Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 38

Morgunblaðið - 07.11.2020, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 Árin okkar hjónanna á Mæli- felli urðu ellefu. All- an þann tíma og æ síðan áttum við traustan vin og samstarfsmann í Jóa okkar í Stapa. Ófáar voru fallegu vísurnar sem hann orti til okkar, málverk fengum við að gjöf og hann vann ötull með okkur að endurnýjun og fegrun staðarins. Þar með eru gáf- ur hans eigi upp taldar, bóndinn átti á þeim árum stærsta rýmið í hjarta hans og býlið hans að Stapa. Það má segja að Jóhann Pétur Guðmundsson, smiðurinn, og son- ur hans og nafni hafi flutt inn í gamla góða húsið með okkur vorið 1972. Það var hentugast og spar- aði margar ferðir. Þvílíkur lúxus að hafa þá við höndina og njóta starfa þeirra, vinsemdar og dugn- aðar. Svo fóru þeir í útreiðartúra með gesti inn á milli, tóku í spil og spjallað var og hlegið. Jói var einn besti hagyrðingur landsins og fór skáldanafnið hon- um einnig vel. Hann var ótrúlega fljótur að kasta fram fallegum og auðvitað rétt stuðluðum vísum. Hann orti líka mörg lengri ljóð og má nefna að frumsamin brúð- kaupsljóð sendi hann báðum börn- um okkar þegar þar að kom. Við vígslu Árgarðs, félagsheimilisins okkar, sem byggt var á þessum árum, kom m.a. þessi vísa frá hirð- skáldi hreppsins: Árgarður er okkar sómi, Árgarð styðji gæfan sanna. Jóhann Pétur Guðmundsson ✝ Jóhann PéturGuðmundsson fæddist 22. janúar 1924. Hann lést 20. október 2020. Útför Jóhanns fór fram 31. októ- ber 2020. Árdagsbjarmi um Árgarð ljómi, ár og síð í hugum manna. Myndlistina var sjaldan tími til að stunda fyrir smiðnum og bóndanum. En málverk hans af Reykjum í Tungu- sveit er til mikillar prýði í skálanum í Ár- garði og var það gjöf frá Kven- félagi Lýtingsstaðahrepps. Einn- ig hangir þar uppi geysistóri táknræni trélykillinn sem hann smíðaði handa oddvita til að af- henda formanni byggingarnefnd- ar við vígslu hússins 1. desember 1974. Málverk af Mælifelli málaði Jó- hann og gaf okkur er við fluttum til Kaupmannahafnar. Lárus son- ur okkar, sem varð eftir í Dan- mörku, og fjölskylda hans hafa mikla ánægju af því stóra og dýr- mæta verki sem minnir daglega á fegurð Skagafjarðar. Í ellinni átti Jóhann heima í Varmahlíð. Aldrei fór ég þar um án þess að fá að hitta hann og fljót- ur var hann að útbúa myndarlegt kaffiborð fyrir gestina. En fara út á sjúkrahús, þess þurfti hann ekki þótt kominn væri hátt á tíræðis- aldur, hvað þá nota göngugrind og sýndi hann hvernig hann gat stutt sig við borð og bekki á leið milli herbergja til að sanna mál sitt. Sem betur fer naut hann þó vel dvalarinnar þar í lokin. Söknuður er að góðum vini og árunum sem hann var einn aðal- leikarinn á lífssviði fjölskyldunnar á Mælifelli. Innilegar samúðar- kveðjur eru sendar frá okkur til fjölskyldu hans og hinna mörgu vina og velunnara skáldsins frá Stapa. Guðrún L. Ásgeirsdóttir. ✝ Sigþór PéturSvavarsson fæddist á Patreks- firði 4. júlí 1948. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 27. október 2020. Hann var sonur hjónanna Svavars Jóhannssonar, f. 1914, d. 1988, og Huldu Péturs- dóttur, f. 1924, d. 2017. Systkini Sigþórs eru Jó- hann Sigurður, f. 1946, d. 2017, maki Sigríður Björg Gísladóttir, og Unnur Berglind, f. 1962, maki Kjartan Gunn- steinsson. Sigþór var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Áslaug Jóna d. 2009. Þau skildu. Þeirra son- ur er Fannar Freyr Mark- ússon, f. 21.8. 1985. (Fannar Freyr var tekinn í fóstur af Markúsi Sveinbjarnarsyni, f. 1956, og Selmu Filippusdóttur, f. 1961.) Kona Fannars Freys er Rannveig Lára Sigurbjörns- dóttir, f. 1988. Sonur þeirra er Rafnar Freyr, f. 12.11. 2019. Sigþór ólst upp á Patreks- firði. Hann lauk prófum frá barna- og unglingaskólanum á Patreksfirði og útskrifaðist sem húsasmíðameistari frá Iðn- skólanum þar. Hann stofnaði síðan byggingarfyrirtækið Iðn- verk á Patreksfirði, ásamt Guðfinni Pálssyni, og ráku þeir það í mörg ár. Sigþór fluttist til Reykjavík- ur árið 1983 og vann þar við húsasmíðar í mörg ár, allt þar til hann lét af störfum sökum heilsubrests. Útför fór fram í kyrrþey 5. nóvember 2020 frá Garða- kirkju. Garðarsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru: 1) Garðar, f. 1969, maki Ragna Jenný Friðriks- dóttir, f. 1975. Börn þeirra eru: Friðrik Benóný, f. 16.5. 1999, Katrín Una, f. 30.7. 2004, Elísabet Áslaug, f. 28.2. 2008, og Benedikt, f. 24.5. 2011. 2) Svavar, f. 1972, fyrrv. kona Guðrún Rebekka Jak- obsdóttir, f. 1976. Börn þeirra eru: Brynhildur, f. 17.12. 1998, Áslaug Birna, f. 4.12. 2001, og Brynjar Gauti, f. 11.9. 2006. Seinni kona Sigþórs var Hildur Theodórsdóttir, f. 1950, Nú þegar pabbi minn er fallinn frá rifjast upp minningar um hann og líf okkar saman. Minningarnar taka mig til baka til þess tíma þeg- ar ég var lítill drengur á Patró og pabbi var að byggja upp framtíð- ina. Byggja upp fyrirtæki og reisa sér og fjölskyldunni einbýlishús. Pabbi hafði áhuga á útivist og veiði og ég fékk stundum að koma með á rjúpu og í laxveiði. Ég fékk líka oft að fara með honum í vinn- una en pabbi var alltaf sérlega duglegur og framtakssamur. Þeg- ar mamma og pabbi skildu vorum við eftir tveir saman á Patró. Lífið var ekki alltaf auðvelt með pabba á þessum tíma. Veikleiki pabba sem litaði allt hans líf var glíma hans við Bakkus og það var oft áskorun fyrir lítinn dreng að lifa í þeim veruleika. Pabbi sýndi mér þó alltaf þolin- mæði og hlýju og ég man ekki eftir því að hann hafi nokkurn tímann skammað mig. Þegar pabbi flutti svo óvænt til Reykjavíkur flutti ég á Bíldudal til mömmu og sambandið við pabba minnkaði. Við héldum þó alltaf einhverju sambandi og áttum oft góðar stundir saman heima hjá ömmu Huldu. Þegar ég stofnaði sjálfur fjölskyldu sýndi pabbi börnunum mínum mikla hlýju og áhuga. Hann var gjafmildur, gaf þeim afmælisgjafir og jólagjafir og vildi halda góðu sambandi við þau. Hann var alltaf velkominn inn á okkar heimili þegar hann var í góðu standi. Árið 2012 var pabbi orðinn mjög veikur af sínum sjúkdómi og flutti inn á Hrafnistu. Þar bjó hann við gott atlæti og við gátum heimsótt hann reglulega. Börnin mín eiga góðar minningar um afa sinn og fyrir það er ég þakklátur. Nú hefur pabbi fengið hvíldina, líf hans var oft þyrnum stráð en minning um góðan mann lifir og ég mun sakna elsku pabba míns. Garðar. Nú þegar tengdafaðir minn Sigþór Pétur Svavarsson hefur kvatt þetta líf reikar hugurinn til baka. Ég gleymi því ekki þegar ég sá hann í fyrsta sinn. Flottan í tauinu, vel greiddan, með breitt bros á vör og blik í auga. Hann tók mér opnum örmum þessi mynd- arlegi og blíði maður. Það var ekki mikil fyrirferð í honum Sigþóri en ef hann var staddur einhvers stað- ar þá tók maður eftir honum. Sumt fólk er bara þannig. Sigþór kom reglulega við hjá okkur Garðari fyrstu árin. Hann kom til að heimsækja barnabarnið sitt sem hann var svo stoltur af. Alltaf kom hann færandi hendi. Með eitthvert smáræði til að gleðja lítið hjarta. Þessar minn- ingar eru bjartar og fagrar og samverustundirnar voru dýrmæt- ar. Þær voru dýrmætar því þær voru allt of fáar. Ég syrgi tíma sem ekki varð, stundir sem glöt- uðust og minningar sem náðu ekki að fæðast. Sigþór var sérlega hæfileika- ríkur maður. Hann var handlag- inn, mikill vinnuþjarkur, fram- takssamur og búinn að byggja sér hús og stofna fyrirtæki aðeins 25 ára gamall. Hæfileikar Sigþórs hefðu getað farið með hann í svo margar áttir en því miður lá leiðin inn á grýttan stíg. Bakkus er harð- ur húsbóndi, hann gefur engum grið. Hann gerði líf Sigþórs að erf- iðri baráttu sem tók sinn toll. Þrátt fyrir töpuð tækifæri er ég þakklát fyrir hann elsku Sigþór. Hann er afi barnanna minna og faðir mannsins míns og það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með sambandi þeirra feðga. Kærleik- urinn þeirra á milli og fyrirgefn- ingin var alltumlykjandi. Kærleik- urinn fellur aldrei úr gildi. Ragna Jenný Friðriksdóttir. Ég og afi fórum stundum að fá okkur ís. Einu sinni kom ég inn á Hrafnistu og kallaði hátt „afi“ og þá svöruðu allir gömlu mennirnir! Það þótti okkur fyndið. Mér fannst gaman að heimsækja afa því hann var alltaf svo glaður þeg- ar ég kom. Ég elska þig afi minn og gleymi þér aldrei. Benedikt. Það var alltaf gaman að heim- sækja hann afa. Hann varð alltaf svo glaður þegar hann sá mig. Við fórum oft í ísbíltúr og tókum svo bryggjurúnt. Mér þótti mjög vænt um afa, hann var svo flottur mað- ur og alltaf brosandi. Það var erf- itt að geta ekki heimsótt afa vegna Covid. Ég man þegar við fjöl- skyldan fórum að glugganum hans til að segja hæ og til að sjá hann. Afi skildi ekkert í þessu en auðvitað var hann mjög glaður að sjá okkur öll eins og alltaf. Ég á eftir að sakna þess að heimsækja afa. Það var fastur punktur í lífi mínu. Guð blessi minningu afa. Katrín Una. Nú er elsku afi minn farinn frá okkur. Ég man þegar ég, pabbi, Benedikt og Katrín fórum stund- um með afa í göngutúr eða í ísbílt- úr. Við heimsóttum hann alltaf þegar við vorum í Reykjavík á meðan við bjuggum á Bíldudal. Við fórum til hans á Hrafnistu og hann var alltaf glaður að sjá okk- ur. Ég man sérstaklega eftir því þegar afi átti afmæli og Unnur kom með pönnukökur og allir á elliheimilinu fengu pönnukökur. Það var mjög gaman. Ég man ekki eftir afa öðruvísi en á Hrafnistu en ég veit að einu sinni átti hann heima á Patreksfirði og var Vest- firðingur í húð og hár. Við áttum það sameiginlegt að þykja mjög vænt um sunnanverða Vestfirði. Hvíldu í friði elsku afi minn. Elísabet Áslaug. Hann afi tók kannski margar rangar ákvarðanir í lífinu sem lit- uðu hans líf og hann átti oft stund- ir sem enginn óskar sér. Þrátt fyr- ir það var afi minn góður maður og með stórt hjarta. Ég á aðeins góð- ar minningar um hann afa minn og fann ekkert nema væntum- þykju og ást þegar ég var í kring- um hann. Ég man þegar ég var lít- ill, áður en ég eignaðist öll systkini mín, þá kom hann alltaf færandi hendi þegar hann kom í heimsókn á Eyrarholtið. Sumt af því dóti sem hann kom með til að gleðja mig á ég enn þann dag í dag, eins og bláa dótajeppann sem mér þykir mjög vænt um. Í hvert sinn sem ég sé hann hugsa ég um afa. Afi átti sjálfur jeppa sem ég elsk- aði að sitja í. Það var nefnilega sjónvarp aftur í. Mér fannst svo gaman að fara í jeppabíltúr og horfa á teiknimyndir í aftursæt- inu. Afi var alltaf svo flottur og snyrtilegur, það má segja að hann hafi verið algjör töffari og nagli. Eftir að afi fór inn á Hrafnistu varð hann sífellt veikari og átti sí- fellt erfiðara með að tjá sig. Ég fann þó að í hvert sinn sem ég heimsótti hann þá þekkti hann mig og var alltaf glaður að sjá mig. Þó svo að hann hafi ekki get- að tjáð það með orðum gat hann tjáð það með tilfinningum. Einu sinni fyrir jólin kom ég við á Hrafnistu áður en ég fór á Bíldu- dal til foreldra minna til að færa honum jólagjöf. Þegar ég mætti á Hrafnistu sá ég að hann var ekki inni á herberginu sínu, hann var frammi í setustofu að horfa á sjónvarpið. Ég ákvað því að fara beint inn á herbergi til að setja jólagjöfina á náttborðið hans. Ég sá að hann sá mig labba framhjá sér og hann varð svo svekktur því hann hélt að ég ætlaði ekki að heilsa upp á hann. Svo kom ég auðvitað aftur til baka til að heilsa honum og hann varð svo glaður við þetta litla spjall. Ég fann það svo vel þarna hvað afi var góður maður og hvað mér þótti vænt um hann. Hvíldu í friði elsku afi, ég veit að þú ert á betri stað núna. Friðrik Benóný. Þú varst 14 ára þegar ég fædd- ist. Ég var skírð í fermingunni þinni og þú hélst mér undir skírn. Ég var veik og gafst þú mér hálsmen úr melónusteinum. Ég man enn hve ég var örugg þegar þú hélst í litlu höndina mína. Ég var ekki gömul þegar ég passaði litlu drengina þína. Við áttum öll heima á Patró og alltaf var gaman þegar við kom- um saman á Aðalstrætinu hjá mömmu og pabba, þar sem æsku- heimili okkar var. Þú fluttist síðan til Reykjavík- ur og oft var lífið þér erfitt næstu árin, en gleðistundirnar voru líka margar, ekki síst þegar þú eign- aðist yngsta drenginn þinn. Við misstum mikið þegar Jó- hann bróðir okkar dó fyrir rúm- um þremur árum, en hann var alltaf kletturinn í lífi okkar. Seinna sama ár lést elsku mamma okkar, en þið voruð alla tíð mjög náin. Ég vona að ég hafi getað rétt þér örugga hönd, í þínum erfið- leikum seinni árin, eins og þú gerðir þegar ég var lítið stelpu- skott heima á Patró. Þriðjudaginn 27. október horfði ég í síðasta sinn í augun þín, augun sem alltaf voru svo fal- leg og hlý. Hvíl í friði elsku Sissó bróðir. Þín systir, Unnur Berglind. Sigþór Svavarsson var fæddur og uppalinn á Patreksfirði. Hann lauk grunnskólanámi þar og fór síðan að vinna eins og tíðkaðist á þessum tíma. Sigþór lærði húsa- smíði og útskrifaðist sem húsa- smíðameistari frá Iðnskólanum á Patreksfirði. Hann stofnaði, ásamt Guðfinni Pálssyni, tré- smíðafyrirtækið Iðnverk. Næstu árin vann hann við smíðar á Pat- reksfirði. Ég kynntist Sigþóri árið 1979 þegar ég og systir hans hófum sambúð. Ég vann hjá honum næstu tvö sumur við byggingar- vinnu, meðal annars í Mjólká, en þar fékk fyrirtækið hans það verkefni að steypa upp undirstöð- ur fyrir spennuvirki vesturlínu. Árið 1983 seldi Sigþór fyrir- tækið á Patreksfirði og flutti til Reykjavíkur. Hann vann þar við smíðar næstu árin. Hann var eft- irsóttur í vinnu, hörkuduglegur og góður smiður. Eftir nokkur ár í Reykjavík fóru að skiptast á skin og skúrir í lífi Sigþórs, því Bakkus er harður húsbóndi. Heilsan fór að gefa sig og rúmlega sextugur var hann lagður inn á Hrafnistu í Reykja- vík, þar sem hann bjó til dauða- dags. Sigþór var glaðlyndur, traust- ur og hörkuduglegur. Hann var góður drengur. Blessuð sé minning hans. Kjartan Gunnsteinsson. Sigþór Pétur Svavarsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Okkar ástkæri RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON, fv. sendiherra og forsetaritari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 9. nóvember næstkomandi klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á vefnum https://youtu.be/n02ywvuDFjw Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélag Hringsins. Klara Hilmarsdóttir Kristján Þórðarson Soffía Rúna Jensdóttir Hilmar Þórðarson Rannveig Jóhannsdóttir Klara Rún Hilmarsdóttir Friðrik Þór Hjálmarsson Baldur Freyr Hilmarsson Embla Rós Friðriksdóttir Elskuleg systir okkar og mágkona, BERTHA I. JOHANSEN, andaðist miðvikudaginn 28. október á líknardeild Landspítalans, Fossvogi. Útför fór fram 4. nóvember í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kitty Johansen Gunnar Ingimundarson Hulda G. Johansen Steindór I. Ólafsson Thulin Johansen Hrönn Snorradóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.