Morgunblaðið - 02.11.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára-
langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum
tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Þjónustuaðilar IB Selfossi
Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu
Allar almennar
BÍLAVIÐGERÐIR
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Undanfarin ár hafa indversk
stjórnvöld lagt ríka áherslu á að
styrkja efnahagsleg tengsl lands-
ins við Ísland, hinar Norðurlanda-
þjóðirnar og Eystrasaltsríkin. T.
Armstrong Changsan, sendiherra
Indlands á Íslandi, segir að þetta
starf hafi þegar borið mikinn ár-
angur og m.a. ný viðskiptasam-
bönd orðið til á milli íslenskra og
indverskra fyrirtækja. Hann nefnir
að í pípunum sé
samstarfssamn-
ingur um fram-
leiðslu á trefja-
plastbátum á
Indlandi og
áhugaverð jarð-
varmavirkjana-
verkefni í fjalla-
héruðum
Indlands.
„Fólk í efstu
stigum ind-
verskrar stjórnsýslu hefur heim-
sótt Norðurlandaþjóðirnar og
Eystrasaltsríkin til að efla tengsl-
in, og nú síðast að forsætisráð-
herra Indlands fundaði með leið-
togum Noðurlandanna árið 2018 og
forseti Indlands heimsótti Ísland
2019. Þrátt fyrir að miðað hafi í
rétta átt þá er það mat indverskra
stjórnvalda að þessi heimshluti eigi
ennþá mikið inni þegar kemur að
því að stunda viðskipti við Indland.
Er sérstakur áhugi á því á Ind-
landi að nýta það mikla forskot
sem Norðurlöndin og Eystrasalts-
ríkin hafa á sviði nýsköpunar og
tækni sem grundvöll fyrir blóm-
legu samstarfi,“ segir Changsan.
Á fimmtudag efna Samtök iðn-
aðarins á Indlandi og utanríkis-
ráðuneyti Indlands til rafrænnar
ráðstefnu, India-Nordic Baltic
Conclave. Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpun-
arráðherra, mun ávarpa gesti og
sex íslensk fyrirtæki flytja kynn-
ingar á fundinum, en á Íslandi hafa
sendiráð Indlands, Íslandsstofa,
Samtök iðnaðarins og Félag at-
vinnurekenda unnið saman að und-
irbúningi viðburðarins. Dagskrá
ráðstefnunnar er viðamikil og
spannar allt frá endurnýjanlegri
orku og gervigreind yfir í aðfanga-
keðjur og bláa hagkerfið. Áhuga-
samir geta skráð sig í gegnum
hlekk sem finna má á vefsíðu Ís-
landsstofu.
Endurmóta sjávarútveginn
Að sögn Changsan kunna m.a.
að felast áhugaverð tækifæri í því
fyrir íslenskan sjávarútveg að ind-
versk stjórnvöld hafa að undan-
förnu unnið að því að taka fisk-
veiðistjórnunarkerfi sitt í gegn.
„Um mitt síðasta ár voru sjávar-
útvegsmál færð út úr landbúnaðar-
ráðuneytinu og yfir í sjálfstætt
ráðuneyti og búið að ráðstafa jafn-
virði u.þ.b. þriggja milljarða
bandaríkjadala í fimm ára umbóta-
áætlun fyrir indverskan sjávarút-
veg,“ útskýrir sendiherrann. „Þar
er ætlunin að bæta allt frá veiðum
og vinnslu yfir í innviði og gæti
verið eftir miklu að slægjast ef ind-
versk og íslensk fyrirtæki í sjávar-
útvegi taka höndum saman.“
Telur Changsan að í öllum kim-
um íslensks atvinnulífs megi finna
fyrirtæki sem eigi vannýtt tækifæri
á Indlandi. Hann bendir á að ind-
verska hagkerfið vaxi hratt og
stjórnvöld hafi gripið til ýmissa að-
gerða til að einfalda atvinnrekstur
þar í landi. „Indverski markaður-
inn er risavaxinn, þar er lýðræð-
islegt stjórnarfar, sjálfstæðir dóm-
stólar og margt fólk með góða
menntun.“
Merki um öflugan viðsnúning
Er það til marks um æ sterkari
stöðu Indlands að þrátt fyrir þau
skakkaföll sem kórónuveirufarald-
urinn hefur valdið í alþjóðahag-
kerfinu þá var erlend fjárfesting
frá apríl til og með ágúst 13%
meiri en árið á undan og sérstakt
ánægjuefni fyrir stjórnvöld að
miklu af þessari fjárfestingu hefur
verið varið til að efla iðnfram-
leiðslu. Greinendur hafa bent á að
hér kunni Indland að vera að njóta
góðs af vaxandi spennu á milli Kína
og Bandaríkjanna en Changsan
leggur ríka áherslu á að það sé
stefna Indlands að hagnast ekki á
óförum annarra heldur vaxa í
krafti eigin styrkleika.
Þá virðist Indlandi ætla að tak-
ast að komast nokkuð vel út úr
kórónuveirufaraldrinum. Changsan
segir stjórnvöldum hafa tekist
ágætlega að leiða almenning í
gegnum skakkaföll undafarinna
mánaða með fræðslu og almennum
tilmælum frekar en með ströngum
boðum og bönnum. Benda hagtölur
nú til þess að hjól atvinnulífsins
séu farin að snúast með nokkuð
eðlilegum hætti. „Víðast hvar á
Indlandi gengur lífið nokkurn veg-
inn sinn vanagang. Fyrirtækin í
landinu hafi líka brugðist hratt við
og stóraukið framleiðslu andlits-
gríma og lyfja sem nýtt hafa verið
um allan heim til að hjálpa fólki
sem veikst hefur af völdum veir-
unnar,“ segir hann og bætir við að
árið hafi verið mjög gott fyrir ind-
verskan landbúnað sem leiði til
aukins kaupmáttar hjá fólki í dreif-
býli. „Sala á bæði ökutækjum og
dráttarvélum er að nálgast eða er
þegar orðin meiri en á sama tíma í
fyrra sem er ein vísbending til við-
bótar um ágætan eftirspurnarvöxt
innanlands. Um leið sjáum við 15%
aukningu í fragtflutningum með
lestum og 4% aukningu í raforku-
notkun þegar september á þessu
ári er borinn saman við sama mán-
uð í fyrra, sem er til marks um hve
viðsnúningurinn í atvinnulífinu er
víðtækur.“
Tæknilegar hindranir til ama
Spurður hvað Ísland og önnur
vestræn ríki gætu gert til að hjálpa
Indlandi og öðrum þróunarríkjum
til að fást við efnahagsleg eftirköst
veirufaraldursins segir Changsan
að hvað brýnast sé að Vesturlönd
opni hagkerfi sín meira. „Það á við
um bæði Indland og önnur lönd að
þó gerðir hafi verið fríverslunar-
samningar reka kaupendur og selj-
endur sig á ýmsar tæknilegar
hindranir sem koma í veg fyrir
eðlileg viðskipti. Útkoman er við-
skiptaumhverfi þar sem gagnsæi
skortir og framleiðendur sitja ekki
allir við sama borð,“ segir hann.
„Ætti líka að hafa í huga að fátæk-
ari ríki heims skortir stundum þá
sérfræðikunnáttu og reynslu sem
þarf til að manna stjórnsýsluna
sem skyldi og geta fyrir vikið stað-
ið verr að vígi þegar þau eiga í
verslunarviðræðum við vestrænar
þjóðir.“
Eiga enn mikið inni á Indlandi
AFP
Bið Fiskveiðimenn hvílast í bátum sínum á Ganges. Íslenskur sjávarútvegur ætti að athuga hvaða möguleikar bjóð-
ast til að efna til samstarfs við indversk fyrirtæki nú þegar verið er aðendurskipuleggja fiskveiðar þar í landi.
Efnahagslíf Indlands braggast hratt Tækifæri fólgin í þeim miklu umbótum sem eru að eiga sér
stað í indverskum sjávarútvegi Tæknilegar hindranir draga úr gagnsemi fríverslunarsamninga
T. Armstrong
Changsan
● Netverslunar-
risinn Amazon hef-
ur ákveðið að aug-
lýsa ekki útsölur í
kringum afsláttar-
daginn svarta
föstudag (e. Black
Friday) í Frakklandi
af tillitssemi við
þær verslanir þar í
landi sem hefur þurft að loka tímabundið
vegna hertra smitvarnaaðgerða. Frönsk
stjórnvöld gerðu athugasemd við nýhafna
auglýsingaherferð Amazon og sögðu hana
ekki sanngjarna gagnvart seljendum sem
hefðu farið illa út úr kórónuveirufaraldr-
inum, að því er Reuters greinir frá.
Á föstudag var í annað sinn gripið til
strangra smitvarnaaðgerða í Frakklandi og
fela þær m.a. í sér að verslunum sem ekki
selja nauðsynjavöru verður lokað. Munu
um 200.000 frönsk fyrirtæki þurfa að
stöðva rekstur sinn af þeim sökum.
ai@mbl.is
Segja ósanngjarnt að
Amazon auglýsi tilboð
Annir Útsölur Ama-
zon eru að bresta á.
STUTT