Morgunblaðið - 07.11.2020, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020
„Nú vakna ég útsofinn og hvíldur“
Skúli Sigurðsson
Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
™
Einkenni vegna stækkunar
blöðruhálskirtils geta verið:
• Lítil eða slöpp þvagbuna
• Tíð þvaglát
• Næturþvaglát
• Skyndileg þvaglátaþörf
• Erfitt að hefja þvaglát
• Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát
• Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir síðasta þvaglát
• Sviði eða sársauki við þvaglát
Brizo™ er fæðubótarefni sérhannað
fyrir karlmenn sem þjást af einkennum
góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.
Í grein eftir Teit
Björn Einarsson vara-
þingmann sem birtist í
Morgunblaðinu 2. nóv-
ember síðastliðinn er
fjallað um fiskeldi á Ís-
landi. Í greininni lýsir
varaþingmaðurinn eig-
in túlkun á lögum og
reglum.
Varaþingmaðurinn
heldur því fram að ráð-
herra hafi ekki heimild
til þess að leggja stað-
bundið bann við fisk-
eldi í einstaka fjörðum
ef ekki liggur fyrir
burðarþolsmat og
áhættumat erfða-
blöndunar. Þetta er
beinlínis rangt. Ráð-
herra getur lagt stað-
bundið bann við fisk-
eldi í einstaka fjörðum
að fenginni umsögn til-
tekinna stjórnsýslu-
stofnana. Það er ekki
nauðsynlegt að burðarþolsmat og
áhættumat erfðablöndunar liggi fyr-
ir vegna viðkomandi svæða. Það er
ekki ljóst á hverju varaþingmaðurinn
byggir þessa fullyrðingu en a.m.k. er
ljóst að hún byggist ekki á gildandi
lögum um fiskeldi á Íslandi.
Varaþingmaðurinn heldur því
fram að réttaráhrif auglýsingar nr.
460/2004 um friðunarsvæði séu eng-
in. Jafnframt að auglýsingin víki fyr-
ir „rétthærri fiskeldislögum“ og hafi
enga þýðingu samkvæmt þeim. Þetta
er rangt og ekki ljóst á hvers konar
lögskýringu þetta álit varaþing-
mannsins, sem jafnframt titlar sig
lögmann, er byggt. Auglýsingin er
upphaflega sett samkvæmt heimild í
þágildandi lögum um lax- og silungs-
veiði. Heimildin var svo flutt í lög um
eldi vatnafiska áður en ný lög um
fiskeldi voru sett árið 2008. Þar er
heimildin nú nánast óbreytt. Gildi
auglýsingarinnar frá 2004 er ótví-
rætt, lagaheimild hennar er enn í
lögum. Þá er óljóst hvað varaþing-
maðurinn á við með því að auglýs-
ingin víki fyrir lögunum
sem þó kveða beinlínis á
um heimild ráðherra til
þess að leggja stað-
bundið bann við fiskeldi
í einstaka fjörðum.
Varaþingmanninum
hefur greinilega yfirsést
eitthvað.
Þvert á vísindalega
ráðgjöf
Vísindin, sem vara-
þingmanninum verður
tíðrætt um í grein sinni,
benda einmitt til þess að
nálægð sjókvía við lax-
veiðiár sé einhver
stærsti áhrifaþátturinn í
áhættumati um erfða-
blöndun við villta ís-
lenska laxastofna. Það
er meðal annars þess
vegna sem Hafrann-
sóknastofnun lagði ný-
verið til að sjókvíaeldi
yrði ekki leyft innan við
tiltekin mörk í Ísafjarð-
ardjúpi.
Varaþingmanninum
finnst á hinn bóginn eðlilegt að nú
verði skoðað hvort ekki eigi að leyfa
rekstur sjókvía í Steingrímsfirði og
Þistilfirði, einungis í nokkurra tuga
kílómetra fjarlægð frá einhverjum
gjöfulustu og nafntoguðustu lax-
veiðiám landsins, til dæmis Miðfjarð-
ará, Vatnsdalsá, Víðidalsá, Laxá á
Ásum, Selá, Hofsá, Hafralónsá og
Sandá, þvert á ráðgjöf vísindamanna.
Líklegt er að vísindalegar rann-
sóknir myndu leiða til ráðlegginga
um að banna bæri fiskeldi í Eyjafirði
vegna þess að það er nauðsynlegt til
að vernda villta nytjastofna og hlífa
þeim við sjúkdómum. Meira að segja
Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa
styðja hugmyndir ráðherra um að
friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi. Þær
vísindalegu niðurstöður eru vara-
þingmanninum ekki þóknanlegar.
Vísindaleg niðurstaða stjórnvalda
gerir ráð fyrir því að erfðablöndun
norskra eldislaxa við hina einstöku
villtu laxastofna muni eiga sér stað.
Það er óumdeilt. Er þá sjálfgefið að
fara eigi eftir niðurstöðunni, bara
vegna þess að hún er vísindaleg? Það
skiptir máli hvaða forsendur eru
lagðar til grundvallar. Forsendur
sem stjórnvöld hafa hingað til lagt til
grundvallar sinni vísindalegu nálgun
byggjast á því að erfðablöndun muni
eiga sér stað og að sjúkdómar berist í
villta íslenska laxfiskastofna frá sjó-
kvíaeldi. Þær byggjast á því að ís-
lensk náttúra muni verða fyrir tjóni.
Hafa markmið náttúru-
verndarlaga að engu
Stundum gengur ráðgjöf vísinda-
manna og vísindaleg niðurstaða
þeirra í berhögg við lög. Til dæmis er
markmið náttúruverndarlaga af-
dráttarlaust. Þar segir að lögin eigi
að tryggja að þróun íslenskrar nátt-
úru fari fram á eigin forsendum. Þar
segir líka að varðveita eigi erfða-
fræðilega fjölbreytni lífvera. Stjórn-
völd hafa með sinni vísindalegu nálg-
un ákveðið að kasta þessum mark-
miðum náttúruverndarlaga fyrir
róða. Þau hafa ákveðið að stefna megi
villtum íslenskum laxastofnum í
hættu. Hin vísindalega niðurstaða
stjórnvalda gerir beinlínis ráð fyrir
því að náttúran og villtir íslenskir
laxastofnar verði fyrir tjóni af völd-
um norskra eldislaxa.
Ábyrgð þeirra sem vilja þrýsta sjó-
kvíaeldi ennþá nær ósum helstu lax-
veiðiáa landsins er mikil. Þessi óum-
hverfisvænu fyrirtæki virðast ekki
vita hvar á að láta staðar numið í að-
för sinni að íslenskri náttúru. Þau
hyggja nú á frekari landvinninga og
varafulltrúi þeirra á Alþingi viðrar nú
hugmyndir um að færa fiskeldið upp í
ósa einhverra nafntoguðustu lax-
veiðiáa landsins í Húnaflóa og Þist-
ilfirði.
Vísindin mega ekki bera náttúruna
ofurliði. Öll umræða á vísindalegum
forsendum er þó af hinu góða. En þá
er mikilvægt að staðreyndum sé rétt
haldið til haga. Grein varaþing-
mannsins er ekki í samræmi við stað-
reyndir málsins enda þar farið með
rangt mál að því er varðar þau lög og
reglur sem gilda um umfjöllunar-
efnið.
Eftir Elías Blöndal
Guðjónsson
Elías Blöndal
Guðjónsson
»Ráðherra
getur lagt
staðbundið bann
við fiskeldi í ein-
staka fjörðum
að fenginni um-
sögn tiltekinna
stjórnsýslu-
stofnana.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands veiðifélaga.
Vill Teitur laxeldi
við ósa laxveiðiperlna?
Ég er rúmlega
fimmtugur, rétt svo
innan þess aldurs-
hóps sem er í ein-
hverri hættu vegna
Covid-19. Ef ég smit-
ast er mögulegt að ég
gæti dáið úr pestinni.
Líkurnar eru ekki
miklar, en þær eru
fyrir hendi.
Ég veit að út-
göngubönn, sam-
komubönn, lokanir
skóla og fjarlægð-
armörk veita mér
vernd, sé þeim við-
haldið eins lengi og
með þarf. Ég veit að
það verða 2-3 ár í það
minnsta (ég reyni að
forðast óskhyggju,
bæði varðandi bólu-
efni og að tekin verði
upp markviss vinnu-
brögð til að vernda
viðkvæma hópa).
Heildarmyndin
er ógnvekjandi
En ég veit líka að allar þessar að-
gerðir munu án nokkurs minnsta
vafa verða miklu fleira fólki að ald-
urtila en þær bjarga. Ég veit þetta
vegna þess að ég fylgist með frétt-
um, kynni mér rannsóknir og afla
mér upplýsinga víðs vegar úr heim-
inum, beint og óbeint. Og ég leitast
við að setja þessar upplýsingar í
samhengi.
Ég veit til dæmis að ef fólki undir
hungurmörkum fjölgar um helming,
líkt og Sameinuðu þjóðirnar spá nú,
fyrst og fremst vegna þess að bönn
og lokanir koma í veg fyrir að fá-
tækasta fólkið geti séð sér farborða,
og ef níu milljónir dóu úr hungri á
síðasta ári, þá megum við búast við
að níu milljónir til viðbótar deyi úr
hungri á þessu ári og því næsta.
Ég veit líka að það má búast við á
milli fimm og þrjátíu ótímabærum
dauðsföllum fyrir hvert þúsund sem
missir vinnuna. Það merkir að fyrir
hverjar 100 milljónir sem verða at-
vinnuleysi að bráð vegna lokana og
hindrana gætu hálf til þrjár millj-
ónir manns dáið. Ég veit að mennt-
un barna og ungmenna bíður mik-
inn skaða, sérstaklega þeirra sem
standa höllustum fæti, að við dæm-
um mörg börn til óhamingju og
sköðum heilsu þeirra – það vekur
mér óhug að sjá ung börn þvinguð
til að bera daglangt grímu sem
heftir andardrátt þeirra. Og ungt
fólk fær ekki störf, gefst upp á
námi, glatar voninni. Og það að
glata voninni dregur marga til
dauða.
Samfélagsgæðum fórnað
til að fresta því óumflýjanlega
Ég veit líka að þau grunnkerfi
sem halda velferð okkar uppi skað-
ast varanlega. Við sjáum nú þegar
áhrifin á heilsugæsluna, bólusetn-
ingar barna, greiningar
alvarlegra sjúkdóma. Og
þegar fjármagnið fer í
alvöru að þverra hættum
við að geta meðhöndlað
fólk sem við hefðum
annars getað meðhöndl-
að. Þannig munu millj-
ónir deyja.
Nú þegar hefur ríf-
lega milljón manns dáið
úr Covid-19, og ef miðað
er við nýjustu tölur um
dánartíðni má búast við
að 3-5 milljónir gætu dá-
ið úr pestinni áður en yf-
ir lýkur – því pestin lýk-
ur sínu verki, hún
breiðist út, sama hvað
reynt er til að tefja fyrir.
En þetta verða alltaf
langtum færri en þeir
sem verða faraldri hins
röklausa ótta að bráð á
endanum.
Eina viðhorfið sem
mér er unnt að hafa
Ég veit að allar þessar
aðgerðir sem fylgja ótt-
anum við pestina draga
úr líkunum á að ég smit-
ist. En þegar ég spyr mig þeirrar
spurningar, vitandi það sem ég veit
nú þegar, hvort ég geti yfirleitt sam-
þykkt að allt sem hægt er sé gert til
að vernda mig, er niðurstaðan sú að
mér er það ómögulegt. Það er ekki
vegna þess að ég sé leiður á lífinu,
fjarri því. Og ég er einn þeirra
heppnu. Ég er ekki meðal þeirra
tugþúsunda sem misst hafa vinnuna
hérlendis. Ég er ekki einn þeirra
hundrað milljón jarðarbúa sem
hvergi eiga heima. Ég get sinnt
verkefnum mínum í fjarvinnu, og
verkefnunum hefur bara fjölgað í
þessu ástandi.
Vitanlega reyni ég að gæta mín
eftir bestu getu. En ég get einfald-
lega ekki krafist þess að unga kyn-
slóðin og það fólk sem stendur höll-
ustum fæti þurfi að glata lífsviður-
værinu, voninni, og jafnvel lífinu,
aðeins til að vernda mig. Ég get ekki
einblínt á eigin hagsmuni þegar ég
stend frammi fyrir þeim hörmung-
um sem þessi röklausi óttafaraldur
er að valda heimsbyggðinni.
Þetta er ekki vegna þess að ég sé
eitthvert sérstakt góðmenni eða
eitthvað sérstaklega fórnfús. Ég er
ekkert betri manneskja en hver
annar. En fyrir mér er þetta viðhorf
einfaldlega svo eðlilegt að ég hugsa
ekki einu sinni út í það: Þegar mað-
ur stendur frammi fyrir ógn við
mannkynið hlýtur maður að bregð-
ast við á grundvelli hagsmuna
mannkynsins alls. Hagsmuna hinna
ungu. Hagsmuna framtíðarinnar.
Annað er einfaldlega óhugsandi. Það
er eina skýringin sem ég hef.
Er það rétt af mér að hafa þetta
viðhorf? Ég veit það ekki. En þetta
er eina viðhorfið sem mér er unnt að
hafa.
Eina viðhorfið sem
mér er unnt að hafa
Eftir Þorstein
Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson
ȃg get ekki
einblínt á
eigin hagsmuni
þegar ég stend
frammi fyrir
þeim hörm-
ungum sem
þessi röklausi
óttafaraldur er
að valda heims-
byggðinni.
Höfundur er hagfræðingur og
BA í heimspeki.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.