Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 32
Bíó Paradís mun næstu daga sýna þær fimm kvikmynd- ir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs í ár en vegna Covid-19 verður dagskráin með breyttu sniði í ár. Sýningar hefjast í dag, 22. október, og standa yfir til og með 26. október en myndirnar verða einnig aðgengilegar á netinu frá og með deginum í dag. Takmarkaður miðafjöldi er í boði á sýningar í bíóinu og hver mynd aðeins sýnd einu sinni. Verðlaunin verða veitt 27. október í beinni útsendingu á RÚV. Myndirnar fimm eru hin íslenska Bergmál, Koirat eivät käytä hous- uja frá Finnlandi, Onkel frá Danmörku, Charter frá Sví- þjóð og Barn frá Noregi. Frekari upplýsingar um mynd- irnar og sýningar má finna á bioparadis.is. Tilnefndar kvikmyndir sýndar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þráinn Björn Sverrisson hefur starfað sem þjónn í um 45 ár, en meistari hans var Gunnar Stefánsson í Grillinu á Hótel Sögu. Þar var hann meðal ann- ars undir handleiðslu Hafsteins Egils- sonar, sem byrjaði 1968, og allt bendir til þess að þeir loki hringnum saman á Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi. Aðalsmerki hvers þjóns er fáguð framkoma, kurteisi og að sjálfsögðu þjónustulund. Þráinn er ekki algengt heiti en að minnsta kosti þrír með því nafni hafa gert starf í veitingahúsum að lífsstarfi sínu og allir eru prýddir fyrrnefndum kostum. Þeir eru Þráinn Kristjánsson, sem gjarnan hefur verið kenndur við The Round Table í Winni- peg í Manitoba í Kanada (sonur hans Kristján tók við rekstrinum fyrir nokkrum árum og breytti nafni stað- arins í Brazen Hall Kitchen & Brew- ery), Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari kokkalandsliðsins kenndur við veit- ingastaðina Sumac og ÓX, og Þráinn Sverrisson. Nágranni Þráins í Kópavogi kom honum á bragðið. „Valur Jónsson var þjónn á Mímisbarnum og átti heima í sama húsi og ég,“ rifjar hann upp. „Hann var alltaf flott klæddur, fínn í tauinu. Mikill séntilmaður, bar sig vel og heilsaði alltaf með bros á vör. Kurt- eisin uppmáluð. Góð fyrirmynd. Ég heillaðist af framkomu hans og ákvað að fara í kokkinn og þjóninn. Ég tók þjóninn á undan og þar við sat. Ekki varð aftur snúið. Þetta var svo gaman og starfið hefur verið skemmtilegt alla tíð.“ Ekki verður beint sagt að starf á veitingastöðum sé allra, allra síst stöð- ug vinna á kvöldin og um helgar, en Þráinn segir að kvöldvinnan hafi alla tíð átt vel við sig. „Hún hefur aldrei truflað mig en vinnan var ekki fjöl- skylduvæn, þegar ég vann langt fram á nætur.“ Komið víða við Þráinn hefur komið víða við á löngum ferli. Hann byrjaði að læra í Grillinu á Hótel Sögu 1975, var um hríð á Broadway í Mjóddinni áður en hann fór aftur á Sögu, Holiday Inn og aftur á Sögu, vann meðal annars á Café Óperu og Kaffi Reykjavík og hef- ur unnið hjá og með Hafsteini á Rauða ljóninu undanfarin tæp níu ár. „Vinn- an snýst um að gefa af sér, þjóna fólki og gera það vel, vera vandvirkur,“ seg- ir Þráinn yfirvegaður. „Starfið er gef- andi og það hefur mikið að segja.“ Lengst af hefur Þráinn unnið á barn- um en hann segir ekki síður skemmti- legt að þjóna fólki til borðs. Hann seg- ist eiga góðar minningar frá öllum stöðum en að öðrum ólöstuðum standi Hótel Saga upp úr. „Vinnan var svo fjölbreytt og þar kynntist ég helstu skemmtikröftum þjóðarinnar, þar sem Raggi Bjarna, sá öðlingur, fór fremst- ur. Það var líka gaman að taka þátt í öllum stórviðburðunum á Broadway með Ólaf Laufdal í hásætinu.“ Félagarnir Hafsteinn og Þráinn hafa lengi unnið saman og Þráinn ber vini sínum sérlega vel söguna. „Við náum vel saman, skiljum hvor annan vel og hann er algjör ljúflingur, mikill höfðingi og vinur vina sinna,“ segir Þráinn. „Við höfum verið á bak við barinn lengur en elstu menn muna, er- um með tæplega 100 ár í saman- lögðum starfsaldri og höfum oft gant- ast með það að við ættum að kunna vel til verka.“ Þeir eru báðir á sjötugsaldri og Þrá- inn segir að vissulega styttist í starfs- lok þótt ekkert sé ákveðið í því efni. „Enginn veit sína ævina og allt það en ég sé ekki fyrir mér að ég eigi eftir að skipta um starfsvettvang,“ segir Þrá- inn. Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson Á Rauða ljóninu Hafsteinn Egilsson og Þráinn Björn Sverrisson hafa lengi unnið saman. Á barnum í 97 ár  Þráinn og Hafsteinn loka hringnum á Rauða ljóninu Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 CERVO SKEMILL. 60x60x34 cm. 18.900 kr. NÚ 15.120 kr. CLEVELAND HÆGINDASTÓLL. Soft 451 grátt áklæði. 31.900 kr. NÚ 25.520 kr. CINDY SKEMILL. Ýmsir litir. Ø100 cm. 59.900 kr. NÚ 44.900 kr. CODY RUGGUSTÓLL. Grátt áklæði. 59.900 kr. NÚ 44.900 kr. 2o-25% Sparadu- af öllum sófum, sófaborðum og hægindastólum 8. október - 2. nóvember 20% 20% 20% 25% 25% 20% afsláttur af sérpöntuðum sófum ATALAYA SÓFABORÐmeð tímarita- hirslu. Keramik borðplata og málmgrind. 115x58x45 cm. 64.900 kr.NÚ 51.920 kr. SPAraðu 58.00 Nú 171.900 FLUENTE TUNGUSÓFI. Opinn endi + 2ja sæta. L221 x D200 cm. Ljósgrátt áklæði. 229.900 kr.NÚ 171.900 kr. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Stefán Arnarson, þjálfari Fram í úrvalsdeild kvenna, viðurkennir að það sé erfitt að skipuleggja næstu æf- ingar liðsins í ástandinu sem nú ríkir vegna kórónu- veirufaraldursins. Síðast var leikið í Olísdeild kvenna hinn 26. september síðastliðinn. HSÍ stefnir á að hand- boltinn byrji aftur að rúlla hinn 13. nóvember næstkom- andi. Framarar, líkt og önnur lið á höfuðborgarsvæðinu, mega æfa undir mjög ströngum takmörkunum en leik- menn liðsins mega sem dæmi ekki kasta bolta á milli sín, sem er hausverkur fyrir þjálfarann. Þjálfari Fram segir rökleysi á bak við þær takmarkanir sem eru í gildi ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.