Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 14

Morgunblaðið - 02.11.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Silja DöggGunn-arsdóttir hef- ur ásamt þremur öðrum þingmönn- um Framsóknar- flokksins lagt fram áhugaverða tillögu til þings- ályktunar um aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga. Þessar líf- verur eru ekki þær sem mjög hefur verið horft til þegar leitað er að tækifærum til sköpunar nýrrar framleiðslu eða nýrra starfa, en ekki er ósennilegt að talsverð tækifæri felist einmitt í frekari nýtingu þeirra. Flestir þekkja þörunga úr fjörum landsins sem þara eða þang, en þeir eru einnig til sem örþör- ungar, ósýnilegir berum augum en afar þýðingarmiklir í nátt- úrunni. Eins og fram kemur í þingsályktunartillögunni eru þessar sjávarlífverur til dæmis taldar framleiða í það minnsta helming og jafnvel allt upp í 90% af öllu því súrefni sem jörðin framleiðir. Þeir eru þar með ein helsta forsenda lífs, sem segir mikið um þýðingu þessara ör- litlu lífvera. Í tillögunni kemur einnig fram að þörungar séu um 400 sinnum virkari en tré við bindingu koltvísýrings, auk þess að þurfa minna rými en trjá- rækt. En þörungar framleiða ekki aðeins súrefni, þeir eru einnig uppspretta margvíslegra efna sem nýtast í fjölbreytta fram- leiðslu, svo sem áburð fyrir landbúnað, næringu fyrir land- búnað og manninn sjálfan auk margvíslegra nota í snyrtivörur, græðandi krem og fleira. Þörungaverksmiðjan á Reyk- hólum hefur lengi nýtt þang í Breiðafirði og verið nokkuð stórtæk í þeim efnum, en þó bendir rannsókn Hafrannsókna- stofnunar til að heildartekja þangs á svæðinu gæti verið mun meiri. Í seinni tíð hafa fleiri fyrirtæki bæst við sem nýta þörunga með ýmsum hætti og er óhætt að segja að sú þróun sé afar áhuga- verð og að í henni geti falist mik- il tækifæri. Þingsályktunartillaga fjór- menninganna verður vonandi til þess að styðja við það starf sem þegar er unnið hér á landi á þessu sviði. Verði hún samþykkt felur hún umhverfis- og auðlindaráðherra, í samráði við sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, að skipa starfshóp „sem hefur það að markmiði að kanna möguleika á aukinni nýt- ingu og verðmætasköpun þör- unga og setji í því skyni fram tvíþætta aðgerðaáætlun til að styrkja lagaumgjörð og reglur annars vegar um ráðstöfun og nýtingu þörunga sem vaxa í sjó og hins vegar um þörungarækt- un á landi og í sjó.“ Miklu skiptir að áhersla stjórnvalda á þessu sviði eins og öðrum sé að örva framtakssemi einkaaðila og skapa almenn skil- yrði sem auðvelda fyrirtækjum að starfa í þessum geira og gera þennan vettvang eftirsókn- arverðan fyrir fjárfesta. Takist það þarf ekki að hafa áhyggjur af vinnslu þörunga hér á landi. Hún mun halda áfram að vaxa og dafna og verður ef að líkum lætur að öflugum geira atvinnu- lífsins innan ekki mjög margra ára. Leynist meiri fjár- sjóður við strendur landsins en margan hefur grunað?} Áhugaverð tillaga Á sama tíma ogkórónuveiran breiðist út öðru sinni í Frakklandi og víðar glíma Frakkar við aðra ógn, mun ógeðfelld- ari en sem betur fer ekki jafn mannskæða. Engu að síður er hún mannskæð, því að íslamskir öfgamenn hafa drepið hundruð Frakka á síðustu árum, eða frá því að þeir réðust inn á rit- stjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og drápu tólf. Í gær var svo réttarhöldum í því máli sleg- ið á frest þar sem helsti sak- borningurinn greindist smit- aður af kórónuveirunni. Á síðustu dögum hefur Frakkland orðið fyrir nokkrum andstyggilegum árásum ísl- amskra öfgamanna. Í gær sóttu Frakkar kirkju óttaslegnir og undir mikilli öryggisgæslu þungvopnaðra hermanna eftir tvær árásir á kirkjur síðustu daga. Macron forseti hefur reynt að stíga fast niður fæti og sagt að ekkert yrði gefið eftir, en um leið sagst sýna skilning á afstöðu múslima. Hann er enda í klípu því að hátt í tíundi hver Frakki er múslimi og hann vill ekki ýta þeim fjölda frá sér. Það að koma í veg fyrir frek- ari hryðjuverk af þessu tagi í Frakklandi er því miður ekki líklegt til að takast. Eins og inn- anríkisráðherrann hefur bent á er bæði við innlenda og erlenda ógn að etja og í það minnsta tveir af þeim tilræðismönnum sem drepið hafa fólk með hníf- um að undanförnu hafa komið erlendis frá, annar fáeinum dög- um áður en hann framdi ódæðið. Frakkar, eins og aðrir, verða að verja landamæri sín betur en gert hefur verið. Slík breyting mun væntanlega minnka tölu- vert líkurnar á hryðjuverka- árásum, en því miður er ólíklegt að hún dugi til að útrýma ógn- inni þar í landi. Íslamskir öfgamenn hafa á síðustu árum drepið hundruð franskra borgara} Barist á tvennum vígstöðvum S tafræn tækni hefur umbylt sam- skiptum mannkynsins, bæði að efni og formi. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri til framfara, en einnig möguleika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og háttsemi sem birtist með nýjum hætti. Dæmi um þetta er þegar stafræn tækni er nýtt til þess að brjóta gegn kynferð- islegri friðhelgi einstaklinga. Þetta hefur verið kallað hefndarklám, hrelliklám eða stafrænt kynferðisofbeldi. Ríkisstjórnin leggur áherslu á baráttu gegn ýmsum birtingarmyndum kynferðislegs ofbeld- is. Kynferðisofbeldi í gegnum stafræna tækni er ekki undanskilið, enda algengt notkunar- form þess að brjóta á einstaklingum, sér- staklega kvenfólki. Núverandi löggjöf veitir að- eins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafræn- um hætti og það orsakar meðal annars ósamræmi í dóma- framkvæmd. Ég mun leggja fram lagafrumvarp á næstu vikum sem felur í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir eða er hótað ofbeldi af þessum hætti. Um er að ræða breytingar á hegningarlögum sem fela í sér sérstakt ákvæði sem fjallar um brot gegn kynferðislegri friðhelgi einstaklinga. Engin einhlít skilgreining liggur fyrir um hugtakið en með því er vísað til háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi. Þá verður einnig gert refsivert að hóta notkun á þess konar efni sem og að falsa slíkt efni. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti sig þetta mál varða og bregðist við með þeim hætti að hægt sé að veita vernd og öryggi. Of- beldi felur ekki bara í sér líkamlegar bar- smíðar. Þeir sem beita því ofbeldi sem hefnd- arklám felur í sér vita að þeir eru að brjóta á viðkomandi með grófum hætti, leggja sálarlíf viðkomandi í rúst og gera fórnarlömbin óör- ugg og hrædd og þannig mætti áfram telja. Kynferðisofbeldi, hvort sem það er framið með stafrænni tækni eður ei, er ekki aðeins vandi á Íslandi heldur verkefni sem öll ríki heims þurfa að berjast gegn. Allir eiga rétt á friðhelgi, það á einnig við um kynferðislega friðhelgi. Það er mikilvægt að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélags- legu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og þróun í viðhorfum til kyn- ferðisbrota á Íslandi. Um leið og við nýtum vel þá möguleika sem hin staf- ræna bylting býður upp á fyrir Ísland þurfum við að vera vakandi fyrir því að lögin séu uppfærð í takt við tækni- framþróun, rétt eins og stýrikerfin í tölvunum. Viðhorfið um að sending nektarmynda feli sjálfkrafa í sér sam- þykki fyrir opinberri dreifingu efnisins er jafn úrelt og viðhorfið um að konur sem birta af sér kvenlegar sjálfs- myndir séu að kalla yfir sig kynferðislega áreitni. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Vaxandi ágengni rússneskaflotans og rússneska flug-hersins á norðurslóðumhefur verið áberandi síð- ustu ár og hafa því fylgt aukin hern- aðarumsvif á Norður-Atlantshafi, einnig umhverfis Ísland. Hinn 14. október lagði sænska ríkisstjórnin fram frumvarp sitt um varnarmál. Þar er gert ráð fyrir að á árunum 2021 til 2025 hækki árleg útgjöld til málaflokksins um 40% og á sama tíma verði mannafla fjölgað úr 60 þúsund í 90 þúsund, samhliða því að um átta þúsund munu gegna herskyldu á ári hverju. Hluti af rök- stuðningi sænsku vinstristjórn- arinnar eru vanefndir Rússa gagn- vart alþjóðalögum og hvernig ríkið ögrar ríkjum í Evrópu. „Verði full- veldi og pólitísk ákvarðanataka minni ríkja takmörkuð […] mun það hafa í för með sér sigur fyrir Rússa sem eiga sér markmið um að skerða ákvarðanafrelsi smærri ríkja á nær- svæðum Rússlands á sviði öryggis- mála,“ segir í greinargerð frum- varpsins. Framlög norska ríkisins til varnarmála verða á næsta ári 4,1% meiri en á þessu ári, en með þeirri aukningu hafa fjárframlögin vaxið um 30% frá árinu 2013 og stendur til að halda áfram að gefa í til ársins 2024. Í nýjustu ráðleggingum yfir- manns norska heraflans, Eiriks Kristoffersens, til norsku ríkis- stjórnarinnar er sérstaklega bent á að „Rússland heldur áfram að nú- tímavæða heraflann og auka hern- aðargetu sína. Þetta hefur skilað landinu hersveitum sem geta gert árásir hratt og nánast fyrirvara- laust“. Flotinn endurvakinn Bandaríkin hafa ekki síður haft áhyggjur af aðgerðum Rússa á norðlægum slóðum. Árið 2018 ákváðu bandarísk yfirvöld að end- urvekja annan flota bandaríska sjó- hersins, en hann hafði sinnt aðgerð- um á norðurslóðum frá 1950 til 2011 þegar hann var lagður af. Sam- kvæmt skýrslu sem tekin var saman fyrir bandaríska þingið er tilgangur flotans að „vinna gegn rússnesku flotasveitunum ekki aðeins á Norð- ur-Atlantshafi heldur einnig á norð- urslóðum“. Nýverið í breska blaðinu Mail on Sunday lýsti æðsti flotaforingi Bretlands, Tony Radakin, því að rússneski flotinn væri nú með um- fangsmeiri aðgerðir á Norður- Atlantshafi og á norðurslóðum en síðustu þrjátíu ár. Nefndi hann sér- staklega hafsvæðin milli Grænlands, Íslands og Bretlands. Á vergangi Auknum umsvifum og viðveru fleiri herskipa á norðurslóðum fylgir eðlileg eftirspurn eftir hafnar- aðstöðu á svæði á norðurslóðum þar sem eru mikilvægir innviðir svo sem fjarskipti og flugsamgöngur þannig að hægt sé að skipta um áhafnir, annast viðhald, taka olíu og sækja vistir. Það er því ekki skrýtið að það hafa orðið til hugmyndir um að hafa hér á landi höfn til þess að þjónusta flota NATO-ríkjanna. Fjárfestingin vegna hugsan- legra framkvæmda á Suðurnesjum vegna þessa er talin hafa getað numið 12 til 18 milljörðum króna, þar af væri aðeins lítið framlag frá íslenskum stjórnvöldum. Með fram- kvæmdunum hefði skapast fjöldi starfa. Þetta er hins vegar ekki eina tilfellið þar sem leitað er að aðstöðu fyrir herskip NATO-ríkjanna og hafa hermálayfirvöld í Noregi allt frá árinu 2016 óskað eftir því að fá afnot af hafnaraðstöðunni á Tøns- nes, rétt fyrir utan Tromsø í Norð- ur-Noregi. Það var hins vegar ekki fyrr en á miðvikudag að bæjar- stjórn Tromsø samþykkti að heimila NATO að nýta höfnina, að því er fram kemur í umfjöllun norska rík- isútvarpsins NRK. Ekki er vitað hversu lengi bæjaryfirvöld þar ytra eru reiðubú- in til þess að heimila viðveru her- skipanna þar sem töluverð andstaða er meðal íbúa. Eining og óeining Það er mikil eining meðal NATO-ríkja, og samstarfsríkja eins og Svíþjóðar, um að mæta ögrandi aðgerðum rússneskra yfirvalda með aukinni hernaðarlegri viðveru á norðurslóðum, en ekki er útséð hvernig eigi að þjónusta herskipin. Að svo komnu virðist vera skortur á vilja til að gangast við skuldbind- ingum er tengjast sameiginlegum vörnum NATO og ekki annað að sjá en það bitni fyrst og fremst á aðild- arríkjunum sjálfum. Morgunblaðið/Hari Í höfn Flugmóðurskipið USS Iwo Jima, sem kom til Íslands 2018, er eitt herskipanna í öðrum flota Bandaríkjanna. Í leit að aðstöðu til að mæta Rússum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.