Morgunblaðið - 02.10.2020, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020
Fallegar gersemar
Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is
F
yrir hverja er þessi húðmeðferð?
„Ultraformer-húðþétting er oftast kölluð andlits-
lyfting án skurðaðgerðar þar sem hljóðbylgjur eru
notaðar til örva framleiðslu kollagens í leðurhúðinni
og þétta það. Þetta er tiltölulega einföld meðferð,
nær enginn batatími þannig það er hægt að snúa
aftur beint til vinnu og árangurinn kemur hægt og þétt á 2-4
mánuðum á mjög náttúrulegan hátt. Þessi meðferð hentar þeim
sem finna fyrir að húðin sé farin að slappast og tapa teygjan-
leikanum, langar í þéttingu og lyftingu, en eru ekki tilbúnir til
að fara í skurðaðgerð eða andlitslyftingu. Einnig frábær leið til
að fyrirbyggja slappleika í húðinni,“ segir Jenna Huld.
Er þetta fyrir fólk sem vill ekki fara í bótox en vill minnka
hrukkur til dæmis á enni?
„Þessi meðferð er alveg kjörin fyrir einstaklinga sem eru
ekki hrifnir af fylliefnum eða toxínum.“
Hvað þarf fólk að fara oft í þessa meðferð?
„Eins og með allar meðferðir þá er árangurinn mjög ein-
staklingsbundinn en flestir sem eru með vægt slappa húð svara
mjög vel einni meðferð. Einnig er það þannig að þar sem þetta
er meðferð sem örvar bandvefsfrumurnar í leðurhúðinni til að
framleiða kollagen og
þeim fer fækkandi með
aldrinum, þá svara þeir
sem eru yngri betur en
þeir sem eldri eru.
Sumir þurfa tvær með-
ferðir og þá er með-
ferðin endurtekin um
það bil 4 mánuðum
seinna þegar mesti ár-
angurinn ætti að vera
kominn fram,“ segir
hún.
Finnst þér fólk al-
mennt leita meira í
fegrunaraðgerðir nú en
áður?
„Já, mér finnst al-
mennt vera meiri áhugi
og einnig minni for-
dómar. Þetta er ekki
litið eins miklu horn-
auga og bara fyrir
nokkrum árum. Það
hefur orðið gríðarleg
framþróun í bæði
laserum og öðrum
tækjum undanfarin ár
og því mikið val um
ólíkar meðferðir sem
krefjast ekki skurð-
aðgerða. Sérstaklega
finnst mér fólk vera að
sækja í meðferðir sem
krefjast ekki stórra inngripa eða þar sem batatíminn er langur.
Nútímafólk er upptekið og það vill fá sjáanlegan árangur, sama
og engan batatíma og að meðferðin sé ekki það sársaukafull að
hún krefjist deyfingar. Þess vegna er einmitt þessi hljóðbylgju-
meðferð (Ultraformer/Ultherapy) svona vinsæl í dag. Margar
þekktar Hollywood stjörnur, eins og Jennifer Aniston úr
Friends, nota einmitt þessa meðferð reglulega þar sem árang-
urinn er mjög náttúrulegur og eðlilegur.“
AFP
Andlitsmeðferð
Jennifer Aniston
nýtur vinsælda
hérlendis
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segir að það fær-
ist í vöxt að fólk kjósi andlitslyftingu án skurðaðgerðar og nefnir Ultraformer
sem er meðferðin sem leikkonan Jennifer Aniston notar.
Marta María | mm@mbl.is
Leikkonan Jennifer
Aniston hefur not-
að Ultraformer til
að viðhalda ung-
legu útliti sínu.
Hér sést hvernig
húðin styrkist
með Ultraformer.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á
Húðlæknastöðinni.
Morgunblaðið/Ásdís
AFP