Morgunblaðið - 07.11.2020, Side 34

Morgunblaðið - 07.11.2020, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 ✝ GuðbjörgGuðrún Fel- ixdóttir fæddist í Húsey í Skagafirði 1. janúar 1937. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 27. október 2020. For- eldrar hennar voru Felix Jós- afatsson, f. 14.1. 1903, d. 21.2. 1974 og Efemía Gísladóttir, f. 4.3. 1902, d. 27.1. 1980. Systkini Guðbjargar (Bubbu) eru Gísli Indriði, Stein- grímur Skagfjörð, Jósafat Vil- hjálmur og Sólveig en þau eru öll látin. Uppeldisbróðir Bubbu er Björn Baldvinsson. Bubba giftist 1.1. 1957 Val- geiri Guðjónssyni frá Tungu- hálsi, f. 17.1. 1929, d. 21.12. 1981. Foreldrar hans voru Guð- jón Jónsson, f. 27.1. 1902, d. 30.7. 1972 og Valborg Hjálm- arsdóttir, f. 1.5. 1907, d. 27.9. 1997. Bubba og Valgeir eignuðust fjögur börn: 1) Guðjón Sveinn, f. 6.9. 1956. Fyrrverandi eig- inkona hans var Margrét Þóra Baldursdóttir, f. 8.9. 1954. Börn þeirra eru: a) Alexandra, f. 1.11. 1988, gift Ásgeiri Fann- ari Ásgeirssyni, börn þeirra eru Ásgeir Pétur, Elísabet Mar- Fanney, f. 14.7. 1966. Eig- inmaður hennar er Egill Ör- lygsson, f. 10.9. 1967. Börn þeirra eru: a) Sigurbjörg Eva, f. 1.5. 1992. b) Guðrún Björg, f. 20.11. 1993, sambýlismaður hennar er Hallgrímur Ingi Jónsson, barn þeirra er stúlka óskírð. c) Valgeir Guðjón, f. 16.2. 1999. Bubba ólst upp í Húsey í Vall- hólma við hefðbundin sveita- störf hjá foreldrum og systk- inum sínum. Eftir skólagöngu vann hún hin ýmsu störf. Árið 1957 kaupa Valgeir og Bubba jörðina Daufá í Lýtingsstaða- hreppi. Þar bjuggu þau með blandaðan búskap en einnig stundaði Valgeir vörubílaakst- ur allt til dánardags. Bubba hélt áfram búskap allt til ársins 1989 en þá tók Efemía dóttir hennar við búi ásamt eig- inmanni en hún bjó áfram hjá þeim allt þar til hún flytur 1995 á Birkimel 3 í Varmahlíð. Eftir það starfaði hún við matreiðslu- störf og aðhlynningu. Síðustu æviárin dvaldi hún á Heilbrigð- isstofnun Norðurlands á Sauð- árkróki. Bubba var virk í Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps, hafði gam- an af söng og var í Rökk- urkórnum, starfaði hún í leik- félagi ásamt því að taka virkan þátt í ýmsum félagsstörfum. Útför Guðbjargar fer fram frá Reykjakirkju í dag, 7. nóv- ember 2020, klukkan 11. Streymt verður frá útförinni á: https://youtu.be/XHmQg5jnpZc Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat grét og Alexander Orri. b) Brynhild- ur, f. 1.11. 1988, gift Jóni Vali Ein- arssyni, barn þeirra er Andri Valur. c) Elín, f. 1.11. 1988, sam- býlismaður henn- ar er Finnbogi Haukur Birgisson, börn þeirra eru Óliver Birgir og Mikael Loki. d) Diljá, f. 1.11. 1988, gift Helga Guðmundssyni, barn þeirra er Hrafn Guð- mundur. 2) Ingibjörg Margrét, f. 11.5. 1958. Eiginmaður henn- ar Sigurbjörn Skarphéðinsson, f. 28.9. 1955, d. 18.7. 2019. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg Vala, f. 17.1. 1977, gift Hauki Vigfúsi Vigfússyni, börn þeirra eru Vig- fús Haukur og Björn Ingi. b) Efemía Rún, f. 15.2. 1980, gift Rúnari Sveinssyni, börn þeirra eru Rúnar Magni, Ingibjörg Rún og Jakob Rúnar. c) Jón Geir, f. 20.4. 1989. 3) Sigríður Rósa, f. 1.1.1965. Sambýlis- maður hennar er Magnús Einar Svavarsson f. 28.10. 1954. Fyrr- verandi eiginmaður hennar var Sæmundur Þór Hafsteinsson, f. 1.6. 1961. Börn þeirra eru: a) Valgeir Þór, f. 19.6. 1987. b) Perla Rós, f. 6.5. 1994. c) Hekla Kolbrún, f. 29.1. 1997. 4) Efemía Elsku mamma mín. Mikið er erfitt að horfa á eftir þér. Þú hefur alltaf verið stoð og stytta fyrir mig og mína fjölskyldu, kletturinn í mínu lífi, alveg sama hvað bjátað hefur á. En ekkert er víst óendanlegt og nú er svo gott að staldra við og hugsa um allar þær dýrmætu perlur sem hafa orðið til í hafsjó minninganna, sem eru svo margar fallegar og góðar og munu lifa um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég kveð þig með sorg í hjarta, með von um að hitta þig aftur á nýjum stað. Takk fyrir allt og allt elsku mamma mín. Þín dóttir, Sigríður Rósa. Nú hefur elskuleg mamma mín fengið hvíldina og veit ég að pabbi hefur tekið vel á móti henni. Í æsku bjó mamma í Húsey ásamt foreldrum og systkinum og gekk í skóla í Varmahlíð og flutti svo með foreldrum sínum upp í Varma- hlíð í Sunnuhlíð sem afi og amma byggðu. Alltaf þótti henni mjög vænt um æsku- stöðvarnar. Mamma og pabbi hófu búskap hér á Daufá og var mamma alla tíð mikil húsmóðir. Heimilið alltaf snyrtilegt og hreint og snillingur var hún í eldamennsku og bakstri. Mikill gestagangur var alltaf hjá for- eldrum mínum og alltaf var hlaðborð hjá henni. Bakaði og bakaði og frysti svo hægt væri að töfra fram veislu á sem stystum tíma. Kom það sér oft vel þar sem gestum var alltaf boðið í kaffi sama á hvaða tíma sólahrings þeir knúðu dyra. Gestrisnin var þeim báðum í blóð borin. Mamma elskaði söng og dans og dansaði mjög vel, var félagslynd og ferðuðust þau mikið bæði innanlands og erlendis með æskuvinkonu hennar og frænku, Guðrúnu frá Vallholti, og hennar manni. Aðdáunarverður er einstakur vinskapur þeirra frænkna allt frá æsku til grafar og sem aldr- ei bar skugga á. Alltaf var til- hlökkun hjá mömmu þegar þær hittust og mikið líf og fjör. Mamma ræktaði vel garðinn sinn, setti niður tré og runna og hafði yndi af blómum. Ófáar voru stundirnar með henni í kantinum að reita illgresi og hlúa að blómunum. En mest held ég að hún hafi elskað að fara í berjamó. Alltaf var hún mætt suður í hólf að tína bláber um leið og hægt var og svo var árlega farið í berjamó út í Höfða og tóku barnabörnin hennar við af okkur systkinum að fara með henni. Að sjálf- sögðu var svo fryst, sultað og búið til saft. Mamma var mjög listræn, saumaði, málaði á rúm- föt, viskastykki, handklæði o.fl. Málaði á postulín í mörg ár og einnig málaði hún málverk og hafði fallega rithönd. Notalegt er að sofa við falleg rúmföt saumuð og máluð af henni, nota fallegt postulín sem hún málaði á og eiga málverk eftir hana. Munu þessir hlutir alltaf vekja upp fallegar minningar um hana. Það var mjög þungt högg fyrir fjölskylduna og ekki síst mömmu þegar pabbi féll frá. En áfram hélt mamma ótrauð með búskapinn, réð til sín er- lent starfsfólk þótt hún talaði ekki stakt orð í erlendu máli. Ekki vildi hún að við hættum í námi. Eftir að við Egill tókum við hér á Daufá hjálpaði hún okkur mikið og nutu börnin okkar góðs af að hafa ömmu á heimilinu sem kenndi þeim að lesa, skrifa og svo margt margt fleira. Þótt hún flytti út í Varmahlíð þá kom hún oft og var alltaf að aðstoða okkur. Hún vildi alltaf vera að búa eitthvað til, matarkyns eða hluti, og gefa. Þegar hún flutti á Dvalarheimilið fannst henni verst að geta ekki boðið upp á kaffi og með því. Vil ég þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnun- arinnar fyrir frábæra umönnun og velvild í hennar garð. Komið er að kveðjustund og sárt að mega ekki kveðja þig í þínum anda og bjóða öllum í veislukaffi. Elsku mamma, takk fyrir alla aðstoðina og takk fyr- ir allt og allt. Minning þín lifir. Efemía Fanney Valgeirsdóttir. Í dag kveðjum við eina af okkar dýrmætustu perlum, ömmu Bubbu. Það eru ótal minningar sem koma upp í hug- ann þessa dagana, hver annarri dýrmætari og skemmtilegri. Við systur nutum þeirra for- réttinda að hafa ömmu ætíð stutt frá þegar við vorum yngri. Í skólanum röltum við bara inn í eldhús til þess að sjá hennar glaðværa bros enda stoppaði hún flesta daga á Daufá á leið heim úr vinnunni. Hún var gjarnan hjá okkur á meðan mamma og pabbi voru í fjósinu á kvöldin og varði ófáum stundum í að kenna okk- ur að lesa og skrifa. Eftir lær- dóminn var gjarnan gripið í spil og hélt sú hefð áfram þegar Valgeir fór í skóla. Þau gátu varið heilu stundunum í að spila og höfðu gaman af. Þegar foreldrar okkar fóru út á lífið þá fengum við oft að vera hjá ömmu og ekki óal- gengt að Hekla og Perla væru með í för. Þá var yfirleitt mjög kátt á hjalla og við skiljum ekki enn þann dag í dag þá þol- inmæði sem amma hafði í garð okkar. Við frænkur sömdum nefnilega gjarnan leikrit, sem voru misgáfuleg. Þau voru sam- in og æfð og svo flutt að minnsta kosti 5-6 sinnum. Stundum slapp amma þó við heimatilbúna leiksýningu en fékk í staðinn tískusýningu! Öll kvöld enduðu þó eins, sá sem myndi sofna fyrstur fengi nammi daginn eftir. Að sjálf- sögðu fengu allir nammi en sá sem sofnaði fyrstur fékk að velja nammi fyrst. Amma hafði einstaklega gaman af því að fara í berjamó og hún tíndi ber í marga daga á hverju hausti heima á Daufá. Einnig fórum við í margar ógleymanlegar ferðir með henni út í Höfðasel til Erlu og Gísla þar sem deginum var var- ið í berjatínslu. Hún var alltaf með hálsmola og brenni með í för svo við værum nú ekki að borða berin sem átti að tína. Eftirminnilegasta berjamós- ferðin er þó án efa ferðin sem við fórum með ömmu í Brekku. Þar læstust bíllyklarnir inni í bílnum og enginn með síma. Amma hafði nú ekki áhyggjur að því. Hún hélt áfram að tína en sendi okkar gangandi að næsta bæ til þess að reyna að ná sam- bandi við pabba. Þegar við komum til baka úr þessari svaðilför, rúmum klukkutíma síðar með auka lykla, var amma hin rólegasta. Þarna vorum við ekki gömul en amma hafði fulla trú á því að við myndum redda málunum. Hún hafði nefnilega óbilandi trú á okkur systkinum í alls konar aðstæðum. Amma var mikið jólabarn og hún skreytti húsið frá toppi til táar öll jól. Við systkinin feng- um að aðstoða við skreyting- arnar og tókst ömmu að smita Valgeir af þessari miklu skreyt- ingagleði. Amma bakaði mikið allan ársins hring og sérstaklega í kringum jólin. Við fengum að verja mörgum tímum með henni í eldhúsinu og mun það búa með okkur alla tíð. Amma var mikil fjölskyldukona og stórfjölskyldan hittist reglulega yfir árið, sérstaklega yfir jól og áramót. Við eigum margar góðar minningar úr þessum hitting- um. Það er að mörgu leyti henni að þakka hversu náin við stórfjölskyldan erum. Það verður sárt að hafa þig ekki lengur hjá okkur elsku amma, en nú ertu loksins kom- in til afa. Við munum minnast þín með hlýju alla ævi. Við elskum þig. Sigurbjörg, Guðrún og Valgeir Egils- og Effubörn. Elsku amma Bubba. Í dag kveðjum við þig elsku amma okkar, með söknuði en jafnframt hlýju í hjarta, það er ekki til orð yfir það hversu dásamleg þú varst. Þú varst skilgreiningin á hugtakinu „amma“. Þú varst alltaf boðin og búin að passa okkur, tókst á móti okkur með opnum örmum og gafst okkur þitt innilega faðmlag. Faðmlagið þar sem ástin og umhyggjan var áþreif- anleg. Þú kenndir okkur að leggja kapal og að svindla ekki í Olsen-Olsen eða Veiðimanni, en sama hvernig spilin fóru þá var alltaf ástæða til þess að fara í nammiskápinn og ná í Opal eða Fisherman-nammi. Okkar bestu helgarfrí voru með þér í Varmahlíð, frumsýna leikritin sem við frænkur höfð- um samið, þar sem þú varst alltaf okkar helsti aðdáandi og vakna síðan á sunnudags- morgni við ilminn af lambalær- inu í ofninum. Þegar við kvödd- um þig, þá stóðstu alltaf úti og veifaðir alveg þar til við sáum þig ekki lengur. Eftir að veikindin fóru að láta á sér kræla hvarf samt húsmóðirin aldrei, ósjaldan gekkstu um gangana að þurrka af eða hjálpa til í eldhúsinu, einfaldlega því þér þótti það gaman. Húsmóðirin, brosið og Guðbjörg Guðrún Felixdóttir ✝ Erlendur Jó-hannesson fæddist á Fá- skrúðsfirði 10. október 1937. Hann lést á heim- ili sínu 1. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hannes Michelsen og Guðfinna Árnadóttir. Er- lendur var næstyngstur af 12 systkinum. Hinn 1. janúar 1963 kvænt- ist Erlendur Rannveigu Rögnu Bergkvistsdóttur, þau bjuggu nánast alla sína bú- skapartíð á Fáskrúðsfirði. Synir þeirra eru 1) Bergkvist Ómar, f. 15 júní 1962, 2) Drengur, f. 28 apríl 1963, d. 1. maí 1963, 3) Steinar Jón, f. 7 febrúar 1965, kvæntur Dag- björtu Snæbjörnsdóttur, þeirra börn eru Ragnar, Marsibil Perla og Nína Lee. 4) Jóhannes Michelsen Erlends- son, f. 16. febrúar 1967. Lang- afabörnin eru þrjú, Nanna Steinunn, Elísabet Harpa og Birgitta Rós Ragnarsdætur. Erlendur eða Lindi eins og hann var oftast kallaður ólst upp á Fáskrúðsfirði. Lindi hóf nám í Alþýðuskólanum á Eiðum. Hann lauk síðar vélstjóra- námskeiði á Ísa- firði. Erlendur út- skrifaðist frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1962. Lindi starfaði aðallega við sjómennsku, á þeim árum vann hann meðal annars á vertíðum á Suðurnesjum og Vestmannaeyjum. Lindi var stýrimaður á Hilmi SU í Norðursjó. Hann starfaði einnig töluvert í landi við smíðar og var verkstjóri hjá Búðahreppi á Fáskrúðsfirði. Síðustu 20 ár starfsævi sinnar reri hann á eigin báti sem hét Örk. Útför Erlendar fer fram í Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 7. nóvember 2020, kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða ein- göngu nánustu aðstandendur viðstaddir og verður útförinni streymt frá facebooksíðu Fáskrúðsfjarðarkirkju. Lindi, eins og við kölluðum hann, er farinn frá Rannveigu sinni og fjölskyldunni. Lindi var einstakur hagleiksmaður, hann smíðaði margan pallinn fyrir fólk og fann sér stöðugt verkefni í viðhaldi þeirra húsa sem þau hjónin áttu. Þau byggðu fyrst húsið Lynghaga á Fáskrúðsfirði, en þar bjuggu þau lengst af. Honum féll aldrei verk úr hendi, smíðar lágu ein- staklega vel fyrir honum, það er stutt síðan Lindi var uppi á þaki að dytta að. Við eigum margar góðar minningar um Linda. Þegar hann var unglingur eyddi hann stórum hluta dagsins á brúnni fyrir neðan æskuheimili okkar systkina þar sem þeir Stefán Pálmason spörkuðu bolta á milli sín í gríð og erg. Þegar Lindi var ungur var hann markmaður í fótbolta hjá Leikni á Fáskrúðsfirði. Hann var frábær skíðamaður og var unun að horfa á hann svífa nið- ur skíðabrekkurnar. Þegar Guðríður kynntist manni sínum komu þau nokkr- um sinnum til Döddu og Linda áður en aðrir í fjölskyldunni hittu kærastann. Þá gat Lindi ekki setið á sér að gera smá at til að villa um fyrir þeim sem mestan áhuga höfðu fyrir nýja sambandinu, það var alveg óborganlegt. Svona var Lindi, alltaf stutt í húmorinn og skemmtilegan hláturinn. Lindi var einstaklega hjálpsamur og bóngóður maður og var snögg- ur að bregðast við þegar fólk þurfti á aðstoð að halda. Sann- ur vinur í raun. Linda verður sárt saknað. Við sendum Döddu og fjöl- skyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Guðríður Karen og fjölskylda, Bergþóra og fjölskylda. Erlendur Jóhannesson Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SKAGFJÖRÐ STEFÁNSSON, Gauksstöðum, Skaga, lést á HSN Sauðárkróki 31. október. Stefán Jónsson Sveinfríður Jónsdóttir tengdabörn, barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Sléttuvegi, áður Furugerði 1, lést á Landspítalanum mánudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 9. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá útförinni. Arnar Gr. Pálsson Elísabet Sæmundsdóttir Bjarni Hlynur Ásbjörnsson Lilja Össurardóttir Ása Hrönn Ásbjörnsdóttir Þorlákur S. Helgi Ásbjörnss. Marta Teitsdóttir Pálína Ingimunda Ásbjörnsd. Ásbjörn Þór Ásbjörnsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.