Morgunblaðið - 22.10.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.10.2020, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is Rafhlöðutími u.þ.b. 45 mínútur • Takmarkað magn í boði. Næsta kynslóð skúringarvéla er komin Ä R FC 7 PREMIUM ÞRÁÐLAUS SKÚRINGARVÉL Lagið „Dreams“ af hinni víðfrægu plötu Fleetwood Mac, Rumours, er nú komið aftur í eitt af tíu efstu sætum bandaríska lagalistans Bill- board. Platan kom út árið 1977 og í febrúar 1978 komst lagið „Dreams“ í efsta sæti Billboard-listans. Bandaríska dagblaðið The New York Times rifjar upp að þá hafi Jimmy Carter verið forseti Banda- ríkjanna, diskótónlist í algleymingi og rúmur mánuður í frumsýningu fyrsta þáttar sápuóperunnar Dallas. En hvað veldur skyndilegum vin- sældum þessa lags af hinni rómuðu plötu Rumours, 42 árum eftir að það komst í toppsæti Billboard? Jú, vinsældirnar má þakka TikTok- myndbandi sem farið hefur sem eldur í sinu um heima nets og snjalltækja og jafngilda vinsældir lagsins nú um 33.000 eintaka sölu í Bandaríkjunum og hefur því verið streymt yfir 30 milljón sinnum, skv. samantekt Nielsen Music. Á bretti með brúsa Forsaga málsins er sú að Nathan nokkur Apodaca, miðaldra verka- maður í Idaho, tók upp vídeó af sjálfum sér að renna sér niður götu á hjólabretti með lagið „Dreams“ ómandi undir. Apodaca hreyfir var- irnar við lagið á milli þess sem hann tekur gúlsopa af trönuberjasafa úr stórum brúsa. Varð þetta mynd- band ógnarvinsælt meðal fylgjenda TikTok og hafa yfir 60 milljónir nú horft á það. Mick Fleetwood, einn stofnenda og meðlima Fleetwood Mac, frétti af myndbandinu og end- urgerði það með sjálfum sér á bretti að drekka sams konar trönu- berjasafa og söngkona Fleetwood Mac, Stevie Nicks, lét ekki sitt eftir liggja og tók líka upp myndband heima hjá sér á hjólaskautum við píanóið með safabrúsa. Leiddi þetta fár allt til ógnarstreymis á „Dreams“ og mikillar fjölmiðlaum- fjöllunar. Hefur gerst áður Á vef Billboard kemur fram að lagið hafi áður tekið slík stökk í vin- sældum, síðast árið 2018. Þá var það vegna svokallaðs „meme“ (brandarar, myndir eða myndbönd sem fljúga um netheima og er deilt áfram, skv. skilgreiningu á Vís- indavefnum) þar sem Golden Girls, dansflokkur Alcorn State- háskólans í Bandaríkjnum, steig dans við lagið. Varð það gríðar- vinsælt á Twitter og lagið þar af leiðandi en þó langt í frá eins vin- sælt og það hefur orðið nú vegna TikTok. Ekki er öll vitleysan eins kunna nú einhverjir að segja sem komnir eru um og yfir miðjan aldur. „Draumar“ Fleetwood Mac hafa á síðustu árum náð reglulegum vin- sældaskotum vegna samfélags- miðla og dúkkað upp á lista Bill- board, nánar tiltekið „Rock Digital Song Sales“-listanum, þ.e. lista yfir stafræna sölu á rokklögum. Hefur svo verið undanfarnar sex vikur. Í fyrra náði það fimmta sæti og það í marsmánuði. Lagið hefur líka náð á lista Billboard sem nær yfir fleiri gerðir tónlistar en rokks, Hot Rock & Alternative Songs. Sjálfsagt hefur hljómsveitina Fleetwood Mac ekki órað fyrir því að lagið yrði enn gríðarvinsælt 43 árum eftir að það kom út á plötu og hvað þá að það yrði eitt þeirra rokklaga sem Bandaríkjamenn hafa hlustað hvað mest á, að vísu með hæðum og lægðum. Mögulega verður lagið aftur á Billboard- listum eftir 43 ár, árið 2063. Ef Billboard verður þá enn þá til. Líka í Bretlandi Breska dagblaðið The Guardian fjallar um málið líkt og flestir aðrir vestrænir fjölmiðlar og nefnir að vinsældir myndbandsins hafi leitt til þess að laginu var streymt 8,47 milljón sinnum í Bandaríkjunum á einni viku í byrjun þessa mánaðar. Fyrra streymismet lagsins, sett í september, var 3,83 milljónir streyma. Og vinsældirnar eru ekki bara bundnar við Bandaríkin því lagið komst líka inn á breskan vin- sældalista og platan Rumours er í 22. sæti yfir mest seldu plöturnar í Bretlandi. Rumours hefur nú verið 41 viku á breska listanum yfir 40 vinsælustu plötunar og hefur frá útgáfu árið 1977 verið í 856 vikur samanlagt á lista yfir 100 vinsæl- ustu plöturnar þar í landi. Apodaca má líka vel við una þar sem hann hefur fengið þúsundir bandaríkja- dala fyrir myndbandið. Geri aðrir betur. helgisnaer@mbl.is „Dreams“ slær í gegn enn á ný  TikTok-myndband við lagið ógnarvinsælt en í því rennir miðaldra maður sér á hjólabretti, drekkur safa og syngur lagið  Mikill fjöldi fólks hefur apað eftir Rumours Mick Fleetwood og Stevie Nicks á umslagi Rumours, plötu Fleetwood Mac sem kom út 1977. Þyrstir Mick Fleetwood vinstra megin og Nathan Apocada hægra megin með væna brúsa af berjasafa. Dagný Guðmundsdóttir sýnir um þessar mundir í Gallerí Stokki á Stokkseyri innsetninguna „Svo grænt!“ Sýningin er opin á morgun, föstudag, og um helgina kl. 13 til 17 en henni lýkur á sunnudag. Hún var sett upp af Dagný og Ingu Jóns- dóttur. Í tilkynningu segir að hugað sé að sóttvörnum. Dagný hefur haldið nokkrar einkasýningar þar sem viðfangs- efnið var karlmannslíkaminn. Undanfarin ár hefur hún stundað vistrækt á Skyggnissteini í Blá- skógabyggð. Það hefur haft áhrif á myndlist hennar. Dagný skrifar: „Ég hófst handa í mikilli gleði þeg- ar ég byrjaði að rækta á Skyggn- issteini. Gerði allt sem mér datt í hug. Prófaði mig áfram, horfði, gerði tilraunir, lærði. Blandaði saman og reyndi að finna út áhrifin sem það hafði. Fylgdist með hvern- ig náttúran hagar sér. Nýtti allt sem einhver möguleiki var á. Gam- alt dót var endurnýjað eða fékk nýtt hlutverk. Reyndi að skynja tenginguna milli alls. Þetta var mín sköpun … Á þessari innsetningu er Skyggnissteinn og umhverfið þar viðfangsefnið.“ Innsetning Dagný Guðmundsdóttir á sýn- ingu sinni í Gallerí Stokki á Stokkseyri. „Svo grænt!“ Dagnýjar á Stokkseyri Höfuðpaur hljómsveitarinnar sem bar nafn hans, Spencer Davis Group, og var meðal allra vinsæl- ustu rokkhljómsveita sjöunda ára- tugarins, er látinn 81 árs að aldri. Hryngítarleikarinn og söngv- arinn Spencer Davis var frá Wales en stofnaði sveitina ásamt nokkrum félögum sínum í Birmingham á Englandi árið 1963. Aðalsöngvari sveitarinnar, Steve Winwood, var aðeins 15 ára þegar Davis uppgötv- aði hann í annarri hljómsveit. Winwood varð með tímanum skær- asta stjarnan í Spencer Davis Group en Davis hélt henni saman og áfram eftir að Winwood hætti 1967. Meðal laga sveitarinnar sem slógu í gegn má nefna „Gimme Some Lovin’“, „I’m a Man“ og „Keep On Running“. Hljómsveitarstjóri Spencer Davis á sviði með hljómsveit sinni um aldamótin. Leiðtogi Spencer Davis Group allur Útgáfu þriggja ljóðabóka verður fagnað í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20 í Gröndalshúsi en vegna veirufarald- ursins munu skáldin sem lesa úr verkum sínum streyma frá viðburðinum á vefslóððinni www.facebook.com/ events/268707087604942. Í tilkynningu segir að ljóðverkin Blýhjarta eftir Stef- aníu, dóttur Páls, Loftskeyti eftir Sigrúnu Björnsdóttur og Jarðvegur eftir Rebekku Sif eigi sér hvert og eitt sína einstöku sköpunarsögu sem lauk á þessu ári í meistara- námi í ritlist við Háskóla Íslands. Jarðvegur er fyrsta ljóðabók Rebekku Sifjar (f. 1992), Loftskeyti er fjórða ljóðabók Sigrúnar Björnsdóttur (f. 1956) og Blýhjarta fyrsta ljóðverk Stefaníu (f. 1990). Höfundarnir eru því misreyndir en sam- einast um útgáfuna. Nýju ljóðverkin. Þrjú skáld lesa upp í Gröndalshúsi Sú ákvörðun borgaryfirvalda í Dyflinni að leyfa að breyta bygg- ingu sem fræg er úr skrifum James Joyce í gistiheimili hefur mætt hörðum mótmælum, með- al annars rithöf- unda á borð við Sally Rooney og Colm Tóibín. Byggingin kemur við sögu í þekktri smásögu Joyce, The Dead, frá 1914 en frænkur höfundarins kunna áttu þar heima. Yfirvöld segja húsið, sem er frá 18. öld, liggja undir skemmdum og að nýtt hlutverk muni bjarga því. Vilja breyta húsi tengdu Joyce James Joyce

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.