Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 29
unnið sem kvikmyndatökumaður og
meðframleiðandi. Önnur þeirra er
Ránsfengur, eða Ransacked, sem
Pétur Einarsson framleiddi, en hann
er einmitt framleiðandi að Á móti
straumnum ásamt Kristínu Ólafs-
dóttur. Svo var ég tökumaður hjá
Þorsteini Joð á myndinni Undir yfir-
borðinu,“ segir hann.
Óskar segir myndina um Veigu
erfiðasta kvikmyndaverkefni sem
hann hefur tekið að sér.
„Bæði var þetta erfitt vegna nátt-
úrunnar og veðursins, en ekki síður
vegna þess að málefnið er viðkvæmt.
Ég vildi gera þessu góð skil en um
leið vera tillitssamur við alla. Það er
margt sárt sem kemur fram, en í
myndinni er líka stór ástarsaga og
mikil sorg þegar henni lauk. Það er
klárt mál að myndin getur hjálpað
mörgum því Veiga er gríðarlega góð
fyrirmynd.“
Köld kók í brjáluðu veðri
Ferðalag Veigu umhverfis landið tók
þrjá mánuði og fylgdi Óskar fast á
eftir allan tímann.
„Ferðin var farin í fyrrasumar, en
það eru tvö ár síðan ég fór vestur í
fyrstu prufutökur,“ segir Óskar sem
er bæði leikstjóri og tökumaður
myndarinnar, en Margrét Örnólfs-
dóttir skrifaði handritið.
„Í myndinni eru svo viðtöl við
Veigu, fjölskyldu hennar og sam-
ferðafólk, auk mynda af ferðalaginu
sjálfu. Ég fór í þriggja mánaða úti-
legu; mína lengstu útilegu hingað til,“
segir Óskar og brosir.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt,“
segir hann um ferðalagið langa og
segist hafa kynnst strandlengju Ís-
lands vel auk þess að koma á marga
nýja og magnaða staði.
„Ég fylgdi henni eftir sjóleiðina
þegar ekki var fært landleiðina. Það
var stórkostlegt að sigla undir Látra-
bjargi og svo í lok ferðar sigldum við
undir Hornbjargi þar sem við komum
til móts við hana, í brjáluðu veðri! Það
var varla að við kæmumst þangað á
fiskibátnum, en hún var þarna ein á
kajak í þriggja, fjögurra metra öldu-
hæð. Þá sá maður glöggt hvað hún
var orðin ofboðslega góður ræðari.
Ég mætti með bakkelsi úr bakaríinu
á Ísafirði og kalda kók, en hún hafði
pantað það. Það var ekkert grín að
komast að bátnum í svona veðri en
hún lék sér að því, með annarri
hendi.“
Í sjávarháska við Hornbjarg
Hverjar voru helstu áskoranirnar
fyrir þig sem tökumann?
„Myndavélar og vatn fara ekki vel
saman, hvað þá myndavélar og sjór.
Það var áskorun sérstaklega að ná
tökunum úti á sjó og oft bras að kom-
ast að henni. En það hjálpaði mikið að
nota drónann, sem gat farið út á sjó á
eftir henni. Langerfiðasta takan var
klárlega undir Hornbjarginu, vegna
svakalegrar ölduhæðar. Ég bókstaf-
lega hékk aftan á bátnum og reyndi
að halda mér eins fast og ég gat til að
að fljúga ekki útbyrðis á meðan ég
myndaði. Fyrir vikið náðum við al-
gjörlega mögnuðum myndum; mjög
dramatískum. Skipstjórinn sagðist
ekki hefðu farið út ef hann hefði gert
sér grein fyrir óveðrinu. Það var
magnað að finna Veigu í kajaknum í
þessu ölduróti því við ætluðum fyrst
aldrei að finna hana í þessum djúpu
öldudölum. Það var ógleymanleg
stund.“
Er ekki bara klikkun að róa í
kringum Ísland?
„Jú, það er klárlega klikkun. Þetta
mun vera á pari við að klífa K2.“
„Langerfiðasta takan var klárlega
undir Hornbjarginu, vegna svaka-
legrar ölduhæðar. Ég bókstaflega
hékk aftan á bátnum og reyndi
að halda mér eins fast og ég gat
til að að fljúga ekki útbyrðis á
meðan ég myndaði,“ segir Óskar
Páll tökumaður og leikstjóri
myndarinnar Á móti straumnum.
Morgunblaðið/Ásdís
4.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
TILFINNINGAR Á ýmsu gekk hjá
leikkonunni Rashida Jones meðan
hún var að leika í kvikmyndinni On
the Rocks, sem Sofia Coppola leik-
stýrir, en hún missti bæði móður
sína og eignaðist sitt fyrsta barn.
Flóð tilfinninga heltist að vonum yf-
ir Jones en hún segir í samtali við
breska blaðið The Guardian leik-
listina á einhvern undarlegan hátt
hafa hjálpað sér að ná áttum. Varla
sé hægt að hugsa sér betra starf í
því tilliti og alls ekki ritstörf, sem
hún hefur einnig stundað.
Náði áttum gegnum listina
Bandaríska leikkonan Rashida Jones.
AFP
BÓKSALA 23.-29. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Tengdadóttirin II –
hrundar vörður
Guðrún frá Lundi
2 Dóttir hafsins Kristín Björg Sigurvinsdóttir
3 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante
4 Hundmann – taumlaus Dav Pilkey
5 Augu myrkurs Dean Koontz
6 Eplamaðurinn Anne Mette Hancock
7
Strákurinn í röndóttu
náttfötunum
John Boyne
8 PAX 4 – tilberinn Åsa Larsson o.fl.
9 Brosað gegnum tárin Bryndís Schram
10 Bráðum áðan Guðni Líndal Benediktsson
1 Aldrei nema kona Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
2 Kópavogskrónika Kamilla Einarsdóttir
3 Síðustu dagar Skálholts Bjarni Harðarson
4 Aðferðir til að lifa af Guðrún Eva Mínervudóttir
5 Barn náttúrunnar Halldór Laxness
6 Við erum ekki morðingjar Dagur Hjartarson
7 Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir
8 Langbylgja Gyrðir Elíasson
9 Mánasteinn Sjón
10 Urðarköttur Ármann Jakobsson
Allar bækur
Skáldverk & hljóðbækur
Ég hef alla tíð verið mikill bóka-
ormur og ólst upp við að hafa
nóg úrval af bókum á heimilinu.
Fékk ávallt nýjustu bækurnar á
bókasafninu fyrir austan og beið
spennt eftir þeim. Ég er þó
þannig að ég get bara lesið eina
bók í einu og því er
ekki bunki á nátt-
borðinu. Ég hef ný-
lokið við að lesa
bókina Grikk eftir
Domenico Star-
none. Fljótlesin
skáldsaga sem skil-
ur mikið eftir sig
og er virkilega góð skemmtun.
Fjallar um afa sem þarf að hugsa
um fjögurra ára dótturson í
nokkra daga og það
má segja að það
verkefni reynist
krefjandi!
Delluferðin eftir
Sigrúnu Pálsdóttur
er skáldsaga sem
situr í mér. Þetta
er söguleg skáld-
saga sem gerist á árunum fyrir
aldamótin nítján hundruð og
fjallar um afar áhugaverðan
tíma. Sagan er heillandi og
skemmtileg og gefur góða innsýn
í líf bæjarbúa í Reykjavík og einn-
ig í áhugaverðar
aðstæður íbúa í
New York. Ég vildi
óska að Sigrún
skrifaði framhald
og kem þeirri hug-
mynd hér á fram-
færi.
Ég glugga oft í
bækur dóttur minnar inn á milli.
Það er góður boðskapur í barna-
bókum og stundum þarf maður
einfaldlega að hverfa inn í fal-
legan heim eftir krefjandi daga.
Þar verður þríleikurinn Sitji guðs
englar Guðrúnar Helgadóttur oft
fyrir valinu. Í litla þorpinu gengur
ýmislegt á og undir
léttu yfirborði sög-
unnar er veruleiki
stríðsáranna sem
við fullorðna fólkið
skynjum á allt ann-
an hátt en börnin.
Bókina Kona í
hvarfpunkti eftir
Nawal El Saadawi las ég nýlega.
Hvað er eiginlega hægt að segja?
Ótrúlega áhrifamikil frásögn
konu, Firdaus, sem hefur verið
dæmd til dauða fyrir morð og
segir hún sögu sína nóttina fyrir
aftöku. Saga ofbeldis og grimmd-
ar, bæði líkamlegt og andlegt of-
beldi. Firdaus gerir sér grein fyr-
ir að hún hefur
engin völd og að
hún muni aldrei
njóta virðingar, al-
veg sama hvað
hún gerir. Sálin
var nokkuð tætt
eftir þennan lest-
ur.
Að lokum langar mig að minn-
ast á Aðventu eftir Gunnar
Gunnarsson. Hana les ég fyrir
hver jól, hluti af mjög fáum jóla-
hefðum. Gaman að minnast á
það að haukfrár samstarfsmaður
benti mér á líkindi Aðventu og
Ráðherrans, þáttanna á RÚV.
Benedikt og hundurinn Leó en
spurning er, hver er Eitill?!
DAGNÝ JÓNSDÓTTIR ER AÐ LESA
Dagný starfar á
upplýsinga- og
kynningarsviði
Kennara-
sambands
Íslands.
Líkindi Aðventu
og Ráðherrans