Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 22
einstaklingar sem lifa líka sínu eigin lífi og axla sjálfir ábyrgð á
eigin tilfinningum og þörfum.“
Fjölskyldan í meginhlutverki í dag
Hvað gerir þú daglega til að upplifa innihaldsríkt líf?
„Ég reyni að gangast við sjálfum mér á hverjum degi, með
því að skoða inn á við, hugleiða og tengjast mínum æðri mætti
og öðrum sem eru í sömu sporum og ég. Ég axla ábyrgð og er
heiðarlegur í samskiptum við mína nánustu. Ég reyni að gefa af
mér til annarra, það er mikilvægt fyrir mig að þjóna einhveru
hlutverki og hafa tilgang. Fyrir mér eru náin og góð samskipti
við fólkið mitt, maka minn, börnin mín, tengdabörnin og barna-
börnin líklega eitt það dýrmætasta og mest gefandi. Ég vil vera
til staðar fyrir þau án þess að stjórna þeim. Þannig gefst mér
tækifæri til að ástunda kærleika og þakklæti sem er lífsnauð-
ynlegt til að ég fái þrifist. Ég þarf líka að næra sjálfan mig og
ástunda heilbrigt líf, sofa reglulega, hreyfa mig helst daglega.
Ég hef til dæmis unun af því að fara út í göngur og stunda úti-
vist, en ég á mörg hugðarefni sem mér finnst gott og uppbyggj-
andi að stunda.“
Hvað viltu segja við aðra karlmenn og konur sem finna til
vanmáttar þegar kemur að óviðeigandi efni á netinu?
„Hugsaðu þér að dóttir þín væri að að leika í þessari klám-
mynd. Hvað þætti þér um það? Mundu að leikkonan er líka
manneskja og dóttir einhvers. Hvað er það sem þú ert að flýja
þessa stundina? Geturðu ekki bara gert eitthvað annað? Farið
út að ganga eða hringja símtalið sem þú ert að fresta, jafnvel
vinna næsta litla verkefni sem bíður þín.“
Spurður um hvað hann myndi gera til að aðstoða félaga í
svipuðum sporum og hann var í gagnvart klámi á sínum tíma
svarar hann því til að hann myndi deila reynslu sinni.
Leitaði að hinni einu réttu
Fá karlmenn og konur á Íslandi nægilega þjálfun þegar kem-
ur að tilfinningum, ást og samböndum?
„Guð minn almáttugur, nei! Karlamenningin og við karlmenn
erum svo oft uppfullir af því að vera harðir naglar sem berum
ábyrgð á öllu mögulegu frá veðrinu á sunnudögum og þar
mætti lengi áfram telja. Við hugsum okkur að við verðum að
vera alfullkomnir og svo ef það klikkar þá kunnum við oft illa að
vinna úr því. Við eigum erfitt með að vera mannlegir og pínulít-
ið breyskir og verðum þá frekar pirraðir og æsum okkur yfir
því sem hendi er næst. Okkur vantar að þekkja eigin líðan og
vita hvað tilfinningin heitir og vantar bæði kjark og getu til að
tala um hana upphátt.“
Hvernig kom þessi vanmáttur þinn varðandi sambönd fram
hér áður?
„Ég var ófrjáls gagnvart konum og samböndum og upplifi
ég í dag að ég hafi haft ákveðið getuleysi að velja kærustu af
yfirvegun. Ég lét mér oft lynda að vera valinn eða hreifst
af einhverri spennu, góðri angan, sætu brosi, hlátri, ögr-
andi stíl, æsandi nótt og lét síðan berast með straumnum
eitthvað út í buskann. Ég trúði því alltaf að nú væri sú
eina rétta mætt; draumadísin. Þessi sem hugurinn
hafði spunnið upp úr öllum rómantískum og kyn-
ferðislegum fantasíum sem ég hafði sankað að mér
í gegnum tíðina. Einhver sem yrði alltaf til staðar,
sú sem var alltaf tilbúin að dást að mér og elska
mig skilyrðislaust. Samt ekki skilyrðislausar en
svo að ég var tilbúinn að leika næstum hvaða
hlutverk sem var til að sannfæra hana um að
vilja mig. Allt eftir því hvað ég hélt að gengi
best í hana og var dauðhræddur um að sýna
mitt raunverulega sjálf. Ég bara þurfti að vera í
sambandi, enda var lífið grátt og tilgangslaust
ef ég var einn.“
vímu- og fíkniefni. Klámneyslan einangraði mig líka, frá sjálf-
um mér og eigin tilfinningum, alveg eins og hvert annað vímu-
efni gerir. Það truflaði mig líka stórkostlega frá því að taka þátt
í lífinu. Stundum var ég nánast óstarfhæfur í vinnu og kaus
fremur klámið en félagsleg samskipti. Konur sem ég hitti voru í
mínum huga upprennandi leikkonur í klámórunum sem höfðu
skotið rótum í huganum. Mig dreymdi stöðugt um að konan
sem ég var með myndi vera eða gera svona eða hinsegin eftir
því sem órarnir kölluðu á. Þegar ég svo reyndi að fá hana til
þess þá meiddi það hana. Auðvitað áttaði ég mig á því að þetta
væri hvorki gott né æskilegt fyrir mig og reyndi að venja mig af
klámi. Mörgum sinnum. Þá uppgötvaði ég það skelfilega að ég
réð ekkert við það. Ég gat ekki hætt heldur dróst endalaust aft-
ur og aftur af stað, alveg sama hvað ég reyndi. Þannig þróaðist
þetta látlaust til verri vegar þangað til mér tókst loks að finna
lausn í gegnum tólf spora kerfi. Í dag er ég búinn að vera í bata
í mörg ár. Á þeim tíma hefur margt gott gerst. Eftir að „rann af
mér“ og ég fór að vinna í sjálfum mér byrjaði ég að skynja
miklu betur og bera kennsl á eigin tilfinningar og líðan, en það
hafði ég alltaf átt erfitt með alla tíð. Sömuleiðis gekk mér mun
betur að axla ábyrgð í persónulegum og nánum samskiptum og
óöryggið, óttinn við höfnun og að berskjalda mig gagnvart öðr-
um, hjaðnaði eftir því sem ég „fullorðnaðist“. Meðan ég var í
stöðugri neyslu gafst auðvitað afar takmarkað næði til andlegs
þroska. Í batanum hvarf þörfin fyrir konu sem kynferðislegt
leikfang, en í staðinn lærði ég að meta kynlíf og líkamlega nánd
sem eðlilega afleiðingu af kærleika, vináttu, trausti og virðingu.
Í baksýnisspeglinum er auðvelt að sjá hvernig klám brenglaði
bæði hugsanir mínar og tilfinningalíf og hversu mikið breytist
þegar það er tekið úr sambandi og áhrif þess taka að dofna.“
Ekkert eðlilegt við klám
Hvað ber að varast þegar kemur að klámi að þínu mati?
„Klámframboð er yfirgengilegt. Samfélagið „normaliserar“
líka klám og í okkar samfélagi er mjög auðvelt að telja sjálfum
sér trú um að ekkert sé athugavert við klám eða klámnotkun.
Margt í dægurmenningu gælir sterkt við sömu skírskotanir
eins og klám og reynir að vekja sömu hráu hughrifin og tilfinn-
ingar. Tónlist og kvikmyndir, lífsstílsefni og auglýsingar er
stundum á jaðri þess að vera klám að mínu mati.“
Hvernig telur þú best að vinna á móti þessu sem samfélag?
„Kannski er besta leiðin að „afnormalísera“ klám og klám-
fengnar skírskotanir og afhjúpa þær fyrir það sem þær eru.
Sömuleiðis að hjálpa þeim sem eru veikari fyrir, eins og börn-
um og unglingum, að kynnast heilbrigðari sýn á lífið og sam-
skipti, kynlíf og rómantík. Okkur vantar meiri mannvirðingu
inn í samfélagið, minni hlutgervingu og meira kvenfrelsi.
Manneskja af gagnstæðu kyni er manneskja en ekki bara
kyntákn eða leikfang. Við þurfum að kenna ungum
drengjum það, en ekki bara þeim, heldur líka stúlkum,
körlum og konum, í raun öllu samfélaginu. Það er heldur
ekki nóg að kenna eitthvað svona í einni kennslustund í
skóla, heldur þarf samfélagið allt að mótast af því. Við
þurfum líka að tala opinskátt um raunverulegar af-
leiðingar kláms og klámmenningar.“
Hvað finnst þér um að börn allt niður í níu ára
aldur séu að horfa á klám?
„Mér finnst það skelfilegt.“
Hvað geta foreldrar gert til að koma í veg fyrir
fíkn á þessu sviði?
„Sama og á við allar aðrar fíknir. Gefið börnum
botnlausan kærleika, heilbrigða sjálfsmynd,
sjálfsvirðingu og heilbrigð gildi. Gefið þeim
traust og virðingu og góða fyrirmynd um heil-
brigð samskipti. En þar fyrir utan sendið skýr
skilaboð um hvað er eðlilegt og hvað ekki og
hvers vegna. Virk mörk og að tala opinskátt er gott að mínu
mati. Kannski er fátt betra veganesti til út í lífið en sterk til-
finning fyrir eigin mannhelgi og annarra.“
Er eitthvað til í þínum huga sem heitir eðlileg klámnotkun?
„Ég er hvorki alvitur fyrir annarra hönd né dómbær á aðrar
manneskjur, en persónulega þekki ég ekkert slíkt fyrirbæri og
get ekki séð það fyrir mér.“
Réttlætingin sú að vera bara að horfa en ekki að gera
Hver er algengur farsi einstaklings sem notar klám til að róa
taugarnar eða að aftengja sig?
„Einstaklingurinn hugsar þá með sér að hann ætli bara rétt
að skoða klám, eitt augnablik, slaka aðeins á og losa um
spennuna. Hann réttlætir þetta með því að hugsa með sér að ef
enginn veit af því þá skaðar það heldur ekki neinn. Að hann sé
þá bara að horfa en ekki að gera neitt.“
Hann segir harla ólíklegt að aðili sem er veikur á þessu sviði
geti verið í góðu sambandi og segir það í raun og veru erfitt fyr-
ir viðkomandi.
„Klámþráhyggjur þvælast alvarlega fyrir eðlilegum sam-
skiptum. Tilfinningalegur doði og fjarlægð sem fylgir óhóflegri
klámnotkun einangrar viðkomandi og reisir múr á milli maka
sem erfitt er að komast í gegnum. Skömmin og sektarkenndin
sem fylgir kláminu gerir svo illt verra.“
Hvað er ást í huga aðila sem hefur skoðað þessa hluti ofan í
kjölinn?
„Ást er ákvörðun, sem tekin er af yfirvegun en ekki í róman-
tískum eða kynferðislegum tilfinningabríma.
Hún þrífst á milli tveggja einstaklinga sem tengjast nánum
böndum sem einkennast af trausti, virðingu, nánd og vináttu og
eiga nógu margt sameiginlegt til að geta átt samleið í gegnum
lífið, en eru þó færir um að halda áfram að vera tveir sjálfstæðir
Ljósmynd/Colourbox
Karlmaður deilir á
einlægan hátt
reynsluheimi sínum
þegar kemur að
klámnotkun. Hann
á erfitt með að sjá
fyrir sér eðlilega
notkun á klámi.
Karlmaðurinn í viðtalinu upplifði sig nánast óstarf-
hæfan í vinnu vegna klámnotkunar sinnar.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020