Morgunblaðið - 31.10.2020, Side 18
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hellu
Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Lundur á Hellu, þar sem dveljast 33
heimilismenn og starfsfólk er um 60
talsins, hefur sloppið algerlega við
kórónuveirusmit hingað til og verður
það vonandi þannig áfram. Takmark-
anir eru á aðgengi aðstandenda
heimilisfólks og má aðeins einn gest-
ur koma tvisvar í viku til hvers heim-
ilismanns. Opnað var nýlega á þessar
reglur, en áður var stofnunin lokuð
að mestu fyrir heimsóknum. Sam-
starf er með hjúkrunarheimilunum á
Hellu og Hvolsvelli um þessar heim-
sóknarreglur.
Sindri Freyr Seim Sigurðs-
son hefur verið valinn úr hópi til-
nefndra sem íþróttamaður Rang-
árþings ytra 2019 en það er heilsu-,
íþrótta- og tómstundanefnd sem
ákveður hver það er sem hlýtur tit-
ilinn eftir tilnefningar frá íþrótta-
félögum í sveitarfélaginu. Sindri
Freyr er 17 ára, einn efnilegasti
frjálsíþróttamaður landsins og er
hann í úrvalshópi Frjálsíþrótta-
sambands Íslands. Sindri Freyr hef-
ur á árinu 2019 keppt á 19 mótum og
sett á þeim 10 HSK-met. Metin setti
hann í 200 metra hlaupi, 4x200 metra
hlaupi og svo 4x100 m hlaupi. Innan-
hússmótin voru alls 8 og utanhúss-
mótin 11.
Helsta afrek Sindra á árinu 2019
var að hlaupa 200 metra hlaup á
Gautaborgarleikunum þar sem kepp-
endur koma alls staðar að innan Evr-
ópu. Þar hljóp Sindri á 22,97 sek. í
mótvindi upp á -1,6 sem er mikill
mótvindur, þar varð hann í sjötta
sæti af 61 keppanda. Þar bætti hann
32 ára gamalt HSK-met Ólafs Guð-
mundssonar í flokki 18-19 ára. Sindri
Freyr hefur sett sér háleit markmið
og það verður svo sannarlega áhuga-
vert að fylgjast með honum í framtíð-
inni og honum eru sendar hamingju-
óskir með útnefninguna.
Nú er orðið ljóst með endan-
legar veiðitölur þessa árs í Rang-
ánum, eystri og ytri. Flest undan-
farin ár hefur verið meiri veiði í
Ytri-Rangá, en nú síðustu tvö ár hef-
ur þetta snúist við. Árið 2020 eru
lokatölur í Eystri-Rangá 9.070 veidd-
ir laxar en 2.642 í Ytri-Rangá. Þetta
er þreföld veiði frá fyrra ári í Eystri-
Rangá.
Þessar ár eru báðar hafbeitarár
og þar eru stundaðar seiðasleppingar
að vori. Formenn veiðifélaganna,
Birkir Tómasson á Móeiðarhvoli og
Guðmundur Einarsson á Ægissíðu,
kunna engar viðhlítandi skýringar á
þessum mun milli ánna. Í Eystri-
Rangá eru takmarkanir á hvað má
hirða af fiski og geta því sleppingar
verið þannig að hugsanlega 10% séu
lax sem er veiddur tvisvar.
Faghópur um þróun skóla-
svæðis á Hellu fundar stíft þessa
dagana en verið er að undirbúa hönn-
un á viðbyggingu við grunnskólann
og byggingu á nýjum leikskóla. Raf-
rænn íbúafundur var haldinn á dög-
unum um þetta málefni sem heppn-
aðist mjög vel og er kannski eitt
fyrsta dæmið um íbúafund á Zoom,
hér um slóðir a.m.k., og kannski
fyrsti rafræni íbúafundurinn á land-
inu.
Frumkvöðlar geta verið af
ýmsum toga og ekki óalgengt nú um
stundir að fólk stígi fram í matvæla-
geiranum víðs vegar um landið. Tvö
slík fyrirtæki hafa skotið upp koll-
inum í Þykkvabænum. Annað þeirra
er 1000 ára sveitaþorp ehf. sem fram-
leiðir skræður og pakkar kartöflum í
umhverfisvænar umbúðir. Skræður
eru yfir 100 ára gömul matarhefð í
Þykkvabænum, eru unnar úr hrossa-
kjöti og má nota sem snakk. Hitt
fyrirtækið er Hlöðueldhúsið sem
býður hópum af ýmsum stærðum að
koma á staðinn og taka þátt í elda-
mennskunni fyrir hópana. Einnig er
rekið kennslueldhús og veisluþjón-
usta í tengslum við aðra sarfsemi.
Unnið er að því að finna stað
undir akstursíþróttir og slíkt jaðar-
sport og hefur svæðið norðan við nú-
verandi matjurtagarða sveitarfé-
lagsins komist í umræður. Vinna þarf
að skipulagi og auglýsa ef slíkur stað-
ur á að fara undir þessa starfsemi.
Atli Már Guðnason á Lyngási og
fleiri hafa verið í samstarfi við ung-
mennafélagið Heklu að þrýsta á
sveitarstjórnina að finna stað þar
sem unglingar geta stundað þetta
sport í stað þess að vera á götum
Hellu með tilheyrandi hávaða og
ónæði fyrir íbúana.
Miklar framkvæmdir standa nú
yfir hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra
og Ásahrepps. Með þessum fram-
kvæmdum er verið að auka til muna
afköst vatnsveitunnar og afhending-
aröryggi. Þessi áfangi sem nú er í
framkvæmd felur í sér að reistur var
400 m3 miðlunartankur í Fögru-
brekku sem stendur það hátt að vatn
verður sjálfrennandi nánast um allt
þjónustusvæði veitunnar. Auk þess
samtengjast m.a. veiturnar í Lækjar-
botnum og Bjálmholti sem er gríðar-
legt atriði til að tryggja afhendingar-
öryggi. Auk miðlunartanksins verður
um að ræða 8,5 km af vatnslögnum í
þessum áfanga. Verktaki er Þjótandi
ehf. en um er að ræða 178 m.kr. verk
og er miðað við verklok 1. nóvember
2021. Að sögn Guðna G. Krist-
inssonar veitustjóra gengur verkið
afar vel og er lokið við uppsteypu
miðlunartanksins, vatnslagnir að
honum og innivinna er hafin.
Verið er að vinna að breyt-
ingum á deiliskipulagi miðbæjar-
svæðisins á Hellu þar sem áform eru
um fjölgun bílastæða og gegnum-
akstur að austanverðu svo eitthvað
sé nefnt. Samkomutorg er einnig í bí-
gerð á svæðinu sunnan við Menning-
arsalinn eða sem tengist við Miðjuna.
Einnig er unnið að breytingu á skipu-
lagi á athafnasvæðinu við Dynskála
þar sem mikil eftirspurn hefur orðið
á síðustu misserum eftir lóðum
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Lundur Kórónuveirusmit hafa ekki plagað íbúana á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi fram að þessu.
Hafa sloppið við kórónuveiruna
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Of mikill hæðarmunur er á milli
væntanlegs Arnarnesvegar og
Breiðholtsbrautar til þess að hægt
sé með góðu móti að láta veginn
koma beint inn á Breiðholtsbrautina
með ljósum að vestanverðu. Þess
vegna var ákveðið að láta umferðina
fara á brú yfir Breiðholtsbraut og
inn á hana með ljósum að austan-
verðu. Þetta segir Bryndís Friðriks-
dóttir, svæðisstjóri höfuðborgar-
svæðisins hjá Vegagerðinni, þegar
leitað er skýringa.
Bryndís bendir á að í fyrstu drög-
um hafi Arnarnesvegur verið sýnd-
ur ganga beint inn á Breiðholts-
braut á ljósum. Við nánari skoðun
hafi komið í ljós að of bratt væri
niður að gatnamótunum og einnig
heldur stutt í hringtorg fyrir um-
ferð inn í íbúðahverfi Kópavogs.
Þetta hefði leitt til lakara umferð-
aröryggis og minni afkasta en ef
umferðin væri leidd yfir brúna. Í
umhverfismati hafi verið gert ráð
fyrir brú á fullum mislægum gatna-
mótum og þess vegna hafi verið
ákveðið að nota brú.
Breyta þarf skipulagi
Bryndís segir að nú liggi fyrir að
forhanna gatnamótin og gera deili-
skipulag fyrir svæðið og það fari í
formlegt kynningarferli. Þá verði
leitað til Skipulagsstofnunar um það
hvort umhverfismatið sem gert var
á sínum tíma standi.
Við forhönnun verður farið yfir
tengingar og stíga, í samvinnu við
sveitarfélögin. Gert er ráð fyrir
stígum meðfram Arnarnesvegi og á
brúnni yfir Breiðholtsbraut þannig
að gangandi og hjólandi vegfar-
endur geti komist leiðar sinnar. Þá
sé gert ráð fyrir brú á Arnarnesvegi
á milli hverfa sem tilheyra Reykja-
vík og Kópavogi. helgi@mbl.is
Of mikil brekka
að gatnamótunum
Arnarnesvegur leiddur yfir brautina
Breiðholtsbraut
Ar
na
rn
es
ve
gu
r
Loftmyndir ehf.
KÓPAVOGUR
REYKJAVÍK
Fell
Vatnsendavegur
Tillaga að útfærslu
vegamóta Arnarnesvegar
og Breiðholtsbrautar
Feti er nú að verða uppseldur í
verslunum Bónuss og í hillur er
kominn salatostur eins og varan
heitir nú. Á dögunum beindi
Matvælastofnun þeim tilmælum til
framleiðslufyrirtækja að breyta
vöruheitum sem njóta alþjóð-
legrar verndar samkvæmt milli-
ríkjasamningum. Þeir samningar
byggjast á lögum um vernd af-
urðaheita sem vísa til uppruna,
landsvæðis eða sérstöðu á ein-
hvern máta. Feta, sem gjarnan er
meðlæti grænmetis, er til dæmis
grískt afurðaheiti og bayonne,
samanber skinkuna góðu, er heiti
á franskri vöru. Mjólkursamsalan
og Arna í Bolungarvík hafa lengi
framleitt fetaost og raunar fleiri.
„Við höfum lengi verið með feta
í okkar verslunum og fáum fram-
leiðsluna frá Vogabæ.
Úrskurður um að nafninu skyldi
breytt í salatost kom í september
og tók gildi 1. október en gefið
var svigrúm til þess að selja þær
birgðir sem til voru og búið að
merkja. Salatostur heitir varan
núna og er kominn í verslanir,“
segir Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Þessi vara og sýrður rjómi
voru fyrstu mjólkurafurðirnar
sem Ólafur Magnússon í Mjólku
kom með á markað fyrir Bónus í
samkeppni við sambærilegar
vörur frá Mjólkursamsölunni.
Sagan nær því talsvert langt aft-
ur.“ sbs@mbl.is
Feti er nú
salatostur
Vara fær vernd
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Salatostur Úrval í hillum Bónuss.
Litirnir eru
á netinu
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Skoðaðu vinsælu
litina okkar á
slippfelagid.is