Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
THE SERUM
HÚÐVARA SEM Á SÉR ENGA HLIÐSTÆÐU
Eykur kollagen og raka í húðinni, gerir hana jafnari og
mýkri. Dregur úr hrukkum og fínum línum og eykur
ljóma og fallegt litarhaft*
TARAMAR vörurnar eru framleiddar í Sandgerði.
Þær fást í Hagkaup Kringlunni, Smáralind, Garðabæ og Akureyri, Sápunni Laugavegi,
Lyfsalanum Glæsibæ og Urðarhvarfi, Lyfjabúrinu Höfðatorgi, Íslandsapóteki Laugavegi
og í vefverslun okkar á Taramar.is
*Samkvæmt óháðum virkniprófunum hjá Dermscan í Frakklandi
H
efur þú alltaf hugsað vel um
heilsuna eða breyttist við-
horf þitt til hennar á ein-
hverjum ákveðnum tíma-
punkti?
„Ég hef alltaf verið orku-
mikil og iðin en fyrir nokkr-
um árum fór ég að finna
fyrir óþægindum tengdum ristli og meltingu.
Eftir margra mánaða slen og leti að eigin mati
fékk ég greiningu og tók þá mataræði og hreyf-
ingu traustum tökum. Eitt af því sem ég kynnt-
ist fljótlega voru Probi Mage-mjólkursýrugerl-
ar og áhrif þeirra. Eftir að ég fór að taka þá
daglega snarbreyttist ristilheilsan mín og melt-
ing til hins betra sem skiptir mig miklu máli,“
segir hún.
Hvað finnst þér skipta mestu máli að gera til
þess að vera sem hraustust?
„Að huga vel að svefninum og ristlinum. Fyrir
fimm árum ákvað ég að hætta að vera B-
manneskja og verða þessi eftirsótta A-týpa og
það gekk eftir. Ég er mjög ákveðin í að vera sofn-
uð klukkan tíu á kvöldin og vakna yfirleitt um 6 á
morgnana. Eftir þetta hef ég varla notað
vekjaraklukku nema einstaka sinnum og er þá
alltaf vöknuð áður en hún hringir. Andlega heils-
an skiptir mig líka mjög miklu máli en þegar ég
verð döpur eða niðurdregin þá finn ég það strax í
meltingunni og tek mig taki. Faðir minn lést í
vor eftir skammvinna baráttu við krabbamein og
það ferli kenndi manni enn og aftur mikilvægi
góðrar heilsu og ekki síður kosti þess að vera í
andlegu jafnvægi til að takast á við slíkt verkefni
hvort heldur sem maður er sjúklingur eða að-
standandi. Á haustin er svo gott að huga sér-
staklega að ónæmiskerfinu og ég hef bætt við
mig Probi Family-mjólkursýrugerlum sem
styðja það, enda með mikla trú á þessum sænsku
gerlum eftir svo góða reynslu af Probi Mage.“
Hver er morgunrútínan þín?
„Þar sem ég er frekar árrisul þá kemst ég yf-
ir ansi margt áður en haldið er til vinnu. Ég er
með ársgamlan hvutta sem fær nú mest að
njóta mín á morgnana. Ég hef það fyrir reglu
að festast ekki í tölvupóstum eða fréttum dags-
ins þegar ég vakna. Ég les frekar skemmtilega
grein eða hlusta á podcast og stundum spila ég
tölvuleik, já ég hef ennþá gaman af Nintendo-
tölvunni minni. Í mínum huga er nauðsynlegt
að fara rólega út í daginn og leyfa svo erlinum
að taka við,“ segir Berta.
Hvað borðar þú á hverjum degi?
„Ég drekk ekki kaffi en finnst ískalt kók
mjög gott og er það minn koffíngjafi, með sykri
og alles. En síðan borða ég alltaf gríska jógúrt
með múslí og smá agave-sírópi og þeim berjum
eða ávöxtum sem til eru þann daginn í ísskápn-
um áður en ég fer út í daginn. Suma morgna er
það samt gamla góða Cheerios-ið sem fær að
njóta sín með ískaldri nýmjólk, og svo tek ég
mjólkursýrugerlana mína góðu. Ætli ég borði
ekki harðfisk daglega, lifrarpylsu flesta daga
og skola þessu alltaf niður með mjólk. Á meðan
vinkonurnar eru á kafi í safakúrum og slíku þá
borða ég bara venjulegan mat en ég hef mjög
gaman af eldamennsku og er ævintýragjörn í
tilraunum mínum.“
Stundar þú líkamsrækt?
„Á sumrin hreyfi ég mig bara úti í náttúrunni
og myndi aldrei nenna inn á líkamsræktarstöð
en á veturna eru það helst heitir tímar og jóga
sem ég fer í til að ná góðum teygjum og and-
legri slökun. Núna stefni ég á að taka eitthvert
ofurnámskeið og koma mér í enn betri gír en ég
finn að náttúrulega formið sem ég hef alltaf
haldið í er farið að láta undan og elli kerling
læðist að með alls konar skrýtnum kvillum,“
segir hún og bætir við að hún fari út að ganga
með hundinn sinn daglega.
„Hann fær að hlaupa frjáls og ég get gleymt
mér í dagdraumum og pælingum. Á veturna
tek ég yfirleitt einhver líkamsræktarnámskeið
og þá er ég að mæta 3-5 sinnum í viku. Ég reyni
alltaf að fá námskeið á morgnana.“
Finnst þér skipta máli að vera í góðu jafn-
vægi og formi vegna vinnunnar?
„Það skiptir mig gríðarlega miklu máli að
vera í góðu jafnvægi í vinnunni minni. Ég er
alltaf á einhverri hreyfingu allan daginn en ég
hefði ekki þessa orku og kraft sem þarf í mitt
starf ef ég sinnti ekki andlegu og líkamlegu
hliðinni. Fyrir mér er líkamsrækt svo miklu
auðveldari og skemmtilegri þegar andlega hlið-
in er í góðu jafnvægi. Ég fer nokkuð reglulega
til sálfræðings og tappa af mér öllum glundroða
og ræði málin við hana, svona til að forða börn-
um mínum og vinum frá tuðinu mínu.“
Ertu búin að skipuleggja veturinn og hvað
verður efst á baugi?
„Ég skipulegg mig yfirleitt ekki langt fram í
tímann, læt hlutina svona frekar gerast en þó
ætla ég að kenna haustönn í nýju spennandi
námi hjá Sjávarakademíunni ásamt því að
sinna mathöllunum og Sjávarklasanum. Ef Co-
vid fer að réna þá mun ég án nokkurs vafa
skella mér aftur í sólina en mér þykir af-
skaplega gott að komast ein í frí í svona viku-
tíma og aftengja mig alveg frá daglegum erli.
Síðan munum við Stormur halda áfram að
kanna lendur Hafnarfjarðar inn að Krýsuvík og
finna nýja leynistaði í berjamó í leiðinni.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varð A-
manneskja
og hefur
sjaldan haft
það betra
Berta Daníelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjávarklasans,
hugsar vel um heilsuna og er
aldrei með neinar öfgar þegar
kemur að henni.
Marta María | mm@mbl.is
Berta Daníelsdóttir
hugsar vel um heilsuna.