Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020
Ertu með fæðuóþol?
Mikilvægt er að melta fæðuna vel svo við getum tekið upp
og nýtt næringu fæðunnar betur og fengið þannig meiri orku
ásamt því að losna við bæði meltingarónot og ýmiskonar
fæðuóþol.
● Hentar vel gegn ýmiskonar fæðuóþoli
● Styður við meltingu á glúteini, laktósa og mjólkurpróteinum.
● Hentar allri fjölskyldunni
● Viðurkennt af Autism Hope Aliance
Fæst í apótekum, heilsuhúsum og flestum stórmörkuðum
„Ótrúlegt en satt þá fann ég mun frá fyrsta
degi. Á skömmum tímaminnkuðu öll einkenni
fæðuóþolsins til muna og mörg jafnvel hurfu.
Svo hafa aukakílóin einnig farin að losa takið og
greinilegt að Digest Spectrum verður hluti af lífi
mínu áfram“.
Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir, kennari.
Reynslusaga:
Spectrum
Meltingarónot, orkuleysi og þreyta orsakast oft af
vöntun eða truflun á ensímframleiðslu líkamans.
Digest
Vikan var að miklu leyti undir-lögð af baráttunni um brauðið,en framan af bar þar mest á
deilum vinnuveitenda og verkalýðs-
hreyfingar um lífskjarasamningana
svonefndu. Verkó með Drífu Snædal
ASÍ-forseta í fararbroddi gerði ófrá-
víkjanlega kröfu um að við þeim
mætti ekki hrófla, hvað sem öllum
heimsfaraldri liði hefðu forsendur
þeirra ekkert breyst. Aðeins væri um
kreppu í ferðaþjónustu að ræða.
Vinnuveitendur með Halldór Benja-
mín Þorbergsson í broddi fylkingar
voru ekki alveg jafnsannfærðir og
fannst eitt og annað fleira hafa hnik-
ast til í efnahags- og atvinnulífi síðan
þeir voru gerðir. Því væri tómt mál að
tala um launahækkanir um komandi
áramót ofan á hinar fyrri, en innan
Samtaka atvinnulífsins (SA) voru uppi
raddir um að segja samningnum upp
vegna forsendubrests.
Kórónuveirusmitum fjölgaði áfram,
en þó voru menn ekki á eitt sáttir um
ástæðurnar. Páll Matthíasson land-
spítalaforstjóri lét í ljós áhyggjur af
auknu álagi á spítalann, þó hann teldi
að hann hefði yfir nægum mannafla að
ráða til þess að takast á við fleiri sjúk-
linga, veika af veirunni. Hann von-
aðist jafnframt til þess að lægra hlut-
fall smitaðra þyrfti á sjúkrahúsinn-
lögn að halda en í fyrstu bylgjunni í
vor.
Órói var í eldstöð undir Bárðarbungu
á Vatnajökli á sunnudag, kviku-
streymi og tilheyrandi jarðskjálftar.
Varð svo kyrrt um sinn.
Ríkisstjórnin fundaði stíft með for-
svarsmönnum aðila vinnumarkaðar-
ins og reyndi að bera klæði á vopnin.
Allt kom fyrir ekki og í ljós kom að
árangursríkara væri að bera fé á
vopnin úr ríkissjóði.
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi for-
seti Alþýðusambands Íslands (ASÍ),
lét þau orð falla að sér hugnaðist ekki
orðræða verkalýðsforystunnar í deil-
um á vinnumarkaði og taldi hana
ekki til þess fallna að greiða fyrir
lausn þeirra. Fyrir þetta uppskar
hann óbótaskammir verkalýðshreyf-
ingarinnar, sem taldi miðaldra körl-
um, stéttsvikurum og flugumönnum
auðvaldsins hollast að þegja.
Starfsmenn Faxaflóahafna töldu far-
þega sem komu með skemmti-
ferðaskipum í sumar. Þeir reyndust
hafa verið 1.346, sem hingað komu
með sjö skipum. Í fyrra komu 190
skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og
með þeim 187.284 farþegar. Það er
99% samdráttur. Sama dag var sagt
frá því að samkvæmt útreikningum
reiknimeistara Creditinfo hefði fram-
úrskarandi fyrirtækjum í ferðaþjón-
ustu fækkað.
Hlutfallið var þó 100% um borð í línu-
bátnum Valdimar GK frá Grindavík.
Þar reyndust allir 14 skipverjar smit-
berar.
Þrátt fyrir nokkra fjölgun smita taldi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn-
ir ekki ástæðu til þess að herða að-
gerðir að svo stöddu. Hins vegar
sagði hann tryggast að halda núver-
andi sóttvörnum gagnvart komu-
farþegum og taldi sennilegt að nú-
verandi varúðarráðstafanir
innanlands giltu næstu mánuði.
Reykjavíkurborg kynnti áform um
að fjölga göngu- og vistgötum í mið-
borginni, en meðal annars á hið
skuggsæla Hafnarstræti að verða
göngugata. Sjálfstæðismenn í borg-
arstjórn voru jákvæðir gagnvart
þeim tillögum meirihlutans, enda
kom á daginn að þar voru að stofni
gömul áform íhaldsins frá liðinni öld
á ferðinni.
Ríkisstjórnin kynnti tillögur til þess
að liðka fyrir deilum á vinnumarkaði,
sem fólu m.a. í sér skattaívilnanir til
fjárfestinga, sem Samtök atvinnulífs-
ins telja að geti skilað tugum millj-
arða í aukna atvinnuvegafjárfestingu
á næstu árum. Við svo búið hætti SA
við atkvæðagreiðslu um slit lífs-
kjarasamninganna.
Tillögur ríkisstjórnarinnar voru átta
aðgerða pakki sem kynntur var af
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra. „Allir vinna“-átakið var fram-
lengt, tryggingagjald var lækkað
tímabundið, fjárstuðningur til rekstr-
araðila vegna kórónuáfalla, fyrr-
nefndar skattaívilnanir vegna fjár-
festinga, aukin áhersla á nýsköpun
og matvælaframleiðslu, úrbætur í
skipulags- og byggingarmálum, um-
bætur á lífeyriskerfi og frumvörp til
stuðnings lífskjarasamningnum.
Áfram héldu að greinast kórónu-
veirusmit í tugatali og varð Ísland
Norðurlandameistari í smithlutfalli
með 138,7 ný smit á hverja 100 þús-
und íbúa. Að hluta til má rekja hið
háa hlutfall til dugnaðar við skimun.
Íslenska auglýsingastofan varð
gjaldþrota.
Ekki einn einasti áhrifavaldur reynd-
ist vera á lista kínversks persónu-
njósnafyrirtækis, sem lekið var það-
an. Þar mátti þó finna nöfn 411
Íslendinga. Talið er að alls kunni um
4.000 Íslendingar að vera á listanum,
en erfiðlega hefur reynst að dirka öll
nöfnin upp, þar sem skráin reyndist
löskuð. Fjölmargir íslenskir áhrifa-
menn voru einnig sármóðgaðir yfir
að hafa ekki vakið áhuga Kínverja.
Ýmislegt bendir til þess að listinn
eigi uppruna í skrám ætluðum til
þess að varast peningaþvætti, en alls
eru þar nöfn um 2,4 milljóna manna í
velflestum ríkjum heims.
Ragnar Jónasson rithöfundur komst
í efsta sæti metsölulista Þýskalands
með þýðingu á bókinni Mistur.
Isavia, sem fyrir nokkrum misserum
áætlaði að verða stærsta fyrirtæki á
Íslandi, tapaði 7,6 milljörðum á fyrri
hluta árs, en tekjusamdrátturinn
nam 97%. Fyrirtækið sagði í tilkynn-
ingu að áhrifa kórónuveirunnar gætti
nokkuð í afkomutölum þess, en það
rekur meðal annars Keflavíkur-
flugvöll. Sveinbjörn Indriðason for-
stjóri kvaðst þó bjartsýnn.
293 manns misstu vinnuna í átta hóp-
uppsögnum í september. Sjö fyr-
irtækjanna eru í ferðaþjónustu.
Konum í prestastétt hefur fjölgað
mjög á undanförnum árum og er svo
komið að kynjahlutföll í klerkastétt
eru nánast jöfn.
Margir Íslendingar vöktu til þess að
fylgjast með fyrstu kappræðunum í
aðdraganda forsetakosninga í
Bandaríkjunum, sem fram fara í
næsta mánuði. Þær þóttu lítil
skemmtun og hvorugum frambjóð-
anda, Donald Trump eða Joe Biden,
til sóma. Flestir voru þó á því að um-
ræðustjórnandinn Chris Wallace
hefði verið sá sem tapaði kappræð-
unum.
Alþingi kom saman á nýjan leik, fjár-
lagafrumvarpið var kynnt og for-
sætisráðherra flutti stefnuræðu sína,
en að henni lokinni fóru fram hefð-
bundnar umræður um hana. Var mál
manna að risið á þeim umræðum
hefði ekki verið hærra en í kappræð-
unum vestanhafs, þó menn hafi al-
mennt látið skammirnar eiga sig.
Samkvæmt nýrri fjármálaætlun
verður afkoma ríkissjóðs neikvæð
um 264 milljarða á næsta ári en um
80 milljarða árin 2021 til 2025. Ragn-
ar Árnason hagfræðiprófessor telur
þá skuldasöfnun mikið áhyggjuefni,
en lítið má út af bera í efnahagsend-
urreisn að faraldrinum loknum til
þess að í óefni stefni. Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra sagði lyk-
ilatriði að örva hagvöxt og verðmæta-
sköpun með öllum ráðum þegar
faraldurinn væri genginn hjá.
Þrátt fyrir að útgjöld ríkissjóðs hafi
aukist ógnvænlega að undanförnu er
bót í máli að fyrstu níu mánuði hefur
sala vínbúða hins opinbera aukist um
tæp 15%. Ljóst er að hinar drekkandi
stéttir láta sitt ekki eftir liggja við
endurreisnarstarfið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og
Melania forsetafrú greindust með
kórónuveiruna. Forsetinn brá ekki
lit.
Gylfi Magnússon, prófessor og fyrr-
verandi efnahags- og viðskiptaráð-
herra, telur skynsamlegt í stöðunni
að reka ríkissjóð með halla næstu ár.
Þar saki heldur ekki að vextir séu í
sögulegu lágmarki.
Margir töldu víst að á föstudag yrði
gripið til hertra sóttvarna, en af því
varð þó ekki. Fram kom þó að Þór-
ólfur sóttvarnalæknir væri með nýtt
minnisblað til ráðherra í smíðum og
hermt að hann væri kominn á
fremsta hlunn með að leggja til hert-
ar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra staðfesti hins vegar að
fyrirkomulag við komu til landsins
yrði óbreytt fram að fullveldisdeg-
inum 1. desember.
Þingsetning og
skuldsetning
Gengið til guðsþjónustu fyrir þingsetningu.
Morgunblaðið/Eggert
27.9.-2.10.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is