Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 Elsku Nautið mitt, það eina sem þú hefur í raun óskað þér er að vera góður og það ertu svo sannarlega. Tilfinningar þínar setja mikið af litum í kringum þig, þú færð alla liti sem heimurinn í raun og veru getur gefið. Það kemur svo sterkt fram að þú ert að fara inn í tímabil þar sem þín sanna vinátta verður end- urgoldin með ólýsanlega fallegu karma. Þú heldur kannski of fast í sama fólkið og þarft að opna fyrir vissa vídd til þess að tengjast nýju fólki eða gömlum félögum sem þú hefur ekki sinnt. Með þessu finnurðu að það opnast nýjar víddir í huganum og þú sérð svo margt í nýju ljósi. Það er mikilvægt fyrir þig að vita að sannur vinur er ekki endilega sá eða sú sem þú talar við á hverj- um degi heldur er það sú persóna sem kemur inn í líf þitt, og kom kannski inn í líf þitt fyrir mörg- um árum, en þér finnst þú hafir hitt í gær, það er sönn vinátta. Það er svo fallegt tilfinningaflæði að birtast þér, þar sem þér finnst með sanni að þú getir sagt það sem þér finnst og sýnt hver þú ert. Þú átt líka eftir að sjá það svo skýrt að enginn er þér æðri eða lægri, því við erum ein heild. Þú hefur sterkari viðbrögð og kraft gagnvart því sem þér finnst leiðinlegt í fari þínu. Og þú endurspeglar svo fallegan karakter og lífssýn yfir það sem þér er fært. Það er ekkert að stoppa þig núna: þótt þú getir verið á einhverri biðskyldu er að koma grænt ljós. Þú munt fá svo mikla vellíðan og það er hamingjan, svo taktu vel eftir því. Það er svo margt að reddast sem þú bjóst ekki við að myndi bjargast, svo áhyggjur og kvíði fjúka út í veður og vind. Venus er náttúrulega ríkjandi yfir þeim sem þrá ástina, en er líka tengd vináttu, heimili og árangri, svo þú finnur þessa tilfinningu að vera ástfanginn af lífinu. Allir heimsins litir NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, umhyggjusemi þín og góða nærvera hefur áhrif á svo marga. Það býr svo gömul sál í hjarta þínu, það er svo mikilvægt þú skiljir það. Þú þarft að vera óhræddur við að ríða á vaðið og opna faðminn því það eru svo margir sem fá betri líðan og heilun frá þér. Þú átt svo gott með að setja þig sjálfan ekkert endilega í efsta sætið en þú ert á svo góðum stað í röðinni og það er að koma að þér. Þú hefur þann sérstæða eiginleika að aðrir njóta með þér og styrkur þinn býr í því að manneskjurnar hafi smá athvarf í hjarta þínu og með því stækkar hjarta þitt margfalt. Þú hefur svo mikla blíðu til að bera og skilning, það eina sem þú skalt bæta við núna næstu mánuði er hugrekki því allt stendur með þér að taka mikla áhættu. Ekki reikna það nákvæm- lega út að ef þú gerir þetta gerist þetta og ef þú gerir þetta gerist hitt, því þetta er tíminn til að snúa vörn í sókn og ná í það sem þú vilt og óskar. Og ef þú ert ekki alveg viss hvar ástin liggur skaltu nota þessa aðferð, hugrekki og að ná í það sem þú vilt því þú ert undir regnboganum eins og hann gerist bjartastur. Þú sættir þig við vankanta eða galla þína sem og annarra og þú hefur enga stríðsexi til að berjast með lengur. Svo þú notar hyggjuvit og innsæi þitt, sem þýðir það sem þú sérð innra með þér, til að taka stórar ákvarðanir, svo ekki hika við það. Að hika er sama og tapa, því þegar þú sérð hvað þú átt að gera skaltu framkvæma eitthvað af því innan fimm mínútna, ekki hika, þá taparðu. Þú semur við þá sem þú þarft að semja við og kemur vel út úr þeim samningum. Gerðu meira en þú ætlar, þá færðu það sem þú vilt og meira til. Gerðu meira en þú ætlar KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Elsku Hrúturinn minn, þér líður svolítið eins og þú sért á stórum togara, það hafi verið brjálaður sjógangur og þú veist ekki alveg hvernig þú réttir skipið af. Þessi tilfinning leysist upp og fær farsælan endi þegar október heilsar þér. Þú þarft í þessu tilviki að hafa alla góða, tala ekki illa um neinn eða slúðra um nokkurn mann. Vegna þess að þú gætir átt það eftir að lenda í svipuðum raunum og sú persóna. Hafðu það sem aðalsmerki þitt að vita að þú treystir ekki þeim sem eru að tala illa um náungann og þannig eru leikreglurnar þínar alls ekki. Komdu þér fallega út úr þeim hópum eða aðstæðum sem skapa þér að þú þurfir að vera með ann- arra manna skoðanir. Þú skalt bara ekkert endilega láta alltaf í ljós það sem þér finnst eða verða of hreinskilinn, nema auðvitað fólk biðji sérstaklega um það. Þetta verður svo eftirminnilegur tími þar sem ótrúlegustu manneskjur munu sýna þér aðdáun og þú færð hjálparhönd ef þig vantar úr þeim hópi. Þér mun finnast að þú fáir svo mikið frelsi og þú munt leyfa þér að verða frjáls eins og fuglinn sem enginn getur stoppað. Þetta er svo góður tími sem þú ert að stíga inn í, því veturinn er árstíð þín. Ástin er eitthvað svo skemmtileg á þessu tímabili, óbeisluð kynorka sem þú getur nýtt þér til svo margs og rétti lífsförunautur þinn gæti svo sannarlega mætt þér á þessu ári. Þú hefur dugnaðinn og tignina til að bera, skerð þig út úr stórum hópi og ert forystusauður. Svo taktu það hlutverk alvar- lega og þá sérðu hvað í þér býr. Í þér býr svo góður penni og frásagnamaður, skoðaðu betur hvað þú getur gert í því. Hinn 16. október er nýtt tungl og mikill viðsnúningur verður til hins betra hjá þér. Segðu já við óvenjulegum verkefnum eða einhverju sem þú myndir yfirleitt alls ekki fara út í því það mun hrinda fram flóðbylgju af skemmtilegu lífi. Frjáls eins og fuglinn HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, þér finnst að allt mætti vera að gerast örlítið hraðar og að tíminn hafi haft þá tilhneigingu að standa kyrr. Og þessi faraldur sem hefur farið um heiminn hefur að mínu mati sett mestu merkin á þig. Það fara þér nefnilega svo illa öll boð og bönn og það fær þig svo oft til að hugsa þá um gamlar sorgir sem þú hefur gengið í gegnum. Það er svo mikið af fjörkálfum og uppátækjasömu fólki í þínu merki og núna þurfið þið sjálf að skreyta framtíðina með ykkar eigin litum. Það er líka svo mikilvægt fyrir þig að vita að þú þarft að sofa meira en aðrir og algjörlega að leggja þér línurnar að þú getir verið sjálfstæður bæði í vinnu og skóla. Sú tilfinning hefur komið til þín að þú sért ekki viss hvort þú sért tengdur í ástarorkuna eða líf- ið eins og skyldi. Svo þú gætir hafa verið dálítið daufur í því samhengi. En ég sé að þú munt spyrna við fótum, faðma að þér ástina og vera ánægður með það sem kemur og það sem er. Það er fólkinu þínu og vinum fyrir bestu að fylgja þér svolítið eftir, sérstaklega ef þú ert í góð- um gír og lætur hlutina gerast. Þér verður svo létt yfir því að það eru svo margir í kringum þig sem munu hafa það mun betra en á horfðist. Þú býrð til peninga ef þú kærir þig um, því staða tunglanna er þér í hag, sérstaklega í þeim málum. Þú þarft bara að rétta út höndina, taka eitt símtal og setja í peningagírinn og þá hverfur einnig sá kvíði sem því tengist. Það er svo mikilvægt fyrir þig að hafa þá hugsun og leyfa því að búa í heilanum þínum að þú hlakkir til einhvers, því svo margt sem þú hefur óttast og kviðið fyrir eru bara hugsun og að- stæður. Um leið og þú getur sleppt því og það tímabil er að renna til þín, þá mun þér finnast að það sé komið sumar og sól á ný. Með tunglin þér í hag TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, þér finnst eins og þú hafir verið að keyra á vegg, sem er rétt, en þessi staða er bara til þess að þú sjáir aðrar leiðir. Það er aldrei bara ein leið í boði og það er alltaf möguleiki að veðja á réttan hest. Og þegar stór hindrun, líkamlega, andlega eða tilfinningalega hef- ur stoppað þig skaltu gefast upp með báðum höndum því það er önnur leið að birtast þér sem þú bjóst ekki við þú værir fær um að fara. Setningin allt er fertugum fært er oft notuð, en ég vil segja allt er Ljónunum fært, því Ljónið er tákn um lífsgleði og óútskýranlega útgeislun. Svo þér verður alltaf fyrirgefið, en notaðu það líka til að fyrirgefa sjálfum þér ef þér finnst þú ekki hafa verið nógu máttugur. Peningar munu streyma til þín, en þú þarft líka að passa þeir streymi ekki aftur út í eitthvað sem skiptir ekki máli. Og þó að svo margt sé búið að gerast hefurðu byggt svo góðar undirstöður fyrir framtíðina, og ef þú ert ekki góður í fjármálum fáðu þá einhvern annan til að skipuleggja það. Þannig að við það sem þér finnst þú ekki vera að höndla sjálfur skaltu finna einhvern sem er betri en þú í því sem þig vantar. Með þessu ert þú og heimurinn allur í kringum þig að skapa hindrunar- lausara líf og einbeittari vilja og fallegri orku til að finna og sjá hvað þú ert fullkominn. Það eru neistar í ástinni, en leyfðu þér ekki að opna fyrir neistann nema það sé heiðarleg og rétt tilfinning. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum og ég fæ spil sem segir að þú sért svolítið að þjást í þögninni, og það er talan níu sem þýðir alheimsorka sem segir að þú ert bara sekúndubrot að tengja þig við alls konar hluti, manneskjur og allavega þætti sem þú vilt skoða í lífi þínu. Hitt spilið sem ég dró er talan 20 og hún færir þér styrk til að standa alveg uppréttur, en myndin er af manneskju sem stendur á annarri vogarskál réttlætisins og réttlætið mun birtast þér nákvæmlega á hárréttu augnabliki. Allt er ljónunum fært LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST Ef þú gerir engin mistök þá lærir þú ekki neitt. Knús og kossar Elsku Meyjan mín, alveg sama hvaða hvirfilbylji þú hefur farið í gegnum er eins og þú hafir fundið það út hvernig þú getur leyst þig þótt þú hafir verið eitthvað bundin. Þú sérð í raun og veru hvað það er auðvelt því þú ert byrjuð á þeirri leið og þú skilur líka að einfaldir og litlir hlutir verða að stórmerkilegum þætti í lífi þínu. Þú lagar þannig til í kringum þig og gefur þér tíma (sem er í raun og veru það eina sem við eigum), til að sjá að þú ert á góðum stað og þú aftengir þig við erfiða hlekki og neikvæðar fíknir sem geta hafa sett móðu yfir augun á þér. Þú skapar betra hreiður í kringum þig og leggur sterkari drög í huga þínum um hvernig þú vilt að framtíðin raðist. Það er svo mikilvægt að vita hvað maður vill og dálítið góð aðferð er að skrifa það sem þú vilt ekki og henda því svo í ruslið. Með þeirri aðferð ertu táknrænt að hreinsa burt það sem þú kærir þig ekki um. Það eru margir möguleikar að koma upp í hendurnar á þér sem gera líf þitt litríkara og þú læt- ur ekkert hindra þig, hvorki fara faraldur né framsóknarmenn. Þú ert með leiðarvísinn að lífsleið- inni og næstu mánuðir eru svo sannarlega þínir því þú byrjaðir á þessu tímabili í september og þú heldur áfram að ryðja brautina að minnsta kosti næstu mánuði. Hugur þinn er svo sannarlega bráðskarpur en þér leiðist lognmolla, það fer þér svo sannarlega ekki að sitja kyrr og gera ekki neitt. Þú átt eftir að opna þig svo vel tilfinningalega og þær stíflur sem hafa hindrað þig tengt hinu gamla springa og hverfa á brott. Ef þú ert reiðubúin að gefa þig alla eflist ástin, hvort sem hún hefur komið fyrir löngu eða er að verða að veruleika. Allt eða ekkert er svolítið mottóið sem þú átt að fara eftir á því tímabili sem er að mæta þér. Ég dreg eitt spil úr Acacadabra-stokknum mínum og það, trúðu og treystu, er lykillinn sem er svo sannarlega rétt. Ryður áfram brautina MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.