Morgunblaðið - 02.10.2020, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
É
g er maður á miðjum aldri, vel menntaður, í
góðri stöðu og vel metinn út á við, fjöl-
skyldumaður, eiginmaður, faðir og afi, lífs-
glaður og sáttur við guð og menn, einn dag í
einu,“ segir viðmælandi sem kýs að koma ekki
fram undir nafni.
„Klám er andlegt eitur. Fyrir mér er klám
uppspretta ótal sjúkra hugmynda um kynlíf,
konur og karlmenn, sem hefur sterka tilhneigingu til að má út
eðlileg mörk um hvað er eðlilegt og heilbrigt í nánum sam-
skiptum og grefur undan siðferðislegum gildum. Klám reynir
að fá okkur til að sjá fólk ekki sem manneskjur með eðlilegar
kenndir, mörk eða mannvirðingu, heldur sem leikföng og losta-
vaka, til að nota og misnota, þar sem allt leyfist og mörk eru
ekki virt. Klámið gerir allt sem það getur til að tengja sig við
kynferðislega spennu og örvun og smám saman getur óhófleg
klámneysla svo auðveldlega farið að
móta það hvernig maður skynjar og
sér, hugsar og finnur til, og fer að
lita hvernig maður upplifir þessa
eðlilegu mannlegu grunnþörf, kyn-
hvötina og þörfina fyrir nánd og að
tengjast annarri manneskju. Órar
og blæti sprottið úr klámi geta sest
að í huganum og orðið að hálfgerðri
þráhyggju sem truflar og þvælist
fyrir. Ég tala nú ekki um ungt fólk
sem fær sínar fyrstu hugmyndir um
kynlíf og hitt kynið úr klámi. Auk
allra áhrifanna sem klám hefur á
klámnotandann og hans eða hennar nánustu þá byggist klám-
framleiðsla á óhugnanlegri misnotkun á manneskjunum sem
taka þátt í kláminu og við erum þannig að misbjóða okkur til
fróunar. Bara það eitt og sér gerir klám að óverjandi fyr-
irbæri.“
Notaði sjálfur klám óhóflega í gegnum tíðina
Hvernig komstu að þessari niðurstöðu og hefur þú haft aðra
skoðun á klámi hér áður?
„Ég komst að þessu í gegnum eigin reynslu. Sjálfur hef ég
notað klám óhóflega í gegnum tíðina. Ég kynntist klámi sem
barn og unglingur og þótti það strax óheyrilega spennandi. En
það sem í fyrstu var spennandi og skemmtileg dægradvöl stöku
sinnum varð smátt og smátt að óstjórnlegri þörf sem ég réð á
endanum ekkert við. Í mörg ár komst ég varla í gegnum daginn
án þess að skoða klám. Síðustu árin mátti kalla mig bæði dag-
drykkjumann og túramann á þessu sviði. Klámið sem ég skoð-
aði þróaðist líka. Ég þurfti stöðugt sterkara stöff til að vekja
upp gömlu góðu áhrifin. Að skoða klám hafði hugbreytandi
áhrif á mig svipað eins og vímuefni. Fyrir mér var klám bæði
Ljósmynd/Colourbox
„Fyrir
mér er
klám
andlegt
eitur“
Maður sem er í bata frá klámfíkn segir samfélagið
vanta meiri mannvirðingu, minni hlutgervingu og
meira kvenfrelsi. Hann segir fólk af gagnstæðu
kyni ekki vera bara kyntákn eða leikföng.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Í mörg ár komst ég
varla í gegnum
daginn án þess að
skoða klám.
Síðustu árin mátti
kalla mig bæði
dagdrykkjumann
og túramann á
þessu sviði.
VIÐTAL
SMARTLAND