Morgunblaðið - 02.11.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Forsætisráðherra hefur lagtfram frumvarp til laga um
jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Allnokkrar umsagnir hafa borist
Alþingi vegna málsins, meðal ann-
ars frá Alþýðu-
sambandi Íslands og
Samtökum atvinnu-
lífsins. Athygli vek-
ur að hvor tveggja
telja að tímabært sé
að leggja niður
Jafnréttisráð.
Þetta er ekki vegna þess að ASÍog SA vilji ekki framgang jafn-
réttis eða séu andsnúin lagasetn-
ingunni í heild sinni. Þau telja Jafn-
réttisráð hins vegar úrelt. ASÍ
segir það hafa „að miklu leyti misst
hlutverk sitt sem ráðgefandi vett-
vangur fyrir stjórnvöld eftir því
sem aðrar stofnanir á sviði jafnrétt-
ismála hafa styrkst,“ og nefnir í því
sambandi Jafnréttisstofu sem starf-
að hafi í tuttugu ár og í tæp tvö ár
hafi að auki starfað sérstök skrif-
stofa jafnréttismála í forsætisráðu-
neytinu.
Jafnréttisráð var sett á laggirnarárið 1976 þegar aðstæður í
jafnréttismálum voru allt aðrar en
nú. Ætli ráðið geti ekki líka hafa
misst hlutverk sitt af þeim ástæð-
um? Síðan hefur bæst við mikil
lagasetning og stofnanaumgjörð.
Árlega fara yfir þrjú hundruð millj-
ónir króna í málaflokkinn á fjár-
lögum. Það er mikil umgjörð.
Miklu skiptir að stofnanir, stof-ur, nefndir og ráð, eða hvað
það er kallað hjá hinu opinbera, séu
ekki bara til af því að enginn treyst-
ir sér til að leggja þau niður.
Ríkið blæs út og þegar færi gefstverður að leggja niður stofn-
anir sem hafa runnið sitt skeið. Og
ráðherrum ber skylda til að leita sí-
fellt þessara færa.
Katrín
Jakobsdóttir
Ráðið sem missti
hlutverk sitt
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
FALLEG LJÓS
Í ÚRVALI
Ármúla 24 • rafkaup.is
Skoski leikarinn Sean Connery er
látinn, níræður að aldri, en tilkynnt
var um andlát hans á laugardaginn
var. Connery var ein mesta kvik-
myndastjarna Bretlandseyja og öðl-
aðist heimsfrægð og aðdáun fyrir
frammistöðu sína í hlutverki James
Bond.
Thomas Sean Connery fæddist 25.
ágúst 1930 í verkamannahverfinu
Fountainbridge í Edinborg. Ferill
hans var áratugalangur og vann
hann til fjölda verðlauna, þar á með-
an einna Óskarsverðlauna, tvennra
Bafta-verðlauna og þrennra Golden
Globe-verðlauna.
Connery var stoltur Skoti og
studdi hann Skoska þjóðarflokkinn
sem hefur barist fyrir aðskilnaði
Skotlands og Bretlands. Connery
var jafnframt fyrsti leikarinn til þess
að fara með hinn ógleymanlega frasa
„Bond, James Bond“. Alls lék hann í
sex Bond-myndum en njósnarinn
var hugarsmíð rithöfundarins Ians
Flemings.
Connery Hans verður minnst fyrir hlutverk sitt í Bond-myndunum.
Sean Connery lát-
inn, níræður að aldri
Túlkaði Bond á einstakan hátt
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri
Skagafjarðar, segir marga bændur
uggandi um sinn hag vegna riðuveiki
sem greinst hefur í firðinum. Stað-
fest tilfelli eru á fjórum sauðfjárbú-
um í Skagafirði, þ.e. Stóru-Ökrum 1,
Syðri-Hofdölum, Grænumýri og
Hofi í Hjaltadal.
„Þetta er fjárhagslegur skaði og
hefur áhrif á afkomu bænda. Menn
velta því fyrir sér hvort þetta geti
vofað yfir á fleiri bæjum eða ekki.
Auðvitað er mörgum brugðið og
margir eru uggandi um sinn hag,“
segir Sigfús.
Á næstu dögum mega bændur
vænta frekari niðurstaðna um smit á
sínum bæjum, en til þess að greina
smit verður að aflífa féð, skera á
efsta hálslið þess og taka sýni úr
mænukylfu og litla heila. Að því
loknu eru sýnin send á tilraunastöð á
Keldum. Liggi fyrir smit verður að
skera niður allan stofninn, til þess að
hindra frekari útbreiðslu.
„Menn fá bætur en það er misjafnt
hvernig þær bætur hafa verið. Ríkis-
stjórnin virðist vera tilbúin til þess
að styðja við bændur vegna þessa,
þeir munu missa tekjur af þessu
næstu tvö árin,“ segir Sigfús. Þá þarf
að fara í viðamikla hreinsun á bæj-
unum, sem getur einnig reynst
kostnaðarsamt. veronika@mbl.is
„Margir uggandi um sinn hag“
Sveitarstjóri Skagafjarðar segir riðu-
veikina hafa mikil áhrif á afkomu bænda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sauðfé Umfang riðusmitsins í
Skagafirði er enn óljóst.