Morgunblaðið - 02.11.2020, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2020
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
Haustið 1916 ræður Mundína sig til
vinnumennsku á Ytri-Á. Þá eru þar
í heimili Björn F. Baldvinsson og
Kristín Bjarnadóttir, börn þeirra
Anton, Sigurbjörn Finnur, Sigfríður
og Anna og tökudrengurinn Óli Jón
Magnússson.
Ekki þarf að orðlengja það að
fljótlega takast ástir með Mundínu
og Finni og tæpu
ári síðar, 24. júní
1917, eru þau
gefin saman í
hjónaband.
Svaramenn eru
feður þeirra, Þor-
lákur og Björn. Á
brúðkaupsdaginn
er Mundína, sem
er átján ára göm-
ul, komin sjö mánuði á leið af fyrsta
barninu, Birnu, sem fæðist 18.
ágúst. Finnur er tuttugu og eins
árs.
Mundína fæðir börnin eitt af öðru
og árið 1925 eru þau orðin sex.
Elstu börnin fæðast í gamla torf-
bænum á Ytri-Á og eftir því sem
næst verður komist koma sextán
börn Mundínu og Finns í heiminn
eftir að flutt er í Ytri-Ár húsið árið
1922. Aldrei líður lengri tími en tvö
ár á milli barnsfæðinga. Tuttugasta
barnið fæðist árið 1945, fimm árum
áður en hafist er handa við að
byggja við íbúðarhúsið á Ytri-Á.
Að eignast tuttugu börn á tuttugu
og átta árum er sérstakur kapítuli.
Tuttugu fæðingar, engir tvíburar.
Almennt var Mundína heilsuhraust
á meðgöngunni og hún fæddi börnin
án teljandi vandkvæða.
Einu sinni fór að blæða hjá
Mundínu. Enginn læknir var til
staðar til þess að bregðast við en
Finnur greip til þess ráðs að taka
stórt hvítt lak, bleyta það með
ísköldu vatni og breiða yfir konu
sína. Þetta ráð dugði og blæðingin
stöðvaðist.
Öll fæddust börnin heima á
Ytri-Á og var læknir aðeins við-
staddur þegar Mundína fæddi
yngsta barnið, Óskar Þráin, árið
1945. Hann var í sitjandi stöðu og
var talið að brugðið gæti til beggja
vona. Af þeim sökum var læknir
kallaður til.
Í mörg horn er að líta á stóru
heimili og eins og nærri má geta
þurftu allir að leggjast á árar við
barnauppeldið og heimilisstörfin
þegar börnin fæddust hvert á fætur
öðru. Finnur gerði eldri börnunum
það ljóst að lykillinn að því að koma
upp þessum stóra systkinahópi væri
að allir tækju höndum saman og
eldri systkinin hjálpuðu foreldr-
unum við uppeldi yngri systkin-
anna. Þröngt máttu sáttir sitja og
það skapaðist samkennd og sam-
staða í þrengslunum, kröfurnar til
hins daglega lífs voru lágstemmdar.
Einhvern veginn gerðist það
ósjálfrátt að til urðu systkinapör.
Þannig tók Kristrún, næstelsta
dóttirin, Evu að sér en á þeim er
fimmtán ára aldursmunur. Ung að
árum flutti Kristrún vestur í Fljót
og þar var Eva hjá henni um tíma.
Það sama má segja um Stefaníu,
sem fæddist árið 1930. Henni var
falið það verkefni að taka að sér
Fjólu Báru, yngri systur sína, sem
er níu árum yngri:
Þegar ég var tíu ára fékk ég það
hlutverk að sjá um Báru systur
mína. Ástæðan var sú að í janúar
1941 fæddist átjánda barnið og
mamma gat ekki líka hugsað um
Báru, sem þá var rúmlega árs-
gömul. Hún skyldi sofa hjá mér og
ég átti að sinna henni á nóttunni,
passa að hún væri aldrei blaut og
aldrei svöng. Verkefni mitt var að
skipta á henni á nóttunni, fara með
hana fram og gefa henni pela. Fyrst
var ég með Báru inni hjá pabba og
mömmu en var síðan í herbergi með
Kristínu ömmu. Ég man ekki eftir
öðru en mér hafi fundist þetta vera
sjálfsagður hlutur og þessi nánu
tengsl við Báru gerðu það að verk-
um að mér hefur alltaf fundist ég
eiga hana að hluta.
Það segir sig sjálft að það var
Mundínu ærið verkefni að annast
uppeldi alls þessa stóra barnahóps.
Enginn var barnavagninn á þessum
tíma og barnarúm kom ekki í Ytri-Á
fyrr en fjórtánda barnið, Jón
Albert, fæddist árið 1935. Rúmið
smíðaði Jón Gunnlaugur Sigurjóns-
son, eiginmaður Birnu, elstu dóttur-
innar frá Ytri-Á. Áður en barna-
rúmið kom til sögunnar lagði
Mundína hvítvoðungana stundum
frá sér í trékassa merktum Gula
bandinu, smjörlíki sem Smjörlíkis-
gerð KEA á Akureyri framleiddi,
og fyrir kom að hún útbjó fleti fyrir
börnin í kommúðuskúffu.
Sunnudaginn 20. apríl 1980 var
sýnt viðtal Sigrúnar Stefánsdóttur
við Mundínu og Finn í þættinum
Þjóðlífi í Ríkissjónvarpinu. Þar spyr
Sigrún: „Einhvern tímann heyrði ég
eftir þér haft að þú hefðir aldrei
haft neitt gaman af börnum, er það
rétt?“ Mundína svarar: „Nei, það er
alveg satt, ég hafði það ekki.“ Í við-
talinu berst í tal að Guðrún systir
Mundínu hafi átt tvö börn og Sigríð-
ur systir hennar eitt. Í framhaldi af
því er Mundína spurð hvort systur
hennar hafi aldrei verið hneyksl-
aðar á því að hún ætti tuttugu börn.
„Auðvitað var sjálfsagt að fólk sé
hneykslað á því, ég hef kannski
aldrei ætlað að eiga svona mörg.
Þetta er sjálfskaparvíti manns sjálfs
að eiga svona mörg,“ svaraði Mund-
ína þá.
Í viðtali við Finn og Mundínu í
Degi á Akureyri árið 1951 kemur
einnig fram að hún hafi aldrei verið
sérlega gefin fyrir börn:
Enginn ókunnugur mundi geta
sér þess til, að Mundína Freydís
væri 20 barna móðir, svo ungleg er
hún. Hún er fríð kona og frjáls-
mannleg í framkomu og tali. Hend-
ur hennar eru fíngerðar eins og á
ungri stúlku. Hina ungu húsfreyju á
Ytri-Á grunaði ekki, þegar hún
lagði fyrsta hvítvoðunginn við brjóst
sér fyrir 34 árum, að á næstu 28 ár-
um mundi hún fæða 19 börn til við-
bótar. – Nei, mér flaug það ekki í
hug, sagði hún, ég var nefnilega
aldrei neitt sérlega gefin fyrir börn.
Í því er óneitanlega þversögn að
kona sem ól tuttugu börn hafi aldrei
verið sérlega gefin fyrir börn. Ekki
er vitað með vissu hvað Mundína
átti nákvæmlega við með þessum
orðum og afkomendur hennar hafa
átt erfitt með að ráða í þau. Þeir eru
sammála um að Mundína hafi bæði
verið sérlega hlý og umhyggjusöm
móðir og amma og hún hafi fjarri
því sýnt að hún hafi ekki haft gam-
an af börnum. Í framangreindu
sjónvarpsviðtali sagði Mundína; „ ...
ég hafði það ekki“ þegar hún var
spurð hvort það ætti við rök að
styðjast að hún hafi ekki haft gam-
an af börnum. Var hún e.t.v. að vísa
til þess að hún hafi ekki verið gefin
fyrir börn áður en hún sjálf fór að
eiga börn? Þessari spurningu verð-
ur væntanlega aldrei svarað.
Finnur á Ytri-Á var ríflega
meðalmaður á hæð, þrekmikill og
hafði skarpa andlitsdrætti. Skóla-
gangan var fábreytt, eins og
almennt var á þessum tíma. Hann
ólst upp við mikla vinnu frá blautu
barnsbeini og gerði ríkar kröfur til
sjálfs sín og annarra. Við börn sín
sagði hann gjarnan: „Vinnan drepur
engan.“ Hann ávítaði þau ekki en
ætlaðist til að þau gegndu og gerðu
eins og fyrir var lagt.
Finnur var skapríkur og hafði
skoðanir á mönnum og málefnum og
lét þær óspart í ljós ef honum þótti
ástæða til. Þegar honum var mikið
niðri fyrir hrutu blótsyrði af vörum
í ríkum mæli. Aldrei varð Finni og
Mundínu sundurorða og þau voru
samstíga í heimilishaldinu og upp-
eldi barnanna.
Finni hefur verið lýst sem marg-
breytilegum persónuleika. Á yfir-
borðinu gat hann virst eilítið hrjúf-
ur en undir var blíðlyndi, umhyggja
og hjálpsemi. Ef dauðsfall varð í
byggðarlaginu var oft leitað til
Finns með að búa lík til greftrunar.
Þá klæddi hann sig jafnan í hvíta
skyrtu.
Það má ráða af orðum Finns í við-
tali við Íslending, málgagn sjálf-
stæðismanna á Akureyri, árið 1965,
í tilefni af sjötugsafmæli hans 16.
september það ár, að hann taldi það
hafa verið gæfu að ala börnin upp á
Kleifunum en ekki inn í bænum:
Þau hjálpuðu hvert öðru til lífs-
ins, er óhætt að segja. Annars er
mikill munur að vera svona út af
fyrir sig með börnin. Þau lærðu
ekki illt af öðrum. Svo var ekki bíó
eða þess háttar. Allir voru samt
ánægðir, kannski ánægðari en
margur nú.
Í viðtali við Vísi í ágúst 1978 er
Finnur spurður um börn þeirra
Mundínu og hvort þau hafi almennt
verið hraust:
Já, þetta fólk var ekki alið upp á
dósamat eins og nú tíðkast. Og
þessi samlagsmjólk, það er ekki
einu sinni hægt að ala upp kálfa á
henni hvað þá mannfólk. Það er eins
og þeir skilji það ekki þessir háu
herrar að við það að hita mjólkina
fara öll dýrmætustu efnin for-
görðum. Undanrenna er betri en
mjólkin.
Finnur Björnsson stýrir land-
vinnslunni af röggsemi. Fljótt og vel
þarf að gera að aflanum eftir að
Agnar kemur í land. Stærri fiskur-
inn er flattur en minni fiskurinn er
ristur út úr hliðinni rétt aftan við
gotraufina, dálkurinn tekinn en
stirtlan látin halda sér. Fiskurinn er
saltaður í stór timburker í sjóhúsinu
og staflað í stæður eftir kúnstar-
innar reglum. Síðan vaskaður með
burstum og aftur settur í stakk. Á
sólríkum dögum er saltfiskurinn
þurrkaður á fjörugrjótinu.
Ytri-Ár fjaran er gjörbreytt frá
fyrri tíð. Þá var breidd hennar 60-
70 metrar og því nægt rými til þess
að sólþurrka fiskinn. Frá miðri tutt-
ugustu öld hafa sjávaröflin skorið
drjúga sneið af fjörunni og hún er
því ekki svipur hjá sjón.
Fiskurinn er verðmætur og hann
þarf að nýta að fullu. Lifrin er flutt
á árabátnum yfir í Hornið til Víg-
lundar Nikulássonar bræðslutjóra í
Lifrarbræðslunni við Vesturhöfn-
ina. Á bátnum er segl og það kemur
sér vel undan hafgolunni. Þegar vel
aflast er báturinn hlaðinn og sjórinn
alveg við keipana. Finni líður best
þegar báturinn hallast nógu mikið,
þá er mesta ferðin. En ef í óefni
stefnir gefur hann eftir spottann í
seglið og báturinn reisir sig á ný.
Lokaskref saltfiskverkunarinnar
er pökkun í fimmtíu kílóa striga-
pakkningar sem heimafólk sníður
og saumar. Síðan er beðið flutninga-
skipsins sem lætur sjá sig þegar
komið er fram á haust. Það liggur
við akkeri á firðinum og er saltfisk-
urinn fluttur á árabátnum að skips-
hlið. Að stórum hluta endar hann á
borðum neytenda á Spáni.
Finnur á Ytri-Á var heyskapar-
maður fram í fingurgóma, hann
fylgdist vel með veðurskeytunum í
útvarpinu og velti vöngum yfir
ýmsu í náttúrunni sem gæti gefið
vísbendingar um veðurfarið. Grípa
þyrfti gæsina þegar hún gafst til að
þurrka heyið og þá var eins gott að
vera klár í bátana. Finnur var iðinn
og féll aldrei verk úr hendi og vildi
að unga fólkið væri tilbúið til að
taka til hendinni í góðum þurrki.
Grasið á takmörkuðu slægju-
landinu var dýrmætt og það þurfti
að umgangast af virðingu og nær-
gætni. Þegar Marinó Haraldsson,
unnusti Evu og verðandi tengda-
sonur Finns og Mundínu, kom með
Evu í fyrsta skipti í Ytri-Á lagðist
hann í óslegið grasið til þess að
njóta kyrrðarinnar og náttúru-
fegurðarinnar. Það kunni Finnur
lítt að meta, ekki mætti fyrir nokk-
urn mun bæla grasið, það væri dýr-
mætara en svo. Þá kom Mundína til
skjalanna og sagði með hægð við
verðandi tengdason: „Taktu þetta
ekki alvarlega, Marinó minn, hann
lætur stundum svona.“
Karlpeningurinn á Ytri-Á ann-
aðist sláttinn en stúlkurnar komu út
á tún til að snúa og á góðviðris-
dögum var sjón að sjá allt að þrjátíu
manns, unga sem aldna, með hríf-
urnar á lofti í flekknum. Þegar svo
háttaði tók ekki langan tíma að
klára flekkinn.
Reynt var að ljúka heyskapnum
fyrir göngur um miðjan september
en tíðarfarið gat sett strik í reikn-
inginn og því var oft ekki unnt að
ljúka heyskap fyrr en eftir göngur.
Barnalán
á Ytri-Á
Bókarkafli | Hjónin Mundína Þorláksdóttir og Sig-
urbjörn Finnur Björnsson bjuggu á Ytri-Á á Kleif-
um við vestanverðan Ólafsfjörð. Þau eignuðust
tuttugu börn á tuttugu og átta árum og komust
sextán barnanna til fullorðinsára. Óskar Þór Hall-
dórsson rekur sögu hjónanna í bókinni Á Ytri-Á.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Barnalán Mundína Þorláksdóttir og Sigurbjörn Finnur Björnsson á Ytri-Á eignuðust tuttugu börn á tuttugu og átta
árum. Hér eru þau með þeim sextán börnum þeirra sem komust til fullorðinsára. Saga hjónanna er rakin í nýrri bók.