Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020
Á
hrifamenn í frönsku byltingunni
gátu ekki vænst langra lífdaga.
Bylting og
börnin hennar
Byltingarforinginn Robespierre, sem taldi sjálfan sig
í öndverðu andvígan aftökum, reyndist á byltingarár-
unum afkastamikill morðingi á þeim fáu árum sem
hann var einna valdamestur. Hann endaði dag einn
sjálfur undir fallexinni ásamt á þriðja tug félaga
sinna. Lögregluforinginn frægi, Fouché, var kominn
á dauðalista Robespierre, en sjálfur hafði hann verið
einkar afkastasamur í skipulögðum líflátum með
margvíslegum aðferðum og það svo jafnvel Robe-
spierre þótti fullvel í lagt.
Fouché skynjaði áform byltingarforingjans um að
kynna hann persónulega fyrir fallöxinni og úr felum
sínum blés á móti og sannfærði nægilega marga í
byltingarhópnum um að svo lengi sem Robespierre
drægi enn andann héngi líf þeirra allra á bláþræði. Í
framhaldi þess að höfuðið fauk af foringjanum barst
Fouché á ný áfram á bárum valdsins og frægasta
embættisheiti hans var „lögreglustjóri Napoleons“.
Síðar eftir margvíslegar sviptingar í efstu lögum
valdsins var felldur og auglýstur dauðadómur yfir
Fouché, en hann komst undan og dó í útlegð í Trieste
á sjötugsaldri þar sem hann átti góð ár, í góðum efn-
um og góðu yfirlæti.
Annar enn seigari
Til eru sögur um samtöl þeirra tveggja, Fouché og
Talleyrands, suður í Trieste, sötrandi te eða eitthvað
enn lystugra í þeirri fögru borg, um leið og þeir rifj-
uðu upp æsilega tíma byltinga og gagnbyltinga og
hvernig þeir sluppu svo naumlega. En Talleyrand var
einn frægasti diplómat og utanríkisráðherra allra
tíma og lifði af ótúlegustu átök og sviptingar, þegar
það jafngilti háum vinningi í lottói lífsins að halda
höfði sínu fast við háls.
Talleyrand lést í París 1838, 84 ára gamall, sem á
öllum tímum þykir góður aldur og hvað þá hjá manni
sem hafði lifað og hrærst á hættulegustu tímum þar
sem svo margir drógu stuttu spýtuna þegar spurt var
um líf eða dauða.
Frumlegt mat
Talleyrand spurði lát eins af sínum mörgu gömlu hús-
bændum, Napoleons Bonaparte á St. Helenu, af
vörum lafmóðs ráðgjafa sem kom til hans og sagði
dánarfréttir keisarans með þeim orðum að nú hefði
mikill atburður gerst. „Ekki atburður, en hugsanlega
frétt,“ svaraði Talleyrand.
En þegar þessi meistari diplómatískra refskáka
kvaddi sjálfur þennan heim urðu viðbrögðin þessi
(eignuð Palmerston utanríkisráðherra Breta eða
Louis Philippe Frakkakóngi): „Talleyrand dáinn!
Djöfulinn er hann að bralla með því?“
Veiran hótar
Þessi viðbrögð komu upp í hugann þegar óvæntar
fréttir bárust um að Donald Trump og Melania, hin
fagra frú hans, hefðu bæði greinst með kórónuveiru.
„Er þetta nú skynsamleg taktík hjá honum?“ gætu
einhverjir vestra spurt sig.
En að öllu óþörfu gamni slepptu þá eru þetta auð-
vitað slæm tíðindi, enda forsetinn á þeim aldri sem
talinn er draga úr varnargetu gegn veirunni og hefur
að auki búið við mikið álag um langa hríð og ber með
sér að vera nokkuð þéttholda.
Muna mætti að Boris Johnson forsætisráðherra,
sem er 20 árum yngri maður, samanrekinn og sterk-
byggður, var allhætt kominn og lengur að jafna sig en
sem nemur þeim vikum sem enn eru til kosninga í
Bandaríkjunum nú.
Í fréttum af þessu fræga smiti var sagt að forsetinn
væri einkennalítill og sinnti vinnu sinni í íbúðarhluta
Hvíta hússins. Þær yfirlýsingar minna enn á Boris
því að fréttir af honum gengu einmitt út á það í
fyrstu, að hann væri einkennalítill og sívinnandi í
Downingstræti 10. En skyndilega sneri veiran upp á
sig og forsætisráðherrann var fluttur í ofboði á gjör-
gæsludeild frægs sjúkrahúss í námunda við breska
þingið. Þótt allir góðir menn voni hið besta nú, þá seg-
ir reynslan að ekkert telst fast í hendi fyrr en eftir 10-
14 daga.
Ógeðfelldar árásir þeirra
sem síst skyldu
Ein skrítnasta ekkifréttin af mörgum úr íslenskri um-
ræðu stafar hins vegar frá því sem kallað er stjórn-
lagaráð, sem var eitt af mörgum fyrirbærum á tímum
öngþveitisára Jóhönnustjórnarinnar, sem misst hafði
meirihluta sinn á þingi eftir aðeins tvö ár en hékk
áfram í önnur tvö öllum til ama og stjórnarflokkunum
sjálfum til sögufrægs hruns í kjölfarið.
„Hér varð hrun,“ hefði Steingrímur getað sagt að
morgni þeirra kosninga í 200-asta sinn, er hann horfði
á stjórnarflokkana tvo í tætlum að loknum kosn-
ingum.
Eftir að aðsúgur hafði verið gerður að Alþingishús-
inu með skrílstilburðum sem Ríkisútvarpið ýtti undir
frá morgni til kvölds hvers dags, fór Samfylkingin úr
ríkisstjórn, sem verið hafði helsti kjölturakki útrás-
arvíkinganna í ríkisstjórn og tryggt þar ásamt ráð-
herra sem þá var í liði sjálfstæðismanna, að engin við-
brögð yrðu þrátt fyrir þungar og alvarlegar
aðvaranir.
Sömu Samfylkingu var svo trúað fyrir því að fara
með forystu í þeirri ríkisstjórn, þótt altalað væri að
vísu að Steingrímur J. leiddi að öllu leyti nema að
nafninu til. Þau skötuhjú voru þó bæði ráðin í því að
það „hrun“ skyldi nú nota til hins ýtrasta til umbylt-
ingar á hinni stjórnmálalegu mynd landsins. Tryggja
skyldi að Íslendingar yrðu út í það óendanlega skuld-
ugir upp fyrir haus. Þeir skyldu ganga í Evrópusam-
bandið undir því lygamerki að vera þar girti fyrir að
að þjóðir lentu í bankahruni. Staðreyndin var þó sú að
sumar ESB-þjóðir fóru miklar hrakfarir og verða í
áratugi að ná vopnum sínum á ný. Þá skyldi ger-
breyta stjórnarskrá landsins, þeirri sömu og nærri
100% þjóðarinnar höfðu samþykkt og staðfest var
með lýðveldinu sjálfu á Þingvöllum við Almannagjá.
Enginn hefur þó reynt að færa fyrir því rök að ís-
lenska stjórnarskráin hafi eitthvað haft með hrun í
bankakerfi Vesturlanda að gera! Bankaáföll þessara
tíma löskuðu fjölda þjóða, nær og fjær, og hvergi datt
mönnum í hug að gera þyrfti sérstaka árás á stjórn-
arskrána sína af því tilefni.
Valið var fólk í sérstökum kosningum til að hringla í
stjórnarskránni og allur umbúnaður þess leiddi til
þess að enginn sem þannig var tilkallaður hefði um-
boð sem næði máli.
Hingað og ekki lengra
Engin stofnun er seinþreyttari til stjórnskip-
unarlegra vandræða en Hæstiréttur Íslands og er í
þeim efnum líkur svipuðum erlendum stofnunum. En
Jóhönnu og Steingrími tókst að standa þannig að
Veiran knýr dyra
Hvíta hússins og
högg dynja enn á
stjórnarskrá
Reykjavíkurbréf02.10.20