Morgunblaðið - 02.11.2020, Blaðsíða 32
Alhliða lausnir fyrir
stofnanir, sveitarfélög
og fyrirtæki
Umferðarstýring
afmarkanir/hindranir
DVERGARNIR R
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða
UMFERÐAREYJAR
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / islandshus.is
NJÖRVI &
NJÖRVI+
Öflugur stólpi til að verja
mannvirki og gangandi fólk.
Hentar líka vel til skyndiloka
AFMARKANIR
& HINDRANIR
Fjölbreyttar lausnir til afmörkunar
á ferðamannastöðum,
göngustígum og bílaplönum.
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran kemur ásamt
Antoníu Hevesi píanóleikara fram á hádegistónleikum
Hafnarborgar á morgun, þriðjudag, kl. 12. Á tónleik-
unum sem bera yfirskriftina „Dísætir tónar“ verða
fluttar aríur úr óperunum La Bohème og Tosca eftir G.
Puccini og Adriana Lecouveur eftir F. Cilea. Vegna að-
stæðna í samfélaginu verður tónleikunum streymt
beint á netinu. Slóðina má finna á heimasíðu Hafnar-
borgar og á Facebook-síðu safnsins.
Dísætir tónar í boði á hádegistón-
leikum Hafnarborgar á morgun
MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Manchester United er í 15. sæti ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu eftir sjö umferðir og hefur ekki
unnið leik á heimavelli til þessa. Í gær tapaði liðið á
heimavelli fyrir Arsenal, 0:1. Arsenal þurfti einnig á
stigum að halda en er nú í 9. sæti með jafn mörg stig
og liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan.
Arsenal þurfti að bíða lengi eftir sigri á Old Trafford
því það gerðist síðast árið 2006. Liðinu hefur ekki
gengið vel á útivelli upp á síðkastið gegn liðunum sem
höfnuðu í efstu sætum deildarinnar 2020. »27
Fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford
síðan 2006 kom á góðum tíma
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Um 150 ára gömul altaristaflan í Akraneskirkju verður
væntanlega sett á sinn stað í dag eða á morgun, en listmál-
arinn og forvörðurinn Bjarni Skúli Ketilsson, kallaður
Baski, vann að hreinsun og viðgerð á henni undanfarnar
vikur. Hann málaði olíumálverk eftir altaristöflu Gustavs
Wegeners í Dómkirkjunni í Reykjavík líkt og Sigurður
Guðmundsson málari gerði 1867, og hefur það verið í Akra-
neskirkju á meðan tafla Sigurðar hefur verið í meðhöndlun.
Eftirmyndir altaristöflu Wegeners eftir íslenskra list-
málara, þar á meðal tíu eftir Sigurð Guðmundsson málara,
prýða nokkrar kirkjur landsins. „Ég hef stúderað myndir
og handbragð Sigurðar málara og málaði eftirmyndina í
sumar,“ segir Baski en fresta varð viðgerðinni þar til í
haust vegna kórónuveirufaraldursins.
Baski er frá Akranesi og bjó þar til tvítugs en hefur átt
heima í Hollandi undanfarinn aldarfjórðung og á þar konu
og þrjú börn. Þegar hann var í Myndlistarskólanum
dreymdi hann eitt sinn ömmu sína. Hún kom til hans í skól-
ann og rétti honum þríhyrning þar sem á stóð Baski. „Ég
merkti fyrstu myndina mína með þessu nafni og þegar ég
fór í framhaldsnám í Hollandi og lærði meðal annars for-
vörslu áttu heimamenn auðvelt með að segja Baski. Nafnið
hefur fylgt mér síðan.“
Baski segir að altaristaflan hafi verið illa farin og mikla
nákvæmnisvinnu hafi þurft til þess að koma henni í samt
horf. „Ég fékk hollenska konu mér til aðstoðar fyrstu sjö
dagana og við notuðum eldgamla aðferð, sem fáir kunna, til
þess að leggja grunninn,“ segir hann. Aðferðin felst meðal
annars í því að blanda býflugnavaxi og trjákvoðu saman í
réttum hlutföllum og strauja efnið á dúk. „Þetta er mikil
kúnst og tveggja manna verk,“ áréttar hann. Bætir við að
síðan hafi hann auk annars þurft að mála yfir fölnaða liti og
fylla í sprungur og skipta hafi þurft um striga á bakhliðinni.
Altaristafla Kjarvals
Altaristafla Jóhannesar Kjarvals í Innra-Hólmskirkju
var líka skemmd og tók Baski að sér að gera við hana. „Það
var mun minna verk,“ segir hann og bætir við að skemmti-
leg saga sé á bak við myndina. Sumarliði Halldórsson frá
Krossi hafi fengið mikla magakveisu um 1930. Hann hafi
þurft að gangast undir aðgerð í Reykjavík og hafi ástand
hans þótt tvísýnt um tíma. Listamaðurinn Jóhannes Kjar-
val hafi legið í næsta rúmi og þeir hafi samið um það að lifði
Sumarliði af þessa raun myndi Kjarval gera altaristöflu
fyrir hann og Sumarliði síðan gefa í Innra-Hólmskirkju.
„Aðgerðin tókst vel, hann lifði og Kjarval stóð við heitið,
málaði altaristöfluna og Innra-Hólmskirkja eignaðist hana
1931.“ Breyting Altaristaflan fyrir og eftir meðferð Baska.
Baski Skagamaður
í fótspor meistaranna
Bjarni Skúli Ketilsson,
öðru nafni Baski, hefur gert
við altaristöflur Akranes-
kirkju og Innra-Hólmskirkju
Listmálari Baski við eigin altaristöflu.