Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 ✝ Emelía Krist-björnsdóttir fæddist á Birnu- stöðum á Skeiðum 13. janúar 1926. Hún lést á Ljós- heimum á Selfossi 27. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Kristbjörn Hafliðason, f. 17. október 1881, d. 8. nóvember 1968, bóndi á Birnustöðum, og kona hans, Valgerður Jónsdóttir, f. 2. febrúar 1892, d. 15. júní 1957. Systkini hennar voru Jón Bjarnason Kristbjörnsson, f. 16.7. 1914, d. 2.12. 2001, Sig- hvatur Hafsteinn, f. 14.6. 1915, d. 15.2. 2004, Sigríður, f. 14.8. 1916, d. 13.10. 1916, Sigríður, f. 31.8. 1917, d. 15.10. 2008, Ólafur, f. 14.8. 1918, d. 22.4. 1999, Mar- grét, f. 17.8. 1919, d. 14.12. 1998, Guðlaug, f. 17.8. 1919, d. 6.4. 2016, Sigurjón, f. 28.2. 1921, d. 17.10. 2003, Guðrún, f. 20.2. 1922, d. 26.5. 1936, Vilborg, f. 10.3. 1923, d. 7.10. 1994, Bjarni, f. 29.6. 1924, Sigrún, f. 18.5. 1928, d. 4.12. 2019, Hafliði, f. 28.1. 1930, d. 29.11. 2018, Guð- rún Birna, f. 7.6. 1936, d. 6.11. 1936. mundsson. Börn þeirra eru: a) Birgir, b) Berglind, c) Davíð, og d) Hilmar. Emelía ólst upp í foreldra- húsum á Birnustöðum. Hún gekk í barnaskóla í sveitinni og á Hús- mæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1945-46. Eiginmaður hennar var frá næsta bæ, Vorsa- bæ, og eftir að þau giftust stofn- uðu þau nýbýli þar, Vorsabæ II. Þau ráku þar blandaðan búskap, sauðfjárrækt, mjólkurfram- leiðslu og grænmetisræktun. Þau hjónin hættu búskap að mestu árið 1985. Emelía tók þátt í félagsstörfum í sveitinni og var m.a. formaður Kvenfélags Skeiðahrepps árin 1967-79. Emelía var hæfileikarík og fjölhæf handavinnukona. Hún prjónaði lengi fyrir Handprjóna- sambandið og vann margvíslega aðra handavinnu, bæði til heim- ilisins og til sölu. Hún miðlaði einnig öðrum af þekkingu sinni. Um stutt skeið kenndi hún handavinnu við Brautarholts- skóla og árið 2013 gaf hún út bókina Vettlingar frá Vorsabæ sem hún vann í samvinnu við Valgerði dóttur sína. Útför Emelíu fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag, 7. nóv- ember 2020, klukkan 14. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir útförina. Streymt verður frá athöfninni: https://promynd.is/live/ Virkan hlekk á slóð má nálg- ast: https://www.mbl.is/andlat Emelía giftist Jóni Eiríkssyni, bónda og oddvita í Vorsabæ á Skeið- um, 24.6. 1949. Börn Jóns og Eme- líu eru fjögur: 1) Valgerður, f. 8.5. 1950. Sonur hennar er a) Jón Yngvi Jó- hannsson, eig- inkona Sigþrúður Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru: a1) Valgerður. Sambýlismaður Magnús Magn- ússon. Sonur þeirra er Eyvindur Yngvi, a2) Silja og a3) Steinunn. 2) Eiríkur, f. 8.10. 1953. Eig- inkona hans er Hulda Björk Nóa- dóttir. Börn þeirra eru: a) Emelía Guðrún. Börn hennar eru Anna Eir og Maggý Nóa, b) Haukur Brynjar. 3) Björn, f. 21.9. 1955. Eiginkona Stefanía Sigurðardóttir. Börn þeirra eru: a) Margrét, eiginmaður Kristinn Sævar Thorarensen. Börn henn- ar eru Birnir Snær og Salóme Birta, b) Jón Emil, sambýliskona Celina Schneider, c) Sigurbjörg Bára, sambýlismaður Magnús Grétar Sölvason. Dóttir þeirra er Stefanía Margrét. 4) Ingveldur, f. 30.10. 1962. Eiginmaður henn- ar er Guðmundur Ólafur Ás- Móðir fyrir 65 árum. Hvað er það? Ég þekki eina. Hún fæddi mig, klæddi mig, kenndi mér að lesa, kenndi mér að spila, saum- aði á mig föt og prjónaði. Kenndi mér að sjá um mig sjálfan þegar ég fór í heimavistarskóla. Tók á móti kærustunni minni opnum örmum, passaði börnin mín og kenndi þeim það sama og mér. En móðir fyrir 65 árum var annað en að vera móðir nú. Þá voru ekki nútímaþægindi, ekki leikskólar og ekki pítsur til að skella í ofninn. Móðir mín var fædd á næsta bæ, Birnustöðum, og hafði ramma taug þangað. Ég man eftir því er ég var ungur að oft eftir hádegi skottaðist hún af stað með okkur krakkana í hala- rófu í heimsókn til afa á Birnu- stöðum og Sigrúnar frænku. Man eftir afa hella kaffinu í undirskál, lauma að mér kandísmola, fá sér sjálfur mola og sötra svo kaffið úr skálinni. Svona minningar skjóta upp kollinum þegar litið er til baka. Móðir mín var sístarfandi. Faðir minn var mikið í félagsmál- um og burtu oft á tíðum jafnvel í nokkra daga í senn. Þá þurfti að sjá um búið og krakkana. Við hjálpuðum til þegar við vorum orðin það gömul að geta það. Fyrir rúmum 35 árum tókum við Stefanía við búinu en fyrstu fjögur árin bjuggum við hjá for- eldrum mínum þar til að við flutt- um í nýtt hús sem við byggðum hér í Vorsabæ 2. Þá var gott að hafa móður mína nærri til að passa elstu dótturina þegar á þurfti að halda. Einnig var gott að leita til hennar að sinna börn- unum þegar þeim fjölgaði. Móðir mín var mikil hannyrða- kona. Hún saumaði líka mikið af fötum á okkur krakkana. Þegar Bítla- og hippatímabilið hófst og útvíðu buxurnar komust í tísku saumaði móðir mín á mig buxur, fann gamlar buxur af afa – en efnið í þeim var einmitt komið í tísku – og einnig saumaði hún á mig bláa skyrtu með pífum. Þá prjónaði hún á okkur bræðurna brún vesti heldur betur flott. Maður var sko aldeilis maður með mönnum á eftir. Ófáar reið- buxurnar saumaði hún á mig líka. Hún prjónaði mikið og minningin um hana sitjandi í stólnum inni í stofu með köttinn Bósa í fanginu prjónandi sjónvarpssokka er ljóslifandi. Ekki sakar að minnast á það að móðir mín átti einstakan hest, hann Fífil, sem hún hélt mikið upp á og fékk ég að skottast á honum. Er ég ekki frá því að hann hafi vakið áhuga minn á hestum og hestamennsku sem hefur að miklum hluta verið starf mitt síðan. Eftir að faðir minn dó og móðir mín var áfram í gamla bænum reyndi ég að hafa það sem reglu að heimsækja hana eftir morgun- gegningar og sníkja kaffi og spjalla. Þá var farið um víðan völl, tal- að um gamla tímann, nútímann eða slúður í sveitinni. Minnist ég þessara stunda með hlýju og söknuði. Björn Jónsson. Í dag kveð ég mömmu í hinsta sinn. Það er sárt en ég veit að núna líður henni vel, frjáls að hlaupa um hlíðar Vörðufells. Mamma hafði gaman af að segja frá æskuárunum og prakk- arastrikum sínum, sem einskorð- uðust ekki endilega við barnæsk- una. Mamma gat líka spunnið upp sögur á svipstundu. Ég á góða minningu um þegar við vorum að taka upp kartöflur og fengum framhaldssögu um Bjartskegg músar Eika, þá var vissara að halda áfram, annars dróst maður aftur úr og missti af sögunni. Mér finnst ég einstaklega heppin að hafa alist upp í sveit- inni, ættingjar á nágrannabæjun- um og mikill samgangur. Mamma og Sigrún systir hennar voru bundnar sterkum böndum og þau voru ófá skiptin sem ég tölti á eftir mömmu í heimsókn á Birnustaði. Þá var tækifærið notað til að segja mér nöfn á fuglum, blómum og ef ég man rétt þá var mér líka þrælað í gegn um margföldunar- töfluna í einni ferðinni. Mamma var náttúrubarn, hún naut þess að vera að dunda í garðinum og eiga við blómin sín. Hún fór aldrei utan, hafði engan áhuga á því, en ferðaðist töluvert innanlands. Henni þótti vænt um allar skepnur og sérstaklega hestinn sinn hann Fífil. Þegar ég hugsa til baka þá man ég hvað mér þótti mamma tignarleg þeg- ar hún var að fara á honum til kinda. Mamma var ætíð að gera eitt- hvað í höndunum, hún saumaði, prjónaði, heklaði og föndraði. Hún var alltaf að prófa eitthvað nýtt, það væri líklega fljótlegra að telja upp hvað hún fékkst ekki við frekar en hvað hún fékkst við. Mér þótti sjálfsagt að mamma gæti allt. Einhvern tíma þegar ég var unglingur að fletta blaði sá ég blússu, sem mig langaði í. Næst þegar farið var á Selfoss valdi ég efni og eftir skamman tíma var blússan auðvitað tilbúin og pass- aði fullkomlega. Þau eru ófá nám- skeiðin sem hún tók þátt í og fór- um við mæðgur stundum saman á föndurnámskeið, meira að segja þrjár kynslóðir eitt sinn þegar dóttir mín kom með okkur. Þegar við hjónin vorum að byrja saman bjuggum við fjarri hvort öðru, þannig að samskiptin fólust í símtölum. Ef ég var ekki inni þegar Gummi hringdi þá tóku þau mamma oft gott spjall og voru orðin bestu vinir löngu áður en þau loksins hittust. Það var ekkert internet þegar við byrjuðum búskap og þá var ómetanlegt að geta hringt í mömmu til að fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Mamma var alltaf boðin og búin að passa og þegar krakkarnir stálpuðust fengu þau að vera í sveitinni hjá afa og ömmu og þá var margt skemmtilegt brallað. Alltaf var gott að koma í Vorsabæ til pabba og mömmu og löngum tíma var varið við eldhús- borðið í spjalli um alla heima og geima og ekki skemmdi fyrir ef til voru nýbakaðar flatkökur eða pönnukökur. Nú verða heim- sóknirnar og símtölin ekki fleiri en við fjölskyldan eigum mikið af minningum til að hugga okkur við. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ingveldur Jónsdóttir (Inga). Í dag er Emelía í Vorsabæ tengdamóðir mín borin til grafar. Hún var alin upp við erfiðisvinnu sveitanna en með tímanum hélt tæknin innreið sína og störfin breyttust. Það þótti sjálfsagt að bændakonur sinntu útiverkum og öll heimilisstörf voru einnig á þeirra herðum og því lítið um frí- tíma. Þetta mótaði Emelíu sterkt, hún var mjög kvik og létt á fæti vel fram yfir áttrætt og lét sig ekki muna um að ganga lang- ar leiðir ef svo bar undir. Þegar mín kynni af Emelíu hófust voru sveitirnar orðnar tæknivæddar og Emelía hafði því meiri tíma fyrir áhugamálin sem voru m.a. prjónaskapur, föndur og fé- lagsmál. Ég man varla eftir Eme- líu öðruvísi en prjónandi lopa- peysur og sjónvarpssokka sem hún seldi hjá Heimilisiðnaðar- félaginu. Afköstin voru með ólík- indum en allt vandað og fínt þótt ekki væri nú alltaf verið að horfa á prjónana! Hún hafði líka gaman af að föndra og mála og lærði snemma að hafa ofan af fyrir sér og mér er til efs að hún hafi kunn- að að láta sér leiðast. Jón í Vorsabæ var oddviti í um 40 ár og fundir hreppsnefndar fóru framan af fram í stofunni í Vorsabæ. Hlutverk Emelíu var í sjálfu sér ekkert minna en Jóns en með öðrum hætti; það þurfti að sjá hreppsnefndarmönnum, og öðrum þeim sem heimsóttu odd- vitann, fyrir kaffi og meðlæti og það var gert af alúð og myndar- skap. Emelía var ákveðin í skoðun- um og gat verið mjög hvöss ef þannig stóð á. Sumt fólk átti ekki upp pallborðið hjá henni en hún var trygg sínum og vildi veg þeirra sem bestan. Mér var strax vel tekið og það var gott að koma í Vorsabæ frá fyrsta degi. Eftir að við Inga og börnin fluttum á Selfoss var stutt að fara og heim- sóknir því tíðar. Það var um margt að ræða en þegar þær mæðgur fóru að ræða prjónaskap og annað slíkt dofnaði áhugi minn enda lítið inni í þeim málum. Það var hins vegar gott að vera í lopa- peysunum og ullarsokkunum sem stundum urðu eftir í lok heimsóknar. Jón og Emelía hófu innflutn- ing á angórakanínum og seldu mikið af lífdýrum þau ár sem þau voru með þann búskap. Emelía Emelía Kristbjörnsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamóðir, AÐALBJÖRG VAGNSDÓTTIR frá Minni-Ökrum, Blönduhlíð, lést í faðmi sinna nánustu síðastliðinn miðvikudag, 28. október, eftir hetjulega baráttu við krabbamein á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki. Útförin fer fram fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 14 í Sauðárkrókskirkju. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfn sem verður auglýst síðar. Stefán Kristján Alexandersson Jóhanna Harpa Svansdóttir Jón Símon Fredericksson Stefán Ingi Svansson Eva Dögg Pétursdóttir Fjóla Sigríður Stefánsdóttir Heiðar Logi Sigtryggsson Ingi Björgvin Kristjánsson Brynhildur Jóhannsdóttir Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir Kári Marísson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og besti afi, EIRÍKUR GUNNARSSON bifvélavirkjameistari, Álfkonuhvarfi 21, lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvember í faðmi fjölskyldunnar. Bára Jensdóttir Erna María Eiríksdóttir Höskuldur Örn Lárusson Hrönn Eiríksdóttir Haraldur Bjarmi Pálsson Salka Ósk, Ísabella Þóra, Sævar Leon, Hekla Ósk, Davíð Páll og Eiríkur Bjarmi Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELENA BJARGEY SIGTRYGGSDÓTTIR, Hull, Englandi, lést 26. október á Hull Royal Infirmary Hospital á Englandi, eftir skammvinn veikindi. Baldvin Gíslason Gísli Baldvinsson Ragnheiður Ævarsdóttir Helena Líndal Baldvinsdóttir Björn Guðmundsson Hlynur Baldvinsson barnabörn og langömmubarn Elskulegur faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, MARÍUS THEODÓR ARTHÚRSSON, Gullsmára 8, Kópavogi, lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 29. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 10. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is Sólmundur Þormar Maríus. Sigurbjörg Þorvarðardóttir Guðrún Adda Maríusdóttir Sigurjón Sigurðsson Steinunn Þórdís Maríusd. Finnbogi Hannesson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæra, REBEKKA ELÍN GUÐFINNSDÓTTIR húsmóðir og bókavörður í Njarðvík og Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 3. nóvember. Útför verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 14 að viðstöddum aðeins nánustu aðstandendum. Fjölskyldan þakkar innilega þeim sem önnuðust hana í langvarandi veikindum fyrir alúð og vinsemd. Kristján Einarsson Kristín Kristjánsdóttir Aðalsteinn Valdimarsson Guðfinnur Kristjánsson Jane Ann Leuenberger Loftur Kristjánsson Kikka Sigurðardóttir Anna G. Kristjánsdóttir Sigtryggur Gíslason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.