Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Árið 1986 unnu um 2.000 manns í ullariðnaði á Íslandi. Í dag er starfs- mannafjöldinn undir 100. Páll Kr. Pálsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Glófa/VARMA, sem framleiðir alls kyns ullarvörur, eink- um úr íslenskri ull, er ómyrkur í máli er hann ræðir um hvernig Íslend- ingar hafi tapað samkeppnishæfni sinni í þessum iðnaði sem og fleiri greinum iðnaðar. Hann segir geng- issveiflur íslensku krónunnar hafa verið iðnaðinum dýrkeyptar, sem og menninguna á atvinnumarkaði, sem sé ekki á pari við samkeppnislöndin. Hér fái atvinnurekendur t.d. mun færri virka vinnutíma frá hverjum starfsmanni á mánuði en í helstu samkeppnislöndum okkar og launa- tengd gjöld, einkum tryggingagjaldið og greiðslur í lífeyrissjóði, séu of há. Með því að lækka þetta mætti hækka það sem fólk fær útborgað. Eins og Páll útskýrir þá hefur gef- ið á bátinn hjá Glófa/VARMA vegna faraldursins. Félaginu hefur þó tekist að snúa vörn í sókn með framleiðslu á vörum úr lambsullarbandi, sem séu mýkri en áður hefur þekkst hér á landi. „Það rættist svolítið úr við- skiptum okkar í júlí og ágúst,“ segir Páll, en félagið framleiðir allar sínar vörur í Ármúla í Reykjavík. „Okkar markaður er annars vegar erlendir ferðamenn og hins vegar Íslend- ingar.“ Eins og Páll útskýrir er fyrrnefndi markaðurinn nú í skötulíki. „Ferða- menn eru í kringum 65% af veltu hvers árs.“ Páll brást við faraldrinum með því að skala niður alla starfsemi fyrir- tækisins og nýta sér hlutabótaleiðina og stuðningslán. „Ég sé fram á 55% veltuminnkun á milli áranna 2019 og 2020.“ Þriggja ára þróunarvinna Lambsullarbandið er afrakstur þriggja ára þróunarvinnu með Ístex. „Við pöntuðum fjögur tonn í haust og framleiðslan úr því gengur mjög vel. Við erum komin með þetta band í fullt af VARMA-vörum, m.a. vörur sem við höfum hingað til notað erlent band í.“ Páll hófst líka handa við að kynna bandið fyrir hönnuðum og sérvöru- aðilum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Allir hafa hrifist af mýkt lambsullarbandsins og pantanir frá stórum aðilum hafa skilað sér. Við erum komin með nokkuð góða verk- efnastöðu til jóla. Núna skiptir sköp- um að halda félaginu á floti. En óviss- an snýst um fyrstu mánuði næsta árs, mánuðina sem erlendir ferðamenn hafa staðið undir nánast öllum tekjum fyrirtækisins.“ Til viðbótar við góðar viðtökur á lambsullarbandinu hefur lægra gengi krónunnar reynst fyrirtækinu hag- fellt. „Það er orðið mun dýrara að láta framleiða fyrir sig erlendis, eins og margir hafa gert.“ Páll segir að árið 2019 hafi gengið verið orðið allt of sterkt og fyrirtækið átt í stökustu vandræðum með að keppa við ullarvörur framleiddar í Asíu og Eystrasaltsríkjunum. Á þeim tíma hafi hann hugleitt að flytja verk- smiðjuna til útlanda. Páll segir að mikilvægt sé á næstu árum að stýra gengi krónunnar svo Íslendingar missi ekki allan iðnað úr landi. Hann telur gengið nú vera ná- lægt jafnvægisgengi. Snúa vörn í sókn með mjúku lambsullarbandi Morgunblaðið/Eggert Framleiðsla Páll segir að allir hafi hrifist af mýkt lambsullarbandsins og pantanir frá stórum aðilum skilað sér. Iðnaður » Hönnuðir og sérvöruaðilar hafa tekið bandinu mjög vel. » Gengi krónu er nálægt jafn- vægisgengi. » Vinnuveitendur greiða fyrir um 2.000 vinnustundir á hvert stöðugildi á ári, en fá af því að- eins um 1.300 virka tíma. » Eina stóra verksmiðjan sem framleiðir úr íslenskri ull. » Unnu vörur fyrir Ófærð 2.  55% tekjusamdráttur  65% tekna frá ferðamönnum  Gengið hagstætt núna 7. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.42 Sterlingspund 181.06 Kanadadalur 105.96 Dönsk króna 22.01 Norsk króna 15.076 Sænsk króna 15.94 Svissn. franki 152.9 Japanskt jen 1.3345 SDR 196.77 Evra 163.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 196.4426 Hrávöruverð Gull 1916.8 ($/únsa) Ál 1877.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.96 ($/fatið) Brent ● Icelandair Gro- up flutti 7.502 far- þega milli landa í októbermánuði og eru það 98% færri farþegar en í sama mánuði í fyrra. Þá var sætanýting í ferðum þess í október aðeins 35,7% og lækkaði úr 85,2% í októbermánuði 2019. Framboð félagsins dróst saman um 96% miðað við fyrrgreint samanburð- artímabil og nam 47,3 milljónum sæt- iskílómetra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 741,5 þúsund farþega milli landa og er það 81% minna en yfir fyrstu 10 mánuði ársins 2019. Innanlandsflug hefur ekki dregist eins mikið saman. Farþegar á þeim vettvangi voru 6.751 í október og fækkaði um 72% frá sama mánuði í fyrra. Í ár hafa 111.694 farþegar tekið sér far með innanlandsfluginu það sem af er ári og nemur samdrátt- urinn milli ára 54%. Það sem af er ári hafa vöruflutningar fyrirtækisins dregist nokkuð saman eða um 16% og var hlutfallið svipað í október eða 15%. 7.502 farþegar hjá Ice- landair í októbermánuði Flugstarfsemin er í raun í lamasessi. STUTT Einkahlutafélagið Árni Oddur Þórð- arson ehf. hagnaðist um 512,7 millj- ónir króna í fyrra. Félagið er að öllu leyti í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel. Árni Oddur Þórðar- son ehf. heldur á 1,3% hlut í Eyri In- vest sem er stærsti einstaki hluthaf- inn í Marel. Eyrir Invest hagnaðist um 327 milljónir evra á nýliðnu ári sem er jafnvirði nærri 50 milljarða króna. Árni Oddur Þórðarson á hins vegar stærri hlut í Eyri Invest en þann sem vistaður er í Árna Oddi Þórðarsyni ehf. og nemur heildar- eign hans um 17,9%. Samkvæmt árs- reikningi félagsins var það gengis- munur hlutabréfa, en það er mismunur á kaupverði og bókfærðu verði hlutarins en líkt og hagnaður Eyris Invest vitnar um hækkuðu bréf Marels gríðarlega í verði á ný- liðnu ári. Gríðarleg hækkun Marels Eignarhlutur Árna Odds Þórðar- sonar ehf. í Eyri Invest var bókfærð- ur á 1.204 milljónir króna í árslok 2019 og hafði aukist úr 633,8 millj- ónum árið áður. Eigið fé félagsins er hins vegar aðeins 36,9 milljónir króna en hafði verið neikvætt sem nam 475,7 milljónum króna í árslok 2018. Skuldir við lánastofnanir eru 936,2 milljónir og fram kemur í skýr- ingum með reikningnum að þær séu í íslenskum krónum með einni af- borgun höfuðstóls á árinu 2022. Vextir af þeim eru breytilegir og greiðast árlega og námu þeir 76,6 milljónum króna á árinu 2019. Eig- andi félagsins hefur sett tryggingar fyrir láninu með handveði í eignar- hlutum þess í Eyri Invest ásamt sjálfskuldarábyrgð. Morgunblaðið/Eggert Marel Árni Oddur Þórðarson hefur verið forstjóri frá 2013. Hagnast um hálf- an milljarð króna  Félag sem held- ur á 1,3% hlut í Eyri Invest ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.