Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Stjórnarráð Íslands Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið Sérfræðingur í lánsfjáröflun og greiningu skuldabréfamarkaðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi og reynslumiklum sérfræðingi til að sinna verkefnum á sviði lánsfjáröflunar og skuldastýringar. Markmið starfsins er að stuðla að hagkvæmri fjármögnun ríkissjóðs sem styður við fjárhags- og hagstjórnarmarkmið stjórnvalda. Í boði er áhugavert starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað þar sem ríkir góður starfsandi. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með þróun sviðsmynda við fjármögnun ríkissjóðs. • Greiningar og ráðgjöf um skuldabréfamarkað. • Samspil lánsfjáröflunar og hagstjórnar. • Þróun áhættustýringar ríkissjóðs. • Hagnýting efnahagsreiknings ríkissjóðs til að draga úr fjármögnunarþörf. • Samskipti við lánshæfismatsfyrirtæki og aðra samstarfsaðila. • Miðlun upplýsinga um stöðu og fjármögnun ríkissjóðs. • Þátttaka í lánsfjáröflun og skuldastýringu. Hæfnikröfur • Meistaragráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði hagfræði, viðskiptafræði eða verkfræði. • Afburðagóð þekking og reynsla af skuldabréfamarkaði og fjármögnun. • Framúrskarandi greiningarhæfni ásamt reynslu í að miðla upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti. • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, kunnátta á Norðurlandamáli er æskileg. • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun. • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfileika til að taka virkan þátt í teymisvinnu. • Góð samskiptahæfni og geta til að ávinna sér traust samstarfsaðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.starfatorg.is Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Guðrún Ögmundsdóttir - gudrun.ogmundsdottir@fjr.is og Sigurður Helgi Helgason - sigurdur.helgason@fjr.is Tæknistjóri sýninga Í starfinu felst þátttaka í undirbúningi og uppsetningu á sýningum Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Tæknistjóri hefur umsjón með og yfirsýn yfir alla verkþætti er varða undirbúning sýningasala, uppsetningu listaverka og tæknilega útfærslu þeirra. Starfið felur í sér verkstjórn uppsetningateymis og samskipti við listamenn, sýningastjóra, iðnaðarmenn og aðra sem koma að uppsetningu og niðurtöku sýninga. Tæknistjóri hefur umsjón og eftirlit með ástandi listaverka á meðan á sýningum stendur. Umsjón með verkstæðum, tækjum og sýningabúnaði safnsins. Hæfniskröfur: - Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun, tækni- eða iðnmenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði myndlistar eða aðra menntun sem tengist starfssviði safnsins eða einstaklingi með sambærilega reynslu. - Reynsla af vinnu við tæknilausnir s.s. vinnu við hljóð og myndvörpun. - Reynsla af meðhöndlun listaverka, safnastarfi og /eða uppsetningu sýninga. - Verklagni og/eða kunnátta í smíðum og meðhöndlun verkfæra. - Þekking á ljósabúnaði og lýsingu er kostur. - Krafist er góðrar almennrar tölvukunnáttu og þekking á forritinu Scetchup eða sambærilegu er kostur. Leitað er að sjálfstæðum, skipulögðum, lausnamiðuðum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem vill starfa í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Umsækjandi mun annast verkstjórn við uppsetningar og þarf því að búa yfir leiðtogahæfni. Við leitum að drífandi vinnufélaga sem hefur áhuga á að láta verk listamanna njóta sín og starfsemi listasafnsins blómstra. Einstaklingi sem nýtur þess að takast á við fjölbreytt og óvænt verkefni með lausnamiðuðum og skapandi hætti, hefur til að bera vandvirkni og jákvæðni og þrífst vel í hóp. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkomandi séttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk. Með umsókn um starfið þarf að fylgja kynningarbréf, upplýsingar um menntun og starfsferil og upplýsingar um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar um starfið veitir Markús Þór Andrésson deildarstjóri sýninga- og miðlunar í síma 411 6400 eða með því að sendar fyrirspurn á markus.thor.andresson@reykjavik.is. Sótt er um starfið á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Reykjavíkurborg Listasafn Reykjavíkur auglýsir laust er til umsóknar starf tæknistjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.