Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum
er nú á lokametrunum, en kosið
verður til bæði þings og forseta
næsta þriðjudag. Joe Biden, forseta-
frambjóðandi demókrata og fyrrver-
andi varaforseti, heldur inn í loka-
helgi baráttunnar með vænlega
stöðu ef marka má skoðanakannan-
ir, en Donald Trump Bandaríkjafor-
seti hefur síður en svo lagt árar í
bát.
Þannig ferðuðust báðir frambjóð-
endurnir um miðvesturríkin í gær,
en þau skiptu sköpum í baráttunni
fyrir fjórum árum og gætu hæglega
gert það aftur nú. „Þetta er stór
dagur,“ sagði Trump en hann eyddi
gærdeginum í að halda kosninga-
fundi í Minnesota, Wisconsin og
Michigan.
Tvö síðarnefndu ríkin studdu
Trump óvænt fyrir fjórum árum,
þrátt fyrir að hafa verið talin meðal
sterkari vígja Demókrataflokksins.
Biden hélt hins vegar sína fundi í
Minnesota og í Iowa, sem einnig
kaus Trump eftir að hafa kosið
demókrata í sex af síðustu sjö kosn-
ingum þar á undan. Ferð Bidens til
Minnesota vakti nokkra athygli, en
ríkið hefur ekki kosið repúblikana
frá því að Richard Nixon sóttist eftir
endurkjöri 1972, og kannanir nú
benda ekki til þess að nein breyting
verði þar á í þetta sinn, þrátt fyrir
að Trump hafi sett mikla fjármuni í
ríkið og telji sig eiga góða möguleika
á að vinna það frá demókrötum.
Biden sagðist hins vegar ekki
taka neitt sem gefið, þrátt fyrir að
kannanir sýndu hann í góðri stöðu.
„Við ætlum að vinna fyrir hverju
einasta atkvæði til síðustu stundar,“
sagði Biden áður en hann hélt til
Iowa í fyrsta sinn í kosningabarátt-
unni, en kannanir þar hafa bent til
þess að munurinn á milli hans og
Trumps sé nú vel innan skekkju-
marka.
Fjórtán fundir á
þremur dögum
Ferðalög frambjóðendanna
tveggja síðustu dagana fyrir kosn-
ingar sýna annars áhugaverða sögu.
Þannig hyggst Trump halda fjórtán
kosningafundi þá þrjá daga sem enn
lifa af kosningabaráttunni. Þar af
verða fimm þeirra í Pennsylvaníu-
ríki, en baráttan þar hefur harðnað
mjög á síðustu dögum. Biden hefur
enn um fimm prósentustiga forskot í
ríkinu, en heldur hefur þó dregið
saman með honum og Trump.
Forsetinn hyggst því halda fjóra
kosningafundi í ríkinu í dag, og þann
fimmta á mánudaginn, daginn fyrir
kosningarnar. Þann sama dag
hyggjast Biden og Kamala Harris,
varaforsetaefni hans, ferðast vítt og
breitt um Pennsylvaníu, en niður-
staðan þar gæti reynst lykillinn að
Hvíta húsinu, sér í lagi ef mjótt
verður á munum.
Auk Pennsylvaníu hafa báðir
frambjóðendur rennt hýru augu til
Flórída, en þar hefur Biden mælst
með um tveggja prósentustiga for-
ystu að undanförnu. Ríkið er þó með
fjölbreytt landslag, og ekki þarf
mikið að breytast til þess að það fari
aftur til Trumps, en sigur hans þar
árið 2016 var ein fyrsta vísbendingin
um það sem koma skyldi á kosn-
inganótt.
Mikil kjörsókn eykur óvissu
Eitt stærsta spurningarmerkið í
kosningunum verður hvað muni ger-
ast í Texas-ríki, en það hefur lengi
verið eitt helsta vígi Repúblikana-
flokksins. Breytt íbúasamsetning
hefur hins vegar orðið til þess að
jafna þann mikla mun sem var á
milli demókrata og repúblikana í
ríkinu, og fyrir tveimur árum mun-
aði mjög litlu á milli öldungadeild-
arþingmannsins Teds Cruz og mót-
frambjóðanda hans, Beto O’Rourke.
Eitt af því sem eykur á óvissuna
er að kjörsókn í ríkinu hefur sjaldn-
ast verið góð, en samkvæmt opin-
berum tölum í gær höfðu um níu
milljónir Texas-búa þegar kosið ut-
ankjörfundar. Það eru fleiri en kusu
í ríkinu í heild sinni árið 2016.
Demókratar eygja því von um að
þeir muni geta gert repúblikönum
skráveifu þar, sér í lagi í ljósi þess
að það yrði nánast ómögulegt fyrir
Trump að tryggja sér endurkjör ef
Texas fellur. Kamala Harris hyggst
heimsækja ríkið um helgina, en fá-
títt er að frambjóðendur geri það.
Trump hefur hins vegar látið sér
fátt um finnast, og Bill Stepien,
kosningastjóri Trumps, sagði í vik-
unni að framboð forsetans myndi
þiggja það með þökkum, ef Biden
hygðist sóa tíma sínum í ríkjum, þar
sem hann ætti enga sigurvon.
Hvað gerist á lokasprettinum?
Forsetaframbjóðendurnir héldu báðir til miðvesturríkjanna í gær Trump hyggst halda fjórtán
fundi á næstu þremur dögum Ofuráhersla á að vinna Pennsylvaníu Demókratar reyna að ná Texas
Líkleg niðurstaða forsetakosninganna ef kosið væri nú
Kjörmenn demókrata / Joe Biden: 319 Kjörmenn repúblikana / Donald Trump: 154
Heimild: Spálíkan fi vethirtyeight.com
9
11
6
55 9
29
16
4
20 11
6
6 8
8
4
16
10
6
10
3
56
4
5
29
15
3
18
7
7
20
9
3
11
38
6
3
13
12
5
10
3
2
1
1
2
1 11
11MA
14NJ
4RI
3DE
7CT
10MD
3DC
WA
OR
NV
CA
AZ
3
AK
4HI
UT
ID
MT
WY
CO
NM
ND
SD
NE
KS
OK
TX
MN
IA
WI
IL
MI
IN
KY
WV VA
NC
SC
GAMS
AR
MO
LA
FL
AL
TN
OH
PA
NY
VT
ME
NH
210 68 41 65 4338 73
Örugg ríki fyrir Biden Líkleg Hallast
að Biden
Mjótt á munum LíklegHallast
að Trump
Örugg ríki fyrir Trump
270 kjörmenn þarf til að ná kosningu
Ríki Biden Trump Munur
Pennsylvanía 52,2% 47,1% Biden +5,1%
Flórída 50,7% 48,6% Biden +2,1%
Wisconsin 53,6% 45,4% Biden +8,1%
Michigan 53,5% 45,4% Biden +8,1%
Minnesota 53,3% 45,2% Biden +8,1%
Ohio 49,5% 49,5% 0,0%
Ríki Biden Trump Munur
Arizona 50,6% 48,1% Biden +2,5%
Norður-Karólína 50,5% 48,7% Biden + 1,8%
Texas 48,4% 50,6% Trump +2,1%
Georgía 50,0% 49,2% Biden +0,8%
Iowa 49,0% 49,7% Trump +0,7%
Nevada 52,8% 45,7% Biden +7,1%
Að minnsta kosti fjórtán manns lét-
ust og fjölmargir urðu fyrir áverkum
þegar öflugur jarðskjálfti varð í
Eyjahafi í gær. Hrundu byggingar í
bæði Grikklandi og Tyrklandi, og olli
skjálftinn einnig mikilli flóðbylgju
sem olli miklum usla á eyjunni Sam-
os en upptök skjálftans voru um 14
km frá henni.
Björgunarsveitir eyddu mestöll-
um gærdeginum í að grafa sig í
gegnum húsarústir í leit að eftirlif-
endum, en áætlað er að skjálftinn
hafi verið um 7,0 að stærð.
Í Tyrklandi varð mestur skaði í
borginni Izmir, sem stendur við
Eyjahaf, en þar búa um þrjár millj-
ónir manna og er mikið um háreistar
íbúðablokkir. Tunc Soyer, borgar-
stjóri Izmir, sagði að tuttugu bygg-
ingar hefðu fallið í skjálftanum, og að
björgunarmenn einbeittu sér að leit í
sautján þeirra.
Almannavarnir Tyrklands
greindu frá því að tólf manns hefðu
látist í skjálftanum og 419 slasast. Í
Grikklandi létust tveir táningar á
eyjunni Samos þegar veggur hrundi
á þá, en þeir voru á leið heim úr
skóla. Grísk yfirvöld segja að fjórir
til viðbótar hafi slasast svo vitað sé.
Talið var líklegt að tala látinna
gæti hækkað á næstu dögum eftir
því sem nánari mynd fæst á þann
skaða sem jarðskjálftinn olli.
Sendi Erdogan samúðarkveðju
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráð-
herra Grikklands, hringdi í Recep
Tayyip Erdogan í gær til þess að
votta samúð sína og bjóða aðstoð við
björgunarstarf. Mikil spenna hefur
ríkt milli Grikkja og Tyrkja síðustu
mánuði vegna deilna þeirra um orku-
auðlindir í Miðjarðarhafi. Sagði
Mitsotakis á twitter-síðu sinni að á
sorgarstundum sem þessum yrðu
þjóðirnar tvær að standa saman,
óháð því hvaða ágreiningur væri á
milli þeirra.
Þá buðu Frakkar einnig fram að-
stoð sína ef þörf krefði, en samskipti
Frakka og Tyrkja hafa verið mjög
stirð síðustu daga vegna deilna um
það hvort rétt sé að birta skopmynd-
ir af Múhameð spámanni.
14 látnir eftir jarðskjálfta
Jarðskjálfti af stærð 7,0 olli miklum usla í Tyrklandi og
Grikklandi Óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka
AFP
Jarðskjálfti Björgunarmenn í Izmir
flytja hér slasaðan mann úr húsa-
rústum eftir jarðskjálftann.
Lögreglan í Frakklandi yfirheyrði í
gær mann, sem er talinn vera vit-
orðsmaður árásarmannsins sem
myrti þrjá í borginni Nice í fyrra-
dag. Maðurinn er 47 ára gamall, en
hann var handtekinn í fyrrakvöld
eftir að upp komst um tengsl hans
við hinn 21 árs gamla Brahim Issa-
ou, sem sagður er hafa framið voða-
verkið.
Issaou var í gær enn á sjúkrahúsi,
en hann særðist illa þegar lögreglan
yfirbugaði hann, en hann var skotinn
mörgum sinnum. Er ástand hans
sagt alvarlegt. Issaou er upphaflega
frá Túnis, en hann var nýkominn til
Frakklands eftir að hafa verið vísað
frá Ítalíu.
Gerald Darmanin, innanríkis-
ráðherra Frakklands, sagði í gær að
Issaou hefði ekki verið á neinum gát-
lista, hvorki hjá frönskum né evr-
ópskum öryggisstofnunum. Sagði
Darmanin að Frakkar ættu nú í
stríði við íslamista, og að ógnin af
þeim kæmi bæði að utan og innan.
Óttast stjórnvöld að íslamskir
hryðjuverkamenn muni reyna að
láta til skarar skríða á sunnudaginn,
en þá er allraheilagramessa, sem
margar franskar fjölskyldur nýta til
þess að minnast hinna látnu.
Meintur vitorðsmaður
tekinn til yfirheyrslu
Árásarmaðurinn enn á sjúkrahúsi
AFP
Nice Kveikt var á kertum til minn-
ingar um fórnarlömhin í gær.