Morgunblaðið - 02.11.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 02.11.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 SVIÐSLJÓS Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Starfsmenn slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja (BS) eru nú í óðaönn að koma sér fyrir í nýrri slökkvistöð sem reist var við Flugvelli í Reykja- nesbæ. Að sögn Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra er aðstaðan í nýju stöðinni mikil bylting fyrir starfs- menn, enda hafi nýtt húsnæði verið aðkallandi í rúm 30 ár. Húsnæðið var í byggingu í rúm tvö ár og nú er unn- ið að standsetningu. „Héðan liggja vegir til allra átta og leiðin er greið jafnt innanbæjar sem til nágrannasveitarfélaganna. Ég segi að þetta sé langbesta stað- setningin í bænum, jafnt í dag sem til framtíðar, því auðvitað vorum við að byggja til framtíðar,“ segir Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins. Sjö staðir skoðaðir Alls hafði ný slökkvistöð verið mát- uð á sjö mismunandi stöðum í bænum þegar fallist var á að byggja nýja við Flugvelli í Reykjanesbæ. Jón segir kostinn ekki síður hafa verið þann að stjórnendur fengu að velja lóð undir nýju slökkvistöðina þegar verið var að skipuleggja svæðið. Byggingin, sem er 2.252 fermetrar að stærð, rúmar alla þá nauðsynlegu aðstöðu sem slökkvilið af þessari stærðargráðu þarf. Slökkvilið BS þjónar sveitarfélögunum Reykja- nesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum en þar búa hátt í 25 þúsund manns. Þeg- ar Jón er spurður að því í hverju mesta byltingin sé fólgin er svarið einfalt: „Í öllu.“ „Við erum að fara úr algjörlega óviðunandi húsnæði, sem byggt var árið 1967, yfir í nútímann,“ segir Jón og bætir við að nýja húsnæðið sé fyrst og fremst mikil bylting fyrir starfs- menn. „Við erum með gott rými fyrir fundi og námskeið, sem áður fóru fram í loftlausum kjallara. Hér er rýmra athafnasvæði sem gefur okkur tækifæri til að hafa smærri æfingar í húsinu, þó aðalæfingasvæði okkar sé við gömlu sorpeyðingarstöðina við Hafnarveg. Starfsmenn hafa eigin æfingasal en allt slíkt þurftu þeir áður að sækja annað, þó að starfsmönnum sé vitaskuld frjálst að stunda líkams- rækt annars staðar,“ segir Jón. Svæði fyrir bílana er þrefalt stærra en í gömlu stöðinni. Jón segir hvílda- raðstöðu og kaffistofu mun betri og rýmri í nýja húsinu. „Þá munum við hafa hér tvö gufu- böð sem er nauðsynlegt fyrir slökkvi- liðsmenn að hafa aðgang að eftir reykköfun, því aðeins útgufun með svita hreinsar óhreinindin sem setjast á húðina við köfun í reyk. Svo má nefna að við fáum stóra hópa af leik- skóla- og grunnskólabörnum reglu- lega til okkar og í gömlu stöðinni voru starfsmenn kannski að koma úr mjög erfiðu útkalli meðan heimsóknin stóð yfir. Þetta tvennt átti alls ekki saman, þar sem aðstaða til þrifa var léleg, en nú erum við með sérstakt rými til þess.“ Vakt allan sólarhringinn Með tilkomu nýju slökkvistöðv- arinnar verða bílar ekki lengur gerð- ir út frá slökkvistöðinni í Sandgerði en húsnæðið verður nýtt undir fræðslu og þjálfun sjúkraflutninga- manna í umboði Sjúkraflutnings- skólans. Slökkvilið Sandgerðis sam- einaðist slökkviliði BS þegar stofnað var byggðasamlag um rekstur slökkviliðanna að undirlagi Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum árið 2015. Við breytingar á sveit- arstjórnarlögum árið 2010 var gert ráð fyrir að samstarfsverkefni sveit- arfélaga yrðu í formi byggða- samlaga. Alls 31 starfsmaður er í fullu starfi í slökkviliði BS en 20 í hlutastarfi. Að jafnaði eru sex starfs- menn á vakt í einu og vakt er allan sólarhringinn. Færa slökkvistöð til nútímans  Slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja í nýtt húsnæði við Flugvelli  Leysir húsnæðisvanda sem slökkviliðið hefur glímt við í rúm 30 ár  Tvö gufuböð til að hreinsa húðina eftir reykköfun Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ný stöð Nýja slökkvistöðin í ljósaskiptum á miðvikudag. Aðstaðan í nýju stöðinni , sem hefur verið í byggingu í 2 ár, er mikil bylting fyrir starfsmenn. Útisvæði Jón Gunnlaugsson slökkviliðsstjóri við útisvæðið sem starfsmenn eru að setja upp sjálfir í frítíma sínum; sánatunna og heitur pottur. Þægindi Slökkviliðsmennirnir Sturla Ólafsson, Björn Ingvar Björnsson, Bjarni Rúnar Rafnsson og Yngvi Þór Hákonarson í æfingasalnum. Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Brotist var inn í ný húsakynni út- varpsstöðvarinnar Útvarp 101 í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og voru öll tæki til útvarpssend- inga tekin ófrjálsri hendi. Forsvarsmenn útvarpsstöðv- arinnar biðla til fólks á Facebo- ok-síðu sinni að hafa samband við lögreglu búi það yfir upplýs- ingum um málið. „Maður áttar sig bara ekki al- veg á þessu. Þetta eru alls konar græjur: upptökubúnaður, bún- aður til útvarpssendinga, hljóð- nemar, tölvur og alls kyns annað. Eitt það versta er líka að tölvan sem keyrir stöðina sjálfa er horf- in, á þeirri tölvu var öll tónlistin sem við spilum, öll leyfi og annað. Það er því gríðarleg vinna far- in í vaskinn ef þessi búnaður finnst ekki. Það er búið að stela heilum fjölmiðli,“ var haft eftir Loga Pedro Stefánssyni, útvarps- stjóra Útvarps 101, á mbl.is í gær. Öllu stolið úr nýju húsnæði útvarps- stöðvar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.