Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 41

Morgunblaðið - 02.10.2020, Side 41
FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 41 Hver er allra vinsælasta útlitsbætandi meðferð sem þið bjóð- ið upp á? „Bótoxið (toxín) og fylliefni hafa verið langvinsælasta meðferðin til þessa, sem er alveg skiljanlegt þar sem um frekar einfaldar meðferðir er að ræða sem skila mjög góðum árangri. Toxín eru og hafa verið vinsælasta fegurðarmeð- ferðin um allan heim í mörg ár. En við verðum að segja, að við höfum aldrei fengið svona mikil viðbrögð við neinni meðferð sem við höfum byrjað með eins og við þessari húðþéttingar- meðferð núna. Ekki ólíklegt að hún verði vinsælasta með- ferðin okkar í ár.“ Hvaða aðgerð hentar best ef til dæmis fólk vill alls ekki að það sjáist að það sé búið að eiga við það? „Ég myndi segja Ultraformerinn eða Picolaserinn (djúpur fractionell laser). Þessar meðferðir báðar tvær örva bandvefs- frumurnar til að framleiða nýtt kollagen. Þessar frumur eru mjög seinar að taka við sér og því kemur árangurinn fram á löngum tíma, hægt og þétt á nokkrum mánuðum. Þar af leið- andi verður árangurinn mjög náttúrulegur og fáir sem taka eft- ir að viðkomandi hafi gert nokkuð. Hér gildir góðir hlutir ger- ast hægt. Munurinn á þessum tveimur meðferðum er sá að laserinn vinnur meira á yfirborði húðarinnar en Ultraform- erinn, til dæmis vinnur betur á opnum svitaholum, en Ultra- formerinn þéttir húðina meira en Picolaserinn.“ Hver verður aðal-hittarinn í húðmeðferðum 2020? „Ég held að Ultraformerinn eigi eftir að slá í gegn og svo er það einnig meðferð sem kallast Aquagold þar sem örþunnu fylliefni (skin booster) er blandað saman við mjög lága skammta af toxíni og því sprautað undir húð í andliti. Þetta er verulega vinsæl meðferð um allan heim. Þetta er mjög kröftug andlitsmeðferð þar sem þú færð mikinn raka og microtoxínið jafnar verulega áferð húðarinnar og minnkar svitaholurnar. Vaxandi eftirspurn er eftir þessari meðferð hjá okkur líka.“ Hér sést hvernig undirhaka hefur minnkað með meðferðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.