum ekki
eftir öðru en að þú hafir leyst
þetta allt fyrir nýtt ár.
Þú endaðir svo kvöldið hjá
okkur með því að horfa á flug-
eldana út um gluggann með
yngsta skottinu, þar gat hún
áhyggjulaus fylgst með í öruggu
skjóli ömmu sinnar.
Takk amma fyrir þolinmæð-
ina, takk fyrir glettnina og
gleðina, takk fyrir viskuna og
umhyggjuna, takk fyrir ástina
Elskum þig, alltaf
Rannveig Bjarnadóttir,
Rúnar Þór Bjarnason,
Anna Rut Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
Enginn banki er verðmætari
en minningabankinn og hann
vex með hverju árinu. Hann er
líka ólíkur öðrum bönkum að því
leyti að við ráðum litlu um það
sem bankinn sá geymir. Með
aldrinum verður æ forvitnilegra
að skoða hvað geymist í þessum
einkabanka. Það gerist ekki síst
þegar vinir og ættingjar kveðja.
Sveinbjörg Guðmundsdóttir
var bæði frænka og vinur sem
gott er að minnast. Leiðirnar
lágu saman í gamla SÍS við
Sölvhólsgötuna eins og stundum
er sagt. Það var ekki lakara að
uppgötva að þarna ætti ég
glæsilega frænku á þeim hlýlega
vinnustað sem hvíta húsið svo-
kallaða var. Þetta var á árunum
1970-80.
Á þessum árum var mikið um
að vera í félagslífinu hjá sam-
vinnustarfsmönnum. Hið gamla
heimili Jónasar frá Hriflu –
Hamragarðar var gert að fé-
lagsheimili starfsmanna og
stofnað var landssamband
þeirra, byggður fjöldi orlofsbú-
staða við Hreðavatn og gengið í
norræn samtök samvinnustarfs-
manna. Síðast en ekki síst var
tekið við útgáfu starfsmanna-
blaðsins Hlyns og þar vorum við
Sveinbjörg saman í ritstjórn.
Hún kom líka mikið að norræna
samstarfinu, m.a. stóðum við að
sérstökum vináttuvikum, bæði
hér á landi og annars staðar á
Norðurlöndum. Sérstaklega er
minnisstæð ferð á vináttuviku í
Finnlandi sumarið 1976. Betri
ferðafélaga en Sveinbjörgu var
varla hægt að hugsa sér. Alls
þessa er einstaklega gott að
minnast.
Rætur okkar Sveinbjargar
lágu svo saman í samliggjandi
dölum á Vesturlandi – Hítardal
og Hnappadal. Á mínum æsku-
slóðum að Hraunholtum í
Hnappadal hefur Bjarni, sonur
Sveinbjargar, og fjölskyldu hans
reist sér sumarbústað, þar sem
þessi tilkomumikli dalur blasir
við. Ég var svo heppinn á fal-
legum sumardegi að hitta þar
Sveinbjörgu með fjölskyldu
sinni. Ógleymanleg minning
varð til.
Ég kveð Sveinbjörgu frænku
með mikilli virðingu. Það er
gæfa hvers manns að eiga sam-
leið með og kynnast gefandi ein-
staklingum og inneign Svein-
bjargar í mínum einkabanka er
stór.
Ég votta börnum hennar og
fjölskyldum þeirra innilega sam-
úð.
Reynir Ingibjartsson
frá Hraunholtum.
Þegar Bergmál - líknar- og
vinafélag, var stofnað 1994, var
það mikil gæfa að okkar kæra
Sveinbjörg valdist til stjórnar-
starfa. Hún var einstök kona,
kærleiksrík, bráðgreind og
dugnaðarforkur.
Þetta litla félag var upphaf-
lega söngkór, sem varð til er
elskaður kennari, Jón H.J. Jóns-
son, slasaðist lífshættulega í bíl-
slysi. Gamlir nemendur hans frá
Hlíðardalsskóla, ákváðu að gefa
honum gamla skólakórinn í end-
urhæfingargjöf, ef það krafta-
verk gerðist að Jón kæmist til
heilsu á ný.
Kær vinur Sveinbjargar,
Ólafur Ólafsson, var einn af
hvatamönnum að stofnun kórs-
ins. Þannig kynntumst við
Sveinbjörg og þegar kórinn
breyttist í líknarfélag var Svein-
björg með.
Sveinbjörg var mikil fyrir-
mynd og hafði alltaf gott til mál-
anna að leggja. Hún var mjög
trúuð og bænin var hennar
styrkur.
Þegar Sveinbjörg hætti
stjórnarsetu vegna heilsubrests,
Parkinsons-sjúkdómurinn tók
yfir þrek hennar, hélt hún áfram
að fylgjast með og biðja fyrir
okkur félögunum og Bergmáli.
Bergmálsfélagar þakka henni
öll hennar störf fyrir félagið og
ég, þakka henni vináttuna,
ógleymanlega samveru og gleði-
stundir sem aldrei bar skugga á.
Börnum hennar og ástvinum
öllum sendum við Bergmáls-
félagar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi ykkur öll og minn-
ingu einstakrar konu.
Kolbrún Karlsdóttir.
Sveinbjörg
Guðmundsdóttir
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Okkar ástkæri,
ÞORGRÍMUR EIRÍKSSON
verkfræðingur,
lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn
5. október. Útför hans fer fram frá
Laugarneskirkju fimmtudaginn 29. október
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni
á slóðinni http://y2u.be/ARN-HWJtGUQ
Ansa Súsanna Hansen
Sigrún Þorgrímsd. Høiberg Arve Høiberg
Eiríkur Þorgrímsson Martha Holst
Sigríður Þorgrímsdóttir Páll Ingi Haraldsson
Guðbjörg Gísladóttir
Andrea J. Gísladóttir Aas Annar Aas
Marís Rúnar Gíslason Sigríður Ellertsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
LÚÐVÍK VILHJÁLMSSON
flugumferðarstjóri,
verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju
föstudaginn 23. október klukkan 13.
Aðeins nánustu aðstandendur geta verið viðstaddir en streymi
frá athöfninni verður hægt að nálgast á mbl.is/andlát.
Einnig á slóðinni: https://youtu.be/-A5U32L0JXQ
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Ingveldur Fjeldsted
Vilhjálmur Albert Lúðvíksson
Kristín Lúðvíksdóttir Björn Ágúst Björnsson
Guðrún Karítas Bjarnadóttir Halldór Sveinn Kristinsson
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞRÖSTUR H. ELÍASSON
sendibílstjóri,
Melabraut 46, Seltjarnarnesi,
andaðist 11. október á hjúkrunarheimilinu
Eir. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. október
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á
https://youtu.be/1vXk18tzkEE
Lilja Þrastardóttir Skúli Þorsteinsson
Helgi Leifur Þrastarson Guðrún R. Maríusdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
HREFNA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Vallartúni 5, Keflavík,
lést á Hlévangi Hrafnistu laugardaginn
17. október. Útförin fer fram frá Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju,
Kirkjulundi, þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt.
Gunnar Jónsson
Lovísa Steinunn Gunnarsd. Hermann F. Ólafsson
Jón Hrólfur Gunnarsson
Jóhanna Helga Gunnarsd. John Dunn
Hulda S. Gunnarsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir Viðar Kristjánsson
Kolbrún Jenný Gunnarsd. Björgvin Filippusson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamamma, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Stöng, Mývatnssveit,
lést fimmtudaginn 15. október á
dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
24. október klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á
Facebook-síðu Húsavíkurkirkju.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlíð fyrir góða umönnun
og hlýju.
Trausti Jón Gunnarsson Helga Eyrún Sveinsdóttir
og fjölskylda