Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.11.2020, Qupperneq 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2020 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að undanförnu en sérð nú fram á að eiga tíma aflögu fyrir sjálfan þig. Hlutirnir eru í góðu lagi, þótt þeir séu ekki alfullkomnir. 20. apríl - 20. maí  Naut Samskiptahæfni þín er með mesta móti. Málaðu skærar myndir með orðum og endurtaktu hvað eftir annað, við sjálf- an þig og aðra í kringum þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að hemja löngun þína til að vanda um við aðra í dag. Dálæti þitt á fallegum stöðum og hlutum vex til muna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki kaupa neitt af fljótfærni í dag. Ef það er ekki hægt má reyna að víkka sjóndeildarhringinn á einhvern hátt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert jarðbundinn og nákvæmur í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur. Láttu ekki álit annarra trufla störf þín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú veist ekki hvernig þú átt að snúa þér í vinnunni og félagslífinu. Njóttu þess á meðan það varir því það er ekki alltaf svo. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn hentar vel til framtíðar- áætlana. Um þessar mundir er sandkass- inn þinn bara nægilega stór fyrir þig ein- an og það er líka allt í lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að þú hefur sjálfur mikið um það að segja hvernig mynd aðr- ir fá af þér. Kannski þarftu að læra að vera ósammála án þess að reiðast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skoðanir þínar eru afar per- sónulegs eðlis í dag. Gerðu áætlun og láttu óttann við hið óþekkta ekki ná tök- um á þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Hugaðu frekar að því hver þú ert og hvernig þú kemur fram við þína nánustu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samtöl við kunningja og vini eru gefandi í dag. Reyndu að átta þig á hvað býr undir spurningu eða beiðni sem þér berst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt komast að því að hæfi- leikar þínir liggja á mörgum sviðum. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig. Ó ttarr Arnar Halldórsson fæddist á Akureyri 7.11. 1940 en fluttist með móður sinni til Reykjavíkur tveggja ára að aldri. Þar bjuggu þau í vestur- bæ Reykjavíkur og gekk Óttarr í Melaskóla og Gaggó Vest. Þaðan lá leiðin í Verzlunarskóla Íslands þar sem Óttarr útskrifaðist með versl- unarpróf 1958. Óttarr fór svo í nám í The London School of Foreign Trade í London þar sem hann lærði rekstur og tryggingar skipa, vöru- tryggingar o.fl. og útskrifaðist með diplómu í „shipping“ árið 1960. „Þetta var skemmtilegur tími og þar sem við kunnum lítið að elda keypt- um við „Irish stew“ í dósum og það var hitað upp í öll mál.“ Eftir heimkomu frá London hóf hann störf hjá Almennum trygging- um og fór svo að vinna hjá föður sín- um í heildverslun hans, Halldóri Jónssyni ehf. Þar sem Óttarr var dúx í þýsku úr Verslunarskólanum var ákveðið að senda hann til Þýska- lands í eitt ár til að afla umboða fyrir heildsöluna. Hann kom svo heim með umboð fyrir nokkur góð vöru- merki, m.a. Wella-hárvörumerkið, sem síðar varð hryggjarstykkið í rekstrinum. Þá kom þýskan sér vel Á heimleiðinni með Gullfossi kynntist Óttarr eiginkonu sinni, Ing- rid. Ekki voru margir þýskumælandi um borð og því leituðu Ingrid og vin- kona hennar til Óttars með ýmislegt. Þannig voru fyrstu kynni hjónanna. Eftir komuna til Íslands hittust þau oft fyrir tilviljun hér og þar, t.d. í Vesturbæjarlauginni, í Klúbbnum, á Akureyri og víðar. Svo virðist sem örlagadísirnar hafi ætlað þeim að ná saman og giftu þau sig árið 1964 í heimabæ Ingridar í Suður-Þýskalandi. Fjölskyldufyrirtækið Ísflex ehf. Árið 1976 stofnaði Óttarr sína eig- in heildverslun, Ísflex ehf., með Ing- rid. Þau byrjuðu smátt og var hinn vinsæli Milupa-barnamatur ein af fyrstu innflutningsvörunum. Lager- inn var í bílskúrnum heima og Óttarr sá sjálfur um allan rekstur og keyrði m.a. sjálfur út vörurnar í búðirnar. Eftir að þau fengu umboð fyrir Margaret Astor-snyrtivörurnar varð mikil uppsveifla, en Astor var mest selda merkið hérlendis í fjölda ára. Vegna þessarar velgengni löðuðust fleiri toppmerki að fyrirtækinu, t.d. Jil Sander, Lancaster, Adidas o.fl., að ógleymdu hinu virta La Prairie. Báðar dætur Óttars störfuðu með honum í fyrirtækinu um árabil og var þetta því sannkallað fjölskyldu- fyrirtæki. Sterkasti strákurinn í bekknum „Strax í Melaskólanum þótti ég efnilegur í íþróttum, enda alltaf sterkasti strákurinn í bekknum. Ég hafði lengi dáðst að júdóíþróttinni og skráði mig í byrjendaflokk hjá Júdó- deild Ármanns haustið 1968. Ég stundaði æfingar og félagsstörf af kappi og var fljótlega beðinn að taka að mér fjármál deildarinnar og var gjaldkeri hennar í fjölda ára. Á þessum árum vorum við alltaf með hámenntaða japanska þjálfara og féll það aðallega í minn hlut að hafa samskipti við þá, greiða þeim laun og reka íbúð fyrir þá. Júdó- deildin var á þessum árum með „frú- arleikfimi“ til að fullnýta salina yfir daginn. Júdóæfingar byrjuðu ekki fyrr en um kvöldmatarleytið og hafði deildin þess vegna fjárráð til að borga húsaleigu, starfsfólki og góðum þjálfara.“ Óttarr varð síðar fulltrúi deildarinnar í stjórn Júdó- sambands Íslands og kosinn gjald- keri frá upphafi og sá mikið um sam- skiptin við japanska þjálfara vegna fyrri reynslu. Óttarr og Ingrid hafa alla tíð verið mikið skíðafólk og fóru þau í margar skíðaferðir með dætrum sínum til Austurríkis. Í 15 ár fóru þau í árleg- ar skíðaferðir til Aspen í Colorado með sama góða vinahópnum. Einnig eiga þau íbúð við ströndina í Sara- sota í Flórída og dvelja þar alltaf vor og haust í nokkrar vikur í senn. Þau hjónin hafa alla tíð verið mjög sam- stiga í að hreyfa sig og má þar nefna sund, gönguferðir, skíði og hjól- reiðaferðir. Óttarr gekk í Frímúrararegluna snemma, árið 1974, og er í stúkunni Eddu. Fjölskylda Eiginkona Óttars er Ingrid Elsa Halldórsson, f. 6.6. 1943, meðeigandi Óttarr Arnar Halldórsson stórkaupmaður og framkvæmdastjóri – 80 ára Frímúraraball Óttarr gekk í Frímúrararegluna 1974. Þau hjónin hafa alla tíð tekið virkan þátt í leik og starfi reglunnar og eru hér á leiðinni á ball. Kynntist konunni á Gullfossi Fjölskyldan Óttarr og Ingrid með dætrum sínum og fjölskyldum þeirra. Frá vinstri: Óttarr Bergmann, Ólafur, Esther, Alexandra Ingrid, Leifur, Ír- is, Matthías Dagur og Þorsteinn Arnar. Óttarr og Ingrid fremst á myndinni. Í dag eiga hjónin Erna Magnúsdóttir og Gunnar Páll Jakobs- son 50 ára brúðkaups- afmæli. Þau gengu í hjóna- band 7. nóv- ember 1970 í Garðakirkju á Álftanesi. Lengst af bjuggu þau í Hafnarfirði en búa nú í Reykjavík. Erna og Gunnar eiga fjögur börn og átta barna- börn. Gullbrúðkaup Til hamingju með daginn 30 ára Heiðdís ólst upp í Reykjavík en býr núna í Kópavogi. Heið- dís er leiðbeinandi á ungbarnaleikskól- anum Korpukoti í Grafarvogi. Hún hefur mikinn áhuga á börn- um, hreyfingu og samskiptum við fjöl- skyldu og vini. Fjölskylduútilegur eru mjög vinsælar. Maki: Anton Bjarni Alfreðsson, f. 1990, ljósmyndari og vinnur í ljósmynda- vöruverslun. Barn: Íris Emilía Jónasdóttir, f. 2015. Foreldrar: Anna Lóa Sigurjónsdóttir, f. 1968, rekstrarstjóri Pizza Hut í Smára- lind, og Gunnar Árnason, f. 1966, hljóð- maður. Heiðdís Gunnarsdóttir 30 ára Tandri ólst upp í Kópavoginum en býr í Reykjavík núna. Tandri er dreifingarstjóri hjá MS Ís, en er núna í fæðingarorlofi og er menntaður sagnfræð- ingur. Sem stendur er hann að flísaleggja baðherbergið. Helstu áhugamál Tandra eru bóklestur, tónlist og útivist og öll hreyfing. Maki: Drífa Atladóttir, f. 1981, eigandi Jógastúdíós, er jógakennari og rekur netverslun með jógavörur. Börn: Kjalar, f. 2016, og Móa, f. 2019. Foreldrar: Halldór Valdimarsson, f. 1950, vinnur á þjónustuskrifstofu FS, og Elísabet Hákonardóttir, f. 1952, fv. flug- freyja. Þau búa í Kópavogi. Stefán Tandri Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.