Morgunblaðið - 02.11.2020, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
✝ Karl ÓskarAgnarsson
fæddist í Reykjavík
19. júní 1952. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
22. október 2020.
Foreldrar hans
voru Agnar Líndal
Hannesson, f. 16.
júlí 1931, d. 10. jan-
úar 1983 og Guð-
ríður Lillý Karls-
dóttir, f. 3. sept 1930, d. 18. maí
1988. Systkini Karls eru: Gísli
Líndal, f. 13. júlí 1954, Sig-
urður, f. 7. ágúst 1955, Sig-
urrós, f. 18. des. 1956, gift Jóni
Kristbergssyni, f. 13. sept. 1951.
Samfeðra er Daníel Agnarsson,
f. 11. júlí 1960. Sammæðra er
Ragnar Ragnarsson, f. 16. júní
1962. Sambýliskona hans er Sig-
rún Árnadóttir, f. 30. maí 1950.
Föðuramma Karls
var Sigurrós Jó-
hannsdóttir, f. 23.
ágúst 1895, d. 18
ágúst 1986. Maður
hennar var Hannes
Gíslason, f. 17. júní
1890, d. 17. des.
1963. Móðuramma
Karls var Jóna
Gíslína Sigurð-
ardóttir, f. 2. sept.
1910, d. 6. apríl
1998. Móðurafi Karls hét Karl
Óskar Sigmundsson, f. 25. mars
1910, d. 4. ágúst 1937. Karl ólst
upp í Reykjavík hjá föðurömmu
sinni og alsystkinum sínum.
Karl var mikill KR-ingur. Hann
starfaði fyrir KR í meira en 30
ár.
Útför Karls verður streymt
frá Seljakirkju í dag, 2. nóv-
ember 2020, kl. 13 á seljakirkja.is.
Minningin um þig er ávallt
yndisleg elsku bróðir. Þú
komst alltaf í hvaða veðri sem
var þegar ég lá á fæðingar-
deildinni í þrjá mánuði, það var
ómetanlegt að fá þig. Mikið
varstu glaður þegar Beggi
frændi þinn kom loksins í heim-
inn, þú hljópst frá sjúkrahús-
inu alla leið heim í Bjarnaborg
til að tilkynna fæðingu hans.
Það var alltaf skemmtilegt
og mikið ævintýri að vera með
þér og Adda í veiðitúrum. Ég
gleymi ekki þegar Addi festist
uppi í tré með veiðigirnið. Þú
komst hlaupandi með fastan
öngulinn í fingrinum á þér sem
var allur í blóði. Eina sem þú
hugsaðir um var að bjarga
bróður þínum úr þessari klípu.
Þegar við keyptum sumarland-
ið okkar þá komst þú með
grasfræ og sáðir fræjunum og
sagðir að þetta væri KR-túnið
hans enda sprettur grasið
endalaust. Addi slær KR-gras-
ið átta sinnum á sumri hverju.
Elsku Kalli minn, takk fyrir
hvað þú hefur reynst börnun-
um mínum yndislegur frændi.
Ég mun aldrei gleyma þér og
ég mun varðveita allar góðu
minningarnar um þig í hjarta
mér.
Hvíldu í Guðs friði, við mun-
um passa upp á Adda bróður
okkar.
Saknaðarkveðjur,
Sigurrós Agnarsdóttir
(Sigga systir).
Elsku Kalli bróðir, takk fyrir
öll árin okkar saman. Það var
gaman þegar við fórum í gamla
daga í veiðitúrana. Gaman þeg-
ar við fórum í sumarbústaði og
spiluðum mínígolf. Við fórum
alltaf saman á KR-völlinn að
styðja okkar lið. Við horfðum
mikið á Liverpool-leiki saman
og var oft heitt í hamsi. Það var
oft spenna í loftinu þegar gaml-
árskvöld kom, við keyptum
mikið af KR-flugeldum, þá var
mikið fjör.
Kveð þig með miklum sökn-
uði elsku bróðir. Minning þín
lifir í hjarta mínu. Sjáumst síð-
ar elsku bróðir.
Kveðja,
Sigurður Agnarsson (Addi).
Elskulegi mágur minn. Ég
vil minnast þín í nokkrum orð-
um. Ég man þegar við fórum til
Stöðvarfjarðar, þá sagðir þú
allt í einu: „Jón, þú getur alls
ekki borðað þessar kótilettur.“
Af hverju ekki Kalli? „Af því
þær eru svartar og brenndar.“
Svo leið smá stund, þá heyrðist
aftur í þér: „Nú veit ég af
hverju þú ert svona lítill.“ Af
hverju? „Það er viti hérna sem
er svo lítill að þú hlýtur að hafa
fæðst inni í honum.“ Og í þeim
töluðum orðum þá sprungum
við úr hlátri í bílnum.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar með mér og fjölskyld-
unni.
Kveðja, þinn mágur,
Jón Kristbergsson (Nonni).
Þegar ég fæddist fyrir 46 ár-
um varstu sá fyrsti sem sást
mig og auglýstir það um alla
Bjarnaborg að þú hefðir verið
að eignast svartan frænda!
Ástæðan var sú að ég fæddist
með svo dökkt hár. Þú vildir
vera fyrstur með fréttirnar.
Þegar ég var fjögurra ára
ólst ég upp við að hlusta á
BBC-íþróttafréttir með þér á
laugardögum þegar enski bolt-
inn var í gangi og horfðum við á
leikina í svarthvítu sjónvarpi
en þá var Liverpool oft á dag-
skrá. Þú gerðir mig að „pool-
ara“ en ekki að KR-ingi þó svo
þú hafir reynt mikið.
Takk fyrir allar stundirnar
sem þú kenndir mér að spila
pílu og kynntir mig fyrir pílu-
vinum KR. Ég mun halda
áfram að spila pílu og halda
minningu þinni á lofti, innan
vallar sem utan.
Elsku Kalli minn, þú lifir
ávallt í hjarta mínu og mun ég
aldrei gleyma þér. Guð blessi
minningu þína.
Þinn frændi,
Kristbergur Jónsson
(Beggi).
Í dag kveð ég Kalla frænda.
Við höfum brallað ýmislegt í
gegnum tíðina. Kalli hafði gam-
an af því að fara í veiði þegar
tími gafst til. Aflinn var sjaldn-
ast mikill í þessum ferðum,
enda voru þessar ferðir farnar
til gamans. Hugur hans var
meira á íþróttasviðinu, enda
var Kalli sannur stuðningsmað-
ur KR. Hann vann fyrir félagið
í nokkra áratugi. Mest hafði
hann gaman af því að sjá um
vallarklukkuna á knattspyrnu-
leikjum, bæði kvenna og karla,
á sumrin. Svo lét hann sig ekki
vanta á körfuboltaleikina á vet-
urna. Hann hjálpaði til við upp-
setningu og frágang auglýs-
ingaskiltanna. Mest fannst
honum þó spennandi að vera í
dyravörslu og taka við að-
göngumiðum við innganginn.
Kalli var líka félagi í Píluvina-
félagi KR. Þar náði hann sér í
nokkra verðlaunapeninga. Síð-
an má ekki gleyma áhuga hans
á KR-getraunum. Hann var
mættur eldsnemma á þriðju-
dögum til Íslenskrar getspár
til að skoða getraunaseðilinn
þá vikuna. Hann undirbjó sig
vel fyrir laugardagsmorgnana.
Við Kalli náðum saman að
landa bikar í hópakeppninni.
Tvisvar fórum við saman til
Englands að horfa á leik. Önn-
ur ferðin var á Old Trafford í
Manchester. Þar sátum við
lengst uppi í rjáfri og náðum
varla að njóta leiksins sökum
lofthræðslu. En við skemmtum
okkur vel. Hin ferðin var til
London á Arsenal-leik. Kalli
var mikill Liverpool-maður.
Það var alltaf á döfinni að fara
á Anfield. Oft var honum strítt
á titlaþurrð Liverpool og KR í
30 ár. Hans viðkvæði var:
„Þetta gengur betur á næstu
leiktíð.“ Þú náðir að upplifa
þetta tvennt, elsku Kalli.
Það verður skrýtið að mæta
á KR-völlinn, því alltaf tókstu á
móti mér með liðsuppstill-
inguna. Það liggur við að þú
hafir fengið þessar upplýsingar
á undan þjálfarateyminu. Ég
sakna þín sárt, elsku Kalli
minn.
Minningin um þig lifir í
hjarta mínu.
Aðalsteinn Líndal Gíslason.
Elsku Kalli minn, fyrstu
kynni mín af þér voru árið 2005
þegar ég krækti mér í Steina
frænda þinn.
Það er mikið búið að bralla á
þessum 15 árum. Þú varst mjög
gamansamur og einhvern tím-
ann þegar ég var að keyra með
þér Vesturlandsveginn voru
ferðamenn að húkka far og þá
sagðir þú: „Þetta eru nú puttal-
ingar og pokadýr.“ Mér fannst
þetta svo skemmtilegt hvernig
þú sagðir þetta.
Ég var svo heppin að fara
eina ferð með þér til London á
leik í enska boltanum, reyndar
ekki með okkar liði. Við fórum
á Arsenal-leik og það var mjög
gaman og þú skemmtir þér
mjög vel í þessari ferð. Í þess-
ari ferð fórum við út að borða á
kínverskan veitingastað og þú
vildir ólmur fá fisk og franskar.
Síðan þegar diskurinn kom á
borðið áttir þú ekki til orð yfir
þessum fiski með haus og sporð
og ekkert nema beinahrúga!
Það sem við gátum hlegið yfir
þessum fiski.
Það var alltaf gaman að vera
með þér á KR-vellinum, þú lifð-
ir fyrir félagið þitt, enda kall-
aður Kalli meistari. Þig
dreymdi mikið um að heim-
sækja Anfield-völlinn, heima-
völl Liverpool, og talaðir þú um
það nú í sumar hversu mikið
þig langaði að komast út með
okkur til að horfa á liðið okkar.
Það eru margar góðar stund-
ir sem við höfum átt saman í
gegnum tíðina. Ég mun halda
áfram að vera Adda bróður þín-
um innan handar.
Elsku Kalli minn, hvíldu í
Guðs friði og takk fyrir allar
þær yndislegu stundir sem við
höfum átt saman. Ég mun varð-
veita minningu þína í hjarta
mínu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín
Margrét Reynisdóttir.
Ég kynntist þér Kalli minn
fyrir 14 árum þegar ég byrjaði
með honum Begga frænda þín-
um. Ég hlakkaði mikið til
jólanna til þess að eiga stundir
með þér og Adda bróður þín-
um. Það var mikið fjör þegar
við opnuðum allt pakkaflóðið
undir trénu. Það var mikið fjör
hjá okkur á gamlárskvöld, þá
lifnaði yfir okkur sprengjuóða
fólkinu. Ég er svo heppin að
hafa kynnst þér Kalli minn og
takk fyrir allar góðu stundirn-
ar. Ég mun alltaf geyma þessar
góðu minningar í hjarta mér.
Kveðja, þín
Anna Sveinlaugsdóttir
(Anna Kittý).
Nú er vinur okkar Kalli fall-
inn frá og er erfitt að ímynda
sér að fá aldrei faðmlag frá
honum aftur. Við kynntumst
Kalla við störf okkar sem hús-
verðir í KR-heimilinu þar sem
við allar störfuðum um árabil.
Hann tók alltaf á móti okkur
með opinn faðminn og með
klappi á bakið, sagði okkur frá
því hvað á daga hans hafði drif-
ið og við honum sömuleiðis.
Hann var alltaf glaður að sjá
okkur og mætti segja að hann
hafi verið okkar helsti stuðn-
ingsmaður í vinnu okkar í KR.
Eftir að við hættum að vinna
sem húsverðir, og urðum hefð-
bundnir KR-ingar, mættum við
á fótbolta- og körfuboltaleiki
og þar beið okkar Kalli alltaf
með útbreiddan faðminn að
venju og ef það vantaði eina
okkar þá spurði hann alltaf um
hana. Það verður skrýtið að
koma í KR-heimilið og að þar
bíði okkur enginn Kalli, en við
erum fullvissar um að hann
fylgist með okkur í fjarska og
heldur áfram að hvetja okkur
til dáða í lífinu. Við þökkum
þér, elsku Kalli okkar, fyrir
samfylgdina og vonum að þú
sért á góðum stað þar sem KR
vinnur alltaf! Aðstandendum
vottum við okkar dýpstu sam-
úð, megi allar góðar vættir
vaka yfir ykkur.
Þínar vinkonur,
Hafrún, Sandra og Sigga.
Kveðja frá Knatt-
spyrnufélagi Reykjavík-
ur
Kalli vinur okkar og félagi er
fallinn frá. Hann var einn af
dyggustu stuðningsmönnum og
sjálfboðaliðum KR. Í mörg ár
sá hann um vallarklukkuna í
knattspyrnuleikjum þegar
strákarnir og stelpurnar voru
að spila. Kalli var alltaf mættur
löngu fyrir leiki, tók á móti öll-
um fagnandi sem voru að mæta
á KR-leiki, gjarnan með liðs-
uppstillinguna tilbúna á blaði
til að sýna manni. Kalli var oft-
ar en ekki mættur í dyragætt-
ina til að taka við miðum þegar
karfan var að spila áamt því að
hjálpa við undirbúning og frá-
gang í kringum leiki KR. Hann
var dyggur stuðningsmaður
Píluvina KR og lét sig ekki
vanta á viðburði Pílunnar.
Hann tók líka þátt í getrauna-
starfi KR í gegnum tíðina. Árið
2012 þegar Kalli varð sextugur
fékk hann sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir sjálfboðaliðastarf
sitt fyrir gamla góða KR.
Við KR-ingar minnumst
Kalla með miklu þakklæti fyrir
allt sem hann gerði fyrir gamla
góða KR og þökkum honum
samfylgdina í gegnum tíðina.
KR-ingar senda ættingjum
Kalla innilegar samúðarkveðj-
ur.
Gylfi Dalmann Aðal-
steinsson, formaður KR.
Karl Óskar
Agnarsson
yfirmaður vinnuflokka Vega-
gerðarinnar. Vel verðskuldað
eftir öll árin í harkinu sem
fylgdi brúarvinnunni. Vinna
fjarri fjölskyldu virka daga í öll-
um veðrum og vindum tekur á,
og því var kærkomið að vera
kominn heim í hús. Því miður
fékk hann ekki að njóta eins
lengi og hann átti svo sannar-
lega skilið því krabbameinið
bankaði upp á stuttu seinna.
Elsku fjölskylda, ykkar miss-
ir er mikill og ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Minning
um góðan dreng og frábæran
félaga lifir með okkur öllum
sem vorum svo heppin að eiga
vin í Halli. Hans verður sárt
saknað.
Ingunn Loftsdóttir.
Góður samstarfsmaður, Sig-
urður Hallur Sigurðsson, er
fallinn frá í blóma lífsins.
Það má segja að Sigurður
Hallur eða Hallur eins og hann
var kallaður hafi verið fæddur
inn í brúargerð og Vegagerðina.
Afi hans, Guðmundur Gísla-
son, rak brúarvinnuflokk Vega-
gerðarinnar á Hvammstanga
frá árinu 1945 og þar til Guð-
mundur bróðir Halls tók við
flokknum árið 1978. Hallur hóf
störf undir stjórn bróður síns
árið eftir fermingu, 1981. Leiðin
lá síðan í húsasmíði í Iðnskól-
anum en samningstíminn var
tekinn hjá brúarvinnuflokknum.
Tvítugur að aldri útskrifaðist
Hallur með sveinspróf í húsa-
smíði.
Hallur starfaði sem flokks-
stjóri og verkstjóri hjá brúar-
vinnuflokknum á Hvammstanga
í margvíslegum brúarverkefn-
um um allt land þar til vista-
skipti urðu hjá Guðmundi bróð-
ur hans en þá tók hann við
stjórn flokksins. Haustið 2019
tók Hallur svo við sameinuðum
vinnuflokkum Vegagerðarinnar
nokkrum mánuðum áður en ill-
víg veikindi gerðu vart við sig.
Hallur var einstakur sam-
starfsmaður og sterkur stjórn-
andi. Hann bauð af sér góðan
þokka, var rólegur og yfirveg-
aður en jafnframt ákveðinn,
skoðanafastur og sérlega vinnu-
samur. Það var ekki í kot vísað
að leita til hans með hin ýmsu
úrlausnarefni. Samstarfsmenn
hans treystu þekkingu og út-
sjónarsemi hans við lausn oft
flókinna mála. Þessir eiginleik-
ar Halls komu oft berlega í ljós
enda getur ýmislegt óvænt
komið upp á við byggingu og þá
ekki síður viðhald brúa á ýms-
um aldri.
Hallur var fremstur meðal
jafningja í umfangsmiklum
verkefnum þegar sýna þurfti
snör handtök í kjölfar þess að
náttúruhamfarir stórskemmdu
eða tóku af brýr og lokuðu
þannig þjóðveginum. Þetta á við
um verkefni á við Gígjukvísl
1996, Múlakvísl 2011 og Steina-
vötn 2017. Í þessum verkefnum
var ómetanlegt að hafa yfirveg-
aðan og reynslumikinn mann
eins Hall sem gekk að þessum
bráðu verkum fumlaust og
ákveðið. Enda var það svo að
ekki er á nokkurn mann hallað
þegar sagt er að fáir hafi staðið
honum á sporði í þekkingu á
brúarsmíði.
Við fráfall Halls er mikið
skarð höggvið í raðir okkar
starfsmanna hjá Vegagerðinni
og óhætt að segja að ekkert
okkar skilur tilgang æðri mátt-
arvalda þegar við horfumst í
augu við orðinn hlut. Við minn-
umst hans með þakklæti og
hlýju fyrir góð og gefandi sam-
skipti á löngum starfsferli.
Konu hans Stellu Ingibjörgu
Steingrímsdóttur, börnunum
Evu Björgu og Sigurði Erni,
móður hans Ásu Guðmunds-
dóttur og fjölskyldunni allri
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsmanna
Vegagerðarinnar,
Bergþóra Þorkelsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma
og tengdamóðir,
AÐALBJÖRG VAGNSDÓTTIR
frá Minni-Ökrum, Blönduhlíð,
lést í faðmi sinna nánustu síðastliðinn
miðvikudag, 28. október, eftir hetjulega
baráttu við krabbamein á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Sauðárkróki.
Útförin fer fram 12. nóvember klukkan 14 í Sauðárkrókskirkju.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir
en streymt verður frá athöfn sem verður auglýst síðar.
Stefán Kristján Alexandersson
Jóhanna Harpa Svansdóttir Jón Símon Fredericksson
Stefán Ingi Svansson Eva Dögg Pétursdóttir
Fjóla Sigríður Stefánsdóttir Heiðar Logi Sigtryggsson
Ingi Björgvin Kristjánsson Brynhildur Jóhannsdóttir
Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir, Kári Marísson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
STELLA MAGNÚSDÓTTIR
Ferjubakka 4, Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
25. október. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 13. Vegna
aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en
streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/vE8jGqR_9wA
Svafar Ragnarsson Svava Margrét Blöndal
Pia Kousgaard
Gunnar Már Ragnarsson Hrafnhildur H.K. Friðriksdóttir
Stefán Ragnarsson Árný Lára Karvelsdóttir
og barnabörn
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts
elskulegs sambýlismanns míns, föður
og sonar,
HUGO FILIPE VIANA SANTOS,
Eiðum.
Útförin hefur farið fram að viðstöddum nánustu aðstandendum.
þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning barna
hans 0308-26-1687, kt. 2012492449.
Jóna Bjarney Hreinsdóttir
Kamilla Rós Davíðsdóttir Davíð Páll Svavarsson
Hreinn Elí Davíðsson
Jose Filip Hugosson
Júlíana María Hugosdóttir
Daníel Filip Hugosson
Madalena Viana Santos