Morgunblaðið - 02.10.2020, Síða 10
Sesselja vildi skapa eins hlýlegt og heim-
ilislegt andrúmsloft og hægt væri.
„Mér fannst mikilvægt að bæði starfsmenn
og gestkomandi fengju strax á tilfinninguna
að þeim væri tekið opnum örmum af um-
hverfinu.
Táknfræðin fékk að vera áberandi í þessu
tiltekna verkefni enda tilefni til. Ég notaðist
við kirkjulitina í árinu sem skiptast eftir
deildum og svæðum, þríhyrningarnir í öllum
filmum á gleri sem teygja sig svo niður í
teppin í öllum fundarrýmum eru að sjálf-
sögðu vísun í hina heilögu þrenningu. Út-
skornu krossarnir sem eru svo í fljótandi
milliveggjum eru auðvitað augljós tilvísun í
kirkjuna, en svo langaði mig einnig að bæta
smá húmor inn í þetta allt saman og því
fengu allir starfsmenn sinn eigin „geisla-
baug“ fyrir ofan starfsstöðvar sínar.
Húsgögnin eru héðan og þaðan, mikið til
blanda af A4 og Pennanum en mjög mikið er
þetta teiknað af mér og smíðað. Sóló húsgögn
og IK Innréttingar voru mér mestmegnis
innan handar í þeim fasa og svo var það nýtt
sem hægt var af Laugaveginum.“
Hvernig viðbrögð hefur þú fengið frá bisk-
upnum og starfsfólkinu?
„Ég get ekki annað sagt en að starfsfólkið
sé hæstánægt en þetta voru auðvitað mikil
viðbrigði fyrir marga – að koma úr gamal-
grónu húsi á Laugaveginum yfir í Katrínar-
túnið. Þetta er síður en svo einföld aðgerð og
í mjög mörg horn að líta, sér í lagi þegar að
framkvæmdinni sjálfri kemur. Því er mjög
mikilvægt að hafa sterka heildarsýn frá upp-
hafi til enda, áður en haldið er af stað, algjört
lykilatriði.
Ég hef nú oft spaugað með það að hlutverk
mitt er að vera 80% hönnuður, 20% sálgæslu-
kona og 100% verkstýra! En stjórnin hafði
mikla trú á mér og treysti mér fullkomlega
til þess að takast á við allar áskoranir og
koma þessu öllu í höfn. Sú tilfinning er ómet-
anleg frá byrjun og gefur manni byr undir
báða vængi alla leið.
Frú Agnes og stjórnin öll í raun voru allt
ferlið mjög jákvæð og óspör á hrósið bæði til
mín og samstarfsfólks míns, en gríðarlega
margir komu að verkefninu á einn eða annan
hátt.“
Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
„Ég er í miðjum klíðum í samstarfi við Tví-
horf Arkitekta að hanna allt inn í spennandi
hús sem þau eru að teikna, en þar hef ég
fengið frjálsar hendur með konsept og inn-
réttingar. Ofsalega skemmtilegt fólk að vinna
með þar skal ég segja þér, en því verkefni
lýkur ekki fyrr en einhverntíma á næsta ári.
Þau voru svo sniðug að taka hönnuð inn í
ferlið mjög snemma í ferlinu. Svo hef ég
einnig tekið það að mér að endurhanna höf-
uðstöðvar Advania í Guðrúnartúninu en það
verkefni mun vera viðloðandi af og til næstu
árin enda mjög svo yfirgripsmikið. Ég er líka
mjög jákvæð fyrir því verkefni, það verður
allt allt öðruvísi en Biskupsstofa enda allt
öðruvísi starfsemi. Ég hlakka bara til að tak-
ast á við þetta allt saman!“
Grænblái liturinn á veggn-
um er hátíðlegur og fer vel
við eikarinnréttingarnar.
Það er aldrei of
mikið af pullum
til að setjast á í
fyrirtækjum
landsins.
Hér er hægt að halda
lítinn fund þannig að
það fari vel um alla.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020