Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 11. NÓV. KL. 17.00-17.30
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Veghús 7, 112 Reykjavík Verð 49,9 millj.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is
Stór og falleg fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð. Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa,
eldhús með borðkrók, þvottahús innan íbúðar og stórar suðursvalir. Baðherbergið er
með opnalegum glugga, hvítri innréttingu og sturtu í baðkari. Þvottaherbergi innan
íbúðar.
Íbúð – Stærð 126,5 fm
Það er alltaf jafn góð skemmtun að lesa á ljósaskilti fyrirtækjaþegar haustar og skyggja tekur á kvöldin. Þá afhjúpast hvaðaperur hafa gefið sig yfir sumartímann og enginn tók eftir aðvantaði í allri birtunni. Þannig starfa nú í hverfinu mínu bæði
TÖLLIN og American Syle (Kjöthöllin og American Style) og Z-
BRAIR skortir líka nokkra logandi stafi til þess að verða Z-BRAUTIR
á ný. Þannig má áfram telja, á hverju einasta endurtekna hausti. Oft
birtist einungis merkingarleysa, en það er náttúrlega fyndnast þegar ný
merking blasir við. Ég á enn í fórum mínum mynd sem ég sendi vinkonu
minni þegar á vegi mínum varð SÓLBAÐSSTOFAN ÆLAN, það var
kímnigáfa að okkar skapi – við elskum sannarlega húsverði sem sofa á
vaktinni.
Það þarf jú ekki nema einn bókstaf til að breyta merkingu orða. Þetta
er vel þekkt í óprófarkarlesnu efni – og nú til dags á órannsakanlegum
vegum autocorrect-forritsins – maður verður maur og allt fær nýjan
svip … Þetta er ekki ó-líkt
því sem Þórarinn Eldjárn
undirstrikaði, í eitt skipti
fyrir öll, með bókartitlinum
Ó fyrir framan – allt getur
snúist við ef einn staf vant-
ar, eða honum ofaukið.
Talandi um höfunda, þá
hefur landskunnur rithöfundur (þó ekki Þórarinn) haldið því fram að h-
inu sé ofaukið í heiti Rithöfundasambands Íslands. Ég veit ekki hvort
þetta er hans raunverulega skoðun eða glens. En einn einasti stafur
getur beinlínis opnað ginnungagap, eða svipt burt ætlun þess sem skrá-
ir. Þess vegna höfum við prófarkarlesara – ég man reyndar aldrei hvort
það er „r“ á orðhlutaskilum þar, eða ekki, en þá erum við komin út í ann-
ars konar og minna skapandi misritun.
Sem fyrr segir er sú nefnilega best sem skapar nýja merkingu. Í því
samhengi – og ekki síst vegna þess að jólabókaflóðið er nú komið af stað
með tilheyrandi flóðbylgjuviðvörun – má rifja upp bráðvinsælan sam-
kvæmisleik sem bókasöfnin stóðu að fyrir fáeinum misserum þar sem
fólk mátti breyta einum staf í þekktum bókartitlum, í því skyni að leyfa
öðrum að flissa. Ekki leið á löngu þar til Harðskafi var orðinn Harð-
skaufi, Tímaþjófurinn varð Símaþjófurinn og svo opnuðust flóðgáttir;
Reddarar hringstigans, Hundrað ára meinsemd, Eldhúshellur, Brennu-
Njálgssaga, Önglar alheimsins, Ungfrúin góða og búsið og svo auðvitað
Úldnir hafa orðið. Eða nei, annars, þessu lauk ekki þar, gott ef fóru ekki
líka á kreik titlar eins og Karlar sem mata konur, Barmur englanna,
Hráki og hleypidómar, Híbýli kindanna og Bókin um slátur og
gleymsku
Kannski, ágætu lesendur, er öruggara að iðka þennan leik með eldri
bækur, a.m.k. þær sem hafa fest sig í sessi (sjá athugasemd landskunna
höfundarins ofar), ég hvet í öllu falli vegfarendur hiklaust til að njóta
skapandi ljósaskilta, missýna og misheyrna í fásinni daganna – það má
alveg flissa smá.
Þefarinn mikli frá Kasmír
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Morgunblaðið/Hari
Geðheilbrigðismál voru í brennidepli á fundiborgarstjórnar Reykjavíkur sl. þriðjudag.Frumkvæði að því hafði einn af borg-arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Valgerður
Sigurðardóttir, sem flutti tillögu sem allir borg-
arfulltrúar flokksins stóðu að um „úttekt á stöðu geðheil-
brigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna Covid-19“.
Í greinargerð tillögunnar er bent á að miklar breyt-
ingar hafi orðið á samfélagi okkar á þessu ári, „enda hef-
ur kórónuveikifaraldurinn sett mark sitt á daglegt líf
allra landsmanna“.
Í greinargerðinni segir enn fremur:
„Þá hefur ástandið leitt til félagslegrar einangrunar
ýmissa hópa í viðkvæmri stöðu líkt og eldri borgara.
Þessi staða verður sífellt þyngri þar sem faraldurinn hef-
ur dregizt á langinn, ekki sízt meðal viðkvæmra hópa.“
Þetta eru rökin fyrir því í greinargerð tillögunnar að
gera þurfi úttekt á því hver raunveruleg staða þessara
mála sé í Reykjavík og jafnframt að gerð verði aðgerða-
áætlun, sem útlisti aðgerðir til úrbóta.
Til marks um áhrif veirunnar á viðkvæma hópa er vak-
in athygli í greinargerð tillögu borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á
bráðabirgðatölum frá ríkislög-
reglustjóra vegna sjálfsvíga sem
bendi til þess „að staða geðheilbrigð-
ismála sé þung“. Þar kemur fram að á
fyrstu átta mánuðum ársins hafi verið
farið í 30 útköll vegna sjálfsvíga en á
sama tíma síðasta árs hafi slík útköll verið 18 talsins.
Þá er í greinargerð tillögunnar fjallað sérstaklega um
ástandið meðal barna og ungmenna og minnt á að ung-
mennaráð borgarinnar hafi á sameiginlegum fundi
Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar í febrúar
2017 lagt til að „efla geðfræðslu fyrir nemendur á mið-
og unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkurborgar frá
og með haustinu 2019“.
Tillagan hafi verið samþykkt en sé ekki enn komin til
framkvæmda. Hins vegar hafi verið tekin saman skýrsla
um „geðfræðslu í grunnskólum Reykjavíkur, sem út-
listar tillögur starfshóps að framkvæmd geðfræðslu í
grunnskólum borgarinnar“.
Þar komi fram að hegðunarvandi barna og unglinga
hafi „aukizt til muna og sé sífellt meira áhyggjuefni. Nið-
urstöður rannsókna á heilsu og líðan íslenzkra barna
benda til hærri tíðni geðrænna vandamála íslenzkra
barna en barna annars staðar í Evrópu og eru algeng-
ustu greiningarnar kvíðaröskun og ADHD. Samkvæmt
tölum frá embætti landlæknis hefur geðlyfjanotkun
vegna tilfinninga- og hegðunarerfiðleika aukizt mjög
mikið á undanförnum árum.“
Það skiptir verulegu máli, að þessi málefni hafi verið
tekin til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo vill til
að skammt er í að hið sama gerist á Alþingi, þegar laga-
frumvörp vegna barnaverkefnis, sem Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað á
fyrstu mánuðum sinnar ráðherratíðar, koma fram og
tengjast þessum málaflokki.
Um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins urðu
mjög líflegar umræður í borgarstjórn sl. þriðjudag og
telja má líklegt að áhrifin af þeim umræðum svo og á Al-
þingi leiði til þess að önnur sveitarfélög, bæði á höf-
uðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu, snúi sér að
sömu verkefnum.
Geðheilbrigðismál eru málaflokkur, sem fólk og flokk-
ar eiga að geta sameinast um. Þetta er málefni, sem hef-
ur ekkert með flokkapólitík að gera, og þaðan af síður
hugmyndafræðilegar deilur. Í umræðunum í borg-
arstjórn kom fram ríkur vilji til slíkrar samstöðu, sem
leiddi til þess að meirihluti og minnihluti náðu saman um
tilteknar breytingar sem snerust meira um orðalag en
efni máls.
Frumkvæði Valgerðar Sigurðar-
dóttur leiddi því til þess, að borg-
arstjórn samþykkti sérstaka ályktun
um geðheilbrigðismál með atkvæðum
allra borgarfulltrúa, sem virðist vera
óalgengt í ljósi annarra umræðna, sem
blönduðust inn í umræður um þessa til-
lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Á sama tíma og þessi málefni eru að komast á dag-
skrá, bæði Alþingis og borgarstjórnar Reykjavíkur – og
vonandi annarra sveitarfélaga líka í náinni framtíð – hef-
ur Geðhjálp staðið fyrir átaki til þess að vekja athygli á
sjálfsvígum og undirskriftasöfnun til þess að hvetja
stjórnvöld til að setja geðheilsu í forgang. Í fyrradag
höfðu yfir 31 þúsund manns skrifað undir.
Eitt af því, sem Geðhjálp hvetur til að gert verði, er að
byggt verði nýtt húsnæði fyrir geðsvið Landspítalans.
Hið sama gerði Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður
Samfylkingar, í grein í Fréttablaðinu fyrir skömmu.
Það hefur lengi verið ljóst að húsnæði geðdeildar
Landspítalans – sem byggt var sérstaklega fyrir þá deild
– hentar ekki vel fyrir þá starfsemi. Það á bæði við um
staðsetningu og bygginguna sjálfa og fagnaðarefni að
hreyfing er vonandi að komast á þau mál.
Eitt af því, sem minnt var á í umræðunum í borg-
arstjórn, er þörfin á að kostnaður við sálfræðiþjónustu
verði niðurgreiddur ekki síður en læknisþjónusta al-
mennt. Það gengur ekki að fólk, sem þarf á sálfræði-
þjónustu að halda, leiti hennar ekki vegna þess, að það
hafi ekki efni á því. Kannski hefur það þurft einhvern
tíma fyrir ráðamenn þjóðarinnar að skilja það, en þegar
hér er komið sögu ætti sá skilningur að vera fyrir hendi.
Geðheilbrigði er eitt stærsta viðfangsefni heilbrigð-
iskerfis okkar nú um stundir og verður það á næstu ár-
um.
Því þurfa að fylgja fjárveitingar í samræmi við það.
Geðheilbrigðismál
í brennidepli hjá borgarstjórn
Vonandi beinist athygli
annarra sveitarfélaga
að þeim líka.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Fréttnæmast við úrslit kosning-anna í Bandaríkjunum er ef til
vill, hversu langt þau voru frá spá-
dómum allra spekinganna, sem birst
hafa á skjám um allan heim og end-
urtekið tuggur hver frá öðrum. Þegar
þetta er skrifað virðast lýðveld-
issinnar (repúblikanar) hafa haldið
velli í öldungadeildinni og unnið
nokkur sæti í fulltrúadeildinni, og for-
setaefni þeirra bíður nauman ósigur
fyrir forsetaefni lýðræðissinna
(demókrata). Minnihlutahópar hafa
kosið lýðveldissinna í meira mæli en
oftast áður. Innan Lýðræðisflokksins
heyrast nú raddir um, að fámennur
hópur háværra vinstrimanna megi
ekki ráða þar ferð, en sá hópur vill
fella niður fjárveitingar til lögregl-
unnar og stórhækka skatta á há-
tekjumenn. Slíkir skattar lenda alltaf
að lokum á miðstéttinni, því að há-
tekjumennirnir, sem eru einmitt ein-
hverjir öflugustu stuðningsmenn
Lýðræðisflokksins, kunna ótal ráð til
að koma sér undan þeim. (Tveir rík-
ustu menn heims, Jeff Bezos og Car-
los Slim, eiga mikið eða allt í Wash-
ington Post og New York Times, sem
bæði styðja Lýræðisflokkinn, og
Twitter og Facebook veittu Lýðræð-
isflokknum grímulausan stuðning.)
Annað er líka umhugsunarefni; fá-
víslegar athugasemdir spekinganna á
skjánum um bandarísk stjórnmál.
Þeir virðast ekki vita, að Bandaríkin
eru samband fimmtíu ríkja, og hvert
ríki hefur sinn hátt á að kjósa til for-
seta og í öldungadeild og full-
trúadeild. Ríkin kjósa forsetann, en
ekki sá merkingarlausi hópur, sem
fæst með því að leggja saman fjölda
fólks með kosningarrétt í ríkjunum
fimmtíu. Þess vegna var auðvitað líka
viðbúið, að tafir yrðu sums staðar á
talningu. Aðferðirnar eru ólíkar.
Bandaríkin eru dreifstýrt land, ekki
miðstýrt. Fullveldinu er þar skipt
milli ríkjanna fimmtíu og alríkisins.
Eins og Alexis de Tocqueville benti á
í sínu sígilda verki um Bandaríkin er
dreifstýringin skýringin á því, hversu
vel heppnað hið bandaríska stjórn-
skipulag er, ólíkt hinu franska, sem
lauk í byltingunni með ógnarstjórn og
hernaðareinræði. Tocqueville nefndi
ekki aðeins skiptingu valdsins milli
einstakra ríkja og alríkisins, heldur
líka sjálfstæði dómstóla og frum-
kvæði borgaranna í framfaramálum.
Bandarískt stjórnskipulag er til þess
gert að standast misjafna valdsmenn
eins og skip eru smíðuð fyrir storm-
inn, ekki lognið. Sé allt það rétt, sem
andstæðingar núverandi forseta
segja um hann, þá er það enn ein
staðfestingin á greiningu Tocquevil-
les, að Bandaríkin skuli hafa komist
bærilega af undir fjögurra ára stjórn
hans.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bandarísk dreifstýring