Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 26

Morgunblaðið - 07.11.2020, Síða 26
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þingmenn höfðu hraðarhendur í vikunni og af-greiddu frumvarpið umtekjufallsstyrki sem lög með 48 samhljóða atkvæðum. Efna- hags- og viðskiptanefnd lagði til verulegar breytingar á frumvarpinu fyrr í vikunni þar sem skilyrði til að fá styrkina voru útvíkkuð og voru lögin samþykkt með þeim breyt- ingum. Styrkjunum er fyrst og fremst ætlað að bæta einstaklingum og litlum fyrirtækjum í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi upp tekju- tapið sem þeir hafa orðið fyrir í veirufaraldrinum frá í vor til 31. október. Er talið að einyrkjar og fyrirtæki í ferðaþjónustu og menn- ingargreinum muni einkum njóta góðs af tekjufallsstyrkjunum. Fjármálaráðuneytið hefur lagt mat á hversu margir muni líklega uppfylla skilyrðin til að fá styrki og hvað það muni kosta ríkissjóð. Heildarkostnaðurinn er áætlaður að hámarki 23,3 milljarðar. 14,5 milljarðar vegna mögu- legra umsókna í ferðaþjónustu Á minnisblaði til þingsins kem- ur fram að mesta lækkun á virðis- aukaskattskyldri veltu milli ára hef- ur orðið hjá ferðaskrifstofum, ferðaskipuleggjendum og annarri bókunarþjónustu (-84%), fyrir- tækjum í rekstri gististaða (-69%), í flutningi með flugi (-63%), einstaklingum og fyrirtækjum starfandi í menningarstarfsemi, fjárhættu- og veðmálastarfsemi (-53%) og atvinnumiðlun (-41%). Hvað ferðaþjónustuna varðar telur ráðuneytið að ef miðað sé við að öll fyrirtæki sem uppfylla skilyrði um tekjufall sæki um úrræðið og fái hámark tekjufallsstyrksins miðað við fjölda stöðugilda á árinu 2019 sé áætlað að úrræðið gæti kostað ríkis- sjóð allt að 14,5 milljarða kr. vegna ferðaþjónustunnar einnar. Auk þess er talið að greiðslur til einyrkja í ferðaþjónustu verði að há- marki 300 milljónir kr. ef tekið er mið af rekstrarkostnaði þeirra í fyrra. Í mati á þörfinni í listum og annarri menningarstarfsemi kemur fram að skv. upplýsingum Skattsins voru alls 1.964 einyrkjar og 715 fyrirtæki starfandi í menningar- greinum í fyrra. Könnun sem BHM lét gera leiddi í ljós að 79% ein- staklinga í lista- og menningar- greinum hafa orðið fyrir tekjufalli og helmingur þeirra taldi tekju- samdráttinn vera a.m.k. 50%. Skv. lögunum þurfa einstaklingar og fyrirtæki að hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli á sjö mánaða tímabili frá apríl sl. til októberloka til að eiga rétt á tekjufallsstyrk. Tekjufallið miðast þá við meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili í fyrra. Fjármálaráðuneytið áætlar núna að einyrkjar í listum muni fá greidda tæplega 2,5 milljarða kr. í tekjufallsstyrki samkvæmt nýju lög- unum og fyrirtæki í menningar- starfsemi fái 5,8 milljarða. 2.679 einstaklingar og fyrirtæki sem starfa í lista- og menningar- greinum gætu því ef allir uppfylla skilyrðin fengið samtals 8,3 millj- arða af þeim 23,3 milljörðum sem áætlað er að þessar stuðnings- aðgerðir kosti ríkissjóð. Þeir sem starfa í öðrum grein- um en menningu, listum og ferða- þjónustu gætu einnig átt rétt á styrkveitingum. Að mati ráðuneyt- isins og byggt á gögnum Skattsins gætu 41 einyrki og 113 fyrirtæki átt rétt á að sækja um styrkina sem myndu kosta allt að 1,65 milljarða ef allir sækja um og eiga rétt á þeim. Ef umsækjendur um styrkina hafa hins vegar líka fengið lokunar- styrk, greiðslu launa á uppsagnar- fresti og hlutabætur lækkar styrk- fjárhæðin sem þeir eiga rétt á. 8,3 milljarða styrkir í menningargeiranum Áætlaðir tekjufallsstyrkir eftir atvinnugreinum Atvinnugreinar sem eru líklegar til að hafa orðið fyrir nægu tekjufalli Heimild: fjármála- og efnahagsráðuneytið Atvinnugrein Tekjufall Fjöldi einyrkja/ fyrirtækja Styrkjafjár- hæðir, ma.kr. Ferða þjónusta Félög Veitingastaðir á suðvesturhorninu 40-70% 1.523 14,5 Önnur félög í ferðaþjónustu 70-100% Einyrkjar 70-100% 201 0,3 Menningarstarfsemi 40-70% 2.679 8,3 Aðrar greinar 40-70% 21 0,3 Alls 4.424 23,3 23,3 ma.kr. að hámarki eru áætluð heildar-áhrif tekjufallsstyrks á ríkissjóð Gögn notuð í greiningu eru frá KPMG og Skattinum 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Blikur eru álofti írekstri hjúkrunarheilmila og þjónustu við aldraða um þessar mundir. Upp- bygging á hjúkrunarheim- ilum hefur verið allt of hæg og miklir erfiðleikar eru í rekstri þeirra flestra þar sem dag- gjöld frá ríki duga ekki fyrir kostnaði. Undanfarna daga hefur Helgi Bjarnason blaðamaður farið yfir stöðu hjúkrunar- heimila í Morgunblaðinu og dregið upp dökka mynd af ástandinu. Niðurstaða loka- greinar hans í blaðinu í dag er sú að sveitarfélög séu lögð á flótta frá verkefninu. Þar kemur fram og eru ekki ný tíðindi að þrátt fyrir að viðurkennt sé að verkefnið sé heilbrigðisþjónusta og á verk- sviði ríkisins en ekki sveitar- félaga séu daggjöldin svo lág að sveitarfélögin hafi þurft að greiða með rekstrinum. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og for- maður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, hefur ver- ið óþreytandi að gagnrýna ástandið. Hann bendir á að margt hafi breyst frá því sem áður var. Þeir sem flytjist inn á hjúkrunarheimili nú séu veikari en áður og það út- heimti sífellt meiri og flóknari læknis- og hjúkrunarþjón- ustu. Þá séu heimilin orðin líknarstofnanir að hluta. Áður hafi veikir heimilismenn iðu- lega verið sendir á sjúkrahús, en nú deyi þeir nánast allir á sínu hjúkrunarheimili. Forstjórar hjúkrunarheim- ila gagnrýna að ekki fáist bætur vegna aukins kostn- aðar á borð við launahækk- anir. Þess í stað sé þeim nú sett hálfs prósents hagræð- ingarkrafa líkt og fjögur und- anfarin ár. Í raun sé verið að lækka framlög til umönnunar heimilisfólks. Gísli Páll bendir á að á sama tíma fái nær öll önnur heilbrigðisþjónusta hækkanir umfram launa- og verðlags- hækkanir. María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, kallar eft- ir því í greinaflokkinum að ríkið geri grein fyrir því hvað það borgi eigin stofnunum og nefnir Vífilsstaði. Þeir veiti eðli sínu samkvæmt minni þjónustu en hjúkrunarheimili þar sem fólk fái varanlega bú- setu. Fullyrt hefur verið að daggjöld þar séu 52 þúsund krónur, en dag- gjöld hjúkr- unarheimila án húsnæðisliðar 38 þúsund. Standist þetta má líta á það sem viðurkenn- ingu ríkisins á því að dag- gjöldin dugi ekki. Niðurstaðan er sú að sveit- arfélög hafa ákveðið að segja upp þjónustusamningum við ríkið um rekstur hjúkrunar- heimila eða eru að íhuga það. Ofan á þetta bætist að mun færri komast að en vilja. Bið eftir plássi á hjúkrunarheim- ili er nú um hálft ár. Það er allt of langur tími og ljóst að það getur haft neikvæð áhrif á heilsu að þurfa að bíða lengi. Þá þarf að fá færni- og heilsumat til að komast á bið- lista og það getur líka tekið sinn tíma, þannig að líkast er hinn raunverulegi biðtími nokkuð lengri. Ef ekki verður breyting á mun þetta ástand versna á næstu árum. Eldri borgurum mun fjölga hratt á næstu ár- um. Samkvæmt mannfjölda- spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks yfir áttræðu tvö- til þre- faldast á næstu 30 árum á sama tíma og íbúum landsins mun fjölga um 15%. Þetta kallar á að reisa þurfi eitt til tvö ný hjúkrunarheimili á ári um leið og gefa þarf í til að þjónustan verði viðunandi. Hjúkrunarheimilin eru orð- in aðþrengd og þrákelkni stjórnvalda veldur því að spyrja má hvort rekstrar- formið eigi þar einhvern hlut að máli. Hér verður að leita allra leiða til þess að finna viðunandi lausn. Í greina- flokknum er meðal annars fjallað um hugmyndir um einkaframkvæmd. Getur ver- ið að þar megi finna lausn til úrbóta? Það verður að skoða. Ríkið hefur borið því við að beðið sé niðurstöðu úr vinnu verkefnahóps heilbrigðis- ráðherra og greiningu á raun- verulegum kostnaði við rekst- ur hjúkrunarheimila og í kjölfarið verði gripið til að- gerða. Sú vinna er seint á ferð. Vandinn hefur lengi verið ljós. Ekki bætir úr skák að svigrúmið til að bregðast við með viðeigandi hætti er minna núna vegna kórónu- veirunnar en áður var. Það bætir hins vegar ekkert að slá hlutunum á frest. Það verður bara til þess að vandinn magnast og verður ískyggi- legri. Fjöldi fólks yfir átt- ræðu mun tvö- til þrefaldast á næstu þrjátíu árum} Öldrunarþjónusta í öngstræti F ramhaldsskólar hafa starfað með óhefðbundnu sniði frá því sam- komutakmarkanir voru fyrst boðaðar í mars. Fjölbreytni skól- anna kristallast í áskorunum sem skólastjórnendur, kennarar og nemendur mæta á hverjum stað, allt eftir því hvort um bók- eða verknámsskóla er að ræða, fjöl- brautaskóla eða menntaskóla með bekkja- kerfi. Aðstæður eru mismunandi, en í grófum dráttum hefur verklegt nám farið fram í stað- kennslu en bóklegt nám almennt í formi fjar- kennslu. Margir skólanna hafa breytt náms- mati sínu, með aukinni áherslu á símat en minna vægi lokaprófa, og sýnt mikla aðlög- unarhæfni. Með henni hefur tekist að tryggja menntun og halda nemendum við efnið, þótt aðstæður séu svo sannarlega óhefðbundnar. Allt frá því að faraldurinn braust út hef ég verið í mikl- um samskiptum við skólastjórnendur, fulltrúa kennara og ekki síst framhaldsskólanema. Af samtölum við nem- endur má ráða að þeirra heitasta ósk sé að komast í skól- ann sinn og efla sinn vitsmuna- og félagsþroska samhliða náminu. Hér skal tekið fram, að margir hafa náð góðum tökum á fjarnáminu og því ekki farið á mis við námsefnið sjálft, en félagslega hliðin hefur visnað og núverandi fyr- irkomulag er að mínu mati ekki sjálfbært. Það tekur hressilegan taktinn úr daglegu lífi unga fólksins, eykur líkurnar á félagslegri einangrun, andlegri vanlíðan og skapar jafnvel spennu í samskiptum þeirra við foreldra. Sóttvarnareglur veita skólastjórnendum lítið svigrúm, en við ætlum að nýta tímann vel og lenda hlaupandi um leið og tækifæri gefst til aukins staðnáms. Í því samhengi höfum við skoðað ýmsar leiðir, fundað með landlækni og sóttvarnalækni um horfur og mögulegar lausnir, kannað hvort leiga á viðbótarhúsnæði myndi nýtast skólunum – t.d. ráðstefnusalir, kvikmynda- og íþróttahús sem nú standa tóm – og hvernig megi tryggja stöðugleika í skóla- starfinu óháð Covid-sveiflum í samfélaginu. Þeirri vinnu ætlum við að hraða og styðja skólastjórnendur með ráðum og dáð. Öllum hugvekjandi tillögum má velta upp, hvort sem þær snúa að tvísetningu framhaldsskól- anna, vaktafyrirkomulagi í kennslu eða nýt- ingu grunnskólahúsnæðis sem er vannýtt hluta dagsins. Í gömlu lagi segir að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott – að finna megi út úr öllu ánægjuvott. Þannig sýna mælingar framhaldsskólanna að brotthvarf sé minna nú en oft áður. Að verkefnaskil og undirbúningur fyrir próf gangi vel. Að nemendur sem ekki komast úr húsi sofi meira og hvílist betur en félagslyndir framhalds- skólanemar gera að öllu jöfnu. Slíkar fréttir eru góðar en breyta ekki þeirri staðreynd að félagsstarf og samskipti við aðra er órjúfanlegur þáttur í góðri menntun. liljaa@althingi.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Nýtum tímann og finnum leiðir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Vð mat fjármálaráðuneytisins á því hversu mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu gætu átt rétt á úrræðinu sem lögin um tekju- fallsstyrki kveða á um kemur fram að samkvæmt gagna- grunni KPMG, sem byggist á upplýsingum úr ársreikningum, uppfylla 1.523 fyrirtæki skilyrði um veltu og fjölda launamanna. Á minnisblaði ráðuneytisins er bent á að veltusamdrátturinn milli ára sé breytilegur og dæmi séu um veitingastaði á Suðvest- urlandi sem hafa orðið fyrir minna en 40% tekjufalli en veit- ingastaðir úti á landi sem stól- uðu meira á erlenda eftirspurn hafi orðið fyrir meira en 70% tekjufalli. Starfandi hefur fækkað um tæp 12 þúsund Samkvæmt gögnum Hagstof- unnar voru 26.392 einstaklingar við störf í einkennandi greinum ferðaþjónustu í lok árs 2019 en á þriðja ársfjórðungi yfirstand- andi árs hafði þeim fækkað í 14.551. Á sama tíma fækkaði launagreiðendum úr 2.037 í 1.779. Tekjufallið oft yfir 70% VELTAN DRÓST SAMAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.