Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 17
þessari furðukosningu að fjölskipaður Hæstiréttur taldi sig ekki eiga annan kost en að úrskurða kosn- inguna svo stórkostlega gallaða að óhjákvæmilegt væri að ógilda hana. Með öðrum orðum þá dugðu eng- ar aðfinnslur sem voru fjölmargar, heldur var með öllu óhjákvæmilegt að henda henni út með öðru óboð- legu rusli. Þetta var meiriháttar áfall fyrir ríkisstjórnina sem með réttu hlaut að íhuga að víkja sæti. Síðar átti þjóð- in eftir að hafna stórmáli á hennar vegum tvívegis þrátt fyrir samfelldan hræðsluáróður Háskóla Ís- lands, Seðlabanka og Ríkisútvarps, sem öll þrjú fengu falleinkunn. Og enn hékk ríkisstjórnin og það þótt hún væri fyrir löngu búin að missa meirihluta sinn á þingi. Hver maður mátti sjá að eftir sögulegan dóm Hæstaréttar væri aðeins völ á tveimur kostum. Kjósa í furðuráðið á ný eftir að úr hinum óþolandi ann- mörkum hefði verið bætt eða hætta við þessa óskilj- anlegu, órökstuddu og óþörfu atlögu að stjórnarskrá lýðveldisins. Varla hefur nokkrum venjulegum manni dottið í hug þriðji kosturinn, sá að hunsa bara niðurstöðu Hæstaréttar með öllu og láta eins og lögmæt kosning hefði víst farið fram, hvað sem mati Hæstaréttar liði. En þegar litið er til annarrar framgöngu þessara einstæðu stjórnmálamanna í íslenskri sögu þá þurfti kannski ekki að koma á óvart að það fyrsta og eina sem Jóhönnu og Steingrími datt í hug var einmitt að gera ekkert með niðurstöðu sjálfs Hæstaréttar! Dómgreindarleysi auglýst En það skrítna af öllu skrítnu var að hinir ólöglega kjörnu fulltrúar „stjórnlagaráðs“, allir nema einn þeirra, ákváðu að stökkva um borð í ólánlega skektu skötuhjúanna og fylgja óboðlegum viðbrögðum þeirra við dómi Hæstaréttar Íslands og þeirri fyrirlitningu sem þau tvö sýndu æðsta dómstól landsins. Það er til dýrategund sem er sögð flýja sökkvandi skip en þarna var stefnunni öfugt farið. Og þar með sýndu þeir einstaklingar, sem í hlut áttu, afstöðu sína til stjórnskipunar landsins og þrí- greiningar valdsins og fyrst og síðast undirstrikuðu þeir rækilega eigið dómgreindarleysi. Og tilþrifin við að auka trúverðugleika sinn á ný fól- ust ekki í öðru en því að viðhafa trúðs-trall í upphafi og við lok hvers fundar þessa ógilda og ónýta ráðs. Og enn skal árás gerð Núverandi ríkisstjórn hafði það innihaldslausum og litlausum stjórnarsáttmála sínum til afsökunar að hún ætlaði sér að verða ríkisstjórn stöðugleikans og ekki er auðvelt að vera á móti því og enn hefur ekki setið ríkisstjórn á Íslandi sem hafði önnur markmið í þeim efnum, án þess að segja það. Engum þeirra sem hlupu yfir hraðlesinn stjórnar- sáttmálann hefði dottið í hug að þessi ríkisstjórn „stöðugleikans“ ætlaði sér að gera atlögu að stjórn- arskránni. Hún hefur síðan að vísu farið algjörlega gegn stjórnarskránni og þeim fullveldisþáttum sem hún tryggir, með skammarlegri framgöngu sinni í orkupakkamálum, þar sem sérlega lágt var lagst og algjörlega og óvænt gegn ótvíræðum yfirlýsingum formanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, sem hann hefur aldrei gert grein fyrir, hvers vegna hann hljóp frá og gildir enn hið sama um sambærileg atvik um Icesave-samningana alræmdu. Eina sem hefði getað verið sem aðvörunarmerki við myndun núverandi stjórnar um að eitthvað illt stæði til varðandi stjórnarskrána glittir í svo varla sést í þeim kafla sem fjallar um eflingu Alþingis: „Lög- gjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka. Auk þess vilja ríkis- stjórnarflokkarnir ýta allnokkrum verkefnum úr vör með þverpólitískri nálgun og tryggja þar betur en venja er að sú fjölþætta þekking og reynsla sem þing- ið býr yfir nýtist í þágu lands og þjóðar óháð því hvaða flokkar skipa stjórn og stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Á fyrri hluta kjörtímabilsins verða settir á fót þver- pólitískir hópar í samráði við viðkomandi fagráð- herra, m.a. um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, ný- sköpunarstefnu, þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði, orkustefnu, stjórnarskrá, framkvæmd og endurskoðun útlendingalaga og framtíðarnefnd um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga.“ Orðið stjórnarskrá sést þarna, ef þrautrýnt er í, á hlaupum með tali um miðhálendi, „framtíðarnefnd um áskoranir“, „þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði“. Vissulega má viðurkenna að þetta er ekki fyrsti stjórnarsáttmálinn sem er að mestu innihaldslaust þvaður, en ekki er hægt að segja að ríkisstjórnin sem var í burðarliðnum hafi verið að senda blys á loft um að hún ætlaði sér að fara í ömurleg fótspor Jóhönnu og Steingríms í samfelldum árásum á stjórnarskrána! Svo ljóst og einfalt Allt sem sagt er þessa dagana um hið burtkastaða stjórnlagaráð, sem Hæstiréttur Íslands setti á sinn stað, einkennist að lítt skiljanlegu tali. Í pistli Andríkis, hinn 25. september sl., er þó tekið á þeim þætti með ljósum hætti: „Þeir sem vilja breyta stjórnarskrá lýðveldisins gætu til dæmis byrjað á því að lesa grein 79 um hvernig það er gert. Þar er bara ekkert um að stjórnlagaráð geti gert slíkar breyt- ingar. Alþingi fer með valdið til breytinga. Sam- þykkja þarf breytingarnar í tvígang á Alþingi með al- mennum þingkosningum á milli. Ef breyta skal ákvæðinu um þjóðkirkjuna þarf að bera sjálfa breyt- inguna undir atkvæði allra kosningabærra manna eft- ir að Alþingi hefur samþykkt hana. Þá hjálpar líka að lesa grein 48. Þar segir að þing- menn séu „eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki undanþegnar þessu fallega ákvæði. Einu gildir hvaðan hugmyndir og tillögur koma fyrir þingið. Þingmenn eru ekki bundnir af öðru en sannfæringu sinni. Þeir sem efndu til fundarhalda stjórnlagaráðs og al- mennrar atkvæðagreiðslu í kjölfarið virðast hins veg- ar hafa vonað að skauta mætti fram hjá þessum skýru greinum. Alþingi yrði í tvígang afgreiðslustofnun fyrir ráðið og þingkosningar þar á milli hefðu ekkert vægi.“ Og lokaorð Andríkis um þetta eru undir yfir- skriftinni: Gamalt ráð gegn gargi: „Nema það hafi aldrei búið alvara að baki og stjórn- lagaráðið og atkvæðagreiðslan bara verið snuð vinstri stjórnarinnar upp í þá hávaðaseggi og skemmdar- varga sem komu óorði á búsáhöld.“ Það skyldi þó ekki vera. En hvers vegna er sú vinstristjórn, sem Sjálfstæð- isflokkurinn á aðild að núna, í sama utanvegaakstri og hinir? Skilur einhver það? Morgunblaðið/Árni Sæberg ’En það skrítna af öllu skrítnu var að hinirólöglega kjörnu fulltrúar „stjórnlagaráðs“,allir nema einn þeirra, ákváðu að stökkva umborð í ólánlega skektu skötuhjúanna og fylgja óboðlegum viðbrögðum þeirra við dómi Hæstaréttar Íslands og þeirri fyrirlitningu sem þau tvö sýndu æðsta dómstól landsins. 4.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.