Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Góð ráð og nýir litir á slippfelagid.is Hvaða litir eru flottastir í íslenskri birtu? Kartöflur í öll mál! Nú þegar nýjar kartöflur flæða yfir hillur verslana er ekki úr vegi að búa til góða rétti úr þessum saðsömu og hollu jarðeplum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 4 1 laukur 5-10 cm blaðlaukur 300 g gulrætur ½-1 msk. tamari-sósa 1 rófa, ca. 300 g ½ hvítkálshöfuð, ca. 250 g 150 g kartöflur 1 dl linsubaunir ½-1 dl hrísgrjón 2 l vatn 1-2 grænmetis- eða sveppateningar 1 msk fersk steinselja, söxuð 1 msk. timían, mulið 1 msk. rósmarín, mulið Bætið vatninu út í ásamt afganginum af hráefnunum og sjóðið í a.m.k. 45 mín. Smakkið til með salti. Fjarlægið lárviðarlaufin áð- ur en súpan er borin fram. Frá graenkerar.is salt nokkur lárviðarlauf Steikið lauk og blaðlauk á pönnu upp úr olíu. Bætið gulrótum við ásamt tamari-sósu og látið karmelliserast. Kjötlaus kjötsúpa Fyrir 4 1 kg stórar kartöflur, skrúbbaðar 1¼ bolli hveiti og smá auka til að dreifa á borð 2 tsk. salt 1 egg, slegið saman 4 msk ósaltað smjör við stofuhita, skorið í litla bita 60 g parmesanostur, rifinn fínt og meira til að strá yfir að lokum 24 salvíulauf ferskur svartur pipar Sjóðið kartöflur í stórum potti í um 45 mínútur, eða þar til soðnar. Hellið vatni af og um leið og þær eru nógu volgar til að með- höndla, afhýðið þær og stappið vel með kartöflustöppu. Kælið. Setjið 1¼ bolla hveiti og 2 tsk salt yfir kartöflustöppuna og gerið með höndunum holu í miðju. Hellið egginu í holuna og hrærið með sleif. Dreifið hveiti á hreint borð og færið deigið yfir og hnoð- ið varlega þar til slétt en ekki teygjanlegt, í um það bil tvær mín- útur. Passið að ofhnoða ekki. Skiptið deiginu í átta hluta. Rúll- ið hverjum hluta í langan orm, um 60 cm langan og um 1½ cm á breidd. Skerið í bita, um 1-1½ cm stóra. Stráið hveiti yfir og raðið í röð á bökunarpappír. Blandið saman í skál smjöri, parmesan og salvíu. Sjóðið vatn og saltið. Setjið í nokkrum hlutum gnocchi-bitana út í sjóðandi vatn og sjóðið þar til þeir fljóta upp á yfirborðið, í um tvær mínútur. Færið með gatasigti tilbúnu bit- ana yfir í skálina með smjörblönd- unni. Þegar allir bitarnir eru komnir í skálina, takið þá ½ bolla af soðinu og blandið varlega saman við þar til smjörið og osturinn bráðna saman og mynda rjómakennda sósu. Berið fram með meiri par- mesan og svörtum pipar. Kartöflu-gnocchi Fyrir 4-5 1 stór laukur 2 hvítlauksrif 1 gulrót 350 g kartöflur 1 msk kókosolía ½ tsk. túrmerik ½ tsk. garam masala ½ tsk. karrí, milt 400 g saxaðir tómatar (ferskir eða úr dós) 850 ml vatn 2 gerlausir grænmetisteningar ½ tsk. rautt karrímauk (meira eftir smekk) 400 g kjúklingabaunir í dós 85 g frosnar grænar baunir (þessar litlu sætu sem heita peas á ensku) salt (himalaja- eða sjávarsalt) svartur pipar eftir smekk ferskur kóríander, nokkur lauf (má sleppa) Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið mjög smátt. Skrælið kartöflur og gulrótina. Skerið kartöflur í mjög smáa bita og gulrótina í sneiðar. Hitið kókosolíuna ásamt smá vatni í stórum potti á meðalhita. Bætið lauknum út í pottinn ásamt hvítlauk og hitið í 3-4 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkj- ast. Ekki láta hann brúnast. Bætið gulrótum, kartöflum, túrmerik, garam masala og karríi saman við laukinn og hvítlaukinn og hitið í nokkrar mínútur. Bætið tómötum, vatni, græn- metisteningum og karrímauki saman við ásamt svolitlu salti. Minnkið hitann og setjið lokið yfir. Hitið í 30 mínútur. Bætið kjúklingabaununum og grænu baununum út í og hitið í um 15 mínútur. Smakkið súpuna til með salti og pipar og meira af karrímaukinu ef þið viljið. Skreytið með söxuðum kóríanderlaufum. Frá cafesigrun.com. Haustsúpa Sigrúnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.