Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Þríeykið birti grein í
Fréttablaðinu 15. októ-
ber sl. um Covid-19 og
tengd mál sem undirrit-
uðum líkaði miður vel.
Ég stóð með þeim
lengi vel en leiðir skildi
fyrst þegar þau hvöttu
til „lokunar“ landa-
mæranna, sem tók gildi
19. ágúst og engu góðu
hefur skilað, bara illu,
og nú með þessari grein breikkaði bil-
ið enn frekar því ég tel að nú hafi
þríeykið illu heilli farið út fyrir
ramma þess sem satt er og rétt.
Vafasamar fullyrðingar
Í greininni segir m.a.: „Þá er hugs-
anlegt að veiran veikist með tímanum
líkt og gerðist í spænsku veikinni þó
að enn séu engin merki um slíkt.“
Því miður eru þessi lokaorð stað-
lausir stafir og illskiljanlegt að gott
fólk skuli láta svona rangfærslur frá
sér fara.
Staðreyndin er, eins og landlæknir
staðfesti á upplýsingafundi 24. sept-
ember sl., að í fyrri bylgju sl. vor varð
að leggja 7% þeirra sem smituðust
inn á spítala en nú aðeins 2%.
Í fyrri bylgju voru 13-15 manns í
senn í gjörgæslu en nú mest fjórir,
auk þess sem þá létust 10 en nú í ann-
arri bylgju aðeins einn.
Auðvitað hefur því
veiran stórlega veikst!
Dánartíðni er vita-
skuld skýrasti og besti
mælikvarðinn á hættu og
skaðsemi sjúkdóms, á
sama hátt og fjöldi smita
einn sér hefur lítið gildi,
einkum ef þeir sem smit-
ast – hér alla vega helm-
ingurinn nú – finna ekki
fyrir veikindum; vita
ekki að þeir eru veikir.
Covid-dánartíðnin nú,
samanborið við í vor, er sem sagt 1 á
móti 10. Svipuð þróun hefur orðið um
alla Vestur-Evrópu.
Yfirkeyrður hræðsluáróður
Það tekur þó út yfir allan þjófabálk
í þríeykisgreininni þegar þau stilla því
upp hvað myndi gerast ef stefnt yrði á
hjarðónæmi.
Þar fullyrðir þríeykið – fyrir mér úr
lausu lofti gripið og án raunverulegrar
þekkingar vitneskju eða raka; við er-
um hér að tala um eitthvað sem kynni
að gerast við einhverjar aðrar nú
óþekktar aðstæður – að þá myndu
7.000 einstaklingar þurfa innlögn á
sjúkrahús, 1.750 þyrftu að fara í gjör-
gæslu og 660 myndu látast.
Og að því litla leyti sem þau hafa
einhver raunveruleg viðmið, þá eru
þau við það sem gerðist í mars-apríl
fyrir hálfu ári en ekki við þann raun-
veruleika sem nú er og er verulega
annar. Hér er um tífaldan mismun að
ræða. Vart heiðarleg vinnubrögð það.
Kom eitthvað yfir þetta blessaða og
annars ágæta fólk okkar? Hvernig
getur það látið svona ógrundaðan
hræðsluáróður frá sér fara?
Gríman víðast efst á blaði
Sóttvarnalæknir hefur lítið gert
með grímuna og þá vernd sem hún
veitir. Væri fróðlegt að vita hvaðan
honum kemur sú vitneskja. Hvernig
hefur hann getað mælt eða sannreynt
það? Þetta virðist vera ágiskun ein og
það röng ágiskun.
Staðreyndin er að flestir sérfræð-
ingar víða um heim líta svo á að grím-
an sé besta smitvörnin, mun virkari
en 1-2 metra fjarlægðarmörk sem
hvort sem er er illmögulegt að fram-
fylgja.
Asíubúar eru sérfræðingar í smit-
vörnum enda virðast margar veirur
og pestir koma upp einmitt þar. Þar
er grímunotkun margra dagsdagleg,
ekki bara nú á tímum Covid heldur
hefur hún verið það um ár og áratugi.
Í Taívan og Hong Kong t.a.m. ríkir
mjög ströng grímuskylda, en þar er
smitútbreiðsla í algjöru lágmarki.
Síðastliðinn laugardagsmorgun
hlýddi ég á erlendar fréttir þar sem
vitnað var í forseta Tékklands, sem
auðvitað hefur líka marga sérfræð-
inga og ráðgjafa sér við hlið, en hann
sagði þetta: „Þangað til bóluefni kem-
ur er eina praktíska og virka vörnin í
raun gríman.“
Erna Milunka Kojic, íslenskur
smitsjúkdómalæknir í New York, sem
stjórnar þar smitvörnum í tveimur
sjúkrahúsum, sagði nýlega í samtali
við RÚV: „Grímur eru einföld leið til
að stöðva útbreiðslu faraldursins og
óskiljanlegt að þær séu ekki skylda
víðar,“ en í New York er grímuskylda
bundin í lög.
Ég hef áður líka skýrt frá því
hvernig ég upplifði smitvarnir í
Þýskalandi þar sem meginsóttvörnin
var gríman. Hefur smittíðni þar verið
með því lægsta þótt síðustu daga hafi
smit aukist þar nokkuð líka, en þó
mest án þess að menn hafi veikst al-
varlega nú í þessari annarri bylgju
eins og hér.
Dregið úr viðbúnaði
á þýskum sjúkrahúsum
Um skeið voru fyrirmæli til margra
þýskra sjúkrahúsa um að halda skyldi
40% gjörgæslurúma opnum fyrir
mögulega Covid-sjúklinga. Víða hefur
þessi ráðstöfun nú verið minnkuð nið-
ur í 10%. Sannar það auðvitað líka
hvernig veiran hefur veikst og skað-
semi hennar minnkað.
Þar og í allri Vestur-Evrópu er
önnur bylgjan, Guði sé lof, miklu
mildari, eins og best sést á dánartíðni,
líka í Bretlandi, Frakklandi og á
Spáni, þar sem smit vaða þó upp.
„Þriðja bylgjan“ hálfgert rugl
Tal um þriðju bylgjuna hér er tal
þeirra sem fátt skoða og lítið vita.
Ef nú er þriðja bylgjan, hvenær var
þá önnur bylgjan? Ef línurit um
smitþróun fyrir Ísland er skoðað sést
fyrsta bylgjan rísa í mars-apríl, svo
kemur í raun öldudalur apríl-
september, reyndar með smá gárum í
ágúst, en svo rís önnur bylgjan í byrj-
un september.
Mér er sagt að þriðja bylgjan hafi
orðið hér til við spurningu blaða-
manns til sóttvarnalæknis um hvort
ekki mætti fara að tala um þriðju
bylgjuna, sem hann virðist hafa jánk-
að bara si svona.
Í raun má segja að ruglið um þriðju
bylgjuna hér sé dæmigert fyrir þá
óvönduðu og oft tilfinninga- og
hræðsludrifnu umræðu sem hér er í
gangi um Covid og nýtur fulls stuðn-
ings já-og-amen-hersins.
Vafasamar fullyrðingar,
hræðsluáróður og tengd mál
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Staðreyndin er að
flestir sérfræðingar
víða um heim líta svo á
að gríman sé besta smit-
vörnin, mun virkari en
1-2 metra fjarlægð-
armörk.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Eftir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar árið
2018 settist ég í nefnd
þá er fer með samræm-
ingarþátt í skipulags-
málum sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu,
þ.e. svæðisskipu-
lagsnefnd höfuðborgar-
svæðisins.
Þann tíma sem ég
hef setið í þessari nefnd
fyrir Mosfellsbæ hafa
runnið á mig tvær grímur og það
þurfti ekki COVID til. Á fyrsta fundi
nefndarinnar, sem skipuð er tveimur
úr hverju sveitarfélagi, þ.e. samtals
14, var kosið í stjórn nefndarinnar þar
sem þrír eiga sæti. Að auki voru
kjörnir fjórir úr svæðisskipulags-
nefndinni sem eiga einnig sæti í fram-
kvæmdanefnd svæðisskipulags-
nefndar ásamt stjórn, þ.e. samtals sjö
sem skipa þá framkvæmdarnefnd.
Um þetta fyrirkomulag eru í gildi
starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
sem eiga stoð í skipulagslögum sbr. 4.
mgr. 9. gr. laganna. Til viðbótar þessu
starfar fagráð sem skipulagsstjórar
sveitarfélaganna skipa með fram-
kvæmdanefndinni. Formaður svæð-
isskipulagsnefndar er skv. starfsregl-
unum formaður
framkvæmdanefndarinnar. Hér er því
nefnd ofan í nefnd og allt gert til að
„auka“ lýðræðið og gæta að góðri
stjórnsýslu, ekki satt?
Kjörtímabil sveitarstjórna á landinu
er rúmlega hálfnað og þar með talið
kjörtímabil svæðisskipulagsnefndar
höfuðborgarsvæðisins. Í starfsreglum
svæðisskipulagsnefndarinnar er kveð-
ið svo á um að framkvæmdanefndin,
sem stýra á málefnum svæðis-
skipulagsnefndar milli funda, skuli
undirbúa fundi svæðisskipulagsnefnd-
arinnar. Kallað var eftir fundar-
gerðum framkvæmdanefndarinnar og
stjórnar. Að sögn svæðisskipulags-
stjóra eru fundargerðir þessar ekki til
enda engir fundir. Var svæðis-
skipulagsstjóri inntur eftir því hver
legði fram dagskrá og síðar drög að
fundargerðum fyrir fundi svæðis-
skipulagsnefndarinnar.
Staðfesti svæð-
isskipulagsstjórinn að
hann ynni það allt einn.
Slíkt samræmist ekki
starfsreglum.
Eðli máls samkvæmt
gerði greinarhöfundur
athugasemd við þessi
vinnubrögð á fundi
svæðisskipulags-
nefndar. Svar for-
manns svæðisskipu-
lagsnefndar og
framkvæmdanefndar,
þ.e. þeirrar nefndar
sem aldrei fundar svo vitað sé, var á
þá leið að það hefði nú aldeilis verið
gott að fá þessa athugasemd enda
gæfi það tilefni til að breyta snöggv-
ast gildandi starfsreglum. Var þá for-
maðurinn inntur eftir því hvort væri
nokkur þörf á breytingum enda ekki
séð að farið yrði frekar eftir nýju
reglunum en þeim sem í gildi eru í
dag. Fátt var um svör og fundi slitið.
Í þessari 14 manna nefnd sem fer
með svo mikið vald í skipulagsferli á
höfuðborgarsvæðinu er því ekki
starfað eftir þeim reglum sem um
svæðisskipulagsnefnd þessa gilda.
Eru afgreiðslur nefndarinnar á kjör-
tímabilinu undir? Einna undarlegast
þótti greinarhöfundi hvernig aðrir
nefndarmenn hafa brugðist við.
Skiptir litlu hvort um er að ræða Pír-
ata, löglærða Framsóknarmenn,
særða og oft fremur úrilla Sjálfstæð-
ismenn eða villuráfandi Viðreisnina.
Allir virtust telja að þetta verklag,
þar sem ekki var farið að starfs-
reglum er hafa lagastoð, væri af-
skaplega eðlilegt. Þessir sömu
fulltrúar íbúa höfuðborgarsvæðisins
bitu höfuðið af skömminni með bók-
un þess efnis að þetta væri í lagi og
að þeir „treystu“ svæðisskipulags-
stjóra. Gengur löggjöfin út á það?
Hvað með ábyrgð og skyldur lýðræð-
islega kjörinna fulltrúa?
Eitthvað sljákkaði í sumum nefnd-
armanna þegar í ljós kom síðar á
fundi nr. 96 þann 23. október sl. að
svæðisskipulagsstjórinn hefði sent
erindi, í krafti stöðu sinnar, einu
ráðuneyti og án umboðs. Á þessum
fundi óskaði svæðisskipulagsstjóri
eftir því að fundurinn samþykkti
þetta erindi hans eftir á. Erindi þetta
var umsögn svæðisskipulagsstjórans
um reglugerð, umsögn er byggðist á
hans eigin pólitísku sýn. Lýðræðið
reyndist þar því víðsfjarri. Reglu-
gerðin varðar hlutdeildarlán til al-
mennings. Fyrr má nú rota en dauð-
rota!
Téður formaður svæðisskipulags-
nefndar höfuðborgarsvæðisins á
reyndar við annan vanda að etja. Sá
vandi snýr að trúverðugleika for-
mannsins. Árið 2017 vann formað-
urinn, ásamt tveimur öðrum, sam-
keppni á vegum Reykjavíkurborgar
um hönnun Heklureitsins ofarlega á
Laugavegi. Sá reitur nær raunar
lengra, þ.e. upp að Bolholti og upp í
Skipholt. Í kynningu á verkefninu
var ein helsta forsendan sú að þarna
færi um borgarlínan og áform um að
stoppistöð yrði sérstaklega færð til af
þessu tilefni. Fáeinum mánuðum síð-
ar var einn vinningshafinn kominn í
framboð fyrir Pírata, endaði í
borgarstjórn þeirri er borgaði fyrir
hönnunarsamkeppnina, þar orðinn
formaður skipulags- og samgöngu-
ráðs höfuðborgar Íslands og skömmu
síðar formaður svæðisskipu-
lagsnefndar alls höfuðborgarsvæð-
isins, þ.e. Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir Pírati. Hvað ætli það sé sem
verður til þess að þessi geðþekki Pí-
rati sé yfirleitt Pírati og reki svo
hastarlega á eftir því að borgarlínan
verði að veruleika og tilsvarandi
áhætta tekin með skattfé allra lands-
manna? Hvað ætli það sé?
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson
Sveinn Óskar
Sigurðsson
» Téður formaður
svæðisskipulags-
nefndar höfuðborgar-
svæðisins á reyndar við
annan vanda að etja. Sá
vandi snýr að trúverð-
ugleika formannsins.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Miðflokksins í Mosfellsbæ og situr
í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgar-
svæðisins (SSH).
Formaður og svæðisskipulag
í alvarlegum umboðsvanda
Árið 2013 var hluti
af samkomulagi sem
ríkið og Reykjavík-
urborg gerðu með sér
að minnka þyrfti hæð
trjáa sem vaxið höfðu
upp í aðflugslínu flug-
brautar 31 á Reykja-
víkurflugvelli í flug-
öryggisskyni, en
vegna trjánna þurfti
að hækka óþægilegan
aðflugshalla flugvéla í aðflugi að
brautinni.
Við þetta samkomulag spratt
fram óvígur hjálpræðisher trjávina
sem mótmæltu þessari ósvinnu og
kröfðust þess að trén fengju að lifa
óáreitt.
Var skjaldborg slegið um trén og
drógu menn hvergi af sér að lýsa
vandlætingu sinni á þessu óhæfu-
verki.
En nú er hún Snorrabúð stekkur
er stjórnendur Reykjavíkurborgar
hafa ákveðið að herja á Öskjuhlíð-
artrén með gerð göngu- og hjól-
reiðastíga ofarlega í Öskjuhlíð undir
glysnafninu Perlufesti. Nú skal
höggva tré og annað fyrir þessa
framkvæmd þrátt fyrir mótmæli
þeirra sem mest stunda
göngu og hjólreiðar í
Öskjuhlíðinni sem vilja
að núverandi náttúru-
stígar haldi sér og aðrir
ekki lagðir.
Allt í einu eru trén í
Öskjuhlíð orðin vina-
laus, hjálpræðisherinn
horfinn á braut, skjald-
borgin hrunin og í trjá-
vinum heyrist hvorki
hósti né stuna.
Eina veika von
trjánna í Öskjuhlíðinni er að stjórn-
endur Reykjavíkurborgar dragi
lappirnar við að hefja skógarhöggið
eins og þeir hafa gert vegna trjánna
í aðflugslínu flugbrautarinnar á
Reykjavíkurflugvelli.
Vinalausu
trén í Öskjuhlíð
Eftir Jakob
Ólafsson
Jakob Ólafsson
»Eina veika von
trjánna í Öskjuhlíð-
inni er að stjórnendur
Reykjavíkurborgar
dragi lappirnar við að
hefja skógarhöggið.
Höfundur er flugstjóri
og skógarbóndi.
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is