Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 Kári Stefánsson viðraði þá hug- mynd í hlaðvarpi Viljans, við Björn Inga Hrafnsson þáttastjórnanda, að álitlegt væri að hlúð yrði að Covid- sjúklingum annars staðar en á Landspítalanum. Covid-starfsemi myndi flytjast í annað húsnæði svo að starfsemi Landspítalans kæmist að einhverju leyti til síns hefð- bundna forms. Kári segir þó í sam- tali við Morgunblaðið að þessi hug- mynd sé ekki frá sér komin. Fólk úr framlínunni hafi nefnt þetta áður. „Þetta hlýtur að vera eitt af því sem við verðum að horfa til, það er ekki hægt að láta fólk búa við að hér sé ekki hægt að viðhalda hefðbund- inni starfsemi spítalans,“ segir Kári. Þá þykir mörgum erfitt að ímynda sér hvernig starfsemi Land- spítala getur staðist kröfur, ef far- aldrinum slotar ekki í einhverja mánuði í viðbót. „Þetta verður erfitt ef þetta teygist í heilt ár. Það hlýtur einhver niðri á Landspítala að vera að brjóta heilann um það hvernig megi hátta því að hlúa að Covid- sjúklingum annars staðar. Til þess þarf auðvitað sérútbúið húsnæði.“ Mbl.is spurði Þórólf Guðnason sóttvarnalækni út í þetta í gær. Hann segir að það sé spítalans sjálfs að ákveða þetta. „Ég hef nú ekkert mikið verið að spekúlera í þessu. Það er auðvitað spítalans sjálfs og þeirra sem þar ráða að stýra því hvernig hlutum þar er háttað.“ Engin svör að fá Það var þó fátt um svör þegar eft- ir frekari upplýsingum var leitað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir gaf lykilfólk ekki kost á sér til að svara fyrirspurnum um mögulega tilhög- un heilbrigðisþjónustu fyrir sjúk- linga sem smitaðir eru af kórónu- veirunni; heilbrigðisráðherra, landlæknir, yfirlæknir á smitsjúk- dómadeild, forstjóri Landspítalans og aðstoðarmaður hans svöruðu ekki. oddurth@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Landspítalinn starfar nú á neyðarstigi í fyrsta sinn síðan far- ladurinn hófst og engar valkvæðar aðgerðir eru framkvæmdar. Kári segir tillög- una ekki vera sína  Engin svör frá LSH eða ráðuneytinu Andrés Magnússon andres@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra segir markmið nýrrar reglu- gerðar um takmarkanir á skólastarfi miðast við að setja menntun í fyrir- rúm, án þess að slaka í neinu á sótt- vörnum. „Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að forgangsraða í þágu menntunar, við viljum auka sóttvarn- ir í skólunum, en um leið tryggja að- gengi barna og ungs fólks að mennt- un,“ segir Lilja í samtali við Morgunblaðið. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi var gefin út í gærkvöldi og tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember. Hún gildir um allt skólastarf í land- inu, en nær einnig til frístundaheim- ila, félagsmiðstöðva og íþrótta- og tómstundastarfs barna og ung- menna. Reglugerðin gildir í tvær vikur Lilja segir ekkert ráðið um fram- haldið og hvort skólastarf muni taka mið af þessum ráðstöfunum það sem eftir er af skólastarfinu. „Þessi reglu- gerð gildir í tvær vikur,“ segir Lilja. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að til umræðu sé að gera áætlanir út skólaárið, þannig að skólastarfið verði ekki háð einstaka hópsmitum. Reglugerðin hefur það markmið að sem minnst röskun verði á skóla- starfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Mismunandi grímuskyldu eftir aldri, börn fædd 2011 og síðar þurfa ekki að bera grímur, segir Lilja byggða á samráði við sóttvarnalækni og heil- brigðisráðherra, sem jafnframt taki mið af ráðleggingum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. „Það er mitt hlutverk að tryggja menntun í land- inu, en það verðum við að gera í sam- ræmi við ýtrustu sóttvarnir.“ Reglugerðin tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, fram- haldsskóla, framhaldsfræðslu og há- skóla, hvort sem um ræðir opinbera eða einkarekna skóla. Reglugerðin tekur einnig til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila og fé- lagsmiðstöðva, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Ekki skulu vera fleiri en 50 leik- skólabörn í hverju rými. Leikskóla- börn eru undanþegin 2 metra ná- lægðartakmörkun, en starfsfólk skal halda 2 metra nálægðartakmörkun- um sín á milli. Sé það ekki hægt skal nota grímur. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er óheimilt, jafnt innan og utan leikskóla. 50 nemendur og 25 nemendur í sama rými Á fyrsta skólastigi, í 1.-4. bekk, eru nemendur undanþegnir 2 metra ná- lægðartakmörkun og þurfa ekki að nota grímur, alls 50 nemendur í hverju hólfi eða sama rými. Sömu reglur gilda um þá í frístundaheim- ilum. Í 5.-10. bekk mega nemendur mest vera 25 í hverju hólfi, með 2 metra reglu eða grímu ef það er ekki hægt. Hið sama á við um starfsfólk. Hólfaskiptingin komi í veg fyrrir lokun skóla Lilja segir hólfaskiptingu skólanna ekki einfalda en hún sé vel gerleg. „Við höfum gert þetta áður. Við höf- um verið í þessu ástandi meira og minna í 8 mánuði. Nú erum við að vinna með 50 barna hólf á yngstu skólastigunum í leikskólum og grunnskólum fram að 5. bekk, en í 5.- 10. bekk er miðað við 25 barna hólf. Þar má samt víkja frá nándar- reglunni þegar börnin nota grímu og í sameiginlegum rýmum ber að nota grímur til þess að gæta ýtrustu sótt- varna.“ Lilja segir þetta miðast við að komi upp smit þurfi ekki að loka heilu skól- unum eða senda heilu árgangana heim, heldur aðeins viðkomandi hólfi. „Þannig tryggjum við sóttvarnir og menntun.“ Í grunnskólum skulu ekki vera fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými, en starfsmönnum verður heimilt að fara á milli hópa. Óskert skólastarf með takmörkunum  Ný reglugerð um sóttvarnir í skólum tekur gildi á morgun  Hólfaskipting í skólum  50 barna hólf í 1.-4. bekk  25 manna hólf í eldri bekkjum  Víkja má frá 2 metra reglunni beri fólk grímur Morgunblaðið/Eggert Grímur Nemendur Borgarholtsskóla voru ekki mikið að kippa sér upp við það að grímuskylda væri tekin upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.