Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 Þ að er ótrúlegt að hugsa til þess hve margt hefur breyst í ferðaþjón- ustu, bara frá því að ég steig inn í þetta ráðuneyti í janúar 2017, sem núna virðist heil eilífð. Þá snerust helstu verkefnin um vaxtarverki í ferðaþjón- ustu: Sums staðar var of margt fólk á til- teknum ferðamannastöðum, svo við þurftum að gæta bæði að náttúrunni og upplifun ferða- manna. Núna erum við hins vegar í einhverjum allt öðrum veruleika. Það á auðvitað við um þjóð- lífið allt, en sérstaklega ferðaþjónustuna og hún mun ekki spretta upp aftur og óbreytt eins og ekkert hafi í skorist þegar faraldurinn er genginn yfir. En við erum búin að byggja upp mikla innviði og þeir eru hér og standa áfram.“ Eru öll klósettin komin? „Tja, við erum ennþá með nokkra kamra, en við höfum sett mikla fjármuni í uppbyggingu innviða, sem var ekki vanþörf á, en það þarf auðvitað að gæta þess – og það er ástæðan fyr- ir hluta af þessum aðgerðum stjórnvalda – að við slökkvum ekki þannig á öllum ferðaþjón- ustufyrirtækjum að þau verði ekki til staðar þegar fólk hefur aftur áhuga á að koma. Það er auðvitað ekki þannig að stjórnvöld hafi í visku sinni valið ferðaþjónustuna, heldur valdi ferðamaðurinn Ísland. Og einka- framtakið hér brást við því með því að stofna fyrirtæki, fara í fjárfestingar og taka áhættu. Það hefur gerbreytt veruleikanum út um allt land. Þetta er sjálfsprottin og öflugasta byggðaaðgerð sem sést hefur. Þess vegna þarf líka að vera jafnvægi í um- ræðunni. Hagræðingar í greininni var vissu- lega þörf, við vissum að það þyrfti stærri og sterkari fyrirtæki sem myndu lifa af áföll og þola meiri sveiflur, þó að enginn gæti gert ráð fyrir eða búið sig undir heimsfaraldur. Við megum samt ekki gleyma því að víða um land er þess ekki kostur. Á litlum eða fáförnum stað er annaðhvort lítið ferðafyrirtæki eða ekkert.“ Framtíð ferðaþjónustu er björt „Þess vegna getur það ekki verið sjálfstætt markmið að hafa fá en stór fyrirtæki í ferða- þjónustu. Þá missirðu ekki aðeins þessi ákjós- anlegu byggðaáhrif, heldur líka fjölbreytileik- ann og þá upplifun sem ég trúi að ferðafólk muni sækja í í enn meiri mæli en áður eftir far- aldurinn. Þar er það fólk á og frá staðnum, sem er best til þess fallið að veita þá persónulegu þjónustu sem erlendir ferðamenn laðast að. Af því að það er ekta. Að því leytinu til eru þess vegna tækifæri, þegar hlutirnir fara af stað aftur. Þrátt fyrir að ferðahegðun hafi breyst verulega og sennilega varanlega á heimsvísu, þá megum við ekki gleyma því að við þurfum svo ofboðslega fáa af heildarfjölda ferðamanna til þess að hafa miklu meira en nóg. Þannig að þrátt fyrir að ferðahegðum breytist mikið, þrátt fyrir að ferðalög í heiminum verði miklu færri og þrátt fyrir að þeir sem þó ferðast geri það aðallega innanlands næstu ár, þá trúi ég því samt að ef við höldum okkur við sett markmið og getum boðið þessi gæði hér, þá fáum við þann fjölda sem þarf. Hneigðin virðist sú að fólk vilji ferðast til öruggra áfangastaða, til staða þar sem sótt- varna er gætt og það getur sjálft gætt sinna sóttvarna, að það vilji fara í lengri ferðir og meti útiveru meira, en einnig að það vilji frem- ur ferðast innanlands í sínu heimalandi. Það er í raun aðeins þetta síðasta sem verður okkur áskorun, en allt hitt vinnur með okkur. Ég segi því áfram – þrátt fyrir að ferðaþjón- ustan sé í þoku og það sé þyngra en tárum taki að geta ekki svarað hvenær birti til – þá held ég mig samt við það, og það er mín staðfasta trú, að framtíð ferðaþjónustu á Íslandi er björt.“ En er ekki sérstakur vandi að sóttvarna- reglurnar taka sífelldum breytingum? Hvern- ig er hægt að selja ferðir til Íslands ef enginn veit hvernig þær verða í næstu viku, hvað þá þarnæstu? „Það er auðvitað mjög erfitt og ferðaþjón- ustan var fyrst um sinn að athafna sig innan þeirra reglna sem giltu í vor og sýndi því fullan skilning þegar það komu nýjar reglur með skömmum fyrirvara, einfaldlega af því að óvissan var algjör og við öll á sama báti með það. En þegar svo margir mánuðir eru liðnir og við þekkjum ógnina betur, þá er ég þeirrar skoðunar að stjórnvöld þurfi að geta varpað fram einhverri sýn um viðmið og við hvaða að- stæður hlutirnir breytast. Við þurfum líka að aðlaga okkur. Það er t.d. í vinnslu innan stjórnarráðsins að það megi taka á móti fólki sem er með gild vottorð um að það hafi farið í skimun í heimalandi skömmu áður. Það auðveldar ekki aðeins fólki að ferðast, heldur felst í því ákveðin stýring. Fólk sem ætlar að koma til Íslands og leggur á sig að fara í próf í heimalandinu, vitandi að það þarf að fara í annað próf við komuna til Íslands, er töluvert líklegra til þess að fara varlega þá ör- fáu sólarhringa sem þar líða á milli, ef það er meðvituð ákvörðun um að koma og geta ferðast.“ Erum að tryggja samöngur við umheiminn Ertu þá ekki að taka ferðaþjónustuna fram yf- ir sóttvarnir? „Nei, alls ekki. Ég er að tala um að gera samgöngur eins greiðar og vera má við þessar aðstæður. En jú jú, ég hef heyrt fólk tala um að ég setji á mig einhvern ferðaþjónustuhatt, þegar ég er að ræða þessi mál. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er ekki bara að tala sem ferðamálaráðherra um það. Ísland á allt undir traustum og öflugum samgöngum þessarar eyju við umheiminn. Þannig hefur það verið frá upphafi og enn þann dag í dag er allt undir því komið að sam- göngurnar hingað og héðan séu góðar. Svo Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Uppskurður en ekki niðurskurður Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir settist í stól ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var íslenska ferðasum- arið í fullum blóma. Það hefur heldur betur breyst og vandi ferðaþjónustunnar er efstur á blaði í viðtali við Morgunblaðið. Andrés Magnússon andres@mbl.is ’Þrátt fyrir að ferðaþjónustansé í þoku og það sé þyngra entárum taki að geta ekki svaraðhvenær birti til – þá held ég mig samt við það, og það er mín stað- fasta trú, að framtíð ferðaþjón- ustu á Íslandi er björt.“ Þórdís Kolbrún í Alþing- isgarðinum, en hún hyggst áfram gefa kost á sér í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.