Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan    The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :    Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. AF BÓKMENNTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bókmenntaverðlaun Norð-urlandaráðs eru jafnan af-hent í tengslum við þing ráðsins sem jafnan er haldið í 44. viku hvers árs í því landi sem fer með formennsku í ráðinu. Kór- ónuveiran kom í veg fyrir það og í stað þingsins koma fjarfundir stjórnmálamanna, en verðlaun ráðs- ins verða afhent í sjónvarpsútsend- ingu næstkomandi þriðjudag, 27. október, þar með talin bókmennta- verðlaunin. Hér verður fjallað um þær bækur sem tilnefndar eru, sagt frá sjö skáldsögum í dag, en ljóða- bækurnar þrjár fá sitt rými á morg- un. Íslensku bækurnar sem til- nefndar voru eru Lifandilífslækur, eftir Bergsvein Birgisson, og Kláði, eftir Fríðu Ísberg. Fjallað var um þær bækur í blaðinu á sínum tíma og verður þeirra því ekki getið frek- ar hér. Hanne Højgaard Viemose – HHV, FRSHWN – Dødsknaldet i Amazonas Því sérkennilega nafni HHV, Frshwn heitir skáldsaga dönsku skáldkonunnar Hönnu Højgaard Viemose og þarf ekki mikla athyglisgáfu til að átta sig á að HHV stendur einmitt fyrir Hanne Højgaard Viemose. Nafn hennar kemur einnig oft fyrir í bókinni, enda er hún að skrifa um sjálfa sig, eða einhvers konar útgáfu af sjálfri sér, kannski útgáfur því hún heitir ýmist Hannah, Ann Virmosch, Anita, Hanuta, h, Anna frá Eyrar- bakki eða bara h, svo dæmi séu tekin, en nöfnin eru fleiri og fjöl- breyttari. Í upphafi bókarinnar segir Hanna frá því er þáverandi eiginmaður hennar gengur af göfl- unum í maníukasti á Ránargötunni og síðan fer sögukonan á flakk, kemur víða við á Íslandi en líka í Frederikshavn, Cusco og regn- skógum Amazon. Frásögnin er fjörmikil, fyndin og á köflum óþægilega nærgöngul. Sprellfjörug óreiða. Oddfríður Marni Rasmussen – Ikki fyrr enn tá Ikki fyrr enn tá eftir færeyska rithöfundinn Oddfríður Marni Rasmussen segir frá skáldinu Ja- nusi. Elsa eiginkona hans er dauð- vona vegna heilaæxlis. Í fyrri hluta sögunnar segir frá lífi Janusar með Elsu, en sá seinni frá lífinu án Elsu og það hvort Janus geti átt sér líf á Elsu, hvort skáldskapurinn og ást- in lifi dauðann. Textinn er blátt áfram, skýrslukenndur á köflum, en víða skáldlegur og skrifaður af mikilli næmni. Steve Sem-Sandberg – W. Sænski rithöfundurinn Steve Sem-Sandberg sló í gegn með skáldsögunni Öreigarnir í Lódz sem gefin var út víða um heim, þar á meðal hér á landi. Sú gerðist á árum seinni heimsstyrjaldarinnar en í W. leitar hann lengra aftur í tímann og staðnæmist á nítjándu öld, segir sögu Johann Christian Woyzeck sem myrti Christiane Woost, sambýliskonu sína 1821. Saga Woyzecks hefur áður verið sögð, fræg er ópera Georg Büchn- ers, en Sem-Sandberg er að segja sögu tíðaranda og tíma, en ekki bara morðingja. Sá Woyzeck sem birtist í bókinni er nær raunveru- leikanum en í óperu Büchners, til að mynda dregur hann vel fram andlegt ástand Woyzeck og gerð- sjúkdóminn sem hrjáði hann lík- lega. Kannski ekki skemmtilesning, en gríðarlega vel skrifað. Juha Itkonen – Ihmettä kaikki Skáldævisagan Allt er undur, eft- ir finnska rithöfundinn Juha Itkon- en, hefst þar sem Itkonen situr og horfir á Ólympíuleikana í Ríó haust- ið 2016. Eiginkona hans, sem er ófrísk, er farin í rúmið og synir þeirra tveir löngu komnir í háttinn. Hann fer seint af sofa, en undir morgun vekur eiginkona hans hann því það hefur eitthvað gerst með fóstrið og í kjölfarið standa foreldr- arnir frammi fyrir efiðri ákvörðun. Ári síðar eru þau aftur komin upp á sjúkrahús, en nú vegna tvíbura sem fæðast allt of snemma. Stíllinn er tær og þótt verið sé að skrifa um erfiðleika og djúpstæða sorg gerir Itkonen það áreynslulaust. Bjørn Esben Almaas – Den gode vennen Á fimmtudegi í júlí 2013 fer sögu- maður í gardínubúð með eiginkonu sinni að kaupa rimlagardínur. Þar hittir hann verslunareigandann og áttar sig á að hann þekkir hann, en hefur ekki séð í fjölda ára, reyndar eiginlega ekki síðan þeir voru börn að aldri. Við endurfundinn verður honum erfitt um andardrátt, það slær um hann svita, hann finnur torkennilegan verk í vinstri fæti og þyngsli undir hægra herðablaðinu. Það er minning að brjóta sér leið út og áður en varir er lesandinn kom- inn aldarfjórðung aftur í tíma, aftur til 30. nóvember 1987. Þaðan rekur Almaas svo söguna fram til 24. október það ár og þess sem gerðist þá. Listilega vel skrifuð saga eftir norska rithöfundinn Bjørn Esben Almaas og þrungin tilfinningum. Matias Faldbakken – Vi er fem Siv Danielsen og Tormod Blystad búa í Råset, smábæ skammt norður af höfuðborginni, eiga þar hús sem Tormod reisti þeim. Þau eiga hnokkann Alf og hnátuna Helene og hafa verið par frá því í barnaskóla og una glöð við sitt. Tormod dreym- ir um að fjölskyldan verði fimm manna, en Siv segir nei. Hún fellur þó fyrir hvolpinum Snusken og um hríð eru allir hamingjusamir. Þar til Snusken týnist. Tormod er ekki af baki dottinn, hann fær börnin í lið með sér að búa til dýr úr rauðleir og hnoðar síðan saman dýr úr leir og áburði sem lifnar við. Og stækk- ar. Og stækkar. Þetta er nefnilega ekki dæmigerð norsk sósíalrealísk skáldsaga um hvað það sé erfitt að vera til heldur líka vísindaskáld- saga. Og hryllingssaga. Óvenjuleg og framúrskarandi skemmtileg. Monika Fagerholm – Vem dödade bambi? Skáldsaga Moniku Fagerholm hefst þar sem Gusten Grippe snýr aftur til Kallsjön skammt frá Villa- stan, uppeldisbæ sínum, en þangað hefur hann ekki komið í fjölda ára og ætlaði aldrei að snúa aftur. Smám saman birtist mynd af lífinu sem var, af æsku Gustens sem lauk eiginlega þegar félagar hans nauðg- uðu skólasystur sinni í kjallaranum á heimili Nathans, besta vinar Gust- ens. Samviskan hefur nagað Gusten í öll þessi ár þótt hann hafi leitað til lögreglunnar og ekki verið sakfelld- ur fyrir verkið. Það sem gerðist á undan og eftir nauðgunina leitar upp á yfirborðið þegar kvikmynda- gerðarmaðurinn Cosmo, sem var í jaðri vinahópsins, ákveður að gera kvikmynd um hana, mynd sem hann nefnir Hver drap Bambi? Þetta er afskaplega vel skrifuð bók og á köflum átakanlega erfið af- lestrar vegna þess að ekkert er dregið undan. Tímaflakk og tilfinningarót  Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs  Sagt frá skáldsögum sem eru tilnefndar Oddfríður Marni Rasmussen Bjørn Esben Almaas Hanne Højgaard Vemose Matias Faldbakken Juha Itkonen Steve Sem- Sandberg Monika Fagerholm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.