Morgunblaðið - 22.10.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Salzburg – Lokomotiv Moskva ............... 2:2
Bayern München – Atletico Madríd....... 4:0
Staðan:
Bayern München 3 stig, Lokomotiv
Moskva 1, Salzburg 1, Atletico Madríd 0.
B-RIÐILL:
Real Madríd – Shaktar Donetsk............. 2:3
Inter – Borussia Mönchengladbach ....... 2:2
Staðan:
Shaktar Donetsk 3 stig, Gladbach 1, Inter
1, Real Madrid 0.
C-RIÐILL:
Manchester City – Porto ......................... 3:1
Olympiacos – Marseille........................... 1:0
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Staðan:
Manchester City 3 stig, Olympiacos 3, Mar-
seille 0, Porto 0.
D-RIÐILL:
Ajax – Liverpool ....................................... 0:1
Midtjylland – Atalanta ............................ 0:4
Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll-
and á 87. mínútu.
Staðan:
Atalanta 3 stig, Liverpool 3, Ajax 0, Midt-
jylland 0.
Ítalía
C-deild:
Arezzo – Padova ...................................... 0:5
Emil Hallfreðsson var ekki í leikmanna-
hópi Padova.
Danmörk
B-deild:
HB Köge – Fredericia ............................. 0:1
Elías Rafn Ólafsson var ekki í leik-
mannahópi Fredericia.
Undankeppni EM kvenna
B-RIÐILL:
Danmörk – Ísrael ..................................... 4:0
Meistaradeild karla
B-RIÐILL:
Aalborg – Kiel...................................... 23:31
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Grosswallstadt ......... Frestað
Aron Rafn Eðvarðsson leikur með Bie-
tigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið.
Gummersbach – Hüttenberg ............. 30:29
Elliði Snær Viðarsson skoraði 1 mark
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Elbflorenz – Aue ............................. Frestað
Arnar Birkir Hálfdánsson og Sveinbjörn
Pétursson leika með Aue.
Frakkland
B-deild:
Nice – Nancy ........................................ 25:30
Grétar Ari Guðjónsson varði 8 skot í
marki Nice og var með 22% markvörslu.
Meistaradeild Evrópu
Lublin – Zaragoza ............................... 85:86
Tryggvi Snær Hlinason tók fimm frá-
köst og gaf eina stoðsendingu hjá Zara-
goza.
Evrópubikarinn
Lokomotiv Kuban – Andorra............. 76:61
Haukur Helgi Pálsson skoraði níu stig
fyrir Andorra, tók fjögur fráköst og gaf
tvær stoðsendingar.
Starfsmaður knattspyrnu-
sambands Íslands, KSÍ, greindist
með kórónuveiruna á mánudag-
inn síðasta samkvæmt heimildum
mbl.is. Umræddur starfsmaður er
í starfsliði íslenska karlalands-
liðsins og því ljóst að hann hefur
smitast af liðsstjóra íslenska liðs-
ins sem greindist með kór-
ónuveiruna fyrir leik Íslands og
Belgíu í Þjóðadeild UEFA sem
fram fór á Laugardalsvelli 14.
október síðastliðinn.
Starfsmaðurinn sem greindist á
mánudaginn er nú í einangrun en
allir starfsmenn KSÍ voru próf-
aðir fyrir veirunni eftir að liðs-
stjóri karlalandsliðsins greindist.
Aðeins einn úr starfsliðinu
reyndist smitaður af þeim sýnum
sem voru tekin og er hann nú í
einangrun. bjarnih@mbl.is
Annað smit
í starfsliðinu
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands sendi frá sér fréttatilkynn-
ingu í gærkvöld þar sem fram kem-
ur að afreksíþróttafólk geti hafið
æfingar á ný í mannvirkjum á höf-
uðborgarsvæðinu en tilkyninguna
má lesa á mbl.is. Er það gert með
því skilyrði að tveggja metra regl-
an og önnur skilyrði séu virt.
„Ég fagna sérstaklega því skrefi
að náðst hafi að koma af stað af-
reksstarfi á höfuðborgarsvæðinu
og við vonumst til að annað íþrótta-
starf fylgi fljótlega í kjölfarið,“ seg-
ir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ.
Afreksstarf fer í
gang á ný
Morgunblaðið/Golli
ÍSÍ Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ.
Úrvalsdeild karla í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, mun ljúka
hinn 30. nóvember næstkomandi
samkvæmt nýrri leikjaniðurröðun
KSÍ fyrir lokaleiki Íslandsmótsins.
Í gær sendi KSÍ frá sér yfirlýs-
ingu þess efnis að allt kapp yrði
lagt á að ljúka Íslandsmótinu 2020.
Keppni í úrvalsdeild kvenna á að
ljúka hinn 18. nóvember næstkom-
andi og keppni í 1. deild karla,
Lengjudeildinni, hinn 14. nóv-
ember. Stefnt er að því að hefja leik
að nýju, ef hægt verður, hinn 3.
nóvember. sport@mbl.is
Leikið verður út
nóvember
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
VAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þegar horft er yfir sviðið á sam-
félagsmiðlum þá tjá íþróttaunn-
endur sig reglulega um VAR, mynd-
bandstæknina í knattspyrnunni.
Ekki síst þau sem fylgjast grannt
með ensku knatt-
spyrnunni. Ekki
er óvarlegt að
segja að óánægja
ríki með hvernig
til hefur tekist
hjá Englending-
unum hvað notk-
un á þessari
tækni varðar. Í
þriðjudags-
blaðinu skrifaði
fréttastjóri
íþróttafrétta á Morgunblaðinu, Víðir
Sigurðsson, til að mynda Bakvarð-
arpistil um málið þar sem hann sagði
meðal annars að „Englendingar
væru á algjörum villigötum“.
En ekki snertir þetta einungis þá
sem spila knattspyrnu í ensku úr-
valsdeildinni því VAR kom til Ís-
lands í fyrsta skipti á dögunum þeg-
ar Ísland vann Rúmeníu í umspili
um sæti á EM karla. Ísland vann 2:1
og skoraði Rúmenía mark úr víta-
spyrnu. Dómarinn komst að þeirri
niðurstöðu að dæma vítaspyrnu eftir
að hafa horft á skjáinn drykklanga
stund og vakti það töluverða athygli
hér heima.
Morgunblaðið hafði samband við
Gunnar Jarl Jónssson, fyrrverandi
knattspyrnudómara, en Gunnar er
mikill áhugamaður um íþróttina og
hefur spilað sjálfur og þjálfað yngri
flokka. Blaðið leitaði álits hjá Gunn-
ari á því hvernig til hefði tekist.
„Ef ég horfi aðeins um öxl þá var
ég enginn sérstakur aðdáandi þegar
til stóð að setja VAR á laggirnar.
Maður er ef til vill pínulítið af gamla
skólanum hvað það varðar og finnst
dómgæslan vera hluti af leiknum
hvort sem hún er góð eða slæm.
Sjálfur var ég enn að dæma þegar
þetta var og ef til vill hafði það eitt-
hvað að segja. Ljóst var að störfum
myndi fækka en á þeim tíma voru
endalínudómarar við störf í leikjum
erlendis og við Íslendingar fengum
stundum slík verkefni.
Þegar myndbandstæknin hafði
verið prófuð í Álfukeppninni árið
2017 þá hafði ég hreinlega miklar
áhyggjur af þessu því það gekk
skelfilega. En það verður að segjast
eins og er að þetta gekk bara mjög
vel á HM í Rússlandi árið 2018 og þá
tók ég VAR í sátt ef svo má segja. Þá
hafði mönnum tekist að laga eitt og
annað enda varð maður ekki var við
óánægju eftir þá keppni. Ég skil
einnig hvað menn eru að hugsa með
þvi að nýta tæknina. Leikirnir eru
orðnir hraðari en áður og hlutverk
dómarans er því mun erfiðara. Þess
vegna er ekki skrítið að menn velti
því fyrir sér hvort hægt sé að hjálpa
dómurum. Til dæmis varðandi atvik
sem dómarinn snýr baki í svo eitt-
hvað sé nefnt,“ segir Gunnar en er
ekki hrifinn af framkvæmdinni hjá
Englendingunum.
VAR er komið til að vera
„Ég stökk kannski ekki á VAR-
vagninn eftir HM í Rússlandi en ég
fann þá að þetta væri komið til að
vera. Ekki yrði aftur snúið. Í ensku
úrvalsdeildinni hefur þetta bara
gengið illa ef maður á að vera alveg
heiðarlegur. Vandamálið finnst mér
vera hversu langt menn seilast eftir
því að finna eitthvað. Fyrir mér ætti
þetta að snúast um eitthvað sem er
augljóst, eða augljós mistök hjá
dómaranum. Það virðist ekki ná í
gegn í Englandi. Ef þú þarft að
skoða atvik oft, þá er ekki augljóst
hvað gerðist, og þá á bara að halda
áfram að mínu mati án þess að grípa
inn í. Dómarinn veltir þessu fyrir sér
í langan tíma og það fer líklega mest
í taugarnar á fólki eins og ég skynja
þetta á samfélagsmiðlum. Auk þess
hljóta að vera einhver skekkjumörk
í tækninni og því er best að sleppa
því að grípa inn í ef ekki er augljóst
hvað gerðist. Ég hef séð allt of
margar slæmar ákvarðanir í VAR á
Englandi og þetta tekur of langan
tíma. Fólk verður þreytt á þessu og
þetta þarf að laga.
Til dæmis í leik Íslands og Rúm-
eníu virtist manni dómarinn horfa á
atvikið hátt í tuttugu sinnum. Þar
erum við að tala um leik með færri
myndavélum en annars staðar
myndi ég halda. Sjónarhornið sem
dómarinn hafði var alla vega ekki
gott. Mér finnst að reglan ætti að
vera að ef þú sérð ekki hvað gerðist
eftir að hafa horft þrisvar á atvikið
þá geturðu ekki dæmt.“
Var undirbúningurinn í lagi?
Nú virðist vera mun meiri
óánægja í kringum VAR í ensku úr-
valsdeildinni en víða annars staðar.
Ekki ber til dæmis á mikilli óánægju
í Þýskalandi.
„Já, stemningin er misjöfn eftir
löndum. Þjóðverjunum gengur
miklu betur en Englendingum. Í
fyrstu varð maður var við einhverja
óánægju í Þýskalandi en svo er eins
og þeir hafi náð tökum á þessu enda
er skipulagning ekki vandamál hjá
Þjóðverjum. Sennilega hafa vídeó-
dómararnir ekki verið nógu góðir í
ensku úrvalsdeildinni. Styrkleikar
manna eru mismunandi og því þarf
að velja fólk vel í þetta. Fólk sem er
einbeitt og getur haldið athygli fyrir
framan skjáinn þegar það er lokað
inni í herbergi. Einnig þarf það að
koma skilaboðunum vel frá sér. Og
geta unnið undir álagi.
Kannski hafa Englendingar ekki
æft þetta nóg? Ég velti því fyrir
mér. Það kann að hljóma fáránlega
en það er möguleiki í stöðunni. Áður
en myndbandstæknin var notuð á
HM voru dómarar til dæmis ítrekað
boðaðir til æfinga í Sviss. Það er eins
og menn þurfi að fá meiri kennslu
frá FIFA í ensku úrvalsdeildinni.
Ég held einnig að það væri til bóta
að eiga samtal um þetta við leik-
menn og þjálfara. Fá fram þeirra
skoðun.
Þegar þessu var komið á höfðu
menn í knattspyrnuhreyfingunni
pottþétt horft til Bandaríkjanna þar
sem tæknin er notuð í nokkrum
íþróttagreinum og gengur nokkuð
vel. Bandaríkjamenn eru líka á und-
an með margt í íþróttum þótt þeir
séu ekki fræg knattspyrnuþjóð. En
þar eru einnig fleiri aðferðir sem
hafa verið notaðar. Eins og sú að
þjálfarar geti efast um dóm og þá sé
tæknin notuð en þeir geta ekki gert
það eins oft og þeim sýnist. Það hefði
verið til bóta að prófa fleiri útgáfur
af þessu áður en menn fóru að nota
tæknina af fullum krafti.“
Vankantana þarf að slípa til
Gunnar segist hafa trú á því að
vinnubrögðin muni batna og tæknin
gæti einnig átt eftir að verða betri.
„Ég held að niðurstaðan sé sú að
umræða um dómgæslu hafi síst
minnkað með tilkomu VAR. Hún er
meiri ef eitthvað er. Mér fannst ekki
sjarmerandi að sjá svo miklar breyt-
ingar á íþrótt sem mér finnst sú
skemmtilegasta í heimi en ég er
heldur ekki að reka knattspyrnu-
félag sem veltir milljörðum. Úr því
sem komið er ætla ég að vera bjart-
sýnn og spá því að þetta muni lagast.
Ég trúi því að þetta muni batna.
Vankantar eru á framkvæmdinni en
tæknin er orðin nógu góð. Mögulega
vantar áhorfendur betri útskýringar
á hvernig unnið er með VAR. En
vankantana þarf að slípa til. Á end-
anum snýst þetta alltaf um mann-
legar ákvarðanir. Bestu dómararnir
taka bestu ákvarðanirnar.
Myndbandstæknin gæti þess
vegna verið tekin upp í minni deild-
um eins og á Íslandi eftir nokkur ár.
Ef tæknin verður þannig að þetta
verði aðeins minna mál í fram-
kvæmd. En það þarf að nást meiri
sátt um VAR áður en menn halda
áfram að dreifa því frekar,“ segir
Gunnar Jarl Jónsson.
Fólk er þreytt á hversu
langan tíma glápið tekur
Englendingum gengur illa að færa sér tæknina í nyt í dómgæslunni
Morgunblaðið/Eggert
Í Laugardal Damir Skomina horfir á skjáinn í leik Íslands og Rúmeníu áður en hann dæmdi víti.
Gunnar Jarl
Jónsson