Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 1

Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 1
L A U G A R D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  263. tölublað  108. árgangur  NÝT ÞESS AÐ KENNA FÓLKI AÐ PRJÓNA FANGAÐI MINNINGAR Í TEIKNINGUM SAGA AF GEÐROFI 50TINNA LAUFDAL 12 Andrés Magnússon andres@mbl.is Stjórnvöld kanna nú sérstakar skattaívilnanir, sem hvetji til „grænna“ fjárfestinga og í hátækni og nýsköpun. Þetta kemur fram í grein, sem Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra skrifar í Morgunblaðið í dag. Hún telur að ef vel takist til geti sá erfiði kafli, sem þjóðin gengur nú í gegnum, orðið til umbreytinga og tækniþróunar, sem auki verðmæta- sköpun og verji náttúruna. Í samtali við Morgunblaðið vildi Katrín ekki tímasetja hvenær af slík- um skattaívilnunum geti orðið. „Það sem ég get sagt, er að við erum að vinna að þessum tillögum, sem miða að því að auka og efla einkafjárfest- ingu í þágu atvinnuveganna,“ segir Katrín. Verðmætasköpun og grænar áherslur fari saman Katrín telur að með því móti megi taka stærri skref til að ná árangri í loftslagsmálum og tryggja að tækni- breytingar auki í senn velsæld og verðmætasköpun. Fólk megi ekki gleyma að hagkerfið, sem komi út úr kórónukreppunni, verði ekki ná- kvæmlega eins og hagkerfið sem fór inn í kreppuna. Í greininni eru raktar helstu efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar til þess að milda höggið, afstýra fjölda- atvinnuleysi og undirbúa viðreisn at- vinnulífsins. Þar hafi afli hins opin- bera verið beitt gegn kreppunni. Meðan faraldurinn geisi muni stjórn- völd áfram styðja við þá sem fyrir áföllum verði og beita til þess fullum þunga ríkisfjármálanna. Forsætisráðherrra minnir á að rík- isstjórnin hafi skipulega aukið opin- bera fjárfestingu, þótt hún ein dugi ekki til, líkt og hugmyndir um skatta- ívilnanir beri með sér. En koma frek- ari stórfjárfestingar hins opinbera til greina? „Við erum nú þegar að gera ráð fyrir miklum fjárfestingum, bæði á fjárlögum og fjármálaáætlun,“ seg- ir Katrín. „En nei, ég get ekki úti- lokað að hún verði aukin.“ Skoða skattaívilnun  Katrín Jakobsdóttir segir ívilnun til grænna hátæknifjárfest- inga í athugun  Frekari opinber fjárfesting ekki útilokuð MStyrkur íslensks samfélags »27 „Hann var bara yndislegur og al- mennilegur,“ segir Guðný Laxfoss sem kynntist rokkkónginum Elvis Presley í Memphis árið 1963. Hann var þá að slá sér upp með mágkonu hennar, Jeanette Emmons, og Guðný var tíður gestur í Graceland og synti m.a. í sundlauginni. „Ég talaði svo sem ekki mikið við hann, var kornung og flaut bara með hinum. Eitt fannst mér þó skrýtið og frekar asnalegt; þegar ég var rekin upp úr lauginni þannig að Elvis gæti skotið úr byssu á björgunarhringi sem hent hafði verið út í. Þetta fannst honum alveg ofboðslega gam- an,“ segir Guðný en rætt er við hana í Sunnudagsblaðinu. Mágkona henn- ar var ekki við eina fjölina felld en áður hafði hún verið í tygjum við Jack Ruby, banamann Lees Har- veys Oswalds. Fór vestur Guðný Laxfoss flutti 17 ára til Bandaríkjanna árið 1963. Kynntist Elvis í Memphis Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa þurft að ganga í gegnum ýmislegt síðustu mánuðina eins og landsmenn allir. Veðrið hefur þó verið með skárra móti en í gær minnti vetur konungur hressilega á sig. Víða gekk á með hríðarbyljum og í efri byggðum snjóaði talsvert. Áfram má búast við úr- komu um helgina en hætt er við að rigni sunnan heiða. Vissara er þó að búa sig vel fyrir göngu- ferðir eins og þessi gerði í Kórahverfinu. Morgunblaðið/Eggert Vetur konungur minnti á sig á höfuðborgarsvæðinu + www.hekla.is/audisalur Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Verð frá 8.890.000 kr. Dæmi um búnað: 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi, hiti í stýri *Bíll á mynd er Advanced S-line  Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og hluti þeirra sveitarfélaga sem sagt hafa upp þjónustusamningum um rekstur hjúkrunarheimila ræða saman um beiðni SÍ um að sveitar- félögin annist verkefnið í átta mán- uði til viðbótar, á meðan beðið er heildarendurskoðunar á dag- gjöldum og rekstri heimilanna. Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum. Bæjarstjórarnir í Vestmanna- eyjum og á Höfn telja ekki líklegt að samningar náist um framleng- ingu. Virðist þar stranda á því að Sjúkratryggingar hafi ekki verið tilbúnar að ábyrgjast skaðleysi sveitarfélaganna næsta árið. Sveit- arfélögin sögðu öll upp samningum sínum vegna mikils hallareksturs á hjúkrunarheimilunum. »18-20 Ekki líkur á fram- lengingu samninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.