Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
Málefni flóttamanna
og annarra innflytj-
enda eru með al-
stærstu málum sem
þjóðir heims standa
frammi fyrir.
Meira en nokkru
sinni fyrr einkennast
stjórnmál Vesturlanda
af yfirbragði umfram
innihaldi. Ein af afleið-
ingum þeirrar þróunar
er sú að því stærra sem
viðfangsefnið er þeim mun erfiðara
er að ræða það.
Til að ná árangri í stórum málum
þarf hins vegar að vera hægt að
skoða og ræða staðreyndirnar, meta
innihaldið en ekki bara umbúðirnar.
Ef við viljum hjálpa sem flestum
þeirra sem þurfa mest á hjálp að
halda og gera eins mikið gagn og
kostur er þurfum við að gera okkur
grein fyrir eðli málanna og meta
þannig hvernig best er að bregðast
við.
Innflytjendamál eru hins vegar í
ólestri á Íslandi og einkennast í
auknum mæli af stjórnleysi. Hæl-
isleitendur bíða í sumum tilvikum ár-
um saman eftir því að fá niðurstöðu.
Með því er mikið lagt á fólk sem
hingað leitar. Um leið ýtir þessi stað-
reynd undir tilhæfulausar umsóknir.
Slíkum umsóknum er sérstaklega
beint að ríkjum þar sem frest-
unarmöguleikarnir eru mestir. Úr
verður keðjuverkun sem er skaðleg
fyrir næstum alla en sérstaklega þá
sem þurfa mest á hjálp að halda.
Ísland sker sig úr
Hælisumsóknum hefur fjölgað
gríðarlega á Íslandi á undanförnum
árum á sama tíma og
þeim hefur fækkað í
mörgum nágranna-
löndum okkar. Nú er
svo komið að hælis-
umsóknir eru hlutfalls-
lega flestar á Íslandi af
öllum Norðurlanda-
þjóðunum (meira að
segja fleiri en í Sví-
þjóð). Í fyrra voru slík-
ar umsóknir, miðað við
íbúafjölda, fimmfalt
fleiri á Íslandi en í Dan-
mörku og Noregi.
Í Finnlandi, eins og á
Íslandi, höfðu umsóknir verið mun
færri en annars staðar á Norður-
löndunum áratugum saman. Það
vakti því athygli þar í landi þegar
fjöldi umsókna tók skyndilega fram
úr Noregi og Danmörku (í fyrra voru
þær tvöfalt fleiri). Breytt lög og regl-
ur, þ.m.t. auknir frestunarmögu-
leikar, höfðu komið Finnlandi á kort-
ið hjá þeim sem skipuleggja ferðir til
Vesturlanda. Finnskur ráðherra
sagði mér fyrir nokkrum árum að
skyndilega hefðu hátt í 60.000 Írakar
sótt um hæli þar í landi á skömmum
tíma. Þegar stjórnvöld könnuðu hvað
hefði gerst kom í ljós að eftir reglu-
breytingu hefði straumi sem áður lá
til Belgíu verið beint til Finnlands.
Hvernig er staðan á Íslandi sam-
anborið við Finnland eftir þessa
hröðu breytingu? Hlutfallslega eru
umsóknirnar þrefalt fleiri á Íslandi.
Það er afleiðing ákvarðana og
ákvarðanaleysis á undanförnum ár-
um.
Bætt í
Á síðasta þingi lagði ríkisstjórnin
fram frumvarp sem hefði tryggt
þeim sem fá hæli á Íslandi, hvort
sem þeir koma á eigin vegum eða
annarra, löglega eða ekki, sömu
þjónustu og ríkið veitir þeim kvóta-
flóttamönum sem við bjóðum til
landsins. Það tókst að koma í veg
fyrir afgreiðslu þessa máls. Með
samþykkt hefði verið settur stór
rauður hringur um Ísland sem
áfangastað í bókum þeirra sem selja
fólki væntingar dýrum dómi og
senda það af stað í hættulega óvissu-
ferð. Með því hefði Íslandi verið
tryggt heimsmet sem helsti áfanga-
staðurinn miðað við fólksfjölda (ef
við höfum ekki náð því nú þegar).
Hvernig gerum við mest gagn?
Þegar straumur flóttamanna og
förufólks til Evrópu jókst gríðarlega
árið 2015 (eftir að landamæri Þýska-
lands voru opnuð) jók ríkisstjórnin
framlög til flóttamannamála veru-
lega en ég lagði áherslu á að fjár-
magnið gerði sem mest gagn fyrir þá
sem þyrftu mest á hjálp að halda. Ég
ákvað svo að fara til Líbanons og
Möltu til að kynna mér ástandið af
eigin raun. Það reyndist mjög lær-
dómsrík ferð.
Líbanon er enn að jafna sig eftir
langa og grimmilega borgarastyrj-
öld. Efnahagur landsins er í rúst en
landið hefur engu að síður tekið að
sér að reisa fjölda flóttamannabúða
sem sumar minna á bæi eða jafnvel
borgir. Flestir sem þar búa segjast
vilja snúa aftur heim þegar tækifæri
gefst til. Líbanon hefur hins vegar
fengið allt of lítinn stuðning frá
stjórnmálamönnum í löndum þar
sem ímyndarstjórnmál ráða för. Þar
vilja menn hafa „góðmennsku“ sína
sýnilega og nálæga fremur en að
veita fjármagn þar sem það gerir
mest gegn.
Íslensk stjórnvöld verða að ná
stjórn á aðgerðum landsins í flótta-
manna- og innflytjendamálum. Ella
heldur áfram keðjuverkun sem
350.000 manna ríki mun ekki ráða
við. Sífellt fleiri munu fara af stað
með óraunhæfar væntingar og í
mörgum tilvikum borga stórhættu-
legum glæpamönnum fyrir að koma
sér áleiðis. Keðjuverkunin heldur
svo áfram.
Löggjöf og framkvæmd
Löggjöf um málaflokkinn er mein-
gölluð. Hún ýtir undir þessa þróun,
tekur lítið tillit til raunveruleikans
og er ekki til þess fallin að beina að-
stoðinni að þeim sem þurfa mest á
henni að halda. En það þarf líka að
fylgja þeim lögum og reglum sem
gilda og hafa virkað. Dyflinnar-
reglugerðin var ekki sett að ástæðu-
lausu. Samkvæmt henni á að af-
greiða hælisumsóknir í því
Evrópulandi sem umsækjandinn
kemur fyrst til. Eftir að íslensk
stjórnvöld fóru að víkja frá henni
varð landið fyrst að áfangastað
þeirra sem ekki eiga tilkall til „al-
þjóðlegrar verndar“. Því skyldu
menn fylgja reglunum ef Ísland aug-
lýsir sig sem land sem lítur fram hjá
þeim?
Við þurfum að hafa skilvirka lög-
gjöf þar sem umsóknir eru af-
greiddar hratt (m.a. 48 tíma reglu
eins og í Noregi) og afnema allar
reglur sem notaðar eru til að skapa
óraunhæfar væntingar um Ísland
sem áfangastað. Aðrar Norðurlanda-
þjóðir keppa nú hver við aðra um að
draga úr væntingum fólks um dval-
arleyfi. Allar nema Ísland. Ef við
skerum okkur úr meðal norrænu
landanna á þessu sviði verður ekki
við neitt ráðið. Það hefur varla farið
fram hjá fólki að þrátt fyrir að landið
sé nánast lokað vegna heimsfarald-
ursins kemur enn mikill fjöldi fólks
sem telur Ísland vænlegasta kostinn
fyrir hælisumsókn.
Reynsla annarra
Sögur um bestu áfangastaðina
dreifast hratt á samfélagsmiðlum og
Danir hafa á undanförnum árum
gripið til róttækra aðgerða til að
draga úr straumnum þangað. Ríkið
birti í því skyni auglýsingar í fjöl-
miðlum í Mið-Austurlöndum og
gerði svo kröfu um að flóttamenn af-
hentu eignir sínar við komuna. Hið
síðarnefnda þótti mér ómannúðlegt
en líklega var ætlunin ekki að fram-
fylgja stefnunni heldur að draga úr
sölu ferða til Danmerkur.
Heildstæðasta og besta stefna
sem ég hef séð um þessi mál er
stefna danskra sósíaldemókrata fyr-
ir þingkosningarnar í fyrra. Þar eru
dregnar skýrar línur um að reglum
skuli fylgt en einnig um mikilvægi
þess að þeir sem fá hæli í landinu
skuli laga sig að dönsku samfélagi.
Stefnan byggist í raun á gömlum og
góðum gildum jafnaðarmanna um
mikilvægi samheldinna samfélaga.
Þeir gera sér grein fyrir því að
sterkt velferðarkerfi og opin landa-
mæri fara ekki saman.
Allt er þetta spurning um að meta
staðreyndir og ná stjórn á málum
svo hægt sé að tryggja hagsmuni
samfélaganna og hjálpa þeim sem
mest þurfa á hjálp að halda eins mik-
ið og kostur er.
Eftir Sigmund
Davíð Gunnlaugsson » Innflytjendamál
eru hins vegar í
ólestri á Íslandi og
einkennast í auknum
mæli af stjórnleysi.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Stjórnlaust stórmál
Skiljanlega eru flest
okkar orðin þreytt á
ástandinu sem kórónu-
veirufaraldurinn hefur
skapað hér á landi og
um allan heim. Því er
það mikilvægt fyrir
okkur sem stöndum í
brúnni að finna að fólk
er vel upplýst og hefur
skilning á sóttvarna-
ráðstöfunum eins og
skoðanakannanir bera vitni um.
Fyrir viku var ákveðið að herða
sóttvarnaráðstafanir og von mín
stendur til þess að ábyrg viðbrögð
okkar allra við þessum ráðstöfunum
muni skila tilætluðum árangri.
Hertar aðgerðir endurspegla þá
staðreynd að fagfólk okkar og vís-
indamenn hafa lært af reynslunni,
þau vita hvað er árangursríkast og
nýta nýja þekkingu og rannsóknir
til að ná auknum árangri. Þannig
hefur náðst mikill árangur í með-
ferð sjúklinga og unnið er að rann-
sóknum á eftirköstum sjúkdómsins.
Mikilvægt verkefni er að styðja við
endurhæfingu og aðhlynningu
þeirra sem glíma við viðvarandi ein-
kenni sökum Covid-19. Meira er nú
lagt upp úr grímunotkun en áður
enda hefur verið sýnt fram á að
hún geti dregið úr smithættu.
Þó að dánartalan á Íslandi sé enn
með því lægsta sem þekkist er sárt
að hugsa til þeirra sem faraldurinn
hefur leikið grátt. Ég votta öllum
þeim sem misst hafa ástvini í þess-
ari og fyrri bylgjum faraldursins
samúð mína.
Markmið stjórnvalda eru skýr
hér eftir sem hingað til; að vernda
líf og heilsu landsmanna, ná smit-
stuðlinum hratt niður fyrir einn og
fækka þeim sem smitast af veir-
unni. En markmiðið hefur líka verið
að lágmarka samfélagsleg og efna-
hagsleg áhrif faraldursins. Þetta er
vandratað einstigi. Hinar ákveðnu
sóttvarnaaðgerðir
þjóna einmitt því
markmiði að draga úr
áhrifum veirunnar á
samfélagið enda hefur
það afar slæm áhrif á
ýmsa eftirspurn ef
smitbylgjan rís of hátt.
En þó að vangaveltur
heyrist um enn strang-
ari lokanir leggjum við
áherslu á að skólastarf
geti haldið áfram eins
og í fyrri bylgju og
komið er til móts við
óhjákvæmileg efnahagsleg áhrif
með skýrum mótvægisaðgerðum.
Í vor kynntum við fyrstu efna-
hagsaðgerðir okkar undir yfirskrift-
inni Varnir, vernd og viðspyrna. Þá
var von allrar heimsbyggðarinnar
að veiran yrði skammvinnur gestur.
Það hefur breyst, faraldurinn koðn-
aði ekki niður heldur sækir á ný í
sig veðrið og við getum öll átt von á
því að sóttvarnaráðstöfunum verði
beitt þegar hann blossar upp aftur.
Það er hins vegar til mikils að
vinna fyrir íslenskt samfélag og
hagkerfi að hlé komi í storminum
þannig að samfélagið geti gengið
fyrir sig með sem eðlilegustum
hætti og um leið dragi úr faraldurs-
þreytu.
Afli hins opinbera beitt
gegn kreppunni
Meðan faraldurinn geisar munu
stjórnvöld styðja við þá sem verða
fyrir höggi og beita til þess fullum
þunga ríkisfjármálanna. Hætta er á
að ójöfnuður aukist í kjölfar heims-
faraldra; bæði milli samfélaga og
innan samfélaga. Það er því mik-
ilvægt að íslensk stjórnvöld séu
meðvituð um að tryggja jöfnuð í að-
gerðum sínum og ýmsar félagslegar
aðgerðir þjóna því markmiði. En
stóra verkefnið til að tryggja jöfnuð
er að atvinnuleysi verði ekki lang-
tímaböl og það hefur verið helsta
verkefni ríkisstjórnarinnar.
Til að vega gegn atvinnuleysi og
styðja við heimilin í landinu hefur
verið gripið til margháttaðra leiða.
Hlutastarfaleiðin hefur vegið þungt
í að styðja við afkomu fólks. Án
þess að telja allt upp má nefna sér-
stakan barnabótaauka á vormán-
uðum, tómstundastyrki til tekju-
lágra fjölskyldna sem afgreiddir
verða í nóvember, aukna geðheil-
brigðisþjónustu um land allt, sér-
staka eingreiðslu til örorku- og
endurhæfingarlífeyrisþega, launa-
tryggingu í sóttkví, heimild til út-
tektar á séreignarsparnaði,
menntaúrræði fyrir atvinnuleit-
endur og tímabil tekjutengdra at-
vinnuleysisbóta hefur verið tvöfald-
að.
Við höfum stutt við fyrirtæki og
þar með atvinnu fólks með lokunar-
styrkjum og tekjufallsstyrkjum en
hvort tveggja tekur breytingum
núna í þriðju bylgju faraldursins og
mun ná til fleiri aðila með hærri
styrkjum, til dæmis ferðaþjónustu-
fyrirtækja, veitingahúsa og sjálf-
stætt starfandi aðila. Í undirbúningi
eru viðspyrnustyrkir sem munu
einnig mæta þeim sem orðið hafa
fyrir miklu tekjufalli. Þá má nefna
að skattgreiðslum var frestað, stutt
við greiðslu launa í uppsagnarfresti
og ráðist í umfangsmikinn stuðning
við nýsköpun í atvinnulífinu. Fjár-
málafyrirtækjum hefur verið gert
kleift að nýta sitt svigrúm til að
styðja við fyrirtæki og ríkisvaldið
ábyrgist að fullu svokölluð stuðn-
ingslán og brúarlán að hluta. Að
auki var tryggingagjald lækkað
tímabundið til að styðja við fram-
lengingu kjarasamninga.
Ríkisstjórnin hefur með mark-
vissum hætti aukið opinbera fjár-
festingu á fjölbreyttum sviðum til
að auka umsvif og fjölga störfum.
Þar vega þyngst fjárfestingar í
samgöngumannvirkjum um land
allt sem munu einnig greiða fyrir
samgöngum og auka umferðarör-
yggi. Einnig er ráðist í tímabærar
byggingarframkvæmdir og stór-
aukin fjárfesting er í brýnum um-
hverfismálum: hringrásarhagkerf-
inu, fráveituframkvæmdum og
loftslagsmálum. Síðast en ekki síst
má nefna fjárfestingar í grunnrann-
sóknum, nýsköpun, matvælafram-
leiðslu og skapandi greinum. Allt
eru þetta skynsamlegar og mik-
ilvægar fjárfestingar sem munu
skapa störf og auka verðmæta-
sköpun bæði til skemmri og lengri
tíma. Á sviði þekkingargreinanna á
Íslandi eru stór tækifæri – eins og
sjá má á nýlegum gleðifréttum um
Evrópustyrk til vísindamanna á
sviði svefnrannsókna. Íslenskt vís-
indafólk og listafólk hefur náð ótrú-
legum árangri víða um heim á und-
anförnum árum og þar hefur
uppbygging menntunar og stuðn-
ingskerfis verið lykilþáttur.
Fjárfest fyrir framtíðina
Opinber fjárfesting dugir þó ekki
til ein og sér og hvetja þarf til at-
vinnuvegafjárfestingar einkaaðila.
Þar eru stjórnvöld að kanna sér-
stakar skattaívilnanir sem hvetji til
grænna fjárfestinga og fjárfestinga
í hátækni og nýsköpun. Ef vel tekst
til getur þessi erfiði tími sem við
göngum nú í gegnum orðið hraðall
fyrir græna umbreytingu og
tækniþróun. Þannig getum við
áfram tekið sífellt stærri skref til
að ná raunverulegum árangri í bar-
áttunni gegn loftslagsvánni og
tryggt að tæknibreytingar auki í
senn velsæld og verðmætasköpun.
Mikilvægt er að gleyma ekki að
hagkerfið sem kemur út úr krepp-
unni verður ekki nákvæmlega eins
og hagkerfið sem fór inn í krepp-
una.
Í gegnum þennan heimsfaraldur
hef ég margoft þakkað fyrir að til-
heyra samfélagi þar sem umræðan
er opin og gagnsæ, þar sem fólk er
vel upplýst og umhugað hverju um
annað, þar sem vísindamenn for-
gangsraða tíma sínum og efnum til
að leggja sitt af mörkum í barátt-
unni gegn sjúkdómnum og þar sem
fagfólk og yfirvöld eiga lýðræð-
islegt samtal um leiki í flóknu tafli.
Baráttan við veiruna hefur reynst
vera torveld gönguferð sem við vit-
um ekki alveg hve lengi varir né
hvar við endum. En ég veit að í
þessari gönguferð eru þekking, um-
burðarlyndi og seigla mikilvægustu
ferðafélagarnir og skila okkur á
endanum í örugga höfn.
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
»Hinar ákveðnu
sóttvarnaaðgerðir
þjóna einmitt því
markmiði að draga
úr áhrifum veirunnar
á samfélagið.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Styrkur íslensks samfélags
Morgunblaðið/Eggert
Lögð er áhersla á að skólastarf geti haldið áfram eins og í fyrri bylgju.